Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 11 hún mikilvægt að málin væru skýrð með þessum hætti. „Þarna er greini- lega verið að bregðast við umræðunni og auðvitað er það hið besta mál,“ segir Margrét. Aðspurð segir hún ljóst að héðan í frá verði sótt um dval- arleyfi af mannúðarástæðum í þeim tilvikum þegar erlendar konur, sem eru frá ríkjum utan EES-svæðisins, skilja við íslenska eiginmenn sína vegna heimilisofbeldis og óska eftir því að dvelja áfram hér á landi. Tekur Margrét fram að þar til 1. maí hafi er- lendar konur í þessum aðstæðum hins vegar alltaf fengið sjálfstætt atvinnu- og dvalarleyfi ef þær sóttu um slíkt þar sem Útlendingastofnun hafi ávallt tekið tillit til aðstæðna kvenna sem beittar höfðu verið ofbeldi, en nú sé vegna breyttra aðstæðna ljóst að sækja þurfi um annars konar leyfi. Líkt og greint hefur verið frá í um- Í tilefni þeirrar umræðu sem orð-ið hefur í fjölmiðlum undan-farnar vikur um réttarstöðu er-lendra kvenna hér á landi og hugsanlega brottvísun úr landi vegna skilnaðar þeirra eða sambúðarslita sendu dómsmálaráðuneytið og Út- lendingastofnun í gær frá sér sam- antekt þar sem finna má lýsingu á gildandi lögum um þetta efni og hvernig staðið sé að framkvæmd þeirra. Þar kemur fram að sam- kvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2002 megi veita útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla út- lendingsins við landið. Í lýsingunni segir m.a.: „Aðstæður útlendings, sem kemur til landsins á grundvelli hjúskapar, og leiðir dval- arleyfi sitt af hjúskapnum, en skilur við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta verið með þeim hætti, að stjórn- völdum beri að skoða hvort veita eigi dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hvert mál verður að meta sérstak- lega. Hér skiptir m.a. máli að skoða aðstæður viðkomandi í heimalandi og tengsl við Ísland. Þá er grundvallar- forsenda að málavextir séu kynntir Útlendingastofnun. Án upplýsinga um atriði, sem kunna að skipta veru- legu máli fyrir útlending, er ekki unnt að taka tillit til sérstakra aðstæðna við afgreiðslu máls hans.“ Þegar leitað var viðbragða Mar- grétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss, við þessari lýsingu sagði fjöllun Morgunblaðsins hafa mál tveggja kvenna, annars vegar hinnar rússnesku Margaritu og hins vegar hinnar afrísku Maríu, sem nefnd var svo í viðtali hér á síðum blaðsins hinn 21. ágúst sl., verið til umfjöllunar í kerfinu, en þær eru fyrstu konurnar sem synjað er um sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi hérlendis eftir að hafa skilið við ofbeldisfulla eiginmenn sína. Segir nauðsynlegar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Eins og fram kom í viðtali við Margaritu skildi hún við eiginmann sinn vegna þess að hann beitti hana andlegu ofbeldi og þvingunum, en María yfirgaf eiginmann sinn eftir ítrekaðar barsmíðar og hefur kært hann fyrir líkamsárás. Báðum konum var synjað um sjálfstætt atvinnu- og dvalarleyfi, og átti María samkvæmt þeirri ákvörðun að vera farin af landi brott 15. ágúst sl. Í samtali við Hildi Dungal, for- stjóra Útlendingastofnunar, segir hún að stofnunin muni taka mál þess- ara kvenna aftur til skoðunar og gera það í samstarfi við Alþjóðahús. Spurð hvort konurnar þurfi nú að sækja um dvalarleyfi að nýju og tiltaka að það sé á forsendum mannúðar svarar Hildur því neitandi. „Ef við teljum að það verði rétt að gera eitthvað frekar, þ.e. veita þeim annars konar leyfi, t.d. dvalarleyfi af mannúðarástæðum, þá munum við gera það á grundvelli þeirrar um- sóknar sem fyrir var. Það er ekkert öðruvísi eyðublað fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Hildur og tekur fram að nauðsynlegar upplýs- ingar um aðstæður kvennanna þurfi að liggja fyrir en þær hafi hins vegar fyrst komið fram á síðustu dögum og vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Maríu fylgdi dvalarleyfisumsókn hennar til Útlendingarstofnunar, sem hún af- henti starfsmanni stofnunarinnar í júní sl., bréf þar sem hún lýsti heim- ilisaðstæðum sínum, upplýsti um lík- amsárásina og þá ákvörðun sína að kæra eiginmann sinn vegna hennar og benti í því sambandi á Þórdísi Bjarnadóttur, lögmann Neyðarmót- tökunnar, um nánari upplýsingar. Fyrir liggja bæði læknaskýrsla og ljósmyndir af áverkum þeim sem María varð fyrir. Aðspurð segist Hildur ekki hafa séð þetta bréf og að það hafi ekki fylgt með umsókn Maríu þegar hún var afgreidd á sínum tíma. Spurð hvort hún kunni einhverja skýringu á því segist hún ekki geta útilokað að bréfið hafi misfarist. Spurð hvort til greina hefði komið að veita Maríu dvalarleyfi af mann- úðaraðstæðum hefði fyrrnefnt bréf hennar legið til hliðsjónar við af- greiðslu umsóknar hennar segir Hild- ur það ekki útilokað, hefðu menn met- ið það svo að þessi gögn réttlættu veitingu dvalarleyfis á forsendum mannúðar. Segir hún að stofnunin muni nú fara í það að leita eftir þess- um upplýsingum og sannreyna að- stæður Maríu. Aðspurð segir Hildur að ekki verði farið í brottvísunarferli á hendur Maríu á meðan mál hennar er til skoðunar hjá stofnuninni. Spurð hversu langan tíma reikna megi með að það taki Útlendingastofnun að skoða mál kvennanna tveggja aftur segir Hildur ekki ólíklegt að það geti tekið tvær til þrjár vikur. Hildur Dungal Margrét Steinarsdóttir Fréttaskýring | Málefni kvenna af erlendum uppruna sem skilja við íslenskan maka sinn vegna heimilisofbeldis hafa verið áberandi í um- ræðunni að undanförnu. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun sendu í gær frá sér lýsingu á lögum um þetta efni og hvernig staðið sé að framkvæmd þeirra. Lögfræðingur Alþjóðahúss segir ljóst að þótt umræddar konur hafi hingað til ávallt getað fengið sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi undir fyrrgreindum kringumstæðum þá sé ljóst að framvegis verði að sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is »Aðstæður útlendings, sem kemur til landsins ágrundvelli hjúskapar, og leiðir dvalarleyfi sitt af hjú- skapnum en skilur við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta verið með þeim hætti að stjórnvöldum beri að skoða hvort veita eigi dvalarleyfi af mannúðarástæðum. »Fram til 1. maí sl. fengu allar konur frá ríkjum utanEES, sem skildu vegna heimilisofbeldis, sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi sæktust þær eftir því. »Nú eru til skoðunar í kerfinu mál tveggja erlendrakvenna, sem eru fyrstar kvenna til að vera synjað um sjálfstætt dvalar- og atvinnuleyfi. »Ljóst virðist vera að hér eftir þarf að sækja um dval-arleyfi af mannúðarástæðum fyrir hönd erlendra kvenna sem yfirgefa ofbeldisfulla eiginmenn sína og kjósa að vera áfram hér á landi. Í HNOTSKURN Útlendingastofnun tekur mál kvennanna aftur til skoðunar Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. Flott föt fyrir konur á öllum aldri Sama gamla góða verðið Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.isÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K EL 3 39 59 0 8/ 20 06 Mikið úrval af fallegum yfirhöfnum: Úlpur, ullarjakkar og rúskinnsjakkar Skoðið úrvalið á www.laxdal.is • Laugavegi 63 • s: 551 4422 TAIFUN Haustlínan komin ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.