Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég er búin að vera húsmóðirí mörg ár og mér finnstíslenskar matvörur þærbestu, ég treysti þeim og tek þær alltaf fram yfir erlendar,“ segir Margrét Pálína Guðmunds- dóttir sem blaðamaður fór með í inn- kaupaleiðangur í Nótatún í Hamra- borg. „Ég versla oft hér því þetta er hæfilega stór búð, þrifaleg og af- greiðslan er góð auk þess sem kjöt- og fiskborðið er frábært. Fjarð- arkaup og Nettó eru líka í miklu uppáhaldi og svo fer ég í Bónus þeg- ar ég þarf að kaupa mikið magn.“ Margrét lenti í því óskemmtilega atviki um daginn að fá pöddu í kaup- bæti í dós af erlendum sveppum og er það henni ofarlega í huga. „Ég hef keypt Ora sveppi í dós í gegnum tíð- ina, mér til mikillar ánægju og hinna sem borða. Svo kem ég í Bónus um daginn og finn ekki Ora sveppina mína en aftur á móti er fullt af ein- hverjum útlenskum sveppum frá Euroshopper, svo ég kaupi tvær dósir af þeim því það er ekkert val. Þegar ég kem heim og opna aðra dósina blasir við mér stór svört bjalla innanum sveppina. Ég hef samband við Aðföng, sem flytur þetta Euroshopper-merki inn, gæðastjórinn þar kemur til mín, tek- ur dósina og pödduna og lætur mig hafa afsökunarbréf sem inniheldur 5.000 kr.“ Hvar er valið? Margrét segir að hún hafi ekki viljað fá sárabætur í krónum fyrir þessa pöddu heldur vilji hún fá lausn og val sem neytandi. „Þessi sveppa- tegund má standa til boða í búð- arhillunni en ég vil að hinar sveppa- tegundirnar séu þar líka og ekki faldar bakvið eða undir öðrum vörum til að stjórna neyslunni.“ Mergur málsins hjá Margréti er að hún vill frelsi sem neytandi. „Það er alltaf verið að tala um frelsi versl- unar og frelsi neytenda til að kaupa ódýrt, en ég vil kaupa íslenskt og mér finnst það frelsishefting að ákveða fyrir mann hvað maður á að kaupa. Ég vil hafa frelsi til að hafna einhverju erlendu dóti sem ég veit ekki hvaðan kemur eða hvernig er meðhöndlað og velja eitthvað annað. Ég spyr hvar valið sé þegar verið er að ýta íslenskum vörum út úr hill- unum fyrir erlendar og ódýrar fjöldaframleiddar vörur. Þegar verslanir eru stórar geta þær leyft sér allt mögulegt og stjórnað inn- kaupum neytandans. Ég vil fá Ora vörur í hillurnar, Ora er fínt fyr- irtæki og það veitir fólki vinnu hér á landi. Þetta var fyrsta dósin sem ég keypti frá Euroshopper og lenti þá í svona en ég hef keypt Ora í mörg ár og aldrei lent í slíku. Síðan þetta var hef ég farið aftur í Bónus og fengið mína góðu Ora sveppi þar og það voru engar pöddur í kaupbæti í þeim,“ segir Margrét ákveðin um leið og hún tínir vörur frá Móður jörð í innkaupakörfuna. „Ég vil frek- ar kaupa dýrt og vita hvað ég er að kaupa, reyndar finnst mér það yf- irleitt ekki vera dýrt ef það er líf- rænt ræktað eða íslenskt.“ Margrét reynir að kaupa ekki inn til heimilisins oftar en einu sinni í viku. „Það er misjafnt hvað ég þarf að kaupa mikið inn því krakkarnir eru að koma og fara úr hreiðrinu. Innkaupin hjá mér eru nokkuð hefð- bundin, ég kaupi mikið af mjólk- urvörum, grænmeti og lambakjöti,“ og í þeim töluðu orðum gengur Mar- grét framhjá kjötborðinu og fagnar því að sjá þar nýjan innmat, bæði lambanýru og lifur. Aðspurð hvort hún eldi mikið seg- ist Margrét yfirleitt elda heita mál- tíð á kvöldin en það fari oft eftir því hvað það séu margir heima. „Ég elda mér alltaf hafragraut á morgnana og tek lýsi með, á því fæ ég aldrei leið.“ Fullar körfur af óþarfa Þar sem Margrét gengur á milli hillnanna í Nóatúni er vert að spyrja hana út í matvælaverðið. „Ég get ekki séð að matvörur séu mikið dýr- ari hér en t.d í Danmörku þar sem ég hef mikið dvalist. Þegar því er slegið fram að matvælaverð sé hátt hér vil ég að það sé rökstutt betur, ekki bara sýndar einhverjar pró- sentutölur heldur allt tekið með í reikninginn og það sé skoðað hverjir séu að hagnast í raun og veru af þessu verði. Annars finnst mér inn- kaupavenjur Íslendinga oft furðu- legar, þeir eru alltaf að kaupa of mikið, með fullar körfur af óþarfa.“ Margrét segist t.d. aldrei kaupa gos heldur drekki þau á heimilinu vatn sem þau bragðbæti jafnvel með gúrkum og sítrónum og svo noti þau sódastreamtæki heilmikið. „Við eig- um að njóta þess sem landið hefur að gefa okkur,“ segir Margrét um leið og hún kemur sér fyrir í röðinni að kassanum til að borga það góðgæti sem hún hefur tínt í innkaupakörf- una þennan daginn. HVAÐ ER Í MATINN? | Margrét Pálína Guðmundsdóttir fékk pöddu í kaupbæti með niðursoðnum sveppum Vill frelsi til að hafna Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sveppadósir Margrét Pálína Guðmundsdóttir vill hafa val sem neytandi og þolir ekki þegar dýrari vörum er ýtt út úr hillunum fyrir ódýrari. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Bónus Gildir 30. ág. - 03. sep. verð nú verð áður mælie. verð Ferskar svínakótilettur .......................... 799 1198 799 kr. kg Ferskur svínahnakki úrbeinaður ............. 799 1298 799 kr. kg Ferskt svínagúllas ................................ 799 1198 799 kr. kg Ferskar svínalundir ............................... 1499 1799 1499 kr. kg KF folaldakubbasteik ........................... 299 499 299 kr. kg Goða folaldahakk frosið ....................... 299 499 299 kr. kg KF reykt folaldakjöt .............................. 373 611 373 kr. kg KF saltað folaldakjöt ............................ 373 611 373 kr. kg KF lambasaltkjöt blandað ..................... 349 449 349 kr. kg Ungnautalundir frosnar ......................... 2499 2998 2499 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 31. ág. - 01. sep. verð nú verð áður mælie. verð Ali hunangsskinka soðin....................... 1349 1798 1349 kr. kg Ali helgarsteik (hryggvöðvi) ................... 1649 2198 1649 kr. kg Ali bjúgu ............................................. 449 599 449 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1098 1830 1098 kr. kg Fyrirtaks pizza frosin 300gr ................... 298 498 990 kr. kg Baguette hvítlauksbrauð 2x175gr.......... 99 127 50 kr. stk. Knobis hvítlaukssneiðar 300gr.............. 155 222 520 kr. kg Ben&Jerrys ís 473ml............................ 486 648 1030 kr. ltr Ferskur ananas.................................... 179 219 179 kr. kg Cheerios 992 gr................................... 539 589 540 kr. kg Hagkaup Gildir 31. ág. - 01. sep. verð nú verð áður mælie. verð Myllu rúsínu-og valhnetubrauð .............. 259 339 259 kr. stk. Holta kjúklingabringuálegg ................... 1712 2140 1712 kr. kg Réttmeti Kalkúnn, ömmubakstur 450gr . 577 679 577 kr. kg Kjúklingabringur innfluttar 900gr pk ...... 1499 1899 1665 kr. kg SS blóðmör frosinn og ósoðinn 4stk pk.. 353 588 353 kr. kg SS lifrarpylsa frosið 4stk í pk................. 389 648 389 kr. kg Lambalæri úr kjörborði ......................... 998 1485 998 kr. kg Lambaframhryggjarsneiðar úr kjötborði .. 1449 1649 1449 kr. kg Krónan Gildir 31. ág. - 03. sep. verð nú verð áður mælie. verð Gourmet ofnsteik m/rauðvínsblæ.......... 1189 1698 1189 kr. kg Gourmet lambalæri ferskt ..................... 1268 1693 1268 kr. kg Gourmet ungnautahakk........................ 997 1449 997 kr. kg Spjátrungur ýsubitar............................. 498 659 498 kr. kg Grillborgarar Goða 4 stk ....................... 399 614 399 kr. pk. Goða svið frosin í poka ......................... 287 573 287 kr. kg Vatnsmelónur rauðar............................ 79 109 79 kr. kg Gouda 17% ostur í sneiðum ................. 989 1163 989 kr. kg Pepsi Max kippa 6x2 ltr ........................ 899 1122 75 kr. ltr Egils Kristall hreinn/sítrónu 2 ltr ............ 149 178 75 kr. ltr Nóatún Gildir 31. ág. - 03. sep. verð nú verð áður mælie. verð Lamba framhryggjarsneiðar .................. 1189 1698 1189 kr. kg Saltfiskflök .......................................... 898 1198 898 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu ....................... 1298 1598 1298 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1398 1698 1398 kr. kg Ungnautaragú í villisveppasósu............. 1198 1998 1198 kr. kg Lamba Ribeye kjötmeistarans ............... 2398 3298 2398 kr. kg Lambageiri m/sælkerafyllingu............... 2498 3198 2498 kr. kg Lambalundir........................................ 2798 3798 2798 kr. kg Kjúklingabringur frosnar ....................... 1598 2298 1598 kr. kg Vínber rauð ......................................... 269 479 269 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 31. ág. - 03. sep. verð nú verð áður mælie. verð Goði lambasúpukjöt blandað 1,5kg....... 399 534 399 kr. kg Lambahjörtu fersk................................ 259 389 259 kr. kg Borg. lambagrillkótilettur þurrkrydd........ 1521 2173 1521 kr. kg Borg. kindabjúgu ................................. 433 619 433 kr. kg Borg. skinka 165gr .............................. 197 297 197 kr. stk. Egils Kristall 0,5ltr 4 teg. ...................... 89 127 178 kr. ltr Egils Pepsi Max Súperdós 500ml .......... 59 115 118 kr. ltr Myllu kryddkaka .................................. 295 395 295 kr. stk. Þín Verslun Gildir 24. ág. - 30. ág. verð nú verð áður mælie. verð BK Lambalærisgrillsn. þurrkryddaðar ..... 1649 2198 1649 kr. kg BK folaldakjöt reykt.............................. 487 609 487 kr. kg BK skólaskinka 165 gr.......................... 172 215 1042 kr. kg Hunts Sp. sósa cheese & garlic 751gr ... 159 229 212 kr. kg Hunts Sp. sósa r. Garlic&onion 737gr.... 159 229 216 kr. kg Hunts Sp. sósa italian 751gr................. 159 229 212 kr. kg Hunts Sp. sósa four chesse 737gr. ........ 159 229 216 kr. kg Kristall + 0,5L...................................... 109 127 218 kr. kg Lays flögur 200gr. ................................ 199 279 995 kr. kg HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Vatnsmelónur og ferskur ananas ÓSKAR Sig- urðsson fag- stjóri hjá mat- vælaeftirliti Heilbrigðiseft- irlits Reykja- víkur segir ekki algengt að þeir fái kvart- anir um pöddur eða önnur aðskotadýr í matvælum. „Ef að fólk fær óvelkomna gesti með matvörunni á það að leita fyrst til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði og svo er hægt að hafa sam- band við innflutningsaðila eða framleiðanda. Landinu er skipt upp í tíu heilbrigðiseftirlitssvæði og það er hægt að finna sitt svæði á vefsíð- unni www.ust.is. Þeir sem búa í Reykjavík eiga að snúa sér til okkar ef eitthvað slíkt kemur upp hjá þeim. Við höfum þá samband við viðkomandi dreifingaraðila og ef hann er staðsettur á öðru heilbrigð- iseftirlitssvæði sendum við málið til rannsóknar þangað.“ Óskar segir það fara eftir eðli málsins hvað gert sé ef eitthvað óvelkomið finnst í matvælum. „Það er kannað hvort þarna sé um að ræða eitthvað sem getur verið hættulegt og þarf að vara fólk við. Við höfum heimild til að grípa inn í og takmarka dreif- ingu eða stöðva starfsemi ef við teljum að hætta stafi af matvæl- unum. Þetta getur líka farið út í það að vera talið nokkuð eða alveg meinlaust og þá er framleiðandinn látinn vita.“ Óskar segir að þeir fái ýmsar gerðir af kvörtunum inn á borð til sín en það sé ekki algengt að það komi upp svona mál þar sem skordýr finnist í niðursoðinni mat- vöru. Á að leita til heilbrigðis- eftirlitsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.