Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 235. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is PENELOPE CRUZ SPÁNARFLJÓÐIÐ ÞURFTI AÐ ÆFA SIG Í UPPVASKI OG FÓÐRA RASSINN >> 42 HELGARTILBOÐ HVAR ER BEST AÐ KAUPA MATINN FYRIR HELGINA? MELÓNUR OG VÍNBER FÍN >> 24 LÍFSBARÁTTA heimiliskattarins er ekki jafn hörð og kattadýra óbyggð- anna en val hans á veiðilendum byggist á jafn mikilli hugkvæmni. Þessi hefur t.d. haft gáfur til að venja komur sínar á Sægreifann í Reykjavík. Morgunblaðið/RAX Veiðilendur sælkerans JAN Egeland, sem samhæfir hjálp- arstarf Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir almennra borgara væru í hættu í sunnanverðu Líb- anon vegna ósprunginna klasa- sprengna, sem Ísraelsher beitti síð- ustu þrjá daga hernaðarins gegn Hizbollah, eða þegar vopnahlé var í sjónmáli. Í klasasprengjum eru margar smásprengjur, sem dreifast yfir all- stórt svæði, og Egeland sagði að allt að 70% smásprengna Ísraela hefðu ekki sprungið. Sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna rannsökuðu nær 85% svæðanna sem urðu fyrir sprengjuárásum Ísraela og áætla að þar séu alls um 100.000 ósprungnar smásprengjur á 359 stöðum. „Það sem mér blöskrar og þykir algjörlega siðlaust er að 90% klasa- sprengjuárásanna voru gerð síð- ustu þrjá daga átakanna og á þeim tíma vissum við að öryggisráðið myndi samþykkja ályktun, að átök- unum myndi ljúka,“ sagði Egeland. „Á hverjum degi missir fólk útlimi, særist eða deyr af völdum þessara vopna.“ Egeland benti á að sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum og fleiri löndum. „Ég vona að Bandaríkjastjórn ræði þetta við Ísr- aela vegna þess að það er hneyksli að nú skuli vera 100.000 sprengjur á svæðum þar sem konur, börn, kaup- menn og bændur fara um.“ Margir eiga ekki heimkvæmt Um milljón Líbana flúði heim- kynni sín vegna árása Ísraelshers og um 250.000 þeirra geta ekki snú- ið þangað aftur, annaðhvort vegna þess að heimili þeirra voru lögð í rúst eða vegna hættunnar sem staf- ar af ósprungnum sprengjum. Um 100.000 ósprungnar sprengjur Reuters Hneykslaður Egeland blöskrar klasasprengjuárásir Ísraela. Egeland segir sprengjuárásir Ísraela siðlausar  Líbanar kvíða framtíðinni | 16 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is London. AFP. | Mávar eru nú taldir svo mik- ið vandamál í Bristol á Englandi að borg- arstjórnin hefur gripið til þess ráðs að banna að starfsliði borgarinnar sé veitt kex með teinu. Borgarstjórnin í Bristol reiknaði út að hún gæti sparað 25.000 pund, eða 3,3 millj- ónir króna, á ári með því að sleppa því að kaupa kex handa starfsmönnunum. Borgarstjórnin hyggst verja fénu sem sparast í áform um að stemma stigu við fjölgun máva með því að dýfa eggjum fuglanna í olíu þannig að þau klekist ekki út. Áætlað er að þetta kosti 30.000 pund, sem svarar fjórum milljónum króna. Oddvita meirihlutans í borgarstjórn- inni, Steve Comer, hugkvæmdist það ráð að banna kex á fundum borgarstarfs- manna. „Þetta virðist vera munaður sem við getum verið án,“ sagði hann. Talið er að um 2.000 mávapör séu í mið- borg Bristol þar sem þeir lifa aðallega á skyndibitaafgöngum og öðru sem fleygt er á göturnar. Áætlað er að mávunum fjölgi um 17% á ári. Kexbann til að sigrast á mávum Boston. AP. | Magn nikótíns í bandarískum sígarettum hefur aukist um 10% að með- altali síðustu sex árin og það veldur því að fólk er fljótara að ánetjast sígarettum en áður og á erfiðara með að hætta að reykja. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem heil- brigðisyfirvöld í Massachusetts hafa gert. Samkvæmt rannsókninni hefur magn nikótíns sem berst til lungnanna þegar fólk reykir aukist, sama hvaða tegund vindlinga um ræðir. Í ljós kom einnig að reykingamenn, sem nota „léttar“ tegundir, fá jafn mikið nikótín og aðrir, þar sem enginn munur var á nikó- tíninnihaldi tegunda sem kallast „bragð- miklar“, „miðlungssterkar“, „léttar“ og „mjög léttar“. Magn nikótíns jókst um 10% BÆÐI sjávarútvegsráðuneytið og utanríkisráðuneytið hafa í sam- vinnu við önnur ríki innan Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar (NEAFC) unnið að því að koma í veg fyrir að flutningaskipið Polestar fái að landa karfa veidd- um af svonefndum sjóræningjum á Reykjaneshrygg. Komið var í veg fyrir löndun úr skipinu í Japan og unnið er að því að hið sama verði upp á teningnum í Suður-Kóreu þangað sem talið er að skipið stefni nú. Óstaðfestar heimildir herma að hugsanlega verði reynt að umskipa aflanum á hafi úti í annað skip. Skipið hefur tekið við afla frá skuttogurum, sem verið hafa á karfaveiðum á alþjóðlegu hafsvæði á Reykjaneshrygg. Þeir eru þarna að ólöglegum veiðum þar sem NEAFC fer með fiskveiðistjórnun á svæðinu. Landhelgisgæslan hefur að minnsta kosti í þrígang í sumar fundið Polestar á þessu hafsvæði. Viðurkenndu skipverjar í eitt skipti að það hefði tekið við afla frá Dolphin frá Georgíu og var þeim gerð grein fyrir því að þarna væri um ólöglegt athæfi að ræða. Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, sagði að skipin hefðu verið á ólöglegum veiðum utan 200 míln- anna, annars vegar á Reykjanes- hrygg og hins vegar í svonefndu Irmingerhafi þar suður af. Þau séu á svörtum lista og nú sé búið að skrá Polestar einnig á slíkan lista, en það skapi ákveðnar réttarheim- ildir varðandi aðgerðir gegn þess- um skipum. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta framtak stjórnvalda góðra gjalda vert en það eina sem stöðvi þessar sjóræningjaveiðar endanlega sé að Landhelgisgæslan taki fram tog- víraklippurnar á nýjan leik og komi þannig í veg fyrir veiðarnar. Komið í veg fyrir löndun sjóræningjaafla í Japan Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is  LÍÚ vill að… | 6 »Fengu ekki að landa sjó-ræningjaaflanum í Japan og hið sama er upp á ten- ingnum í Suður-Kóreu. »Flest sjóræningjaskipineru skráð í Georgíu en hafa áður verið skráð víða annars staðar. Í HNOTSKURN ♦♦♦ ♦♦♦ MAGNI Ásgeirsson, nýjasta óskabarn þjóðarinnar, fékk flest atkvæði þeirra sex keppenda sem eftir voru í gær- kvöldi í þættinum Rockstar Supernova. Engan hefði getað grunað hversu mikil stemning hefur skapast í kringum þáttinn hér á landi og greinilegt er að íslenskir aðdáendur hafa staðið dyggilega á bak við Magna. Voru ótal færslur á Blog.is frá netverj- um sem víluðu ekki fyrir sér að vaka langt fram á nótt og sendu inn ógrynni atkvæða sem á endanum tryggðu Magna áframhaldandi þátttöku í keppninni um að verða næsti söngvari hljómsveit- arinnar Supernova. Magni með flest atkvæði í Rockstar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.