Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 41

Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 41 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ein stö k k jö r; all t a ð 95 % lán sh luf all HELLUVAÐ 1-5, Norðlingaholti Dæmi um greiðslukjör á 4ra herbergja íbúð Útborgun (eigið fé) kr. 1.280.000,- Lán frá Íbúðalánasjóði (40 ára lán) kr. 17.000.000,- Lán frá sparisjóði (40 ára lán) kr. 2.050.000,- Lán frá seljanda (20 ára lán) kr. 5.070.000,- Heildarverð íbúðar kr. 25.400.000,- Greiðslubyrði 128 þús. á mánuði. *miðað er við fasta vexti 4,7% frá Íbúðalánasjóði, 5,4% frá sparisjóðum og 6,9% frá seljanda. 4ra-5 herbergja glæsilegar, fullbúnar íbúðir (án gólfefna) í lyftuhúsi. Örstutt er í frábær útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðavatn. Sérinngangur er í allar íbúðir og sértimurverönd fylgir íbúðum á jarðhæð. Sölumenn Eignamiðlunar - veita nánari upplýsinga HREINSUNARDAGUR Grund- arhverfis á Kjalarnesi var hald- inn á laugardaginn og þótti þátt- taka íbúa góð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mætti og gekk til verka með íbúum og starfs- mönnum borgarinnar. Var meðal annars sett upp nýtt mark á leik- svæði í miðju hverfinu við mikinn fögnuð unga fólksins. Verkefnum var deilt út til starfsmanna og sjálfboðaliða úr hópi íbúa og náð- ist að vinna úr öllum þeim efni- viði sem vinna átti úr. Voru m.a. þökulagðir um 1.500 fermetrar. Hverfastöðin á Kjalarnesi naut liðsinnis um tuttugu starfsmanna annarra hverfastöðva fram- kvæmdasviðs og garðyrkjudeild- ar umhverfissviðs borgarinnar auk starfsmanna frá þjónustu- miðstöð Grafarvogs og Kjal- arness. Morgunblaðið/ Jim Smart Kjalnesingar tóku hressi- legan þátt í hreinsunardegi NORÐURLANDAMÓT vagnstjóra fór nýlega fram í Helsinki í þrí- tugasta sinn. Tilgangur þessa móts er að auka og viðhalda færni og þekkingu vagnstjóra á ökutækjum sínum. Höfuðborg- irnar fimm skiptast á að halda keppnina og skipa sex vagn- stjórar hvert lið, sem ekur keppnisbraut sem samanstendur af tíu þrautum sem þarf að leysa á sem skemmstum aksturstíma, auk þess sem tímarefsingar fást fyrir villur sem hver keppandi gerir í brautinni. Fimm lið keppa um Norðurlandatitil og 30 vagn- stjórar innbyrðis og keppendur eiga ekki að sjá keppnisbrautina fyrr en á keppnisdag. Reykvískir vagnstjórar Strætó bs. urðu að sætta sig við silf- ursætið að þessu sinni, en liðið hefur unnið til gullverðlauna síð- ustu fjögur árin. Finnar sigruðu, Svíar urðu í þriðja sætið, Norð- menn í fjórða sæti og Danir ráku lestina í fimmta sæti. Ljósmynd/Ólafur Sveinsson Ökuleikni Keppnislið Strætó bs.: Efri röð frá vinstri: Rögnvaldur Jón- atansson, Markús Sigurðsson, Steindór Steinþórsson, Þórarinn Söebech, Kjartan Pálmarsson og Sigurjón Guðnason. Neðri röð frá vinstri: Jóhann G. Gunnarsson, Kristján Kjartansson og Hörður Tómasson. Vagnstjórar Strætó bs. unnu silfurverðlaun DAGANA 31. ágúst–3. september verða seldir pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameins- félags Íslands, en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Allur ágóði rennur til aðild- arfélaga Krabbameinsfélagsins en það eru svæðisbundin krabbameins- félög og stuðningshópar sem stofn- aðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að efla starf svæðisbundnu fé- laganna. Hafa nokkur þeirra þegar tekist á við verkefni í heimabyggð sinni. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra. Pennasölunni er ætlað að styðja við þessa starfsþætti. Hver penni er seldur á 1.000 krónur. Krabbameinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og noti þetta tækifæri til að efla barátt- una gegn krabbameini. Pennasala Krabbameins- félagsins FRÉTTIR LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir ökumanni á svörtum BMW bíl vegna atviks mánudaginn 28. ágúst um kl. 19.30. Þá var reiðhjóli ekið af Hallarmúla í Reykjavík inn að bifreiðastæðum við Nordica hótel, þar kom á móti BMW bíllinn og er hann mætti reiðhjólinu féll öku- maður reiðhjólsins við og slasaðist. Óskað er eftir að ökumaður BMW bílsins og vitni gefi sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum Rangt reikningsnúmer GREIN eftir mig, Veðurspámaður á Blönduósi, birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Í lok greinarinnar var góðfúslega óskað eftir þátttöku áhugasamra lesenda með fjár- framlögum þeirra í sjóð til stuðnings verkinu sem sagt var frá í greininni. Því miður voru upplýsingar um reikning ófullnægjandi. Hið rétta er að reikningurinn er hjá Glitni, Kringlunni, númer 515-14-611888, kt. 0510363449. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.