Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 16
  ! 16 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lexington. AFP. | Aðeins einn flug- umferðarstjóri var á vakt þegar flugvél Comair-flugfélagsins fór á loft frá rangri flugbraut í Kentucky að morgni síðasta sunnudags. Að auki sneri flugumferðarstjórinn baki við flugvélinni á meðan hann sinnti öðrum verkefnum. „Flugumferðarstjórinn var ekki í sjónlínu við flugvélina,“ sagði Debb- ie Hersman, hjá sérstakri banda- rískri rannsóknarnefnd sem sinnir öryggi í samgöngum (NTSB) í gær. Alls létust 49 manns í slysinu en rannsóknaraðilar hafa hingað til lýst yfir furðu sinni á því að flug- vélin skuli ekki hafa farið á loft frá lengri af tveimur flugbrautum vall- arins, sem var upplýst við flugtak. Í staðinn fór vélin á loft frá styttri braut sem var óupplýst. Aðeins flug- maðurinn komst lífs af eftir að vélin rakst á trjátoppa og hrapaði til jarð- ar skammt frá. Munurinn mjög mikill Munurinn á lengd flugbrautanna var mikill, sú lengri var 2,134 km en sú styttri aðeins um 1,036 km. Það eykur enn á ráðgátuna um tildrög slyssins að upptökur staðfesta að flugmaðurinn og aðstoðarflugmað- urinn hafi rætt um þá einkennilegu staðreynd að engin ljós væru á flug- brautinni. Flugumferð- arstjórinn sá ekki flugtakið HRAUSTLEG svín ganga saman í hópi í snævi þöktu landslaginu nærri þorpinu Schruns í héraðinu Vor- arlberg í austurrísku Ölpunum. Óvenjulegir kuldar hafa leitt til snjókomu efst í hlíðum Alpanna. AP Óvenjulegt tíðarfar í Ölpunum ÓTTAST er, að sú gífurlega eyði- legging, sem Ísraelar ollu með árás- um sínum á Líbanon, muni valda þar miklu atvinnuleysi á næstunni og öðrum efnahagslegum þrengingum. Óvíst er hvenær uppbyggingin getur hafist því að Ísraelar banna enn allt flug og siglingu til landsins. Líbanskir hagfræðingar spá því, að atvinnuleysið verði um 20% á næstu mánuðum en áætlað er, að Ísraelar hafi með loftárásum sínum lagt í rúst allt að 90 iðnfyrirtæki og verksmiðjur. Þar við bætast miklar skemmdir á samgöngukerfinu og áhrif herkvíarinnar en vegna hennar er farið að gæta vöru- og olíuskorts. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, reyndi í gær að fá Ísraela til að aflétta herkvínni en hafði ekki erindi sem erfiði. Ferðaiðnaður í rúst Sú atvinnugrein, sem verst hefur orðið úti, er ferðaþjónustan en segja má, að hún hafi að nokkru lagst niður vegna loftárásanna. Við hana hafa starfað um 110.000 manns og fyrir skömmu stefndi í, að ferðamanna- straumurinn slægi met á þessu ári. Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, sagði í gær, að ríkisstjórn- in hygðist styrkja hverja fjölskyldu, sem misst hefði heimili sitt, með rúmlega 2,4 milljónum íslenskra króna en áætlað er, að Ísraelar hafi með loftárásunum eyðilagt 130.000 heimili. Þótt afleiðingar hernaðarins séu mestar fyrir Líbana, þá mun her- kostnaðurinn einnig segja til sín í Ísrael. Í opinberri skýrslu er því spáð, að hann muni verða til að auka enn fátækt í landinu, sem ekki sé þó á bætandi. Um síðustu áramót var tæpur fjórðungur Ísraela, 24,7%, undir fátæktarmörkum, og hlutfall barna raunar enn hærra eða 35,2%. Í Ísrael eru fátæktarmörkin mið- uð við helming meðallauna á mánuði og svöruðu á síðasta ári til tæpra 30.000 ísl. kr. Líbanar kvíða framtíðinni Reuters Allsleysi Kona við rústir heimilis síns í Suður-Líbanon. Um 130.000 heimili eyðilögðust í loftárásum Ísraela og er tjónið mest í sunnanverðu landinu. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LEIÐTOGI bandarísks sértrúar- safnaðar sem boðar fjölkvæni hefur verið handtekinn en hann var á lista bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, yfir þá tíu glæpamenn landsins sem mest var leitað að. Warren Jeffs var eftirlýstur í Utah og Arizona vegna kynferðisbrots gegn stúlku undir lög- aldri, fyrir að hafa komið í kring hjónaböndum eldri manna við barn- ungar stúlkur, og að hafa verið vit- orðsmaður í nauðgunarmáli. Jeffs, sem er fimmtugur, var hand- tekinn í bíl sínum á hraðbraut norðan við Las Vegas eftir að umferðarlög- regla hafði stöðvað hann við venju- bundið eftirlit. Hann er leiðtogi tíu þúsund manna safnaðar sem upphaf- lega var hluti af mormónakirkjunni en klauf sig frá henni á níunda áratug nítjándu aldar þegar hún hætti að boða fjölkvæni. Jeffs er sagður eiga allt að sjötíu eiginkonur og tugi barna, jafnvel allt að hundrað. Fjölkvæni er ólöglegt í Bandaríkj- unum en yfirvöld höfðu verið treg til að láta til skarar skríða gegn söfn- uðinum af ótta við að það gæti leitt til harmleiks á borð við þann sem varð þegar yfirvöld réðust gegn aðsetri trúarsafnaðar David Koresh í Waco í Texas árið 1993 en þá létu 80 manns lífið í umsátri sem stóð í 51 dag. Jeffs fór í felur í maí og höfðu yf- irvöld leitað hans síðan. Hann hafði sagst vera ósigrandi og að Guð forð- aði honum frá því að verða handtek- inn. Hann hafði líf- verði í kringum sig sem áttu að hafa lofað að fórna lífi sínu til að vernda hann. Hann er sagður hafa hvatt eldri meðlimi safn- aðarins til að gift- ast ungum stúlk- um, allt niður í þrettán ára gamlar. Þá leysti hann upp fjölskyldur, rak kvænta menn úr söfnuðinum og lét aðra menn kvænast konum þeirra og fá forsjá yfir börnum þeirra. Jeffs varð leiðtogi safnaðarins árið 2002 þegar faðir hans Rulon Jeffs dó 98 ára að aldri. Rulon er sagður hafa átt 65 börn með nokkrum konum en Warren giftist konum föður síns eftir að hann lést. Flestir meðlimir safn- aðarins bjuggu í bænum Hildale í Ut- ah og Coloradoborg í Arizona en bæ- irnir liggja hvor að öðrum. Jeffs er talinn hafa átt hús í fjórum öðrum ríkjum, þar á meðal Nevada, en einn- ig í Kanada. AP Meðlimir Lori Chatwin og Elsie Richter ásamt börnum sínum á heimili sínu í Colorado-borg í Arizona en þær voru áður meðlimir í söfnuði Jeffs. Leiðtogi safnað- ar handtekinn Warren Jeffs Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Gifti barnungar stúlkur eldri mönnum BRESK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust leggja bann við því að eiga og horfa á ofbeldisfullt klám- efni, þ.m.t. myndefni af nauðgunum og kynferðislegum pyntingum, og mun það framvegis varða allt að þriggja ára fangelsi ef bannið nær fram að ganga. Hugmyndin að banninu kom í kjölfar herferðar móður sem missti dóttur sína, sem var kyrkt til bana við kynlífsathöfn sem var innblásin af slíku efni. Herferð konunnar, sem heitir Liz Longhurst, naut mikils stuðnings almennings og skrif- uðu um 50.000 manns undir yfirlýsingu þar sem farið var fram á slíkt bann. „Ég og dóttir mín Sue erum mjög ánægðar með að eft- ir 30 mánaða herferð hafi okkur tekist að telja stjórnvöld á að grípa til aðgerða gegn þessum hræðilegu vefsíðum sem geta haft mjög spillandi áhrif og upphefja öfgafullt kynferðisofbeldi,“ sagði Liz í samtali við breska rík- isútvarpið, BBC, í gær. Að sögn Vernon Coakers, aðstoðarráðherra innanrík- isráðuneytisins, er ein af ástæðum bannsins sú að slíkt efni verður sífellt aðgengilegra á netinu. Núgildandi lög- gjöf hefur bannað birtingu og dreifingu á slíku efni ekki eigu þess. Dóttir Liz, Jane, fannst látin í aprílmánuði 2003 eftir að hafa verið kyrkt til bana með sokkabuxum. Banamað- ur hennar, tónlistarmaðurinn Graham Coutts, sagðist fyrir rétti haldinn þráhyggju um kyrkingar við kynlífs- athafnir, sem hann hefði meðal annars lesið um á netinu. Hingað til hefur verið bannað að dreifa slíku efni en aðstandendur herferðarinnar segja það ekki hafa komið í veg fyrir að fólk skoðaði efni af því tagi í tölvunni heima hjá sér. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá rík- issaksóknara, segir að ekkert slíkt bann sé í gildi hér á landi. Hins vegar sé refsivert að sýna slíkt efni op- inberlega án samþykkis kvikmyndaeftirlitsins, auk þess sem framleiðsla þess, innflutningur og dreifing sé refsi- verð. „Bein varsla einstaklinga á ofbeldismyndum og klámmyndum er ekki refsiverð nema um barnaklám sé að ræða,“ sagði Helgi. Banna ofbeldisfullt klám »Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja bannvið eign ofbeldisfulls klámefnis. »Ákvörðun kemur í kjölfar herferðar konu semmissti dóttur sína, eftir að hún var kyrkt til bana í ofbeldisfullum kynmökum. »Ekkert slíkt bann er í gildi á Íslandi. Bein varslaeinstaklinga á ofbeldismyndum og klámmynd- um er ekki refsiverð nema um barnaklám sé að ræða. Í HNOTSKURN »Í 15 ár, frá1975 til 1990, geisaði blóðugt borgarastríð í Líbanon en síð- an hafa orðið þar miklar framfarir. Nú telja sumir, að vegna loftárásanna hafi landið og landsmenn færst aftur um 30 ár. »Tjónið er mest í suðurhlutalandsins en þar hafa vegir og brýr, orkustöðvar, olíu- birgðastöðvar og verksmiðjur verið sprengd upp og um 130.000 heimili landinu öllu, þar af 50.000 í höfuðborginni, Beirút. »Flugskeytaárásir Hizboll-ah-skæruliða ollu töluverðu tjóni í Ísrael en það gleymist stundum, að hernaðurinn sjálf- ur kostar óheyrilegt fé. Op- inber stofnun spáir því, að af þeim sökum muni fátækt aukast í Ísrael en hún er nú hlutskipti fjórðungs lands- manna. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.