Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður RúnarÞórisson fædd-
ist 13. október
1981. Hann lést á
heimili sínu 19.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Kristín Sæunn Pjet-
ursdóttir, f. 31.5.
1943 og Þórir Rún-
ar Jónsson, f. 27.1.
1941. Systkini Sig-
urðar eru: Guð-
munda Signý, f.
28.7. 1962, maki
Sigvaldi Elfar Egg-
ertsson, f. 10.11. 1961, dóttir
hennar er Signý, f. 29.9. 1981 og
sonur þeirra er Þórir Helgi, f.
20.4. 1990. Þóra Gréta, f. 13.9.
1964, maki Sævar Þór Guð-
mundsson, f. 3.9. 1965, dóttir
þeirra er Rakel Eva, f. 3.12.
1986. Valgerður Guðrún, f. 5.2.
1972, maki Alex
Gisler, f. 11.5. 1968,
sonur þeirra er Ro-
bert Thór, f. 14.9.
2004. Þórir Krist-
ján, f. 31.10. 1978,
sambýliskona Kar-
en Martensdóttir, f.
28.8. 1983, sonur
þeirra er Marten
Brimi, f. 19.7.2001.
Sigurður Rúnar
ólst upp í Kópavogi
og útskrifaðist sem
stúdent frá
Menntaskólanum í
Kópavogi í desember 2001. Hann
starfaði í félagi við bróður sinn
og Baldur F. Gústafsson í fyr-
irtæki þeirra, B.T. verktakar.
Útför Sigurðar Rúnars verður
gerð frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Létt lék sér vindurinn í smástráum
stráin struku vanga lítils drengs
og hann hló við þeim
smáar hendur hans fönguðu þau
Létt lék sér unglingurinn
við boltann sinn
og hann hló við framtíð sinni
Létt lék sér ungur maður við lífið sjálft
það hló við honum
og í gleði sinni
rétti hann því ungar sterkar hendur sínar
Pabbi og mamma rétta út máttvana
hendur sínar
eftir drengnum sínum
Guð hefur nú tekið við honum
og ber hann í faðmi sínum um eilífð
þú ert Guði falinn, elskaða barn.
Pabbi og mamma.
Elsku bróðir, á örskotsstund ert
þú horfinn okkur, þú sem varst litli
bróðir. Söknuður okkar er sár þegar
við kveðjum þig í dag. Minningarnar
koma ein af annarri, við heyrum þig
hlæja og segja okkur eitthvað hnytt-
ið og skemmtilegt, glettinn og hlýr.
Minningin um góðan og fallegan
dreng mun lifa.
Í sandinum átti ég eftir
ástkæru sporin þín.
En regnið grét, uns þau grófust,
geisli þar yfir skín.
Í sál minni ógleymd á ég
að eilífu brosin þín.
Þau grafast ei, þó ég gráti,
– geisli þar yfir skín.
(Hulda.)
Við biðjum góðan Guð að geyma
þig og varðveita.
Við söknum þín, elsku Siggi,
meira en orð fá lýst.
Þín systkini,
Guðmunda, Þóra,
Valgerður og Þórir.
Siggi bróðir, manstu þegar við
fórum í ferð saman á Okið og tókum
lengri leið sem við þekktum ekki.
Við festum okkur uppi á fjalli í læk
sem var hulinn klaka. Við vorum
orðnir blautir og kaldir þegar við
sáum að við gátum ekki losað okkur
sjálfir og hringdum á hjálp. Við átt-
um eftir að festa okkur svo miklu
oftar, ég mun sakna þín svo mikið.
Ég vona að ég muni fara aftur á fjöll
og þá veit ég að þú verður með mér í
för.
Að þú sért farinn, elsku bróðir
minn og vinur, er mér erfitt að
kyngja og sætta mig við. Við áttum
eftir að gera svo margt. Ég mun
ekki gleyma laginu sem við sömdum
og sungum á menningarnótt í fyrra,
ég mun geyma það í huganum. Ég
hugsa líka um allar veiðiferðirnar
sem við fórum, þá spilaðir þú á gít-
arinn og söngst og við hinir reynd-
um að fylgja þér. Þú gast spilað
nánast allt sem okkur datt í hug, og
svo vel. Eins og í ferðinni okkar í
Grenlækinn, okkar einu sönnu ferð,
þá spilaðir þú á gítarinn með tvo
bólgna fingur eftir að hafa klemmt
þig á bílskúrshurð. Þú þurftir stund-
um að taka þér hlé og blása á putt-
ana en þú spilaðir allt kvöldið og
nóttina eða þangað til að strengirnir
slitnuðu. Þessi ferð var ógleymanleg
og við hlógum svo mikið í henni að
við grínuðumst með það saman að
magavöðvarnir hefðu styrkst.
Siggi, minning þín mun lifa áfram
hjá mér og öllum sem þekktu þig.
Ég vildi að við hefðum getað gert
svo miklu meira saman. Mig langar
svo að tala við þig, fá ráð og sam-
þykki hjá þér og láta okkur dreyma
saman um framtíðina og fleira.
Elsku bróðir, eini bróðir minn,
hvað geri ég án þín?
Þinn bróðir,
Þórir (Tóti).
Jæja, Siggi minn, þá er víst komið
að kveðjustundinni. Ég hélt nú alltaf
að það yrðir þú sem myndir setja fá-
einar línur á blað um mig en hlut-
irnir fara nú ekki alltaf eins og við
viljum.
Það rifjast upp fyrir mér þegar
við sáumst fyrst, þú varst á fimmta
árinu og svolítið forvitinn um þenn-
an náunga sem var að sniglast í
kringum hana stóru systur þína.
Þið voruð jafnaldra, þú og hún
stjúpdóttir mín og þú varst tíður
gestur heima hjá okkur næstu árin.
Þær eru margar minningarnar
sem sækja á mann, sumarbústað-
arferðir í Skorradalinn, þið bræð-
urnir og hún Signý voruð margt að
bralla og það voru margar ánægju-
stundirnar þótt að oft hafi kastast í
kekki ykkar á milli eins og gengur.
Holt og hæðir í nágrenninu voru
lagðar undir bílabrautir og sílin
voru hvergi óhult í lækjum og pytt-
um.
Þú fékkst snemma áhuga á íþrótt-
um og fótboltinn átti hug þinn allan
og þegar á unglingsárin kom leit allt
út fyrir að við ættum þarna upp-
rennandi atvinnuknattspyrnumann í
fjölskyldunni en íþróttameiðsl
bundu enda á þann feril.
Við fengum að njóta með þér
margra ánægjustunda eins og til
dæmis í ferð okkar til Kanaríeyja.
Ég hafði ekki farið áður á sólar-
strönd og hafði ekki rennt í grun
hversu vel ég ætti eftir að skemmta
mér með ykkur, þú varst svo
skemmtilegur við okkur og við bæði
þau Signýju og hann Þóri Helga
okkar.
Þú varst líka orðinn svo mynd-
arlegur ungur maður að þú varðst
að ráða hana frænku þína í að passa
upp á dömurnar.
Eftir að mestu gelgjuárin voru að
baki voruð þú og stóri bróðir eins og
einn maður og áttuð eftir að eiga
margar góðar stundir saman, í
ferðalögum, veiðiferðum (með mis-
jöfnum árangri) sumarbústaðarferð-
um í Skorrann (sem nú snerust um
góðan mat og drykk og spil af öllu
mögulegu tagi) og einnig í starfi í
fyrirtækinu sem þú áttir orðið í fé-
lagi við bróður þinn og besta vin
hans.
Þú varst fyrirmynd hans Þóris
Helga míns og alltaf passaðir þú vel
upp á „litla“ frænda. Seinna þegar
hann fór að vinna með ykkur á
sumrin var svo oft gaman að sjá
hvað hann var farinn að líkjast þér í
háttum. Við hlógum oft að því að
það væri eins og Siggi væri kominn,
sömu hreyfingarnar og orðin. Þú
kynntir fyrir honum gítarinn og
áhuga á tónlist og ég man svo vel
þegar þú varst að spila og sýna hon-
um fyrstu gripin og þegar að þið
spiluðuð saman í fermingarveislunni
hans.
Ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar en ég sakna þín svo
óskaplega mikið.
Þinn vinur,
Sigvaldi.
Hvert fara allir fuglarnir á haust-
in? Til heitari landa, þar sem sólin
er hærra á lofti yfir veturinn! Og nú
ert þú farinn, alltof fljótt, og ég trúi
ekki enn að þú sért farinn. Minning-
arnar streyma fram endalaust, án
stjórnar, eins og straumhörð á og ég
fæ engu við ráðið.
Þú varst alltaf á fullu hvort sem
þú varst að vinna eða á kafi í mörg-
um áhugamálum sem þú áttir. Að
veiða, á gæsaveiðum, á hestbaki og
alltaf var gítarinn með. Þó að
heppnin hafi ekki alltaf verið með í
veiðiferðunum og fengurinn oft rýr,
þá varstu algjör keppnismaður með
listamannseðli sem alltaf kom fram.
Meira að segja í eldamennskunni,
þegar þú töfraðir fram humarinn og
humarsúpuna á þinn einstaka hátt
þá gastu komið mér aftur og aftur á
óvart. Ég gleymi heldur aldrei þeg-
ar þú fékkst Álfadísina til að tölta,
þegar bæði ég og pabbi vorum búin
að gefast upp á henni. Ég á eftir að
sakna þess að fá ekki að heyra þig
syngja og spila undir á gítarinn, en
mest sakna ég þess að fá ekki að
heyra þig spila frumsömdu lögin
þín. Ég mun aldrei gleyma þeim
stundum sem við áttum saman. En
stundum fara hlutirnir öðruvísi en
maður ætlar. Ég kveð þig, elsku
Sigurður Fáfnisbani minn, þó ég
skilji ekki alveg hvers vegna þú
fórst svona snemma.
Elsku Kristín, Þórir, Gumma,
Þóra, Vala og Tóti, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Vilfríður F. Sæþórsd.
(Villa.)
Aldrei á ég eftir að gleyma flug-
eldasýningunni á menningarnótt
2006. Ekki vegna þess hve flott hún
var því ég man ekki mikið eftir
henni vegna dofa og sorgar. Það var
einmitt þá sem vinur minn Hilmar
hringdi í mig og sagði mér að hann
Siggi vinur okkar væri dáinn.
Ég kynntist Sigga fyrir fáeinum
árum í gegnum góðan vin minn
Hilmar sem var allra besti vinur
Sigga. Strax frá fyrstu kynnum
mynduðum við Siggi frábær vina-
bönd sem erfitt er fyrir mig að lýsa,
mér þótti alltaf ótrúlega vænt um
hann Sigga. Í hvert skipti sem við
hittumst föðmuðumst við og tjáðum
hvor öðrum hversu fallegir við vær-
um og hvað okkur þætti vænt hvor-
um um annan, þannig var Siggi í
mínum huga, fullur af ást, hlýju,
orku og gleði. Það er mjög erfitt að
sætta sig við að svona yndislegur
drengur skuli hverfa svona úr lífi
manns, en ég mun geyma allar ynd-
islegu minningar okkar í brjósti mér
um alla ævi. Með þessum orðum
kveð ég þig, elsku Siggi minn. Guð
geymi þig, elsku vinur minn.
Ég votta fjölskyldu, vinum og að-
standendum mína dýpstu samúð,
guð veiti ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Ragnar Ingvarsson.
Ég man þegar ég sá Sigga fyrst,
Sigga sæta eins og hann var alltaf
kallaður, dökkur yfirlitum með mik-
ið dökkt hár en skærblá augu. Hann
stóð fullkomlega undir nafni, en ég
man að ég hugsaði með mér að það
væri e.t.v. til einum of mikils ætlast
að svona fallegur strákur væri líka
vel gerður. Ég reyndist hafa rangt
fyrir mér, hann var yndislegur, einn
af þessu fólki sem ég vildi alltaf vera
í kringum, hafði þetta aðdráttarafl
sem gerði það að verkum að ég vildi
aldrei eiga frumkvæðið að því að
kveðja. Hann var alltaf svo duglegur
og vinnusamur að raunin var sú að
erfitt var að fá tíma hjá honum.
Hann var eins og kisurnar, sem ég
sem barn var svo hrifin af og vildi
taka með mér heim og eiga, en varð
að sleppa áður en ég var tilbúin,
skiljandi mig eftir með útréttar
hendur.
Í kringum hann var alltaf gaman,
gat alltaf fengið mig til að brosa, og
setti sig í hinar ýmsu stellingar til
þess, alveg sama hver var að horfa,
og ef ég var eitthvað að þrjóskast
við og reyna að standa fast á mínu,
átti hann það til að herma eftir mér
og þá gat ég ekki meira og missti
fram brosið. Get alveg séð hann fyr-
ir mér með hendurnar niður með
síðum, stappandi niður fótunum
skartandi sama fýlusvip og ég við
tilefnið.
Siggi var frábær teiknari og var
alltaf eitthvað að krota. Ég fylgdist
aldrei með í þeim tímum sem við
vorum saman í skóla, því þær svip-
miklu persónur sem hann var að
teikna í stílabókina sína áttu hug
minn allan, fullar af lífi og á fleygi-
ferð þótt þær væru kyrrar á
blaðinu. Það var í rauninni sama
hvað hann tók sér fyrir hendur, góð-
ur í öllum íþróttum, listagóður dans-
ari, sem lét jafnvel taktlausa spýtu-
kalla líta út fyrir að dansa vals og
gat spilað hvaða lag sem manni datt
í hug á gítar.
Hann passaði alltaf uppá mig og
að mér liði vel. Jafnvel með tak-
markanir á við mínar á sviði íþrótta,
gat Siggi látið mér líða eins og ól-
ympíumeistara, eins og ég gæti allt
og mjög fimlega kom því fyrir eins
og ég hefði haft mikla yfirburði og
unnið leikinn. Að leika við aðra en
Sigga fór minna fyrir yfirburðum
mínum og ég jafnvel stóð mig að því
að reyna að réttlæta leikreglurnar,
sem hann hafði sniðið fyrir mig. Ég
sé t.d. fram á að ég komi ekki til
með að geta spilað fótbolta við neinn
annan en Sigga því enginn annar
væri tilbúinn að leyfa mér að hafa
minna mark, hlaupa með boltann
eða taka hann með höndum að skil-
yrðinu, að vera tveimur mörkum
undir, uppfylltu. En þannig var
hann, með honum fékk ég alltaf
betri kostinn, eina parið af vettling-
um ef það var kalt, það páskaegg
sem brotnaði ekki í ferðatöskunni,
bílinn hans þegar minn var kaldur
og síðasta rólómolann. Ég, eftir sem
áður, er ekki tilbúin að kveðja og
horfi á eftir honum með söknuði.
Hann er mér mikill missir en ég
hugsa með bros á vör til allra góðu
stunda okkar saman. Hann verður
alltaf skínandi stjarna á himninum
mínum og ég gleymi honum aldrei.
Vona að Guð gefi fjölskyldu hans og
vinum styrk til að takast á við þenn-
an mikla missi.
Dagmar.
Elsku Siggi minn, orð fá ekki lýst
hvernig mér leið þegar ég vaknaði
laugardaginn 19. ágúst og heyrði að
aldrei framar gæti ég hringt í besta
vin minn til að tala um allt og ekk-
ert. Það hefur verið gert mikið grín
að því að við töluðum oft saman 10
sinnum á dag en nú gæfi ég allt fyrir
að fá bara eitt símtal enn, því það er
svo margt sem mig langar að tala
við þig um og reyna að skilja, elsku
kallinn minn. Við kynntumst ’98 og
höfum verið óaðskiljanlegir allar
götur síðan, ég get ekki ímyndað
mér hversu oft við höfum setið sam-
an tveir og spilað á gítarinn sem þú
gast helst ekki lagt frá þér. Ég man
svo vel eftir öllum utanlandsferð-
unum okkar og þá sérstaklega þeirri
síðustu sem við fórum félagarnir ég,
þú og Kári til Barcelona. Við
skemmtum okkur svo vel og það var
ekki áhyggjur að sjá neins staðar,
þannig varst þú líka Siggi minn, allt-
af hress. Það er svo margt sem við
höfum gert saman í gegnum tíðina
að ég væri helst til í að skrifa heila
bók um þig til að fólk sjái hversu
frábær þú varst. Það var ekki til sú
manneskja sem ekki skemmti sér
vel í kringum þig og það var alltaf
hægt að treysta á þig ef mann vant-
aði aðstoð. Ég er að reyna að vera
sterkur, kallinn minn, til að vera til
staðar fyrir fjölskylduna þína sem
þurfa svo sannarlega allan þann
styrk sem þau geta fengið en í sann-
leika sagt þá finnst mér sem það
vanti á mig annan helminginn. Við
þekktum hvor annan orðið svo vel
að við gátum fyllt upp í eyður hjá
hvor öðrum sem sýndi sig nú oft
þegar við spiluðum og sömdum lög á
gítarinn um allt sem okkur datt í
hug. Ég vona að allir viti hversu
mikla kosti þú hafðir, það var svo
mikið í þig spunnið og þú hafðir svo
marga hæfileika sem við hin kom-
umst ekki nálægt að hafa. Þó ég eigi
eflaust aldrei eftir að sætta mig við
að þú sért farinn frá mér þá veit ég
að þú ert á góðum stað og ég mun
alltaf hugsa til þín. Ég votta Krist-
ínu, Þóri, Tóta, systrunum og öllum
öðrum sem þig þekktu alla mína
samúð yfir þessum hræðilega missi.
Hvíl í friði. Þinn vinur,
Hilmar Pétur.
Þegar ég frétti óvænt andlát
Sigga vinar míns og æskufélaga
trúði ég því einfaldlega ekki, svona
hlutir eiga ekki að gerast. Eftir smá
tíma tók raunveruleikinn við og
maður áttaði sig á því að Siggi væri
farinn og það er ekkert sem hægt er
að gera til að breyta því, maður
verður að sætta sig við þetta, þó að
það sé sárt.
Ég man fyrsta skiptið sem ég sá
hann Sigga, það var fyrir 19 árum
þegar við vorum að byrja í grunn-
skóla. Þá tók maður eftir því að allir
krakkarnir í bekknum umkringdu
einn strák og það vildu allir tala við
hann, þetta var hann Siggi. Svona
hefur þetta verið í gegnum allan
okkar tíma saman. Hann hefur haft
eitthvert aðdráttarafl, allir strák-
arnir vildu vera hann og allar stelp-
urnar vildu eiga hann. Enda var
hann alltaf góðhjartaður og það var
gaman að vera í kringum hann. Svo
var það sama hvað hann tók sér fyr-
ir hendur, hvort sem það var vinna
eða áhugamál, þá var hann ávallt
fljótur að læra og náði góðum ár-
angri. Hann var alltaf góður í íþrótt-
um þegar við vorum yngri, bæði
körfubolta og fótbolta. Svo þegar við
urðum eldri fékk hann áhuga á því
að teikna og varð algjör listamaður
eftir að stunda það í stuttan tíma.
Sama má segja um það þegar hann
ákvað að læra á gítar fyrir nokkrum
árum, hann var fljótur að ná tökum
á því, og nú eru fáir sem muna eftir
Sigga öðruvísi en með gítar í hönd,
spilandi og syngjandi. Þannig eigum
við líka að minnast hans, með öllum
góðu minningunum sem hann færði
okkur, og þær eru margar.
Ég vil votta fjölskyldu og fjöl-
mörgum vinum hans Sigga samúð
mína. Ég vona að þú hvílir í friði,
Siggi minn.
Þinn vinur,
Jóhannes Hlynur Hauksson (Jói).
Það er með miklum söknuði að ég
kveð þig, elsku vinur minn, ég trúi
því varla enn að þú sért farinn og
komir ekki aftur.
Það var bara síðast í gær sem ég
stimplaði inn númerið þitt á símann
minn og ætlaði að hringja í þig áður
en ég áttaði mig á því hver raunin
væri.
Þetta á eflaust eftir að gerast
mörgum sinnum næstu vikurnar og
mun verða jafn sársaukafullt í hvert
Sigurður Rúnar
Þórisson
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Siggi, takk fyrir
margar góðar stundir í
gamla daga. Megir þú vera
kominn á betri stað.
Ásgerður, Katrín Amni,
Eva María, Sjöfn og
Sigríður (Systa).
HINSTA KVEÐJA