Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 14
14|Morgunblaðið
Fullk
omin aðstaða fyrir börn og mömm
ur.
ÁTTU VON Á BARNI?
Við í Hreyfilandi bjóðum upp
Meðgöngujóga og Bumbufimi®
2 FYRIR 1
ERTU MEÐ
NÝFÆTT BARN
og vilt koma þér í fyrra form
á heilsusamlegan hátt?
MÆÐRAFIMI® 3X Í VIKU!
Börn, unglingar og hreyfing
Skemmtilegur félagsskapur
Sumir spámenn og sumar spákonur eru þess oft fullviss að heimurinn fari
versnandi en er það svo? Í flestum byggðarlögum landsins blómstrar öflugt
starf íþrótta- og ungmennafélaga. Þar sprikla börn og unglingar, sparka,
synda, skoppa, skjóta og stökkva og skíða svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru
börnin sem hafa gaman af því að hreyfa sig, hafa unun af íþrótt sinni og
leggja oft mikið á sig til þess að stunda hana. Sýnum þeim virðingu, athygli
og áhuga, hvetjum þau áfram og hrósum þeim fyrir persónulega sigra.
Þannig sýnum við þeim að hreyfing er lífsstíll sem vert er að stunda, eins og
þau reyndar eru mörg búin að uppgötva.
Mikill keppnismaður
Sunneva byrjaði að æfa áttaára en hún stóð sig vel ískólasundi og var beðin umað koma að æfa hjá Ægi.
Þegar fram liðu stundir og vel gekk
æfði hún tvisvar á dag, eldsnemma á
morgnana og svo aftur á kvöldin.
„Jú, það var svolítið erfitt að vakna
til þess að fara á morgunæfingarnar
en félagslífið var og er frábært og
keppnirnar. Ég hef eignast fullt af
vinum í gegnum sundið, öðlast sjálfs-
aga og hraustan líkama. Núna er ég
hins vegar hætt að vera á fullu í
sundinu en æfi þrisvar í viku tvo
tíma í senn með Demantahópnum.
Það er hópur fyrrverandi sundfólks
sem vill halda sér í þjálfun og ekki
síst í félagsskapnum.
-Hugsarðu mikið um heilsuna?
„Já, ég geri það. Ég reyni að
borða hollan mat á hverjum degi og
mér þykja ávextir og grænmeti
mjög góðir en borða samt of mikið af
skyndimat.“
Æðislegur félagsskapur
Sandra hóf æfingar þegar hún var
að verða tíu ára gömul „Mamma og
vinkona hennar stungu upp á því og
ég sló til og fannst sundið skemmti-
legt. Það halda margir að sund sé
mjög einhæf íþrótt, að maður sé
bara endalaust að synda fram og til
baka en svo er alls ekki. Þetta eru
mjög fjölbreyttar æfingar sem geta
verið mjög skemmtilegar, enda tald-
ar mjög góð hreyfing. Svo er fé-
lagsskapurinn æðislegur.“
Sandra æfði 6–9 sinnum í viku
með sunddeild Fjölnis þegar mest
var. „Það var oft mjög erfitt að
vakna á morgnana en sundið hefur
gefið mér svo margt. Góð þjálfun,
góðir vinir og sjálfsagi er þar efst á
blaði.“
- Hugsarðu mikið um heilsuna?
„Ég reyni en það gengur nú misvel.
Ég syndi núna mér til skemmtunar
með Demantahópnum, enda finnst
mér nauðsynlegt að hreyfa mig. Ég
reyni líka að hugsa um mataræðið
en það er ekki alltaf auðvelt, sér-
staklega ekki ef vinirnir eru að
gæða sér á skyndibita. Ég læt þá oft
freistast. Mér finnast samt ávextir
mjög góðir og borða mikið af þeim.“
Synda með Demöntunum
Vinkonurnar Sandra Tryggvadóttir og Sunneva Ólafsdóttir höfðu æft og
keppt í sundi í mörg ár en synda nú sér til skemmtunar með Demanta-
hópnum þrisvar í viku.
Morgunblaðið/Sverrir
Agaðar Sandra og Sunneva segja að í sundinu hafi þær þurft að temja sér
sjálfsaga sem hafi reynst þeim vel í lífinu.
Eygló Hildur Hafliða-dóttir hefur lærtþrist, araba og svan ílistdansi á
þeim tæpu tveimur árum sem
hún hefur stundað listdans með
íþróttafélaginu Birninum í Eg-
ilshöll. Allt eru þetta heiti á
ákveðnum sporum en auk þess
tekur hún glæsileg stökk og
snúninga á svellinu. „Ég hafði
aldrei farið á skauta þegar ég
byrjaði að æfa og kunni því ekk-
ert. Þorgerður frænka mín var
að æfa og þess vegna langaði
mig að prófa. Ég datt auðvitað á
fyrstu æfingunum en gat mjög
fljótlega rennt mér á skautunum
og er alltaf að læra meira og
meira. Mér finnst þetta mjög
gaman.
Eygló fylgdist vel með list-
dansi á skautum á vetrarólymp-
íuleikunum síðustu. „Ég horfi
líka oft á Eurosport. Hún segir tvö önnur skautafélög vera á landinu,
Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar og stundum keppi
þau sín á milli en svo séu líka innanfélagskeppnir hjá Birninum og allir
sem taka þátt fá medalíur. „Ég hef einu sinni unnið fyrstu verðlaun í mín-
um flokki og aldurshópi. Það var líka mjög skemmtilegt. Stundum eru
foreldradagar og þá mega mömmur, pabbar og systkini koma með á
skauta.“
Eru efnilegir listskautahlauparar í þinni fjölskyldu?
„Ég veit það ekki, ekki kannski listskautahlauparar en þau eru ágæt á
skautum,“ segir skautadrottningin brosandi og skautar út á svellið.
Glæsileg á svellinu
Svellköld Eygló Hildur lét það
ekki á sig fá þótt hún dytti í fyrstu
skiptin á svellinu og nú skautar hún
eins og drottning.
Morgunblaðið/Eyþór
Ég hlakka alltaf til á haustin að byrja að æfa,“ segir JakobSteinn Stefánsson handboltakappi. Hann hefur æfthandbolta með Fjölni í tæp sex ár og spilar með 5.flokki. „Ég og vinur minn vorum búnir að prófa nokkr-
ar íþróttir eins og tennis, körfubolta og fótbolta áður en við byrj-
uðum í handbolta sem okkur fannst virkilega skemmtilegur.“ Jak-
ob spilar á miðjunni og stjórnar því spilinu. „Mér finnst
æfingarnar skemmtilegar, félagsskapurinn og keppnirnar. Ég er
mikill keppnismaður.“ Hann fylgist líka vel með handboltanum en
hans hetjur þar eru Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðs-
son.
Morgunblaðið/RAX
Skotfastur Jakob Steinn hefur æft handbolta í tæp sex ár.