Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 41 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ein stö k k jö r; all t a ð 95 % lán sh luf all HELLUVAÐ 1-5, Norðlingaholti Dæmi um greiðslukjör á 4ra herbergja íbúð Útborgun (eigið fé) kr. 1.280.000,- Lán frá Íbúðalánasjóði (40 ára lán) kr. 17.000.000,- Lán frá sparisjóði (40 ára lán) kr. 2.050.000,- Lán frá seljanda (20 ára lán) kr. 5.070.000,- Heildarverð íbúðar kr. 25.400.000,- Greiðslubyrði 128 þús. á mánuði. *miðað er við fasta vexti 4,7% frá Íbúðalánasjóði, 5,4% frá sparisjóðum og 6,9% frá seljanda. 4ra-5 herbergja glæsilegar, fullbúnar íbúðir (án gólfefna) í lyftuhúsi. Örstutt er í frábær útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðavatn. Sérinngangur er í allar íbúðir og sértimurverönd fylgir íbúðum á jarðhæð. Sölumenn Eignamiðlunar - veita nánari upplýsinga HREINSUNARDAGUR Grund- arhverfis á Kjalarnesi var hald- inn á laugardaginn og þótti þátt- taka íbúa góð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mætti og gekk til verka með íbúum og starfs- mönnum borgarinnar. Var meðal annars sett upp nýtt mark á leik- svæði í miðju hverfinu við mikinn fögnuð unga fólksins. Verkefnum var deilt út til starfsmanna og sjálfboðaliða úr hópi íbúa og náð- ist að vinna úr öllum þeim efni- viði sem vinna átti úr. Voru m.a. þökulagðir um 1.500 fermetrar. Hverfastöðin á Kjalarnesi naut liðsinnis um tuttugu starfsmanna annarra hverfastöðva fram- kvæmdasviðs og garðyrkjudeild- ar umhverfissviðs borgarinnar auk starfsmanna frá þjónustu- miðstöð Grafarvogs og Kjal- arness. Morgunblaðið/ Jim Smart Kjalnesingar tóku hressi- legan þátt í hreinsunardegi NORÐURLANDAMÓT vagnstjóra fór nýlega fram í Helsinki í þrí- tugasta sinn. Tilgangur þessa móts er að auka og viðhalda færni og þekkingu vagnstjóra á ökutækjum sínum. Höfuðborg- irnar fimm skiptast á að halda keppnina og skipa sex vagn- stjórar hvert lið, sem ekur keppnisbraut sem samanstendur af tíu þrautum sem þarf að leysa á sem skemmstum aksturstíma, auk þess sem tímarefsingar fást fyrir villur sem hver keppandi gerir í brautinni. Fimm lið keppa um Norðurlandatitil og 30 vagn- stjórar innbyrðis og keppendur eiga ekki að sjá keppnisbrautina fyrr en á keppnisdag. Reykvískir vagnstjórar Strætó bs. urðu að sætta sig við silf- ursætið að þessu sinni, en liðið hefur unnið til gullverðlauna síð- ustu fjögur árin. Finnar sigruðu, Svíar urðu í þriðja sætið, Norð- menn í fjórða sæti og Danir ráku lestina í fimmta sæti. Ljósmynd/Ólafur Sveinsson Ökuleikni Keppnislið Strætó bs.: Efri röð frá vinstri: Rögnvaldur Jón- atansson, Markús Sigurðsson, Steindór Steinþórsson, Þórarinn Söebech, Kjartan Pálmarsson og Sigurjón Guðnason. Neðri röð frá vinstri: Jóhann G. Gunnarsson, Kristján Kjartansson og Hörður Tómasson. Vagnstjórar Strætó bs. unnu silfurverðlaun DAGANA 31. ágúst–3. september verða seldir pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameins- félags Íslands, en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðild- arfélaga Krabbameinsfélagsins en það eru svæðisbundin krabbameins- félög og stuðningshópar sem stofn- aðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu fé- laganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við verkefni í heimabyggð sinni. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra. Pennasölunni er ætlað að styðja við þessa starfsþætti. Hver penni er seldur á 1.000 krónur. Krabbameinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að efla barátt- una gegn krabbameini. Pennasala Krabbameins- félagsins FRÉTTIR LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir ökumanni á svörtum BMW bíl vegna atviks mánudaginn 28. ágúst um kl. 19.30. Þá var reiðhjóli ekið af Hallarmúla í Reykjavík inn að bifreiðastæðum við Nordica hótel, þar kom á móti BMW bíllinn og er hann mætti reiðhjólinu féll öku- maður reiðhjólsins við og slasaðist. Óskað er eftir að ökumaður BMW bílsins og vitni gefi sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum Rangt reikningsnúmer GREIN eftir mig, Veðurspámaður á Blönduósi, birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Í lok greinarinnar var góðfúslega óskað eftir þátttöku áhugasamra lesenda með fjár- framlögum þeirra í sjóð til stuðnings verkinu sem sagt var frá í greininni. Því miður voru upplýsingar um reikning ófullnægjandi. Hið rétta er að reikningurinn er hjá Glitni, Kringlunni, númer 515-14-611888, kt. 0510363449. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.