Morgunblaðið - 23.08.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 29
MINNINGAR
Það er skelfileg til-
hugsun, kæri félagi, að
fá ekki að sjá þig aftur.
Samverustundun-
um fækkaði því miður
þar sem við bjuggum
sinn á hvoru landshorninu en vinátt-
an minnkaði aldrei enda varst þú svo
sannarlega vinur vina þinna.
Það var mér ávallt tilhlökkunar-
efni að vita af þér á Borgarfirði þegar
ég kom á heimaslóðir. Ég vissi að þú
yrðir ávallt einn af þeim fyrstu sem
ég sæi, alltaf kátur og hress.
Það var föst, góð regla að þú komst
og bauðst mér á rúntinn þar sem far-
ið var í gegnum hlutina. Fótboltinn
var krufinn, staða sameiginlegra
vina rædd og ekki síst var gaman að
heyra hvað þú varst stoltur af fjöl-
skyldunni þinni sem átti hug þinn og
hjarta.
Eiðaárin munu alltaf lifa í minn-
ingunni. Íþróttamótin, ferðalögin,
skemmtanirnar og allar þessar frá-
bæru stundir sem við áttum á þeim
árum.
Þorláksmessusímtalið var orðið
fastur liður þar sem við bulluðum
svolítið saman og óskuðum hvor öðr-
um velfarnaðar – símtal sem sló öll-
um skötuveislum við.
Elsku Þórey, Arna og Atli, foreldr-
ar og fjölskyldur, megi guð gefa ykk-
ur styrk til að takast á við sorgina.
Minningin um góðan mann sem gerði
lífið skemmtilegra mun lifa með öll-
um sem fengu að kynnast Skafta.
Guðlaugur.
Það voru dapurleg skilaboðin sem
við fengum um kvöldið hinn 14. ágúst
sl. að vinur okkar Skafti Kristján
Atlason væri látinn, ungur maður í
SKAFTI KRISTJÁN
ATLASON
✝ Skafti KristjánAtlason fæddist
í Neskaupstað 8.
nóvember 1971.
Hann lést á Land-
spítalanum 14.
ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð 19. ágúst.
blóma lífsins með unn-
ustu og tvö yndisleg
börn. Við kveðjum og
þökkum yndislegar
stundir inni við Set-
berg í fyrrasumar sem
við ætluðum að endur-
taka og laga það sem
laga þurfti en við bara
hittumst aftur við ann-
að Setberg og tökum
til hendinni þar.
Gættu þess vin yfir
moldunum mínum
að maðurinn ræður ei
næturstað sínum
og þegar þú hryggur úr garðinum gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður
þá kæti þig líka minn samferðamaður.
Kveðja,
Sesselja og Magnús.
Við fráfall Skafta Kristjáns Atla-
sonar erum við enn einu sinni minnt
á það hve lífið er hverfult og hve
skrefið er stutt á milli lífs og dauða. Í
annað sinn á rúmu ári fellur ungur
sjómaður á Fáskrúðsfirði skyndilega
frá í blóma lífsins. Þessi tvö dauðsföll
komu samferðafólkinu algjörlega í
opna skjöldu, nánast eins og þessir
ungu menn væru í mikilli skyndingu
kallaðir til annarra starfa.
Skafti var 34 ára gamall stýrimað-
ur og afleysingaskipstjóri á Hoffelli
SU 80. Hann var uppalinn á Fá-
skrúðsfirði, annar í röð þriggja
bræðra og er skyldfólk hans fjöl-
mennt í báðar ættir hér í firði. Hann
hóf sjómennsku sína á eldra Hoffelli
19. maí 1988, þá 16 ára gamall. Dugn-
aður hans kom fljótt í ljós á sjónum
og þar með var teningunum kastað
og hann ákveður að gera sjómennsk-
una að ævistarfi sínu. Hann aflaði sér
skipstjórnarréttinda í Stýrimanna-
skólanum á Dalvík og starfaði nær
því óslitið á skipum Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga og dótturfyrirtækja
þess á starfsævi sinni. Auk ungdóms-
áranna sem hann var á eldra Hoffelli,
var hann á Búðafelli SU 90 árin
1991–1992 og svo á eldra Hoffelli aft-
ur 1993–1996. Auk þess leysti hann
af á Ljósafelli SU 70 ef á þurfti að
halda. Þá stundaði hann sjóinn frá
Borgarfirði eystra um skeið, en þar
bjó hann ásamt konu sinni Þóreyju
Eiríksdóttur og tveimur ungum
börnum.
Þegar ákveðið var að kaupa núver-
andi Hoffell frá Írlandi haustið 1998
var Skafti ráðinn II. stýrimaður. Það
þurfti nokkurt áræði að ráða sig á
gamalt kvótalaust skip sem gera átti
fyrst og fremst út á kolmunna til að
afla skipinu veiðireynslu, en kol-
munninn hafði þá ekki verið settur í
kvóta. Reynt yrði svo jafnframt að
komast yfir síldar- og loðnukvóta, en
ekki var það fast í hendi. Eftir ár frá
komu skipsins var Skafti ráðinn 1.
stýrimaður og afleysingaskipstjóri á
Hoffelli.
Það er skemmst frá því að segja að
mikil óvissa var um framtíðarrekstur
þessa nýkeypta skips og áhætta mik-
il hjá Loðnuvinnslunni h/f og sjó-
mönnunum þar um borð. Ekki bætti
úr skák að tíðar bilanir voru í skipinu
fyrstu árin og verðhrun varð á mjöli
og lýsi árið 1999. Það var því fyr-
irtækinu mikils virði að því tókst að
ráða til sín duglega og bjartsýna
menn, þar sem að ljóst var að það
tæki langan tíma að byggja upp
þessa útgerð, bæði skip og aflaheim-
ildir.
Í þessari nýju skipshöfn undir
skipstjórn Helga Kristjánssonar og
síðar Bergs Einarssonar var Skafti
einn af máttarstólpunum. Hann var
vel látinn af öllum sem honum kynnt-
ust, góður í samstarfi og var mjög
duglegur að afla sér þekkingar á
flottrolls- og nótaveiðum. Reyndin
varð líka sú að sami kjarninn hefur
mikið til verið á skipinu á þessum
átta árum sem það hefur verið gert
út frá Fáskrúðsfirði.
Árið 2001 var Hoffell endurbyggt í
Póllandi. Skafti var í þeim hópi sem
fór út til að taka á móti skipinu. Þá
kynntist undirritaður mannkostum
Skafta enn betur og fann hve heil-
steyptur og góður drengur var þar á
ferð. Hann batt miklar vonir við hið
nýja og glæsilega skip, sem var að
verða ferðbúið til siglingar yfir hafið
heim til Fáskrúðsfjarðar, því þar var
stórum áfanga náð í nokkuð sér-
stæðri útgerðarsögu og uppbygg-
ingu atvinnulífs á Fáskrúðsfirði.
Nú hefur Skafti verið kallaður á
æðra tilverustig langt um aldur
fram, lagt af stað í nýja siglingu yfir
haf sem allra bíður einhvern tímann.
Það er sárt að sjá á eftir svo góðum
samferðamanni og eitt er víst að
hans verður sárt saknað úr hópi sam-
starfsmanna hjá Loðnuvinnslunni.
Missirinn er þó mestur hjá fjöl-
skyldu hans, sem sér á eftir þessum
unga og efnilega manni með jafn-
sviplegum hætti. Megi guð styrkja
þau og blessa.
Við Sigrún sendum Þóreyju og
börnunum, foreldrum hans og
bræðrum, svo og öðrum ástvinum
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur. Blessuð sé
minning þín.
Gísli Jónatansson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku fjölskylda, ykkar missir er
mikill. Guð gefi ykkur styrk á erf-
iðum tímum.
Kveðja.
Sara og fjölskylda.
Elsku Skafti frændi. Með þessum
orðum langar mig að kveðja þig þar
sem við lukum aldrei almennilega
samtalinu okkar um daginn. Þú hafð-
ir hringt í mig sem svo oft áður, og í
þetta skipti til þess að segja mér á
þinn einlæga hátt hvað þér þótti um
mig. Mikið hef ég hugsað til þessa
samtals okkar síðustu daga, það var
engu líkara en að þú hefðir viljað
hringja í mig til að kveðja. Við töl-
uðum reyndar um að verða aftur í
sambandi síðar þetta sama kvöld, en
úr því varð aldrei. Við komum því
ekki til með að ljúka samtalinu okkar
að þessu sinni, en ég trúi því að við
munum hafa tíma fyrir það seinna.
Það sem ég vildi óska að ég hefði sagt
við þig, Skafti minn, var að mér þykir
afskaplega vænt um þig og hef ávallt
verið stoltur af að hafa átt þig að sem
stóra frænda minn.
Þú hafðir stórt hjarta og varst allt-
af trúr í þér gagnvart fjölskyldunni
þinni og vinum. Og ekki vantaði
rausnarskapinn. Af öðrum frænd-
systkinum okkar ólöstuðum áttir þú
t.d. alveg sérstakt samband við
ömmu og afa í Sigtúni sem ég veit að
var þeim afar kært. Þar sem þú varst
þremur árum eldri en ég leiddist þér
heldur ekki að líta til með mér þegar
við skemmtum okkur saman og mun
ég t.d. seint gleyma ferðalaginu okk-
ar á Boggann um árið þegar við
ákváðum að fá okkur „rúnt“ þangað
úr Atlavík eina verslunarmannahelg-
ina. Við áttum líka góðan tíma saman
á sjónum á Hoffellinu um árið, en þar
vorum við saman ásamt pöbbum
okkar og hefur mér alltaf þótt ákaf-
lega vænt um þann tíma. Þar má
kannski líka segja að við höfum
kynnst í raun enn betur, enda mikið
spjallað og þú hafðir alltaf gaman af
því að kanna hvað ég var að malla í
eldhúsinu. Þú hrósaðir mér líka vel
fyrir pastaréttina, nokkuð sem
mannskapnum um borð féll reyndar
misvel. Það eru þessi og svo ótal-
mörg önnur augnablik sem ég kem
til með að muna með þér, frændi. Þú
ert svo ljóslifandi fyrir mér, brosandi
eins og þú jafnan varst og í þér þessi
galsi sem alltaf fylgdi þér.
Mikið er sárt að sjá á eftir þér. Í
raun hef ég ekki almennilega áttað
mig á því ennþá að þú skulir vera far-
inn og geri eflaust ekki nærri strax.
Þú skilur eftir þig stórt skarð, Skafti
minn.
Elsku Þórey, Arna og Atli litli, Atli
og Jóna, Kobbi og Heiðar, ég votta
ykkur og fjölskyldum ykkar mína
dýpstu samúð og bið guð um að
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Hjörvar Sæberg Högnason.
Minningarnar hrúg-
ast upp í huganum.
Þær fyrstu ótrúlega
gamlar, lítil stúlka sem þiggur gjöf
úr hendi stóra frænda síns. Dúkka,
sem ég man ennþá hvernig leit út.
Þá var ég varla orðin sex ára. Síðan
þá eru stundirnar sem ég átti með
uppáhalds, uppáhaldsfrænda mín-
um óteljandi. Hann tók mér alltaf
opnum örmum. Alveg sama hve
upptekinn hann var, það var alltaf
opið hús. Oft hafði hann fyrir því að
stökkva úr vinnunni til þess að
mæta heim í kaffi og pönnukökur
sem töfruðust á borðið. Lulla
hringdi í hann og sagði: „Stelpan
okkar er komin í heimsókn,“ og ör-
fáum andartökum síðar var hann
mættur. Tilbúinn til þess að hlusta
og segja frá. Ég fékk aldrei nóg af
sögum um afa minn og ömmu frá
Seljavöllum og lífinu í sveitinni fyrr
á árum, eða hlusta á góð ráð og lífs-
ins reglur. Mörg eru dæmin um hve
umhyggjusamur maður Jón frændi
var og eitt slíkt er þegar hann
hringdi og bauð mér afnot af bíl sem
hann hafði keypt handa börnunum
sínum í útlöndum til þess að þau
JÓN
ÓSKARSSON
✝ Jón Óskarssonfæddist á Berja-
nesi undir Austur-
Eyjafjöllum hinn 11.
júní 1932. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi
laugardaginn 12.
ágúst og var útför
hans gerð frá Odda-
kirkju á Rangárvöll-
um 18. ágúst.
kæmust sem best leið-
ar sinnar í heimsókn-
um á Íslandi. Hann
var ávallt tilbúinn til
þess að hjálpa og yf-
irleitt skildu okkar
leiðir með orðunum:
„Þú lætur mig svo
vita ef þú þarft á ein-
hverri aðstoð að
halda, vina.“
Allt fórst honum vel
úr hendi, hvort sem
litið er á mannlegu
hliðina eða þá verk-
legu. Fyrirmynd í
dugnaði, lífsháttum og framkomu.
Ég mun um ókomna tíð geyma í
hjarta mér minninguna um góðan
mann sem gaf mér mikið. Ég kveð
þig með söknuði, Jón frændi.
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir.
Elsku afi, alltaf þegar ég minnist
þín þá sé ég þig fyrir mér á Mol-
landi í Noregi tálgandi úti á tröpp-
um og mig hlaupa inn og sækja ál-
pappír (fyrir hníf) og þykjast tálga
eins og þú. Ég vona að þú vitir að ég
mun alltaf sakna þín, sama hvað
gerist, því þú ert góði afinn þar sem
enginn getur komið í þinn stað. Ég
vil að þú vitir það. Það sem mér
finnst samt best af öllu er að vita að
þér líði vel núna. Lofa að passa
ömmu fyrir þig.
Þín dótturdóttir
Berglind.
Elsku Jón afi. Vona að þér líði
betur þar sem þú ert núna, því þín
er sárt saknað og það mun ég alltaf
gera. Það væri gott að hafa þig núna
til að hugga mann, það var alltaf
hægt að treysta á þig, alltaf svo
sterkur í gegnum allt sem gekk á.
Þú sást alltaf til að allir í kringum
þig hefðu það gott og gast svo alltaf
kallað fram bros hjá manni og gerir
enn með minningum um þig. Núna
brosi ég þegar ég hugsa til baka,
þegar maður var krakki og fór svo
oft upp í sumarbústað með þér og
ömmu, keyptum appelsín og tókum
flatkökur með hangikjöti með. Svo
eftir að hafa unnið í kartöflugarð-
inum, málað bústaðinn eða bara far-
ið í okkar löngu göngutúra var alltaf
endað á að gefa hrafninum. Þú
reyndir líka alltaf að kenna mér öll
heimsins nöfn á fjöllunum í kring en
því miður næ ég aldrei að festa þau í
minninu, þú náðir nú samt að kenna
mér að tefla með þolinmæði og
þrjósku. Afi, þú þarft heldur ekki að
hafa neinar áhyggjur af Spáni leng-
ur, ég er komin með fjölskyldu, hún
býr í litlu þorpi hjá sjónum rétt við
Barcelona. Þau eiga líka þrjá hunda
þannig að það gæti ekki verið betra,
enda verður þú líka þar að líta eftir
mér, ekki satt. Það er erfitt að sitja
hér og eiga að skrifa hvernig þú
varst, því það er ekki til það orð
sem lýsir hvað mér fannst um þig.
Ég get þó fullyrt að þú ert besti afi
sem hægt er að hugsa sér. Þú ert
enn að styrkja mig og hjálpa mér
því að þú lifir enn sterkt í hjartanu
mínu og hvert sem ég fer verður þú
með mér. Og þangað til við hittumst
aftur.
Afi, ég elska þig og hafðu það sem
allra, allra best.
Þín
Áslaug Sara.
Fyrsta minningin um þig, elsku
Jón, var í Súðavík. Þú, Áslaug og
Hjölli komuð til að hitta okkur Her-
mann í fyrsta skipti. Við fengum
Hjölla með okkur í fótbolta og veiði
strax frá fyrsta degi, þið fullorðna
fólkið voruð svo glöð yfir því hvað
okkur krökkunum kom vel saman.
Það er nefnilega ekki alltaf létt að fá
stjúpsystkini (og stjúpbarnabörn)
upp úr þurru. En við erum gott
dæmi um velgengni í þessum mál-
um. Takk fyrir hvað þú og Áslaug
tókuð mér og Hermanni vel. Ég á
bara góðar minningar um ykkur og
ein af þeim er þegar þú, ég, Her-
mann og Hjölli hjóluðum frá Hellu
og út í bústað. Áslaug kom svo
keyrandi með eitthvað gott í gogg-
inn og við áttum góðar stundir.
Við höfum alltaf haldið góðu sam-
bandi þrátt fyrir að ég hafi búið í
Noregi í 13 ár núna.
Þið komuð í heimsókn og Katli
fannst svo gaman sýna ykkur allt
mögulegt, þú varst svo áhugasamur
um gamla hluti og ekki síst gamlar
kerrur. Axel og Viktori þótti svo
vænt um þig og kölluðu þig bara
Jón afa.
Þegar við fengum þær fréttir
fyrst að þú værir alvarlega veikur,
þá trúði ég ekki öðru en þú myndir
ná fullri heilsu, eins hraustur, lífs-
glaður, duglegur og góður maður og
þú varst. En það er ómögulegt að
vita hvernig allt endar og er það
kannski best.
Elsku Jón, þetta er mín hinsta
kveðja til þín, kveðja með söknuði.
Þakkir fyrir allt og kærar kveðjur
frá Katli, Axel og Viktori.
Ólöf (Óla).
Elsku afi minn er farinn, við jörð-
uðum hann á föstudaginn 18 ágúst
síðastliðin í Odda, þetta eru mjög
erfið orð því að það þýðir að maður
getur ekki hringt í hann eða hann í
okkur til að athuga hvernig gengur
og hvort allt sé ekki í lagi, eða kom-
ið við og hitt á hann. Hann var mjög
mikill öðlingur, var alltaf tilbúin að
hjálpa manni eða aðstoða við það
sem vantaði, þó svo að hann hefði
náttúrulega nóg annað að gera.
Hann er búinn að afreka mjög mikið
á sinni ævi, þá hefur þrautseigjan
mikið um það að segja því hann var
ekki fyrir það að gefast upp.
Einn skemmtilegasti og dýrmæt-
asti tími sem ég hef upplifað síðustu
ár var þegar við vorum að vinna
saman í viðhaldi á húsinu hjá honum
og ömmu á Laufskálunum sumarið
2005, því hann vildi hafa hlutina í
góðu ástandi. Var mjög gaman að
vinna með honum í því, hann var
ekki bara skemmtilegur og góður
félagsskapur heldur var hann harð-
duglegur þó svo að hann væri ekki
alveg með fulla heilsu. Ekki þýddi
neitt að segja honum að vera niðri
og slaka á, hann hafði svo mikinn
áhuga á að hjálpa til. Alltaf var
hann kominn upp á stillansa hjá
mér til að athuga hvort hann gæti
sótt eitthvað eða aðstoðað, auðvitað
gat hann altaf gert helling enda
snillingur í höndunum. Þetta sýnir
hvað hann hafði mikinn viljastyrk
og vildi greinilega skila húsinu af
sér í toppástandi. Það var alltaf gott
að hitta á Jón afa því að bara brosið
og hlýjan sem hann hafði gaf manni
svo mikið.
Það eru sem betur fer mjög
margar, góðar minningar sem mað-
ur hefur til að hugga sig við þegar
söknuðurinn hellist yfir mann. Við
vorum heppin að hafa átt þig að og
þú varst eins og maður getur sagt,
ekta afi, alltaf til staðar fyrir okkur
öll.
Takk fyrir afi minn, allar stund-
irnar sem ég fékk að upplifa með
þér.
Þinn vinur,
Hjörleifur Jón Steinsson