Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
APARNIR ERU EKKI
STOFNA STÉT
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
LISTAVERK setja skemmtilegan
svip á verslun Sævars Karls í Banka-
stræti. Fólk sem stendur eins og í röð
í málaðri lágmynd, myndar samspil
við raðir lóðréttra binda á næsta
vegg. Þá glittir í skondna, svarta fí-
gúru á öðrum stað, íklædda buxum og
kallast ávalar línur hennar á við boga-
línur rýmisins. Á stöpli hvílir sels-
mynd með mannsandlit; það stirnir á
mosaíkáferð hamsins, í takt við pallí-
ettur í flík gínunnar við hlið selsins.
Verkin sem um ræðir eru eftir
Huldu Hákon, Gabríelu Friðriks-
dóttur og Sólveigu Hólmarsdóttur og
eru hluti af listaverkaeign gallerísins
sem Sævar Karl Ólason hefur rekið í
verslunarhúsnæði sínu í um 18 ára
skeið, fyrst á horni Bankastrætis og
Ingólfsstrætis og svo í núverandi hús-
næði. Sævar Karl er unnandi sam-
tímalistar og bauð bæði þekktum og
lítt þekktum listamönnum að sýna
hjá sér endurgjaldslaust í fallegu her-
bergi á gamla staðnum og keypti
gjarnan af þeim verk. Í sérhönnuðu
sýningarrými í nýju versluninni hefur
hann tekið fasta þóknun fyrir sýning-
araðstöðuna og aðra þjónustu en
haldið áfram að kaupa verk af lista-
mönnum sem þar sýna. Listaverka-
eign gallerísins er nú umtalsverð og í
tilefni af Menningarnótt var opnuð
sýning á völdum verkum í galleríinu
og verslunarrýminu.
Valið ákvarðast að hluta til af því
að þar eru verk „okkar færustu lista-
manna“ eins og það er kynnt í boðs-
bréfi, en persónulegt mat Sævars
Karls og samsvörun verkanna við
verslunarrýmið hefur einnig ráðið
þar nokkru um. Sá hluti sýning-
arinnar – upphenging verka í versl-
uninni – er vel heppnaður. Auk áð-
urnefndra tenginga, má nefna
hvernig fígúra úr steini eftir Susanne
Christiansen kúrir á stöpli hjá upp-
rúlluðum bindum, „spegilmyndir“
eftir Hugin Þór Arason standa við
mátunarklefa og gifshnappar Guð-
rúnar Nielsen innan um karlmanns-
frakka. Áferð og form verka eftir Írisi
Elfu Friðriksdóttur kallast á við hráa
steypu og frumform í arkitektúr Guð-
jóns Bjarnasonar.
Sýningin minnir á að listaverk, sem
upprunalega tengjast ákveðnu sköp-
unarferli á vinnustofum listamanna,
eru einnig markaðsvara og rata mörg
hver í nýtt rými, svo sem í sölugallerí
innan um önnur verk, í samhengi
heimilis og húsgagna, í listsögulegt
samhengi safnasýninga, listaverka-
bóka eða fræðibóka í formi eft-
irmynda o.s.frv. Sýningin nú varpar
ljósi á hvernig hið nýja samhengi get-
ur orðið tilefni til nýrrar merkingar-
og tengslamyndunar við rými og
áhorfendur. Í eldhúsi verslunarinnar
hangir merkilegt safn frumgerða
veggspjalda, hannaðra af listamönn-
um sem sýndu í galleríinu fyrstu árin
en „þema“ þeirra tengist versluninni.
Í gallerírýminu hanga verk ýmissa
listamanna sem endurspegla listá-
huga Sævars Karls og opinn hug. Þar
eru verk eftir upprennandi listamenn
ásamt úrvalsverkum listamanna sem
hlotið hafa margvíslega viðurkenn-
ingu – en voru í eina tíð sjálfir „upp-
rennandi“.
Gallerí Sævars Karls hefur lengi
verið eftirsóttur sýningarstaður og
færri komist að en vilja. Það er rekið
sem sýningarsalur og listamenn sem
þar sýna njóta viðskiptavildar hans.
Ekki er tekin þóknun fyrir sölu
verka. Hliðstæður rekstur sýning-
araðstöðu gegn föstu gjaldi tíðkaðist
almennt áður fyrr en hin síðari ár hef-
ur íslenskt myndlistarumhverfi
breyst í kjölfar krafna um strangfag-
lega rekin gallerí á alþjóðlega vísu –
sem byggjast á ákveðinni sýning-
arstefnu þar sem galleristinn vinnur
sem umboðsmaður listamanna og
tekur fyrir það þóknun í formi sölu-
hlutfalls. Margir virtir sýningarstaðir
sem áður voru reknir á svipuðum for-
sendum og salur Sævars Karls nú, þ.
á m. Nýlistasafnið, Gerðarsafn og
Listasafn ASÍ, hafa fellt niður gjald
fyrir sýningaraðstöðuna. Gallerí
Sævars Karls er þar í óhagstæðri
samkeppni um listamenn og hefur að
því er virðist fallið í ónáð hjá sumum
þeirra. En nöldur og neikvætt umtal
verður listinni seint til góðs – og eng-
in ástæða er til annars en að meta
framlag Sævars Karls í sögulegu og
raunsæju samhengi.
Fjármögnun í listheiminum kemur
ekki af sjálfu sér. Minna má á að ann-
ar þekktur athafnamaður og ástríðu-
fullur safnari samtímalistar, Pétur
Arason, nýtur veglegs stuðnings
Reykjavíkurborgar við rekstur á
safni sínu og sýningarsal í hjarta
borgarinnar við Laugaveginn þar
sem hann rak áður verslun ásamt
sýningarhaldi. Sýningar í verslun
Sævars Karls byggjast einnig á
einkaframtaki og einlægum listá-
huga. Pistill eftir Halldór Björn Run-
ólfsson listfræðing þar sem hann rek-
ur sögu gallerísins í sýningarskrá –
og bendir jafnframt á þýðingu þess í
íslensku listalífi – er þörf áminning
um hverju jákvæð afstaða getur kom-
ið til leiðar. Vert er að hafa í huga að
einn „stærsti“ listamaður þjóðarinnar
sem sýnt hefur í Galleríi Sævars
Karls, Erró, er að sögn Sævars Karls
jafnframt sá þakklátasti.
Samhengi listarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mósaíkskepna Verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur.
Anna Jóa
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Til 1. október 2006
Opið á verslunartíma. Ókeypis aðgangur.
Verk úr eigu gallerísins
Þrátt fyrir ungan aldur hef-ur hljómsveitin MotionBoys vakið nokkra at-hygli í sumar, en sveitin
var stofnuð í upphafi þessa árs. Í
raun er frekar um dúett en hljóm-
sveit að ræða, en það eru þeir
Birgir Ísleifur Gunnarsson og Árni
Rúnar Hlöðversson sem skipa Mo-
tion Boys. Fyrsta lag þeirra, „Wait-
ing to Happen“, hefur náð nokkr-
um vinsældum og heyrst töluvert á
öldum ljósvakans í sumar. „Já, lag-
ið var lengi á hinum svokallaða B-
lista á Rás 2 og svo hefur það líka
heyrst á X-inu, Flass FM og fleiri
stöðvum,“ segir Birgir Ísleifur.
„Við erum bara nokkuð ánægðir
með árangurinn miðað við fyrsta
lag. Þetta virðist vera að ná til
breiðs hóps.“
Þeir félagar hafa komið nokkuð
víða við, en Birgir Ísleifur var
meðal annars í Byltunni, auk þess
sem hann hefur samið tónlist fyrir
sjónvarpsþáttinn Sigtið. Árni Rún-
ar er hins vegar í tveimur öðrum
hljómsveitum um þessar mundir,
Hairdoctor og FM Belfast.
Aðspurður segir Birgir Ísleifur
að þeir gegni jafnmikilvægu hlut-
verki í sveitinni. „Já, við höfum
alltaf reynt að hafa svolítið jafna
skiptingu, en ég syng náttúrulega
og spila á hljóðgervlana. Hann er
reyndar í því líka og við vinnum
þetta mikið í sameiningu. Við reyn-
um að halda þessu í „100% fifty-
fifty“ eins og við höfum mikið tal-
að um. En við erum báðir skráðir
fyrir öllum lögunum.“
Fundu hljóðgervil
Þegar Birgir Ísleifur er spurður
hvernig megi lýsa hljómi Motion
Boys segir hann tónlistina koma úr
ýmsum áttum.
„Þetta er að vissu leyti svolítið
„80’s“ skotið danspopp og elektró,
og ég veit ekki hvort það megi
segja það, en þetta er eitthvað
svona post new-wave. Ég veit ekki
alveg hvað ég á að kalla þetta. En
platan er full af hljóðgervlum og
röddum og miklu poppi. Við höfum
til dæmis verið að hlusta mikið á
Roxy Music, það sem þeir voru að
gera á 9. áratugnum. Við vorum til
dæmis að vinna eitt lag um daginn
og þá fundum við bara hljóð-
gervilinn sem er notaður í „More
Than This“ með Roxy Music. Við
leituðum bara að honum og fund-
um hann nákvæmlega eins og hann
er. Við notuðum hann svo í part af
lagi, þótt menn fatti það kannski
ekki,“ segir Birgir Ísleifur. „Ann-
ars erum við líka í þessu nýja
poppi, ég var til dæmis mjög hrif-
inn af nýju Madonnu plötunni.
Þannig að áhrifin koma víða að.“
Klassískt og nýtt
Að sögn Birgis Ísleifs þótti þeim
félögum nafnið Motion Boys við-
eigandi þegar þeir gáfu sveitinni
nafn. „Við erum að búa til tónlist
sem fólk á að geta hreyft sig við,
en svo fannst okkur þetta líka
„corny“, en samt „cool“. Og að
nota Boys, það er bæði klassískt
eins og hjá Beach Boys, og svo líka
nýtt eins og Backstreet Boys. En í
þessu samhengi finnst mér það
eiga mjög vel við.“
Þeir félagar eru nú að vinna að
nýju efni, auk þess sem þeir eru
komnir vel á veg með upptökur, en
þeir stefna að því að gefa út plötu
áður en langt um líður. „Já, við
dreifðum náttúrulega smáskífunni
við „Waiting to Happen“ út um
allt, þótt hún sé ekki komin form-
lega út. En ég vona að eitthvað
muni koma út í ár, þótt ég þori
ekki að lofa því. Núna á næstunni
ætlum við þó að gefa út smáskífu
sem verður seld, smáskífu við lagið
„Hold Me Closer To Your Heart“.
Það er eiginlega alveg tilbúið
þannig að við erum að fara að
henda því af stað,“ segir Birgir Ís-
leifur og bætir því við að sveitin sé
samningslaus og þeir gefi því allt
út sjálfir. „En það væri auðvitað
frábært ef einhver vill gefa okkur
út.“
Motion Boys hefur ekki enn
haldið tónleika, en Birgir Ísleifur
segir góða og gilda ástæðu fyrir
því. „Við viljum undirbúa það mjög
vel, við ætlum ekki að fara út í það
fyrr en það verður orðið alveg full-
komið. En það stendur til að fá
hljómsveit í kringum okkur. Upp-
runalega hugmyndin var sú að fá
trommara, bakraddasöngkonu og
jafnvel dansara. Það er allavega
eitthvað sem er í „motion“ núna.“
Tónlist | Hljómsveitin Motion Boys með plötu í bígerð
Strákar á hreyfingu
Hreyfanlegir „Þetta er eitthvað svona post new-wave,“ segir Birgir Ísleifur.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is