Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Fyrstu uppvaxtar-
ár mín var ég í dag-
legu sambandi við
langömmu mína. Við bjuggum
bæði á Óðinsgötunni og hittumst
annað hvort heima hjá henni eða
mér. Þá var oft gengið saman upp
Laugaveginn, verslað í matinn, oft-
ast kíkt við í leikfanga-versluninni
Liverpool og mér leyft að skoða og
keypti hún þá stundum eitthvað
handa mér. Um kvöldið var svo
annað hvort matarboð heima hjá
henni eða mér. Seinna kannski far-
ið í kvöldgöngu og þá oftast á
bókasafnið eða í Mál og menningu.
Það var gott að vera hjá henni og
hún lagði sig fram, bakaði oft vöffl-
ur og annað gott og kenndi mér að
taka í spil. Seinna flutti hún svo í
Grafarvoginn og þá komst ég ekki
eins oft til hennar, en það var allt-
af gaman að spjalla við hana og nú
síðast í vetur skoðuðum við hljóð-
bækurnar hennar. Hún lánaði mér
nokkrar og við ræddum um þær.
Okkur fannst báðum upplesturinn
skipta miklu máli, það væru góðir
upplesarar og slæmir upplesarar.
Þarna vorum við sammála og náð-
um vel saman. Nokkrum sinnum
heimsótti ég hana á spítalann í
sumar og fannst erfitt að sjá hana
svona mikið veika, en vonaði þó að
hún fengi að koma aftur heim og
að ég gæti átt fleiri stundir með
henni. Svo varð þó ekki, en hún
vissi sennilega að hún þyrfti fljót-
lega að kveðja því hún tók svo hlý-
lega um hönd mína og sagði: „Ég
hugsa alltaf til þín.“ „Ég hugsa
líka til þín,“ sagði ég. „Já, ég
nefnilega veit það, vinurinn minn,“
GUÐLAUG
JÓHANNSDÓTTIR
✝ Guðlaug Jó-hannsdóttir
fæddist í Hlíð í
Mjóafirði 28. sept-
ember 1911. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Grund 7.
ágúst síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grafar-
vogskirkju 18.
ágúst.
sagði hún. Þegar ég
fermdist í vor gaf
langamma mér Bibl-
íu, sem mér þykir
vænt um og lít nú í á
hverjum degi. Amma
var hlý og sterk
kona, sem ég lít upp
til og mun minnast
alla ævi. Ég sakna
hennar óendanlega
mikið. Takk fyrir allt.
Stefán Arnar.
Elsku langamma.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og hafa þig í
minni nálægð á æskuárunum. Við
langömmubörnin töluðum nú ætíð
um að þú myndir ná 100 árunum
en þinn tími hefur greinilega verið
kominn og nú ertu á betri stað hjá
Guði þar sem ég veit að þér líður
vel. Þó að ég hefði mjög gjarnan
viljað eyða mun meiri tíma með
þér get ég þó hugsað til baka og
brosað og glaðst yfir þeim minn-
ingum sem ég á um þig. Það sem
er mér efst í huga var þegar ég
eitt sinn settist hjá þér um ein ára-
mótin og þú sagðir mér frá því
hvernig jólin hefðu verið hjá þér
þegar þú varst ung. Ég furðaði
mig á því að epli höfðu sett punkt-
inn yfir i-ið á þeim tíma og naut
þess að hlusta á þig segja frá. Svo
minnist ég þess að þegar ég og
amma Rósa komum til þín í heim-
sókn á Óðinsgötuna eftir Lauga-
vegs-labb þá fengum við alltaf
hlýjar móttökur og ekki vantaði nú
á að eitthvað væri til að borða. Ég
var nú líka svo lánsöm að fá að
spila við þig tveggja manna kapal
og skemmti ég mér afar vel við
það. Ég á eftir að sakna þess mikið
að geta ekki komið með gjöf til þín
á aðfangadag eins við vorum vön
að gera. Ég á eftir að hugsa til þín
og minnast þín ætíð sem hlýlegu,
fíngerðu ömmunnar minnar sem
mér þótti svo einstaklega vænt
um.
Þín
Dagný Björk.
„Mikið var gaman
að fá að sjá ykkur.“
Þannig hljómuðu alltaf
móttökurnar og kveðjurnar þegar
maður kom á Skjólbrautina til Billu
og Fúsa. Þau sögðu þetta líka alltaf í
Tungu meðan þau bjuggu þar. Þá var
ég yngri og velti því ekki eins mikið
fyrir mér, fylgdi bara mömmu og
pabba í bíltúr út í Tungu, sat og
hlustaði á spjallið við kaffiborðið,
færði mig inn í stofuna og lék við
kisu, las í bók eða skoðaði dönsku
blöðin hennar Billu. Síðan var kvatt
úti á hlaði og haldið heim á leið.
„Þakka ykkur fyrir að koma,“ sögðu
þau alltaf bæði, tóku hlýtt í höndina á
manni og veifuðu brosandi þegar bíll-
inn ók frá húsinu. Þegar þau fluttu
frá Tungu í Kópavoginn breyttist
ekkert nema nú lék ég ekki við kisu
eða las í bók heldur spjallaði við þau
um allt mögulegt. Þau höfðu svo
gaman af að fylgjast með öllum í
kringum sig, byrjuðu alltaf á því að
spyrja mig hvað væri að frétta heim-
an úr Önundarfirði, þó ég ætti líka
heima fyrir sunnan en gátu yfirleitt
sagt mér miklu meiri fréttir heldur
en ég þeim. Billa fylgdist líka vel með
hverju einasta barni og ungmenni
sem var í kringum hana, sérstaklega
skólagöngu þeirra og útskriftum.
Þau voru líka alveg einstök að því
leyti að þau tóku öllum breytingum
og nýjungum með jafnaðargeði. Þau
BIRGITTA ÓLÖF
EBENESERSDÓTTIR
✝ Birgitta ÓlöfEbenesersdóttir
fæddist í Tungu í
Valþjófsdal í Ön-
undarfirði 29. jan-
úar 1922. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 1. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Garðakirkju 18.
ágúst.
fundu aldrei að því
sem unga fólkið væri
að gera nú til dags, þau
sýndu öllu skilning og
virtust fordómalaus.
Þau sáu líka skoplegu
hliðarnar á lífinu og
maður fylltist orku við
að hlæja með Billu því
hún var hláturmild og
var fljót að fylgja
hvers konar gríni.
Þó ég kveðji Billu í
síðasta sinn í dag er
ekki hægt að minnast
hennar nema tala um
Fúsa í sömu andrá, þau voru sam-
rýnd systkin sem höfðu búið saman
alla ævi, þar til síðustu fimm ár eftir
að Fúsi lést. Nú hafa þau hist á ný.
Mikið var gott að fá að kynnast
ykkur, hafið þökk fyrir allt.
Rakel Brynjólfsdóttir.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast hennar Birgittu eða Billu
eins og hún var alltaf kölluð. Það var
hún Rúna frænka, sem auðvitað var
ekkert skyld okkur, en var gift föð-
urbróður okkar meðan hann lifði,
sem hafði fengið pláss fyrir okkur í
sveit hjá systkinum sínum í Tungu í
Valþjófsdal í Önundarfirði sem allir
þekktu sem Billu og Fúsa. Þannig
urðu fyrstu kynni okkar af þeim
systkinum.
Að koma í Tungu á þessum árum
var eins og að fara nokkur ár aftur í
tímann, þar var t.d. ekkert rafmagn
og heitt vatn var aðeins hitað í potti á
eldavél sem kynt var með kolum.
Seinna gerðum við okkur grein fyrir
því hvað mikil vinna lá að baki við að
þjóna heimilinu sérstaklega á sumrin
þegar margt var um manninn.
Við borgardrengirnir urðum fyrst
að venja okkur á að borða allt sem á
borð var borið sem var ekki venjuleg-
ur heimilismatur borgarbarna held-
ur ekta vestfirskur sveitamatur. Eft-
ir að hafa borðað matinn hjá Billu
hefur okkur þótt vestfirskur matur
hið mesta lostæti.
Billa átti mjög gott með að um-
gangast börnin sem hjá þeim voru í
sumardvöl og var þar ávallt margt
um manninn á sumrin, allt upp í átta
til tíu krakkar þegar mest var.
Búskaparhættir í Tungu voru á
þessum árum afar fornlegir því tals-
verð handavinna var t.d. við heyskap,
rifjað var í höndum og talsvert slegið
með orfi og ljá. Traktor var á bænum
og var hann notaður til að slá véltæk
tún og hirða hey af túnum og keyra
heim í hlöður. Fúsi nytjaði hluta af
túnunum í Holti og þurfti því að
keyra okkur inn í Holt í heyvagni og
svo var unnið þar daginn í heyskap.
Við vorum ávallt vel nestuð og þótti
okkur skrýtið af fá bæði kaffi og
mjólk í flösku sem var troðið ofan í
ullarsokk.
Þau systkinin áttu mjög skemmti-
legt bókasafn sem við börnin fengum
að lesa eins og okkur langaði til og
þar las maður m.a. Basil fursta og all-
ar Beverly Gray-bækurnar og marg-
ar fleiri af gömlum eðalbókmenntum.
Billa hvatti okkur til að lesa frekar en
latti og alltaf var hún með efni bók-
anna á hreinu því ósjaldan hlýddi hún
okkur yfir söguþráðinn.
Á sunnudögum hvatti hún okkur
til gönguferða um dalinn og fjöllin
allt í kringum hann, hún kenndi okk-
ur að taka eftir landslagi og kenni-
leitum og lét okkur læra nöfnin á
þeim, í Valþjófsdal eru öll kennileiti
með sitt nafn.
Billa var góður sáttasemjari ef
slettist upp á vinskapinn milli
barnanna og passaði sig að taka ekki
afstöðu með einum frekar en öðrum
svo engum fyndist hann settur til
hliðar og það er mikil kúnst. Við vilj-
um þakka Billu fyrir allt sem hún
hefur kennt okkur og gert fyrir okk-
ur þau ár sem við vorum undir henn-
ar verndarvæng. Billa var kona sem
auðvelt var að bera virðingu fyrir.
Alexander og Sigurður
Ingimarssynir.
Eitt bros – getur dimmu
í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig
heillar skálar.
(Einar Ben.)
Magnús Jónsson vinur okkar hjóna
kenndi mér að meta þetta gullkorn og
síðan er það ávallt í mínum huga svo
fast tengt Magnúsi að skáldið gleym-
ist þegar vísubrotið kemur í hugann.
Við hjónin vorum erlendis á fyrsta
MAGNÚS
JÓNSSON
✝ Magnús Jónssonfæddist í
Reykjavík 10. ágúst
1953. Hann varð
bráðkvaddur þriðju-
daginn 4. júlí síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá
Grafarvogskirkju
14. júlí.
morgni þriggja vikna
sumarleyfis, þegar
okkur bárust tíðindin
af fráfalli vinar okkar.
Það er ekki hægt að
lýsa með orðum öllum
þeim tilfinningum sem
byltu sér fram og aftur
við þessa frétt. Magn-
ús horfinn, já og Hjör-
dís systir hans einnig
sama dag. Það er erfitt
að heyra um andlát og
útför besta vinar síns
og vera svona víðs
fjarri.
Það er margt sem á hugann sækir
þegar Magnúsar er minnst. Upp í
hugann koma minningar um það sem
konur okkar kölluðu þras, en við
Magnús kölluðum að ræða um pólitík.
Á þeim vettvangi urðum við aldrei
sammála. Sem auðvitað stafaði af því
að hvorugur var nógu sannfærandi til
að snúa pólitískum skoðunum hins.
Einnig rifjast upp þegar við fyrst
hittum Magnús. Við vorum að flytja á
Kjalarnes, þurftum aðstoð við að
tæma flutningabílinn og bera búslóð-
ina upp. Magnús valdist til verksins,
gekk að því með þeim hætti sem hon-
um var lagið, fljótt og vel án þess að
nokkur hlutur skemmdist. Hann bjó
með fjölskyldu sinni í íbúðinni beint á
móti, stigagangurinn skildi að. Að
verki loknu bauð hann í kaffi. Það var
í fyrsta sinn sem við þáðum kaffi á því
heimili, en sannarlega ekki í síðasta
sinn.
Þarna myndaðist sú vinátta sem
enst hefur síðan og aldrei borið
skugga á. Vinátta sem var stór, svo
stór að Áslaug sagðist hafa eignast
stóra bróður seint og um síðir. Þótt
stóri bróðir væri raunar yngri en hún.
Magnús var stór, hvar sem á var
litið, það gat aldrei orðið neitt smátt í
kringum hann. Skoðanir hans, lífsstíll
og hugsun öll, var stór. Hann byggði
býsna stórt íbúðarhús í landi Vallár
og nefndi Gil. Við húsið byggði hann
síðar ,,bílskúr“ sem flestir kalla raun-
ar iðnaðarhúsnæði enda var skúrnum
ætlað að hýsa m.a. rútur. Hann var
ekki síður stór í atferli öllu og greiða-
semi. Greiði sem hann gerði okkur
hjónum eitt sinn er talandi dæmi um
það. Við þurftum á aðstoð að halda
við að reisa sperrur á hús sem við vor-
um að byggja í Þorlákshöfn. Ég
hringdi í Magga og baðst aðstoðar.
Jú, hann ætlaði að koma daginn eftir.
Þegar hann svo kom morguninn eftir,
kom hann gangandi að byggingar-
stað. Hann var bíllaus en hafði ekki
haft orð á því í símanum daginn áður.
Fór bara á puttanum austur til að-
stoðar. Og það var ekki að sökum að
spyrja, sperrurnar risu hratt og vel
hjá hagleiksmanninum Magnúsi,
enda orðlagður fyrir bæði vinnusemi
og hagleik.
Magnús vildi börnum sínum vel og
var ætíð stoltur af þeim. Hann taldi
raunar að þeim væri best gert með
því að láta þau spjara sig sjálf, en
þegar hann rétti hjálparhönd þá
munaði gjarnan um það.
Það eru líka margar minningar frá
rútuárunum. Hann sá um skólaakst-
ur að Klébergsskóla í u.þ.b. áratug og
marga heyrði maður söguna af börn-
unum sem hann var að flytja. Það
eru, trúi ég, ekki margir skólabíl-
stjórar sem ná því að komast í jafn
mikið persónulegt samband við far-
þega sína, skólabörnin. Á þeim vett-
vangi sáum við oft að hann var búinn
að sjá börnin út og skynja eðli þeirra
fljótt, þar var að verki mannþekkj-
arinn Magnús.
Nú er vinnuþjarkurinn, vinur okk-
ar genginn. Við, sem eftir erum, sitj-
um hljóð og syrgjum. Syrgjum góðan
vin, mikinn að kostum.
Við trúum því að hann fái að fylgj-
ast með því sem hér fer fram, a.m.k.
um sinn.
Við kveðjum okkar besta vin og
vottum aðstandendum öllum okkar
innilegustu samúð.
Megi góður Guð vera með ykkur
öllum.
Þór, Áslaug og börn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Minningar-
greinar
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma, dóttir og systir,
HALLDÓRA GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Tunguheiði 12,
lést á heimili sínu mánudaginn 21. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Páll Kristjánsson,
Aðalbjörg Pálsdóttir, Steindór Jón Pétursson,
Björn Pálsson, Berglind Lúðvíksdóttir,
Sigurlaug Pálsdóttir, Guðni Þór Þorvaldsson,
Anna Lilja Pálsdóttir, Ívar Guðmundsson
Soffía Björnsdóttir,
Grímur S. Björnsson, Björg Jósepsdóttir
Þorsteinn Kr. Björnsson, Guðfinna Ásdís Arnardóttir
Björn A. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 25. ágúst kl. 15.00.
Steinunn Eiríksdóttir, Kristján Róbertsson,
Edda Kristjánsdóttir, W. Duco DeBoer,
Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristinn Magnússon,
Eiríkur Gauti Kristjánsson, Þórdís Helgadóttir,
Baldur og Sindri Kristinssynir,
Steinn og Thor DeBoer.