Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. Þ
etta er eitt það besta sem ég
hef á ævi minni gert, enda
var þetta ótrúleg upplifun,“
segir Ellen Kristjánsdóttir
sem ásamt manni sínum, Ey-
þóri Gunnarssyni, slóst í för með Rauða
krossi Íslands (RKÍ) í tíu daga ferð til
Malaví í Afríku í ágúst sl.
Aðspurð um tilurð ferðarinnar rifja
Ellen og Eyþór upp að í fyrra hafi þau
gefið út geisladiskinn Úr vísnabók
heimsins þar sem íslensk börn af erlend-
um uppruna syngja barnavísur frá átján
löndum, en allar tekjur af sölu disksins
renna óskiptar til aðstoðar Rauða kross-
ins við munaðarlaus börn í Malaví. Þegar
þeim bauðst að slást í för með RKÍ til
Afríku til þess að skoða starfið þar segj-
ast Ellen og Eyþór ekki hafa þurft að
hugsa sig lengi um, en þau kostuðu ferð-
ina sjálf með styrkjum frá nokkrum að-
ilum.
Aðspurð segja þau ferðina hafa verið
mikla upplifun og afar lærdómsríka. „Við
fengum að fylgjast með ýmsum þeim
verkefnum sem RKÍ er að vinna að,
þeirra á meðal uppsetningu á vatns-
borholum og vatnsdælum í þorpum, sem
skipta sköpum fyrir íbúana.
Með borholunum geta íbúarnir gengið
að hreinu vatni og þurfa ekki lengur að
ferðast langar vegalengdir eftir vatni
sem oftast er mengað og hættulegt eftir
því,“ segir Eyþór og nefnir að einnig
hafi þau fengið að heimsækja dagvist-
arheimili þar sem börn og ungmenni á
aldrinum 0–20 ára geta sótt fræðslu og
félagsskap hluta úr degi, auk þess sem
börnum upp að sex ára aldri er þar
tryggð ein máltíð á dag, þ.e. prót-
ínbættur maísgrautur.
Að sögn Ellenar er mikið af mun-
aðarleysingjum í Malaví sökum þess hve
margir hafa veikst og dáið úr alnæmi,
sem er eins og margoft hefur komið
fram einn helsti ógnvaldurinn sem steðj-
ar að heimsálfunni. „Við fengum að hitta
sjálfshjálparhópa fyrir fólk sem greinst
hefur með alnæmi,“ segir Ellen og bend-
ir á að þessum hópum sé ætlað að
styrkja alnæmissmitaða og útvega smit-
uðum bæði lyf og mat, en mikil skömm
hvílir enn yfir sjúkdómnum sem birtist
m.a. í því að fólk er hrætt við að fara í
alnæmispróf og leitar því oft hjálpar
mun seinna en ella.
Ótrúlega mikið hægt að gera
fyrir tiltölulega lítinn pening
Að sögn Eyþórs er afar mikilvægt að
öll þau verkefni sem unnin eru á vegum
hjálparsamtaka séu gerð á forsendum
heimamanna og í góðri samvinnu við
þarlend hjálparsamtök. Bendir hann á að
það eigi einmitt við um starf RKÍ á
staðnum sem starfi náið með malavíska
rauða krossinum sem hafi yfirumsjón
með öllu starfinu á staðnum. „Það þarf
að finna leiðir til þess að aðstoða heima-
menn við að hjálpa sér sjálfir í stað þess
að reyna bara að setja plástur á sárin,“
segir Eyþór og bendir á að með því t.d.
að byggja upp áveitukerfi megi gera
bændum á staðnum kleift að margfalda
uppskeru sína.
„Eitt af því sem var svo magnað í
ferðinni var að sjá hversu mikið er hægt
að gera fyrir tiltölulega lítinn pening,“
segir Ellen og nefnir í því samhengi að
uppsetning einnar vatnsborholu og dælu
kosti aðeins 150 þúsund krónur. „Hver
þúsundkall skiptir miklu máli í samfélagi
þar sem mörgum tekst aðeins að vinna
sér inn nokkur hundruð krónur á mán-
„Hver þúsundkall
Upplifun „Eitt af því sem var svo magnað í ferðinni var a
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Roger Crofts veitir ýmsumíslenskum stofnunumráðgjöf á sviði umhverf-ismála. Roger, sem er
landfræðingur og sérfræðingur í
landmótunarfræði, er fyrrverandi
forstöðumaður Skosku nátt-
úruverndarstofnunarinnar (SNH)
og þaulkunnugur umhverfismálum í
heimalandi sínu, Skotlandi. Hann
þekkir líka vel til aðstæðna hér á
landi enda hefur hann frá árinu
1993 ferðast alls fimmtán sinnum til
landsins til að veita ráðgjöf og til að
kynna sér aðstæður.
Aðspurður hvaða hlutverki Ís-
land gæti gegnt í umhverfismálum á
heimsvísu segir Roger að mikilvægt
Vatnið mikilvæg auðlin
Roger segir að íhuga þurfi u
ismál á suðvesturhorni land
hvernig draga megi úr losu
urhúsalofttegunda á svæðin
„Skattafsláttur á farartæ
menga lítið væri skref í rétt
afsláttur þarf þó að vera ve
Reynslan frá Bretlandi sýn
Það þarf einnig að skoða alm
ingssamgöngur á höfuðbor
inu. Í borgunum London og
inborg hefur áherslan verið
almenningssamgöngur sem
sér litla losun gróðurhúsalo
unda. Íslendingar ættu einn
íhuga betur notkun vetnis s
orkugjafa í framtíðinni.“
Roger telur að vatn geti o
afar mikilvægri útflutnings
Íslandi í framtíðinni, tekið s
bera á vatnsskorti víða um
„Ísland er í sérstakri aðs
sama tíma og landið er að s
hluta eyðimörk er hér nóg a
Vatnsskortur í Mið-Austur
veldur víða spennu. Jafnvel
ópu veldur notkun á vatni ú
deilum. Ég tel að í framtíðin
vatn verða að verslunarvör
sé að hlúa að þeirri ímynd landsins
að það sé hreint og óspillt. Frekari
uppgræðsla gæti styrkt þá ímynd
um leið og hún yrði vopn í barátt-
unni gegn loftslagsbreytingum.
„Íslendingar ættu að halda áfram
átaki sínu í jarðvegsmálum. Jarð-
vegur geymir kolefni með nátt-
úrulegum hætti. Það þarf þó að
tryggja notkun réttra plantna.
Rannsóknir Ásu Aradóttur hjá
Landgræðslu ríkisins benda til að
jarðvegur geti geymt hlutfallslega
meira kolefni [sem er að finna í
koltvísýringi] en plöntur. Þá ættu
íslenskir vísindamenn að miðla af
þekkingu sinni til þjóða sem glíma
við jarðvegseyðingu.“
Uppgræðsla vopn í ba
Roger Crofts er fyrrverandi forstöðumaður
Skosku náttúruverndarstofnunarinnar
(SNH) og er íslenskum stofnunum til ráðgjafar
á sviði umhverfismála. Baldur Arnarson
ræddi við hann um umhverfismál og
hlutverk menntunar í byggðaþróun.
»Um 12anver
sína úr aln
»Malavland í
»Lífslík39 ár.
»Með þkross
ingar haft
»Aðeinsetja u
Afríku og
vatn.
Í HNOTS
AÐSTAÐA
FYRIR FATLAÐA
Mikil áhersla hefur veriðlögð á aðgengi fatlaðraað opinberum bygging-
um og húsum þar sem fram fer
starfsemi ætluð almenningi og
mætti ætla að það væri orðið
sjálfsagt þegar slík mannvirki
eru hönnuð eða endurbætt að
tryggt væri að öll aðstaða fyrir
fatlaða stæðist kröfur.
Í sumar var Sundlaug Sel-
tjarnarness opnuð á ný með við-
höfn eftir gagngerar endurbæt-
ur. Nú kemur í ljós að við
endurbæturnar hefur aðstaða
fyrir fatlaða verið látin sitja á
hakanum. Brýnasti vandinn er
sá að fatlaðir drengir munu ekki
komast í skólasund vegna þess
að sú aðstaða, sem þeir þurfa, er
ekki fyrir hendi. Jónmundur
Guðmarsson bæjarstjóri segir í
frétt í Morgunblaðinu í gær að
hann treysti því að hægt verði
að leysa úr vandanum þar til
fullkomin aðstaða verði tekin í
notkun næsta haust.
Í Morgunblaðinu í dag er rætt
við Kristínu Þorsteinsdóttur,
móður 14 ára hreyfihamlaðrar
stúlku á Seltjarnarnesi, sem
bauð Seltjarnarnesbæ aðstoð
við að hanna aðstöðu fyrir fatl-
aða í sundlauginni áður en hafist
var handa við endurbæturnar.
„Ég er búin að gera athuga-
semdir við þessa sundlaug svo
oft, ég er svo hneyksluð á okkar
ríka sveitarfélagi,“ segir Kristín
í samtali við Brján Jónasson.
Í sundlauginni er ekki sér-
stakur búningsklefi fyrir fatlaða
og segja foreldrar nokkurra
fatlaðra drengja að þeir fái ekki
að fara í skólasund í vetur. Þeir
þurfi aðstoð stuðningsfulltrúa í
búningsklefa. Aðeins konur
gegni þeim starfa og þær geti
ekki farið í búningsklefa karla.
Í samtalinu við Kristínu kem-
ur fram að hún hafi ásamt fleir-
um gert athugasemdir við teikn-
ingu að endurbættri sundlaug
og þeim hafi verið komið til bæj-
aryfirvalda og arkitektsins.
Gert sé ráð fyrir búningsher-
bergi fyrir fatlaða í síðari
áfanga laugarinnar, sem taka
eigi í notkun eftir ár, en að sögn
Kristínar er ljóst að herbergið
er of lítið og þröngt fyrir fatl-
aðan einstakling, hjólastól og
aðstoðarmann.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar,
segir í Morgunblaðinu í dag að
allt of algengt sé að aðstaða fyr-
ir fatlaða sé látin mæta afgangi,
áætlanir séu til fyrir fullkomna
aðstöðu, en því sé frestað að
hrinda þeim í framkvæmd, jafn-
vel út í hið óendanlega.
Í lögum um grunnskóla frá
árinu 1995 segir að meginstefn-
an skuli vera sú að kennsla
barna og unglinga, sem eigi erf-
itt með nám sökum sértækra
námsörðugleika, tilfinninga-
legra eða félagslegra örðugleika
og/eða fötlunar, fari fram í
heimaskóla. Með því að bjóða
ekki upp á viðunandi aðstöðu
fyrir fatlaða í sundlauginni hef-
ur bæjarfélagið á Seltjarnarnesi
brugðist skyldum sínum. Kristín
Þorsteinsdóttir er hneyksluð á
sínu ríka bæjarfélagi. Það er
engin furða. Hún segir að hún
hafi margoft gert athugasemdir,
en ekki fengið nein viðbrögð.
Fatlaðir eru ekki afgangsstærð,
sem geta beðið næsta áfanga.
Nú ríður á að Seltjarnarnesbær
komi upp aðstöðu og tryggi fötl-
uðum nemendum í bæjarfélag-
inu aðstöðu, sem því er skylt að
veita lögum samkvæmt, og að
ekki verði frekari dráttur á því.
LITHÁEN ER EITT – MAFÍA ANNAÐ
Töluverðar umræður hafa orð-ið hér að undanförnu um,
hvort mafíustarfsemi á vegum
einstaklinga frá Litháen hafi
fest sig í sessi hér. Ekki er hægt
að útiloka að svo sé miðað við
þær upplýsingar, sem fram hafa
komið.
Í þessu sambandi er mikilvægt
að skilja á milli Litháa sem þjóð-
ar og hugsanlegrar glæpastarf-
semi fólks frá Litháen hér á
landi.
Við dæmum ekki Ítali út frá
starfsemi ítölsku mafíunnar. Við
dæmum ekki Bandaríkjamenn út
frá víðtækri glæpastarfsemi þar
í landi m.a. á vegum Mafíunnar.
Við dæmum ekki Rússa út frá
starfsemi rússnesku mafíunnar.
Og að sjálfsögðu dæmum við
ekki Litháa út frá því, að ein-
hverjir einstaklingar frá því
landi stundi hugsanlega glæpa-
starfsemi hér.
Þess vegna er það alveg rétt,
sem Jurgita Milleriene frá
Litháen, sem búið hefur hér í
fimm ár, segir í samtali í Morg-
unblaðinu í gær, að stærstur
hluti Litháa, sem búa hér á
landi, er heiðarlegt fólk, sem
stundar sína vinnu hér með eðli-
legum hætti.
Það er full ástæða til að hafa
þetta í huga í umræðum um
hugsanlega mafíustarfsemi hér,
sem eigi rætur í Litháen.