Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 45
Ég verð að játa að mér finnstnýja lagið sem búið er aðsemja við textann Ó, María mig langar heim gott. Lagið er dramatískara og þyngra en samt ennþá poppað og hentar þannig textanum miklu betur. Það skýtur skökku við að syngja jafn glaðlega um mann sem drukknar. Enda hef- ur nýja lagið fallið vel í kramið. Það eru hins vegar til fleiri sorg- legir eða þungir textar sem fengið hafa andlitsupplyftingu í gegnum tíðina. Aðrir textar gætu líka notið sín mun betur ef lögin við þá fengju upplyftingu. Eða réttara sagt nið- ursveiflu. Hér eru þrjú dæmi.    Í fyrsta lagi Heiðlóukvæði Jón-asar Hallgrímssonar. Það þekkja allir á byrjuninni: Snemma lóan litla í, lofti bláu dirrindí. Það er nánast alltaf sungið við lag sem eftir því sem ég kemst næst er þýskt þjóðlag. Textinn er yfirleitt léttur: lóan flýgur og dregur maðk í búið fyrir börnin sín. Grænar eru sveitir lands, segir skáldið. En svo kemur síðasta línan. Þá snýr Jónas allt í einu á lesandann eftir róm- antíska upphafningu og sýnir hon- um hvað náttúran er grimm: alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Mér hefur alltaf fundist skrýtið að syngja þetta lag. Þetta misræmi milli lags og texta gæti líka hafa valdið því að Atli Heimir Sveinsson samdi nýtt lag á sínum tíma við textann. Hans útgáfa hentar text- anum mun betur. Laglínan er fjöl- breyttari og endir lagsins hefur sorglegra yfirbragð. Þar er líka ló- unni blessaðri sýnd meiri hluttekn- ing en í þjóðlaginu þýska.    Svo er það Þorraþræll KristjánsJónssonar. Stundum held ég að Fjallaskáldið velti sér í gröfinni, þegar þetta þjóðlag er sungið. Prófið að loka aðeins á lagið sem er eins og greypt í huga manns og lesa yfir þessar línur: Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð. Eða: Mar- arbára blá, brotnar þung og há, unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Frosthörkur, búskort, erf- iðleika og óvægna lexíu þorrans: um það fjallar textinn. Svo er lagið bara eintómt hopp og hí og tral- lala. Kannski það sé samt einhver þjóðarkarakter? Kannski það beri vott um undarlegan húmor í þjóð- inni: að semja saman yfirmáta glaðlegt lag á hrikalega napran texta? Að vera ekki að velta sér upp úr erfiðleikunum og syngja sig bara glaðlega út úr streðinu? Veit ekki, en það væri ekki verra ef til væri varaútgáfa, sem hæfði betur orðanotkun og efnisvali.    Hafið bláa, hafið hugann dreg-ur. Línan er föst í huga hvers manns. Ekki hvað síst vegna lags- ins sem er eftir Friðrik Bjarnason og er mjög skemmtilegt. En ég verð að viðurkenna að mér finnst lagið ekki alveg bera með sér þrána sem hvílir í kvæðinu. Lagið ber með sér gleði og til- hlökkun sem er einnig að finna í ljóðinu, en ljóðið ber líka með sér burtþrá manns sem vill skoða og rannsaka. Það er einhver ang- urværð í orðunum sem er ekki að finna í laginu.    Allt er þetta samt sagt í góðu.Mér finnst lögin sem ég hef nefnt hér fín: það muna þau allir og þau hafa fest sig í sessi. Ég hefði hins vegar ekkert á móti því ef tón- skáldin bættu hér úr og semdu ný lög við textana, eða kvæðin sem hæfðu þeim betur. Önnur sönglög við þungu textana! » Aðrir textar gætulíka notið sín mun betur ef lögin við þau fengju upplyftingu. Eða réttara sagt niðursveiflu. AF LISTUM Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Hrafninn étur ýmislegt Meðal annars litlu lóuungana í Heiðlóukvæði Jón- asar Hallgrímssonar. Atli Heimir Sveinsson samdi á sínum tíma nýtt lag sem hæfði ljóðinu betur. ENNÞÁ BÚNIR AÐ TTARFÉLÖG. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 45 H L U T H A F A F U N D U R C C P h f . Stjórn CCP hf., kt. 450697-3469, boðar hér með til hluthafafundar í félaginu á skrifstofu þess að Grandagarði 8, Reykjavík, þann 7. september 2006 og hefst hann kl. 16:00. DAGSKRÁ Kjör eins aðalmanns í stjórn félagsins með vísan til 2. mgr. 64. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórninni heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 400.000 að nafnvirði með áskrift nýrra hluta. Heimildin gildi í 5 ár og má einungis nota í tengslum við gerð kaupréttarsamninga við starfsmenn þess. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn CCP hf. I. II. III. REYKVÍSK-hafnfirska rokkbandið Pan býður til tónleika í Gamla Bóka- safninu, Mjósundi 1 í Hafnarfirði, ásamt hljómsveitunum We Made God og Sweet Sins. Tilefnið er útrás Pan til Grænlands þar sem bandið tekur þátt í Inuit Culture Festival og Nipiaa Rock Festival. „Aðstandendur Nipiaa Rock Festival höfðu komið höndum yfir eintak af plötunni Virgins sem við gáfum út fyrir rösku ári, og þeim leist svo vel á að þeir ákváðu að bjóða okkur á hátíðina,“ segir Björg- vin Benediktsson gítarleikari um að- draganda tónleikaferðarinnar en Nipiaa-rokkhátíðin er sú stærsta sem haldin er á Grænlandi og eru væntanleg þangað í ár bönd bæði frá Ítalíu og Noregi. Hljómsveitin Pan spratt upp úr uppsetningu Verslunarskóla Íslands á Thriller og kom fyrst fyrir sjónir almennings í Músíktilraunum 2002 þar sem hljómsveitin komst í úrslit. Pan er skipuð, auk Björgvins, Hall- dóri Erni Guðnasyni sem leikur á gítar og syngur, Gunnari Þóri Páls- syni sem spilar á hljómborð og syng- ur, Guðbjarti Karli Reynissyni sem leikur á passa og Garðari Borgþórs- syni við trommusettið. Björgvin segir gesti á tónleik- unum í kvöld mega eiga von á þrem- ur mismunandi útgáfum af þéttu rokki: „Sweet Sins skarta söngkonu sem veitir nýjan vinkil á rokkið og komust í úrslit Músíktilrauna 2006 ásamt We Made God sem mæti best lýsa sem emó-þungarokksveit.“ Ókeypis er á tónleikana, sem hefj- ast kl. 20 í kvöld, og er aldurs- takmark 16 ár. Tónlist | Þétt rokk í Hafnarfirði í kvöld Morgunblaðið/ÞÖK Rokkaðir Pan-liðar munu hrista upp í Grænlendingum: Garðar, Halldór, Björgvin, Guðbjartur og Gunnar. Pan til Grænlands www.myspace.com/panband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.