Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 18
18|Morgunblaðið Dans, lifandi tónlist og frábærir kennarar. Hvað er betra? Frábær hreyfing fyrir síunga og yngri. Án gríns – Afró er fyrir alla – líka þig! 8 vikna námskeið hefjast miðvikudaginn 6. september. Innritun í síma 561 5100. Trommunámskeiðin hefjast mánudaginn 11. september. Kennslustaðir: Baðhúsið (afródans), Betrunarhúsið (trommur) Nánari upplýsingar: www.isf.is – Netfang: missgrendal@hotmail.com Sími: 849 6554 (Sigrún) Kennararnir Sigrún og Cheick hafa stundað langt og strangt nám í afródönsum og trommuslætti í Gíneu. Þau hafa kennt saman um árabil og staðið fyrir námskeiðum og ýmsum uppákomum víða um lönd. Námskeið hefjast 6. september Mjúkt jóga með Rut Rebekku Liðkandi og styrkjandi leikfimi fyrir konur og karla Þyngdarstjórnun - heilsuefling Fagfólk með sérmenntun og langa reynslu sér um alla þjálfun. Þægilegt og rólegt umhverfi. Upplýsingar og skráning á skrifstofu GÍ, Ármúla 5, sími 530 3600, www.gigt.is GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Jóga Leikfimi Þyngdarstjórnun L ífræn ræktun hefur alltaf verið stunduð. Áður fyrr þekktu bændur ekki annað því tilbúin hjálparefni voru ekki til. Þeir kölluðu ræktunina hins vegar ekki lífræna, því hún var eina ræktunar- aðferðin sem alltaf hafði verið til og var því náttúruleg. Tilbúin hjálparefni komu síðar til sögunnar og þegar þau höfðu verið í notkun í einhverja áratugi fóru menn að gera sér grein fyrir óæskilegum áhrifum þeirra og minnkandi frjósemi jarðvegsins í kjölfarið. Þá var markvisst farið að byggja upp betri aðferð- ir.“ Hjördís segir lífræna ræktun byggja á fullkomnu jafnvægi í náttúrunni. Bóndinn beri virðingu fyrir jörðinni og noti ekki tilbúinn áburð, ekkert skordýraeitur, engin eitruð jurtalyf eða verksmiðjuframleidd hormónalyf. „Í staðinn notar hann lífrænan safnhaugaáburð og náttúruleg jurtalyf sem gefa jarðveginum meiri næringu. Jurtin brenninetla er mikið notuð í þessum til- gangi, en hún er sérstaklega næringarrík. Einnig eru notuð sáðskipti, en það þýðir að sama tegundin er ekki ræktuð ár eftir ár í sama jarðvegi. Lífræn ræktun þjónar bæði heilsu mannsins og heilbrigði jarðarinnar.“ Hverjir eru kostir lífrænnar ræktunar? „Til þess að geta svarað þessari spurn- ingu þurfum við að skoða hina hefðbundnu ræktun eins og hún er stunduð í dag. Í hefðbundinni ræktun er notaður tilbúinn áburður, jurtalyf gegn ýmsum sjúkdómum, skordýraeitur og hormónalyf til að eyða ill- gresi,“ útskýrir Hjördís. Hún kveður þetta allt miða að því að ræktunin verði auðveld og að hámarksuppskera og hagnaður náist. „Til þess að það sé unnt eru einnig notuð ýmis kemísk efni til þess að uppskeran skemmist ekki, t.d. sveppaeyðandi lyf. Auk þess má nefna brennisteinsmeðferð á þurrkuðum ávöxtum, geisla- og gasmeðferð á grænmeti og ávöxtum. Einnig eru notuð rotvarnarefni, þráavarnarefni, tilbúin bragðefni og litarefni í tilbúin matvæli. Jafnvel þó að alltaf sé verið að reyna að sannfæra okkur um að eftirlit með mat- vælaframleiðslu sé gott og að tryggt sé að óæskilegu efnin, sem notuð eru, séu ekki yf- ir leyfilegum mörkum, þá vitum við ekki hvar mörkin liggja, að sögn Hjördísar. „Hver getur sagt til um hvort við þolum hættuleg eiturefni til langs tíma þótt við neytum þeirra í smáum skömmtum? Við hljótum frekar að vilja sleppa þeim ef það er hægt. Og það er hægt,“ segir hún með áherslu. „Í lífrænni ræktun eru þau ekki notuð.“ Af hverju er tilbúinn áburður verri en annar áburður? „Í hefðbundinni ræktun er mikið notað af tilbúnum áburði. Þar sem einungis er not- aður tilbúinn áburður verður jarðvegurinn mjög rýr og háður hinum tilbúna áburði, sem inniheldur aðeins brot af því sem frjó- samur jarðvegur þarf að hafa til að næring- arríkar og heilbrigðar afurðir geti vaxið í honum. Við getum t.d. spurt okkur að því hvers vegna járni og vítamínum er bætt í flestallar tilbúnar kornvörur, eins og morg- unkorn og barnamat. Það er vegna þess að náttúrulegt járn og B-vítamín, sem kornið á að innihalda, er horfið úr því vegna notk- unar á tilbúnum áburði. Lífrænt ræktað korn inniheldur bæði járn og B-vítamín í náttúrulegu formi sem líkaminn á auðvelt með að nýta. Það inniheldur einnig öll hin mikilvægu snefilefni sem eru í heilbrigðum og frjósömum jarðvegi, en það er einmitt eitt af því mikilvægasta í lífrænni ræktun, að halda jarðveginum heilbrigðum og frjó- sömum með náttúrulegum aðferðum.“ Er munur á bragði lífrænna afurða og hefðbundinna? „Allir þeir sem bera bragðgæði lífrænna afurða saman við bragðgæði annarra vara finna muninn. Lífrænar vörur eru bragð- meiri og bragðgæðin hreinni. Neytendur hafa í vaxandi mæli áttað sig á þessu og því eru margir sem velja lífrænar vörur ein- göngu vegna bragðgæðanna, án þess jafnvel að þekkja til hollustuþáttanna. Hver hefur ekki fundið muninn á t.d. lífrænt ræktuðum eplum, gulrótum, döðlum, ab-mjólk, kaffi og ávaxta- djús? Svona mætti lengi telja. Þannig hafa lífrænar vörur líka náð að komast inn á markað fyrir sælkeravörur og færustu matargerðarmenn kjósa þær til að slá í gegn hjá sínum við- skiptavinum.“ Hvernig eru gæði tryggð? „Það er mjög mikilvægt að lífrænar vörur séu vottaðar sem lífrænt ræktaðar af við- urkenndum vottunaraðilum. Það hefur borið á því hérlendis und- anfarið að vörur sem sagðar eru lífrænar séu boðnar en þær hafi ekki þessa vottun. Slíkt myndi aldrei geta gerst í öðrum löndum, þar væru þær um- svifalaust teknar úr umferð. Vottunin verð- ur að vera til staðar til að tryggja hag neyt- enda og staðfesta að varan uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í lífrænni rækt- un.Við verðum að standa vörð um gæðin og krefjast þess að þau séu ávallt eins og þau gerast best.“ Hverjar eru framtíðar- horfur lífrænnar ræktunar? „Lífræn ræktun fer fram svo að segja í öllum heimshornum og fer þeim bændum sí- fellt fjölgandi sem hana stunda og sömuleið- is neytendum sem hana kjósa. Þessi þróun mun án efa halda áfram og vonandi leiða til þess að það hægi á eiturefnanotkun í al- mennum landbúnaði. Í Evrópu eru Sviss, Austurríki, Þýskaland, Frakkland, Holland og Bretland stærstu markaðssvæðin fyrir lífrænar vörur en það er einnig mikill vöxt- ur á Norðurlöndunum og í Austur-Evrópu. Í Bandaríkjunum er sömuleiðis gríðarleg eftirspurn eftir lífrænum vörum sem kallar á verulega aukna lífræna ræktun þar í landi. Ég tel því að framtíðarhorfur líf- rænnar ræktunar séu mjög bjartar.“ Er mikill áhugi á lífrænni ræktun á Íslandi? ,,Já og hann fer sífellt vaxandi. Nútíma- fólk vill viðhalda góðri heilsu og vera með- vitað um það sem það lætur ofan í sig. Við hjá Maður lifandi stöndum fyrir öflugu námskeiðahaldi til þess að mæta þessari eftirspurn og í vetur ætlum við einnig að vera með matreiðslunámskeið. Ég má til með að nefna að einn fyrirlesara hjá okkur í vetur verður dr. Jane Plant en hún hefur skrifað fjölmargar bækur um áhrif mat- aræðis á krabbameini. Plant hefur sér- staklega kannað hvaða áhrif mjólkurvörur hafa á heilsuna,“ segir Hjördís sem að lok- um ítrekar fróðleiksfýsni Íslendinga og seg- ir þó nokkuð fljóta að tileinka sér lífræna lífsstílinn. Lífrænt ræktuð matvæli verða vinsælli með hverju árinu enda telja margir fræðimenn og neytendur þau hafa ýmislegt um- fram matvæli sem ræktuð eru með tilbúnum hjálparefnum. Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri verslunarinnar Maður lif- andi, er fróðleiksbrunnur um lífræna ræktun. »Neytendur geta fullvissað sig um gæði lífrænt rækt- aðra matvæla með því að kanna hvort þær séu við- urkenndar af þar til bærum vottunaraðilum. Morgunblaðið/Ásdís Brautryðjandi Hjördís Ásberg hefur mikinn áhuga á lífrænni ræktun. Lífræn ræktun nýtur vinsælda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.