Morgunblaðið - 23.08.2006, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug SjöfnHannesdóttir
fæddist í Reykjavík
28. júní 1938. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
þann 11. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Hann-
es Magnússon tré-
smíðameistari í
Reykjavík, f. 24.
september 1891 í
Teigakoti á Akra-
nesi, d. 31.desem-
ber 1968 og Guðrún
Helga Guðmundsdóttir, f. 23.
mars 1900 á Sólheimum í Hruna-
mannahreppi, d. 11. janúar 1981.
Fyrri maður Helgu var Jón Krist-
an sem hún lauk prófi í hár-
greiðslu. Þess á milli dvaldi hún á
sumrin hjá frændfólki sínu á Sól-
heimum og Syðra-Seli í Hruna-
mannahreppi. Þar kynntist hún
eftirlifandi manni sínum Sveini G.
Sveinssyni, Hrafnkelsstöðum, f.
13. ágúst 1932. Þau gengu í
hjónaband 19. apríl 1962. Þau
byrjuðu búskap á Hrafnkelsstöð-
um og var hún húsfreyja þar upp
frá því. Þau áttu 4 börn. 1) Helga
Sigríður sjúkraliði, f. 23. janúar
1962, maki Sverrir Ágústsson,
börn þeirra eru: Inga Sjöfn, Ár-
mann og Sveinn Ágúst. 2) Kol-
brún klæðskeri, f. 11. maí 1964. 3)
Sveinn Hannes bóndi Hrafnkels-
stöðum, f. 8. júlí 1965, maki Eva
Marín Hlynsdóttir, börn þeirra:
Silja Rut og Sveinn Jökull 4)
Magnús háskólanemi, f. 10. maí
1983.
Útför Sjafnar fer fram frá
Hrunakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ján Kristjánsson, f. 1.
september 1894, d.
13. desember 1929.
Sjöfn átti eina systur
sammæðra, Jónu
Kristjönu Jónsdóttur
hárgreiðslumeistara
í Reykjavík, f. 10.
júlí 1930, maki Lárus
Johnsen, þau eiga
tvo syni a) Jón Kr.
Johnsen, maki Sig-
rún Gunnarsdóttir,
sonur þeirra er Lár-
us Kristján b) Hann-
es Johnsen.
Sjöfn ólst upp hjá foreldrum
sínum í Þverholtinu í Reykjavík
og gekk í Austurbæjarskóla og
síðar Iðnskólann í Reykjavík það-
Fyrstu kynni mín af Guðlaugu
Sjöfn hófust fyrir 27 árum. En þá
var ég boðin í hádegismat og ekki
var hann svikinn. Oft síðan hef ég
notið gestrisni tengdamóður minnar
en hún hafði einstaka hæfileika til að
töfra fram girnilegt veisluborð. Hún
naut þess að fá heimsóknir og stjana
við gesti sína.
Sjöfn er fædd og uppalin Reykja-
víkurmær. Ung fór hún að dvelja á
sumrin hjá frændfólki sínu á Sól-
heimum í Hrunamannahreppi.
Sumrin á Sólheimum urðu mörg og
var hún þar öll sín barns- og ung-
lingsár. Bústörf áttu vel við hana og
var hún mikill dýravinur og nátt-
úruunnandi. Á þessum árum kynnt-
ist hún Sveini og saman hófu þau bú-
skap á Hrafnkelsstöðum. Erilsöm
hafa fyrstu búskaparárin verið. Nýtt
íbúðarhús var byggt og fljótlega fjós
og hlaða. Sjöfn og Sveinn voru sam-
hent í búskapnum og gekk hún til
þeirra verka sem þurfti úti við með-
fram því að halda stórt heimili.
Einnig greip hún í iðn sína en hún
var lærð hárgreiðslukona. Hún hafði
mikið yndi af öllum gróðri og bar
garðurinn hennar þess glöggt vitni.
Hjónin höfðu gaman af ferðalögum í
góðra vina hópi og var Sjöfn ein-
staklega nösk að sjá athyglisverða
hluti þar sem stoppað var. Átti hún
fágætt steinasafn og má þar líta
margar gersemar.
Fyrir réttu ári greindist Sjöfn
með illvígan sjúkdóm. Ég undrast
það æðruleysi sem hún sýndi og
kvartaði aldrei til hinsta dags. Það
var ómetanlegt fyrir hana og fjöl-
skylduna að hún gat dvalist heima
hjá sér þótt veikindin ágerðust. Mik-
il sómakona er fallin frá allt of fljótt.
Sjöfn var einhver besta manneskja
sem ég hef kynnst. Alltaf að huga að
velferð annarra og aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkurri manneskju.
Ég þakka þér og mun minnast þín
fyrir það sem þú varst.
Um engi og tún
og ásinn heima
ég aftur reika,
sest í brekkuna
silkimjúka
og sóleyjarbleika.
(Davíð Stefánsson.)
Sverrir Ágústsson.
Það er með sorg og trega í hjarta
sem ég kveð tengdamóður mína
Sjöfn Hannesdóttur. Ég verð henni
ævinlega þakklát fyrir hversu vel
hún tók á móti mér þegar ég flutti í
Hrafnkelsstaði. Það var eflaust ekki
auðvelt að fá unga tengdadóttur með
ákveðnar skoðanir inn í hús til sín en
henni fórst það vel úr hendi og það
var gott að búa með henni. Við átt-
um það sameiginlegt að hafa gaman
af ættfræði og henni á ég að miklu
leyti að þakka ágæta þekkingu mína
á ættum mannsins míns. Sjöfn var af
þeirri kynslóð fólks sem fleygði aldr-
ei neinu og þess vegna komu út úr
skápum hjá henni fínustu kápur og
kjólar liðinna tíma sem ég naut heið-
urs af að fá að spóka mig um í. Þegar
við Sveinn Hannes byggðum okkar
eigið hús kom hún iðulega við á leið-
inni yfir til Svövu „æ ég er bara að-
eins að hreyfa mig“ var viðkvæðið.
Dóttir okkar fór ófáar ferðir upp í
hús að kíkja á ömmu, horfa aðeins á
sjónvarpið með henni og kría út
nokkrar súkkulaðirúsínur.
Sjöfn var mjög hjálpsöm og greið-
vikin kona sem birtist í ófáum
blómavöndum og tómötum „svona í
leiðinni“ og dýrindis súkkulaðikök-
um fyrir barnaafmæli. Þegar ég síð-
an þurfti á barnapössun að halda
síðastliðinn vetur var Sjöfn mætt
snemma á morgnana og hélt því
áfram allt þar til veikindi hennar
fóru að segja verulega til sín upp úr
páskum. Það var okkur öllum óend-
anlega dýrmætt að hún gat verið
heima í sumar þrátt fyrir veikindin.
Hví skal æðrast
yfir sorgum
eða raunir rekja?
Skín ei fegri
á festing sálar
minninganna máni?
(M.Á.Á.)
Elsku Svenni og þið öll, guð gefi
ykkur styrk og trú til að syrgja og
sakna og gleðjast yfir minningum
um góða konu.
Eva Marín Hlynsdóttir.
Ég trúi því varla að þú sért farin.
En nú er svo orðið og ég á bágt með
að sætta mig við það. Ég veit þó að
nú líður þér betur og ert komin á
betri stað. Þú hefur alltaf verið eng-
illinn minn. Því þú ert án efa um-
hyggjusamasta manneskja sem ég
hef þekkt og svo ert þú auðvitað með
engilhvítt hár. Ég á margar minn-
ingar um hversu iðin og dugleg þú
ert. Alltaf allt hreint og kræsingar á
borðum. Og ekki léstu þitt eftir
liggja þegar að garðinum kom, öll
sumur uppfullur af marglitum og
fallegum blómum sem þú sinntir
með mikilli natni enda með græna
fingur. Þú hefur alltaf haft alveg ein-
stakt auga fyrir náttúrunni og þeim
furðuverkum sem þar finnast og
vildir helst vera þar. Enda raðaðir
þú alltaf steinum og blómum um allt
hús bæði innan og utan. Ég hef alltaf
dáðst að því hversu falleg þú ert og
hef oft setið með gamlar myndir og
skoðað þessa töfrandi konu í fínu
kjólunum, með fínu skartgripina.
Það er ekki langt síðan ég fann fjár-
sjóðskistu í geymslunni barmafulla
af fallegum kjólum. Þá hélt ég sko
tískusýningu fyrir þig og afa og virt-
ist engum leiðast, þið brostuð út í
annað yfir minningunum og mér leið
auðvitað eins og ævintýraprinsessu.
Alltaf þótti mér gaman að eyða
sumrinu í sveitinni enda nóg við að
vera. Seinasta árið er mjög eftir-
minnilegt. Þú ert svo sannarlega
hetja. Við vorum saman mörgum
stundum þetta árið og gátum oft
spjallað um margt og núna ekki alls
fyrir löngu kenndir þú mér að hekla.
Seinustu tvo dagana sat ég hjá þér
og þá tókst mér í fyrsta sinn að gera
vel heppnaða bjöllu.
Takk fyrir allt.
Ég elska þig meir en orð fá lýst.
Inga Sjöfn Sverrisdóttir.
Þú bláfjalla geimur með heiðjöklahring,
um hásumar flý ég þér að hjarta.
Ó tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég
syng.
Um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. –
Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo
frjáls.
Í hæðir ég berst til ljóssins strauma,
æ lengra æ lengra að lindum himinsbáls,
uns leiðist ég í sólu fegri drauma.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þessar ljóðlínur komu mér í hug
er ég hugleiddi að festa á blað nokk-
ur kveðjuorð, nú þegar mágkona
mín Sjöfn á Hrafnkelsstöðum hefur
lokið lífsgöngu sinni hérna megin
grafar. Guðlaug Sjöfn Hannesdóttir,
eins og hún hét fullu nafni, fæddist
og ólst upp í Reykjavík. Hún átti
ættir að rekja í Hrunamannahrepp
og var hér „í sveit“ sem barn og ung-
lingur hjá frændfólki sínu á Sól-
heimum.
Mynd kemur upp í huga minn.
Lína á Sólheimum er að koma í rétt-
irnar og teymir hest með aktygjum.
Á honum situr bráðfalleg stelpu-
hnáta, lítið yngri en ég, og heldur
báðum höndum í aktygjabogann, al-
veg örugg þó að farið sé um vegleys-
ur.
Svo líða árin við vitum hvor af
annarri í hópi ungs fólks á svipuðu
reki.
Svo kom að því að hægt var að
stríða bróður sínum, setja Sjafnar
sápustykki á koddann hans og
spyrja hvort þetta væri ekki rétta
nafnið.
Svo kom þessi unga stúlka og
varði sumarleyfinu sínu á Hrafn-
kelsstöðum. Hún var hárgreiðslu-
kona og starfaði við iðn sína á hár-
greiðslustofu hálfsystur sinnar Jónu
Jónsdóttur. Um haustið fóru þau svo
saman til Reykjavíkur og dvöldu
vetrarlangt á æskuheimili Sjafnar.
Um vorið var framtíð þeirra ráðin.
Þau hófu búskap á jörð móður minn-
ar en hún hafði búið þar í nokkur ár,
eftir að hún varð ekkja, með aðstoð
Sveins sonar síns.
Nú var ný kynslóð að taka við búi
þar sem aðstæður voru slíkar að
engum dytti í hug að gera sér það að
góðu nú til dags, en svo eru tímarnir
breyttir.
Þau höfðu lítið súðarherbergi upp
á lofti í gamla bænum á Hrafnkels-
stöðum, deildu eldhúsi og baðstofu á
neðri hæðinni með móður minni og
öðru heimilisfólki.
Fyrsta barnið kom í heiminn á
miðjum vetri. Um vorið var hafist
handa við byggingu íbúðarhúss. Ári
síðar, 28. júní, á afmælisdegi Sjafnar
fluttu þau í nýja húsið ásamt Sigríði
móður okkar Sveins.
Hófst nú mikil uppbygging á jörð-
inni. Gripahús byggð, land brotið til
ræktunar, með öðrum orðum breyt-
ing frá fortíð til nútíðar. Við höfum
fylgst að alla þessa breytingatíma,
það hefur verið stutt á milli heimila
okkar.
Það er vissulega krefjandi starf að
vera húsfreyja á sveitaheimili. Mörg
börn og unglingar hafa dvalið þar
sumarlangt auk heimilisfólks, vinnu-
dagurinn oft langur í dagsins önn,
það þurfti að huga að velferð allra,
bæði manna og málleysingja.
Eins var mikill gestagangur og
gestrisni ómæld á þeim bæ. Allt
fram á síðustu daga Sjafnar var
henni umhugað um að allir fengju
góðgerðir, mér fannst það nú ekki
skipta höfuð máli en þannig vildi
hún hafa það.
GUÐLAUG SJÖFN
HANNESDÓTTIR
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
BJÖRN BJARNASON,
Hellisgötu 25,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 4. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Björn Björnsson, Guðrún Þóra Sigurðardóttir,
Stefán Björgvin Björnsson,
Bjarni Gunnar Björnsson, Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir,
Hólmfríður St. Björnsdóttir, Jose Antonio Rodriguez Gonzalez,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR JÓN KRISTINSSON,
sem lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði
mánudaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá
Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega láti Dval-
arheimilið Hornbrekku njóta þess.
Hulda Helgadóttir,
Sigríður Kristinsdóttir,
Anna Halldórsdóttir, Svanberg Þórðarson,
Bragi Halldórsson, Auðbjörg Eggertsdóttir,
Gunnar Halldórsson, Sigurlaug Anna Sigtryggsdóttir,
Svanfríður Halldórsdóttir,Gunnar L. Jóhannsson,
Jón Halldórsson, Guðlaug Skúladóttir
og afabörnin.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF JÓNASDÓTTIR
frá Magnússkógum,
lést á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, aðfara-
nótt laugardagsins 19. ágúst.
Útförin fer fram frá Hvammskirkju í Dölum laugar-
daginn 26. ágúst kl. 14.00.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson,
Jónas Guðmundsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
Guðbjörn Guðmundsson, Jóhanna B. Jóhannsdóttir,
Jensína Guðmundsdóttir, Andrés P. Jónsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Helgi Þorvaldsson,
barnabörn og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og bróðir,
JÓHANN FANNAR INGIBJÖRNSSON,
Lómatjörn 40,
Innri-Njarðvík,
lést af slysförum miðvikudaginn 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugar-
daginn 26. ágúst kl. 13.00.
Gréta Rósný Jónsdóttir,
Ástríður Halla Jóhannsdóttir,
Júlía Steinunn Jóhannsdóttir,
Katrín Ósk Jóhannsdóttir,
Halla Árný Júlíusdóttir, Haraldur Hinriksson,
Ingibjörn Guðjón Jóhannsson,
Ástríður Guðmundsdóttir, Jón Guðlaugsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
Ástkær systir, mágkona og frænka,
MARÍA LILLÝ RAGNARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Vesturbergi 78,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
19. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 25. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
Þór Símon Ragnarsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir,
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Hafþór Ólafsson,
Ragna Sif Þórsdóttir, Ágúst Björnsson.