Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 7
Landssöfnun Rauða kross Íslands, 9. september 2006. Á laugardaginn stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnun undir kjörorðunum „Göngum til góðs”. Þúsundir sjálfboðaliða munu ganga í öll hús á landinu og safna framlögum. Söfnunin er tileinkuð börnum í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Söfnunarféð verður nýtt óskert til að bæta líf þeirra. Tomma finnst skemmtilegast þegar hann má velja í leikskólanum. Þá velur hann að kubba eða leika með pleimó. Tommi ætlar að verða flugmaður þegar hann verður stór. Tommi gengur til góðs á laugardaginn með pabba sínum og systur. Lucias missti móður sína fyrir skömmu úr alnæmi og býr hjá afa sínum og ömmu. Hann kemur í leikskólann þegar hann getur, en stundum er hann of veikur til að mæta. Lucias finnst allt sem hann lærir í skólanum skemmtilegt. Rauði krossinn biður um aðstoð þína á laugardaginn. Gakktu til góðs Húsin á landinu eru mörg – því þarf marga sjálfboðaliða. Þú getur gerst sjálfboðaliði með því að skrá þig á www.redcross.is eða í síma 570 4000. kostar birtingu auglýsingarinnar Lucias Mafukeni, 4 áraTómas Schalk Sóleyjarson, 4 ára F í t o n / S Í A F I 0 1 6 1 7 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.