Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 41
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village.
PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
eee
S.V. Mbl.
KVIKMYNDIR.IS
59.000 GESTIR
JAMIE FOXX COLIN FARRELL
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
"COLLATERAL" OG "HEAT"
B.J. BLAÐIÐ
LADY IN THE WATER kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára.
LADY IN THE WATER LUXUS VIP kl. 5:30 - 8 - 10:20
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 7 - 8 - 10 B.i. 12.ára.
THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10:10 B.i. 14.ára.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð
OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 11 Leyfð
SUPERMAN kl. 8 B.i. 10.ára.
BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 5:40 - 8:10 - 10:30 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 - 6
MIAMI VICE kl. 8 - 10:45 B.i. 16.ára.
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 - 11 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- ensku tal. kl. 4 - 6 Leyfð DIGITAL SÝN.
eee
„Þrusugóð
glæpamynd“
Tommi - kvikmyndir.is
eee
V.J.V - TOPP5.IS
4 vikur
á toppnum
á Íslandi !
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Magi og melting
Acidophilus
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou 31.
ágúst. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan
Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmti-
garður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt
næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 5
nætur. Súpersól tilboð, 31. ágúst
og 7. sept.
Kr.39.990 -12nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 12 nætur. Súpersól tilboð, 31. ágúst
og 7. sept.
Súpersól til
Salou
31. ágúst
frá kr. 29.990 m.v. 2
Kr. 39.990 í 12 nætur m.v. 2
- SPENNANDI VALKOSTUR
FÁTT hefur heyrst frá indversku
prinsessunni Leoncie eftir að hún
fluttist til Bretlands. Nú er það hins
vegar að gerast úti í honum heimi
að „Icy Spicy“ er að feta í fótspor
Bjarkar, Emiliönu Torrini og Nylon
og hefur lagt grunn að „meiki“ í
Bretlandi. Eða svona næstum því.
Ísprinsessan mætti á dögunum í
áheyrnarprufu fyrir sjónvarpsþátt-
inn X-factor og vakti að því er virð-
ist mikla lukku. Sharon Osbourne
og Paula Abdul sjást í stuttu mynd-
broti á youtube.com springa úr
hlátri stuttu eftir að Leoncie tekur
fyrir þær lagið. Um er að ræða
stutta kynningu til að hita upp fyrir
þættina. Hægt er að skoða brotið á:
http://www.youtube.com/
watch?v=H5n9iFD3ICU. Brotið er
hins vegar svo stutt að það er ekki
nokkur leið að vita hvort þær séu í
raun að gleðjast yfir Leoncie eða
einhverju öðru.
Myndbrot með Leoncie er að finna á Youtube.com um þessar mundir.
Skilja Bretar Leoncie?
Tónlist | Leoncie reynir fyrir sér í X-factor
Aðstandendur Hostel 2
heimsóttu Bláa lónið
koma í ljós á næstu dögum hvort
einhver þeirra hreppir hlutverk í
myndinni.
Það er Eyþór Guðjónsson sem
hefur veg og vanda af komu hóps-
ins hingað til lands, en hann lék
eitt af aðalhlutverkunum í fyrri
myndinni, Hostel. Stefnt er að því
að frumsýna Hostel 2 næsta vor.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
hópinn í Bláa lóninu á föstudaginn,
ásamt Önnu G. Sverrisdóttur,
framkvæmdastjóra lónsins.
EINS OG fram kom í Morg-
unblaðinu á laugardaginn stendur
til að taka hluta hrollvekjunnar
Hostel 2 í Bláa lóninu og í líkams-
ræktarstöðinni World Class í Laug-
um. Af því tilefni komu aðstand-
endur myndarinnar til landsins um
síðustu helgi og skoðuðu tökustað-
ina, en áætlað er að tökur fari
fram um mánaðamótin október/
nóvember. Þá voru nokkrir ís-
lenskir leikarar fengnir í prufur
vegna myndarinnar og mun það
ANNAR plötusnúðanna úr tvíeyk-
inu Daft Punk, DJ Thomas Bangal-
ter, verður sérstakur gestur á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í haust.
Hann verður hér á landi í tilefni sýn-
ingar á myndinni Electroma sem
Daft Punk gerði.
Um er að ræða töfrandi, súrreal-
íska vegamynd, skreytta tónlist frá
dúettinum, en einnig eftir Todd
Rundgren, Brian Eno, Curtis May-
field og Sebastian Tellier. Myndin
fjallar um tvö vélmenni sem vilja
verða mennsk í heimi án manna. Þau
ferðast einnig um draumkennt,
bandarískt landslag en myndin var
tekin upp í Kaliforníu.
Myndin var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í maí síð-
astliðnum. Hún verður sýnd á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík sem stendur yfir frá 28.
september til 8. október. Bangal-
ter og Guy-Manuel De Homem-
Christo leikstýra myndinni en fram-
leiðandi er Paul Hahn. Peter Hur-
teau og Michael Reich fara með
aðalhlutverkin.
Thomas Bangalter verður við-
staddur frumsýninguna og mun
svara spurningum úr sal við það
tækifæri. Hann mun einnig koma
fram sem plötusnúður í fyrsta skipti
í tæpan áratug þegar hann spilar á
NASA laugardagskvöldið 7. októ-
ber.
Daft Punk er frá Frakklandi og
hefur verið mjög vinsæl dans-
hljómsveit um nokkurra ára skeið.
Hún á að baki fjölmarga smelli eins
og „Around the World“, „Da Funk“,
„One More Time“, „Harder, Better,
Faster, Stronger“, og „Robot Rock“.
Einnig hafa myndbönd hljómsveit-
arinnar vakið mikla athygli og hafa
t.a.m. leikstjórarnir Spike Jonze og
Michel Gondry gert myndbönd fyrir
þá. Bangalter hefur einnig fengist
við tónlist einn síns liðs, t.d. gaf hann
út lagið „Music Sounds Better With
You“ undir nafninu Stardust.
Kvikmyndir | Electroma sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð
Thomas Bangalter úr Daft
Punk kemur til Íslands
Thomas Bangalter úr Daft Punk verður hér á landi við frumsýningu vega-
myndarinnar og mun leika á NASA 7. október nk.