Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 35 Elsku amma mín, að sitja á eldhús- bekknum í Geitavík og fylgjast með þér snúast í eldhúsinu, tölta á milli bekkjanna með kaffibrauð, sú minn- ing um þig er hvað sterkust í huga mínum. Þú leyfðir mér að hjálpa þér eftir fremsta megni, baka krydd- brauð og vöfflur og hræra saman kartöflusalatinu á jólunum. Ég man hversu mikilvæg mér fannst ég vera þegar ég rétti þér þvottinn upp úr balanum niður á snúrum og þú sagðir svo oft; „stór rass þarf víða brók“ og hlóst, seinna gat ég farið ein með þvottinn niður á snúru fyrir þig. Þú þreyttist aldrei á að leyfa mér að bardúsa hitt og þetta, kenndir mér að sauma á litlu gulu og rauðu saumavélina og kenndir mér að prjóna þegar ég var rétt fimm ára. Þú kenndir handavinnu í skólanum þennan vetur og ég sat roggin á kennaraborðinu og prjónaði á meðan þú barðist við að kenna eldri bekk- ingunum handbragðið. Þú þreyttist aldrei á uppfinningum okkar Agnesar á sumrin, þegar til stóð mik- ill drullukökubakstur eða sauma- skapur á dúkkulísurnar eða þegar við þurftum smurt nesti til að hafa með upp í fjall. Ég hef svo lengi sem ég man eftir mér kallað þig ömmu og þú komst alltaf fram við mig sem eitt af ömmu- börnunum þínum. Þegar krakkarnir í þorpinu báru það einhvern tímann á mig að þú værir ekkert amma mín þá svaraði ég því til að þú værir það víst, þú værir mamma hans Bigga. Eftir að þið afi fluttuð suður í Gull- smárann kom ég alltaf til ykkar þeg- ar ég átti leið í bæinn, þar mætti mér sama góða viðmótið og þegar ég kom í Geitavík og eins þegar við Daði komum til ykkar á Grund, þá töltir þú inn í krókinn og helltir okkur á kaffisopa.Þú sagðir svo oft við mig þegar við kvöddumst að ég væri góð stúlka og svo kysstumst við þúsund kossa og þú sagðir að við værum eins og kerlingarnar í Húsavík. Elska amma, ég væri ekki sú sem ég er ef ég hefði ekki fengið að kynn- ast þér. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín Þórey Birna. Elsku amma, þegar ég lít til baka og horfi yfir farinn veg á ég svo ótal margar góðar minningar um þig. Flestar eru þó minningarnar sem ég á um þig frá Borgarfirði eystra þar sem þið afi bjugguð. Þangað kom ég oft með mömmu og pabba, þó helst yfir sumartímann. Þú tókst allt- af svo vel á móti okkur og mér fannst svo gott og gaman að vera í sveitinni. Leika mér í fjörunni og niðri á túni svo ég tali nú ekki um gullabúið sem þú varst svo dugleg að safna dóti í fyrir okkur, þar gat ég verið tímun- um saman og dundað mér. Í fyrra- sumar hittumst við svo í síðasta sinn á Borgarfirði. Það var alveg rosalega gaman því þarna voru flestir afkom- endurnir mættir í holusteikina. Ég á auðvitað líka góðar minningar um þig eftir að þið afi fluttuð suður. En þá var orðið lengra á milli okkar og við hittumst því ekki eins oft. Ég reyndi þó að líta inn hjá ykkur þegar ég var stödd í borginni. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég kom í heimsókn til ykkar á Grund með fjöl- skylduna mína. Þá áttum við alveg frábæra stund saman, stund sem ég gleymi ekki og ætla að geyma með mér. Elsku amma takk fyrir allt, þín er sárt saknað. Þín Heiða. Elsku afi við vottum þér okkar dýpstu samúð og megi guð styrkja þig í sorg þinni. Heiða, Jón Hilmar, Anton Bragi, Amelía Rún og Matt- hildur Eik. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Heiða Bergl. Svavarsdóttir. Elsku amma mín, er þá tíminn kominn til að kveðja. Ég man þegar að ég kom í fyrsta skiptið ein austur, 5 ára hnáta með blaðsmekk um hálsinn. Mér leist nú ekkert á blikuna, þekkti varla þetta fólk sem var að taka á móti mér á flugvellinum. En um leið og ég var komin í Geitavík var mér farið að líða eins og heima hjá mér, og farið að líka vel við fólkið á staðnum, enda ekki annað hægt. Þú varst fljót að kenna mér að prjóna og áður en sumarið var búið, þá var ég búin að prjóna föt á flestar dúkkurnar mínar, með mikilli lykkjufalla-hjálp frá þér. Einnig fékk ég að hjálpa þér að snúa uppá kleinurnar, en það endaði oftast í ávaxtakörfugerð í staðinn fyrir snúning, en það fannst þér sko ekki verra. Þú hafðir óþrjótandi þolinmæði gagnvart ýmsum uppátækjum, til að mynda bökuðum við Þórey Birna drullukökur í mörg sumur með til- heyrandi stússi og drullu upp á haus, en þú hvattir okkur alltaf til að halda áfram. Ég hlakkaði alltaf til þess að koma og vera allt sumarið hjá ykkur afa í sveitinni og svo var það stór plús að fá að sofa í holunni þinni. Þegar þið voruð flutt suður, kom ég í heimsókn og fékk eitthvað gott í gogginn og skolaði því niður með slúðri, og svo varst þú svo hissa yfir því að mamma hafi ekki verið búin að segja mér sögurnar. Þú varst alltaf svo glöð og hress þó svo að aldurinn segði til sín líkamlega. En amma mín, núna er tíminn kominn til að kveða. Ég man að þú tókst loforð af okkur Þóreyju Birnu um að við myndum spila í jarðarför- inni þinni, en það get ég bara ekki. Ég býð þér á einkakonsert heima í stofu hjá mér í staðinn. Takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig í gegn- um öll þessi ár. Og ég held í minning- arnar um þær góðu stundir sem við áttum saman, af því að þær eru ómet- anlegar. Ég veit að þú vakir yfir mér þangað til að við hittumst næst, ást- arkveðjur, Agnes Þöll. Okkur systurnar langar til að kveðja þig, elsku amma, með örfáum orðum. Á svona stundum þá koma margar ljúfar minningar upp í hug- ann. Ekki munum við hvenær við fyrst komum í Geitavík, en við bjugg- um í Reykjavík fyrstu ár ævi okkar. Á hverju sumri lá leið okkar austur ásamt foreldrum okkar og var þá alltaf farið til ömmu og afa í Geitavík. Okkar fyrstu kynni af sveitalífi eru í raun þaðan, áður en við fluttum í Skriðu og heimsóknirnar urðu auð- vitað fleiri eftir að við fluttum austur á Hérað. Sérstaklega er það okkur minnisstætt hvað alltaf var mikið líf og fjör í Geitavík. Bæði mikið af dýr- um, svo sem hundar, kindur og gæsir og einnig alltaf fullt af fólki en það líkaði ömmu vel og hún kunni heldur betur að taka vel móti gestum. Alltaf var nóg brauð og matur á borðum og allir voru velkomnir, hvort sem við komum með vini okkar ofan af Hér- aði eða einhverja nákomnari okkur. Og hún amma okkar bakaði bestu kleinur í heimi, við vildum helst ekki kleinur nema hjá ömmu í Geitavík. Varla þarf að minnast á verslunar- mannahelgarnar á Borgarfirði þegar öll stórfjölskyldan kom saman í Geitavík, börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin og þannig leið ömmu best, með alla sína í kringum sig. Eftir að amma og afi fluttu til Reykjavíkur og við systur hófum okkar háskólagöngu í Reykjavík, voru ófáar heimsóknirnar til þeirra, fyrst á Kársnesbrautina síðar í Gull- smárann og nú síðasta ár á Grund. Samband okkar við ömmu styrktist að vissu leyti á þessum tíma, við orðnar eldri og þroskaðri og kynnt- umst henni upp á nýtt og fundum þessa endalausu hjartahlýju sem hún var gædd. Hún var alltaf svo þakklát þegar við kíktum í heimsókn til þeirra eins og það væri stórmál fyrir okkur að líta við, en við höfðum unun af því að koma og hitta þau og það var sko ekkert stórmál í okkar aug- um. Ávallt var tekið á móti okkur með mörgum kossum og faðmlögum og gestrisin óaðfinnanleg. Sama hvernig heilsufarið var eða hvaða tími dagsins var, alltaf fengum við nokkrar sortir af kökum með kaffinu og svo var setið við eldhúsborðið og spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Amma hafði alltaf einhverjar sög- ur að segja okkur, sögur frá lífinu heima á Borgafirði áður fyrr eða við spjölluðum um það sem var að gerast í dag og hún amma hafði mikinn áhuga á að heyra hvað var að gerast í okkar lífi hverju sinni og fylgdist allt- af vel með því. Hún amma var alltaf svo stolt af okkur barnabörnunum og talaði mik- ið um það og lét okkur finna það. Eitt lítið atvik er mér, Hrefnu, mjög minnistætt og sýnir svo vel hvernig hún amma okkar hugsaði. Þá bjó ég enn fyrir austan en amma og afi voru nýlega flutt á Kársnesbrautina. Ég var á ferð fyrir sunnan og ætlaði að gista hjá þeim. Ég hafði nýverið aflit- aði á mér hárið og klippt það mjög stutt, sem eftir á að hyggja var nú ekkert mjög fínt. Ég taldi vissara að vara ömmu við svo hún fengi nú ekki sjokk og hringdi þess vegna í hana áður en ég kom til að tilkynna um nýtt útlit. Þegar amma tók á móti mér í dyrunum á Kársnesbrautinni hló hún bara, sagði að ég væri alltaf jafn falleg og fannst fyndið að ég hafði talið mig þurfa að vara hana við. Um þetta talaði hún lengi og rifj- aði oft upp seinna með mér, þetta voru smámunir í hennar augum ég var alltaf bara ég sama þótt hárið væri ljóst og stutt og auðvitað var það rétt hjá henni. Margar svona minningar koma upp í hugann og allar sýna þær hversu stórt hjarta hún amma hafði. Hún amma var einstök kona hafði lif- að tímana tvenna og áorkað miklu í sínu lífi. Elsku amma, þú hefur nú fengið hvíldina og vonum við að þér líði vel. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku amma, og þakka þér fyrir allar ljúfu minningarnar sem við eigum með þér og um þig. Þín verður sárt saknað. Ástarkveðj- ur, þínar sonardætur, Hrefna og Þórey. Dodda mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa hitt þig um dag- inn, í gamla eldhúsinu þínu í Geita- vík, þó stundin væri stutt sem ég sat hjá þér. Þú varst farin að kenna þér þess meins sem dró þig til dauða nokkrum dögum seinna. Þú varst samt ennþá sjálfri þér lík, spjallaðir og hlóst eins og þér einni var lagið. Við krakkarnir á Skriðubóli áttum mörg skrefin út í Geitavík á æsku- dögum okkar. Við gengum þar nán- ast út og inn eins og heima hjá okkur. Stundum var stokkið frá matarborð- inu, ef mikið lá við. Oft er búið að hlæja að romsunni sem Sesselja systir kom með einhverju sinni: „Takk fyrir mig, get ekki meir, mér er illt í maganum, má ég út í bæ (Geitavík), bless“. Ýmislegt var nú brallað á þessum árum og hljótið þið, konurnar á bæj- unum, stundum að hafa verið þreytt- ar á uppátækjum okkar krakkanna. Það kom svosem fyrir að þú tautaðir í okkur, en alltaf komum við aftur. Þú varst mjög hreinskiptin og lést engan eiga hjá þér, hafðir gaman af að segja frá orðaskiptunum eftirá og fylgdi þá gjarnan stór hlátur, ma. þegar þú lást á sæng einhverju sinni og fórst fram til að svara í símann. Bóndinn sem hringdi vildi gjarnan spjalla og þegar þér fannst nóg um sagðir þú: „Ég má ekkert vera þessu, ég er að fara að eiga krakka“. Krakkarnir urðu margir, þið Bjössi eignuðust 9 börn, en urðuð fyrir þeirri miklu sorg að missa eitt barnið ykkar af slysförum. En þau átta sem upp komust hafa reynst ykkur mikill og góður bakhjarl, ekki síst eftir að þið fluttuð suður, en þar bjuggu þau flest. Þegar þú fórst að missa heilsuna og áttir orðið erfitt með að hugsa um heimilið skiptust þau á að koma og elda handa ykur, höfðu sinn daginn hvert. Þessi góða hjálp var ykkur mikils virði og gerði ykkur kleift að búa heima lengur en ella. Sem og oft áður tók Gunna ykkur með austur í Geitavík í sumar. Ykkur til mikillar ánægju náðuð þið einu sumri enn heima í fagra firðinum kæra. Anna Sigurðar. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT KARLSDÓTTIR, Skipholti, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hrunakirkju laugardaginn 2. september kl. 14.00. Guðmundur Stefánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Valný Guðmundsdóttir og barnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, PÉTUR MAACK ÞORSTEINSSON, Kópavogsbraut 1a, áður Urðarbraut 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudag- inn 1. september kl. 13.00. Agla Bjarnadóttir, Pétur Maack Pétursson, Bjarndís Markúsdóttir, Bjarni Pétursson, Sólveig Valdimarsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Egill Pétursson, Guðbjörg Björnsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓTTARS KETILSSONAR, Reykhúsum 4d, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu- deildar og lyflækningadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Sigrún Halldórsdóttir, Halldór Óttarsson, Lovísa Guðjónsdóttir, Þórir Óttarsson, Yocasta Óttarsson Rosa, Rósberg Halldór Óttarsson, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, Hrafnborg Óttarsdóttir Hansen, Mogens Ingemann Hansen, Brynjar Karl Óttarsson, Hildur Hauksdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN ÓLAFUR HERMANNSSON frá Flatey, Hjarðarhóli 10, Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laugar- daginn 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Húsavík- urkirkju laugardaginn 2. september kl. 14.00. Stefanía Jóhannesdóttir, Hermann Jóhannes Jónsson, Hildur Gunnarsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sölvi Jónsson, Kristín H. Guðmundsdóttir, Eyþór Jónsson, Brynja Sverrisdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, FREYJA BJARNADÓTTIR, Egilsgötu 17, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstu- daginn 1. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Ingibjörg Hargrave, Guðjón Árnason, Bjarni Guðjónsson, Liza Mulig, Árni Guðjónsson, Brynja Þorsteinsdóttir, Freyja Guðjónsdóttir, Guðni Rafn Ásgeirsson, Hreinn Guðjónsson og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.