Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 20
Stendur til að skreppa í helg-
arferð til Lundúna? Borgin hef-
ur upp á ótrúlega margt
skemmtilegt að bjóða. » 26
ferðalög
!
"
# $
%
$&' ( ) * +
,
- ./ %0 1 .2 %0 1 34 %0 "
- 5 6%#
%
$6%
Brottfarir: 2. sept / 9. sept
daglegtlíf
Matvöruverslanir bjóða upp á
ýmiskonar matvöru á tilboði
fyrir þessa helgi, m.a. ávexti
eins og ananas og melónur. »24
tilboð
Dæmi eru um að íslenskar
vörur þurfi að víkja fyrir erlend-
um og ódýrari vörum í hillum
stórmarkaða. » 24
neytendur
MÖRGUM reynist erfitt að venja börn sín
af bleium og í Bandaríkjunum nota til dæm-
is um 40% þriggja ára barna bleiur. Jafnvel
eru dæmi um að börn séu ekki enn hætt að
nota bleiu þegar þau byrja í grunnskóla. Á
vefútgáfu bandaríska dagblaðsins StarTrib-
une segir frá því hvernig hægt er að venja
barn af bleiu á einum degi og er því til
stuðnings vitnað til bókar sem heitir „Potty
Train Your Child in Just One day: Proven
Secrets of the Potty Pro.“ Í þeirri góðu bók
er foreldrum leiðbeint með hvernig skal
venja barn af bleiu á einum degi. Verðlaun,
jákvæðni og hvatning eru lykilorðin. Taka
skal frá einn dag og segja barninu að þá
verði einhvers konar veisla eða hátíð heima
sem snúist um að venja barnið og uppá-
halds brúðuna (eða fígúru) þess á koppinn.
Þetta á semsagt að vera gleðidagur þar sem
vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem
standa sig vel. Tilvalið er að skreyta bað-
herbergið með blöðrum eða öðru sem for-
eldrum dettur í hug og skapa hátíðarstemn-
ingu og byrja á því að láta barnið venja
brúðuna á koppinn. Þegar brúðan hefur náð
árangri hjá barninu, kannski eftir nokkur
„pissuslys“, er farið á einhvern matsölustað
eða annan uppáhaldsstað til að halda upp á
herlegheitin, fyrir brúðuna. Og þá kemur að
því að segja barninu að það fái líka vegleg
verðlaun, rétt eins og brúðan, og heimsókn
á uppáhaldsstaðinn sinn ef því tekst að
hætta með bleiu. Þá er gott að fara með
barninu og kaupa kopp sem það velur sjálft,
halda svo heim og byrja prógrammið. Und-
antekningalaust gengur þetta upp en mik-
ilvægt er að búa sig undir nokkur „slys“ til
að byrja með, en halda svo veglega upp á
árangurinn þegar hann er í höfn í lok dags-
ins. Einnig er tilvalið að fara saman í búð-
ina og kaupa flottar nærbuxur sem barnið
fær að velja og leggja áherslu á að þær séu
fyrir stóra krakka en bleiur aðeins fyrir
smábörn. Og þó svo að nokkur „slys“ eigi
sér stað eftir daginn stóra og barnið væti
buxurnar einstaka sinnum, þá er áríðandi
að setja aldrei aftur bleiu á barnið, láta það
heldur nota vatnsheldar nærbuxur þegar
það leggur sig eða á nóttunni þegar „slysa-
hættan“ er hvað mest.
Þessi eins dags aðferð virkar svona vel
vegna þess að hún er skemmtileg, auðveld
og gefandi, bæði fyrir foreldra og börn.
Þessi aðferð styrkir sjálfsmynd barna og
fyllir þau stolti.
Að lokum er vert að minna á að ekki að-
eins er dýrt að hafa barn á bleiu, heldur
eru þær líka gríðarlega sorpaukandi, enda
notar barn frá fæðingu og þar til það hættir
með bleiu að meðaltali 4.000 einnota bleiur.
Vanið af bleiu á einum degi
Morgunblaðið/RAX
Brúðan Byrjað er á því að láta barnið venja
dúkkuna á koppinn.
Nýstárlegur
þjóðbúningur
,,ÉG VILDI hafa kjólinn þjóðlegan en
jafnframt nýstárlegan,“ segir Selma
Ragnarsdóttir kjólameistari og klæð-
skeri. Hún hannði þennan kjól sem Ás-
dís Svava Hallgrímsdóttir, fulltrúi Ís-
lands í keppninni um ungfrú Heim,
mun klæðast í einu af mörgum atriðum
keppninnar sem fram fer í Varsjá í
Póllandi 30. september næstkom-
andi. ,,Það er vitaskuld verið að
kynna land og þjóð og kjóllinn vís-
ar til þjóðbúningsins en efnis- og
handtökin eru dálítið önnur.
Það er leður í toppnum, silki í
skyrtunni og hrásilki í pils-
inu en undir því er tjull
sem gerir það tilkomu-
meira. Þessi þjóðbún-
ingakjóll er öllu
glysmeiri en sá
hefðbundni,“ seg-
ir Selma sem fór
þó ekki langt til
þess að velja lit-
ina. ,,Fánalitirnir
höfðuðu sterkt til
mín, nema sá rauði.
,,Ásdís Svava verður
bara að vera í rauðum und-
irfötum til þess að vera í öll-
um þremur fánalitunum.“ » Tíska | 23
Nú er búið að finna út að það er samhengi ámilli þess hvernig kaffidrykk fólk færsér og persónuleika þess segir áwww.msnuk.com. Næst þegar þú færð
þér kaffibolla með einhverjum á stefnumótinu
skaltu hafa eftirfarandi í huga. Ef hann/hún pantar
sér:
» Svart kaffi er líklegt að manneskjan sé ábyrgð-
arfull, metnaðargjörn, herská og mjög sjálfstæð.
Hún ætlast til þess að þú vinnir í því að lokka út
rómantísku hliðina á henni í sambandinu.
» Kaffi latte aðdáendur eru yfirleitt mjög slakar
persónur. Þær sækja í hefðir og finnst hefðbundin
kynjaskipting þægileg, t.d. opna kaffi latte karl-
menn dyr fyrir konur og borga reikninginn.
» Sviss mokka Þeir sem halda upp á þann drykk
eru mjög rómantískir og elska að vera ástfangnir.
Þeir geta samt verið skapfúlir og eru ekki þeir
öruggustu til að binda trúss sitt við. En þeir bæta
yfirleitt fyrir það með fallegri framkomu.
» Ískaffi Þessir aðilar gera ýmislegt óvænt og eru
snillingar í tælandi daðri sem gerir þá mjög
heillandi. En ef þú ert að leita að langtímasambandi
skaltu hafa í huga að þeirra hugmyndir um framtíð
eru líklega næstu fimm mínútur.
» Chai te kaffi latte Þetta drekka stressuðu og
kvíðnu týpurnar. Þær eru feimnar þegar það kemur
að samböndum og hinn aðilinn þarf að taka fyrstu
skrefin.
» Kaffi Frappuccino drekkur fólk sem er hlaðið
metnaði. Þetta eru orkufullar bjartsýnismanneskjur
sem gefa allt sem þær hafa í allt sem þær gera, þar
með talið að fara á stefnumót. Þær eru samt oft bún-
ar að oflofa sér og vilja maka sem mun minna þær á
hvenær er tímabært að stíga á bremsuna.
» Te eða ávaxta Frappuccinu Þessar ekki-kaffi
týpur vilja frekar fylgja öðrum eftir en að leiða hóp-
inn. Þær þurfa maka sem nálgast lífið, ástina og
vinnuna á alvarlegan en umhyggjusaman hátt og
veitir þeim mikinn stuðning.
Hvað segir kaffið um þig?
matur
Um síðustu helgi var haldin
sultukeppni á sveitamark-
aðinum í Mosfellsdal. Skoðum
frumlegt sultutau. » 22
|fimmtudagur|31. 8. 2006| mbl.is