Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flottur Kristján Ingimarsson látbragðsleikari vakti athygli á Akureyrar- vöku eins og þegar fyrsta skóflustungan var tekin að menningarhúsinu. Maður á miðjum aldri, nýfluttur til Akureyrar eftir 17 ára dvöl í Noregi, segir það sem komi honum mest á óvart í höfuðstað Norðurlands sé um- ferðarmenningin. Honum er brugðið og kveðst hálfhræddur í umferðinni. Tekur sérstaklega fram að tillitssemi ökumanna virðist við fyrstu sýn af af- skaplega skornum skammti.    „Pabbi, eiga bílarnir ekki að stoppa?“ spurði ungur sonur fyrrnefnds manns, á dögunum, þegar þeir biðu við gangbraut á Akureyri snemma morguns og þrír bílar höfðu brunað framhjá. Sá fjórði stansaði og hleypti feðgunum yfir. Pabbinn var þarna að fylgja drengnum í skóla, en hann hóf nám í 1. bekk í haust.    Enn einu sinni varð ég vitni að því á dögunum að ungur bílstjóri á Ak- ureyri „missti“ plastflösku utan af gosdrykk út um bílgluggann! Slík hegðan er ótrúleg og hugarfarsbreyt- ing líklega mikilvægasta leiðin til úr- bóta. Hrákadallar voru fjarlægðir fyrir margt löngu hérlendis og fólk að mestu hætt að reykja á almannafæri þannig að það hlýtur að vera hægt að venja fólk af þessum ósið líka.    Akureyrarvakan síðasta laugardag var mjög vel heppnuð. Óperu- tónleikarnir á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis stórskemmti- legir og lokaatriðið á Ráðhústorgi ógleymanlegt. Það var gaman að finna hve rólegt yfirbragðið var og allir í góðu skapi. Þetta var öðruvísi stemmning í bænum en t.d. um und- anfarnar verslunarmannahelgar.    Kristján Ingimarsson, látbragðsleik- ari, vakti athygli á lokaatriði Ak- ureyrarvökunnar fyrir skemmtileg tilþrif, eins og hann gerði þegar fyrsta skóflustungan var tekin að menningarhúsinu við Strandgötu um daginn. Kristján sýnir frumsaminn einleik hjá Leikfélagi Akureyrar í haust og ástæða er til þess að hlakka til þeirrar sýningar.    Stundum hef ég fengið nokkur orð að láni í þessa pistla af heimasíðu Sverr- is Páls Erlendssonarm mennta- skólakennara. „Ég verð að leggja orð inn í umræðuna um hryðjuverkin á samgöngumannvirkjum,“ segir hann í nýlegum pistli. „Dæmi um þau eru augljós hér á Akureyri, þar sem hundruðum milljóna króna gefur ver- ið varið til að gera sæmilega sléttar og greiðfærar götur, en nú eru fjöl- mennum vinnuflokkum greiddir tugir milljóna fyrir að gera þessar leiðir ill- færar,“ segir Sverrir Páll.    „Sumar leiðir sem áður voru greið- færar eru orðnar torleiði,“ heldur Sverrir áfram. „Hér er allt að fyllast af þrengingum og hoppum og hring- torgafárið hefur líka tekið sér ból- festu í bænum. Núna er verið að gera Þórunnarstrætið, eina aðalsam- gönguleiðina innanbæjar að torfæru- keppnisbraut, eins konar stórsvigs- gildru. Það þarf orðið býsna slungna ökuleiknimenn til að komast klakk- laust milli staða. Sum horn, til dæmis á mótum Hamarstígs og Mýravegar, eru að verða ófær nema einum bíl í einu. Í stað þess að hafa það að leið- arljósi að samgöngumannvirki eigi að greiða leið manna virðast umferð- aryfirvöld álíta að götur eigi að tor- velda fólki að komast leiðar sinnar.“    Sverrir Páll telur torfærur ekki lík- legar til þess að fólk aki varlega held- ur virkt eftir. „Það þyrfti að fjölga umferðarlöggæslufólki og það þyrfti að vera sýnilegra. Menn hegða sér yf- irleitt sæmilega þar sem þeir sjá lög- regluna. Og gangbrautagæsla í grennd við skóla er líka gott dæmi um skynsamlega umferðarstjórn.“ AKUREYRI Skapti Hallgrímsson úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 25 Pétur Stefánsson yrkir afdrátt-arhátt í fyrsta skipti: Bráðsnjöll ljóðin, marga menn, mæra, þjarma, hrella. Og þegar fremsti stafurinn er felldur niður fæst botn vísunnar: Ráðsnjöll jóðin arga enn, æra, jarma, rella. Rúnari Kristjánssyni datt vísa í hug, hripaði hana niður og fór svo aftur að sofa: Þó ánægjan væri í upphafi rík innan um hálsbrotin prófastalík, lenti í basli við leikstygga tík lundgóður maður úr Bolungarvík! Steinar Þór Sveinsson orti á fer- tugsafmæli vinar síns Hauks Haukssonar langan brag þar sem hann lýsti honum m.a. þannig: Grósser mikill, gerir díla græðir á tá og fingri. Selur ferðir, selur bíla safnar dýru glingri. Og klykkti út með: Lifað hefur langa tíð, lifað hefur svona. Að hann tóri enn um hríð allir hérna vona. Af gróss- erum pebl@mbl.is VÍSNAHORN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.