Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNDIRRITAÐUR hefur margt
sagt og skrifað um nauðsyn þess að
hverfa af braut hinnar blindu stór-
iðjustefnu. Er það fyrst og síðast sök-
um þess að þær umhverfisfórnir sem
henni eru samfara eru einar og sér
óverjandi. Einnig kemur sífellt betur
og betur í ljós, að nei-
kvæð efnahagsáhrif og
skaðinn sem ofvaxnar
stóriðjufjárfestingar
valda í hagkerfinu og
gagnvart öðru atvinnu-
lífi eru allt of stór-
felldur. Þar við bætist
sorglega lítil ef nokkur
arðsemi af verkefn-
unum sem slíkum, sök-
um lágs orkuverðs.
Það undarlega er að
aldrei hafa fengist
gerðir raunverulegir
þjóðhagslegir arðsem-
isútreikningar á stór-
iðjustefnunni. Byggt er á fullyrð-
ingum um að fjárfestingunum fylgi
svo og svo mikill hagvöxtur umfram
það sem yrði ef ekkert annað gerðist
í staðinn. Þessi undarlega og full-
komlega úrelta aðferðarfræði við að
meta áhrif stóriðjufjárfestinganna í
hagkerfinu er með miklum endem-
um. Við blasir að hin neikvæðu ruðn-
ingsáhrif í efnahags- og atvinnulegu
tilliti eru stórfelld. Margir verðmæt-
ustu vaxtarsprotar nýsköpunar og
þróunar í atvinnulífinu hrekjast úr
landi eða kelur til dauðs í hávaxta- og
hágengisumhverfi stóriðjustefn-
unnar, samgönguframkvæmdum er
frestað á landsbyggðinni o.s.frv. Allur
almenningur er að upplifa á eigin
skinni áhrifin í formi verðbólgu,
hækkunar verðtryggðra lána og
hárra vaxta. Mikil vitundarvakning
er orðin hvað umhverfismálin snertir
og þjóðin er unnvörpum að snúa baki
við stóriðjunauðhyggju stjórnarflokk-
anna og annarra sem verið hafa sama
sinnis.
Hjá ríkisstjórninni er hinsvegar
allt óbreytt, og þrátt fyrir nýja menn
í brúnni. Nú síðast yppti forsætisráð-
herra öxlum yfir umhverfisfórnunum
eystra eftir ferðina frægu með Ómari
Ragnarssyni og taldi þetta allt rétt-
lætanlegt vegna hins fjárhagslega
ávinnings.
Nú ber svo við að Efnahags- og
framfarastofnunin, OECD, hefur
skilað úttekt sinni á efnahagsmálum
landsins. Skýrslan hlýtur að vera
fróðleg lesning fyrir bæði Geir H.
Haarde forsætisráðherra og Jón Sig-
urðsson, nýkrýndan formann Fram-
sóknarflokksins. Það er sami Jón og
gaf út hina merku yfirlýsingu um að
stjórnvöld rækju enga stóriðjustefnu
og hefðu ekki gert að undanförnu.
Hér fer á eftir lausleg þýðing und-
irritaðs á stuttu útgáf-
unni af Íslandsskýrslu
OECD frá í sumar,
kaflanum um það álita-
mál hvort halda eigi
áfram stóriðjufjárfest-
ingum. (sjá OECD Pol-
icy Brief, júlí 2006,
Economic Survey of
Iceland). Skáletranir
eru eins og í skýrsl-
unni:
„Stórfjárfestingar í
áltengdri starfsemi
fara vaxandi með
hverri nýrri umferð
(cycle to cycle) á Ís-
landi. Ríkisstjórnin hvetur til slíkra
fjárfestinga til að koma í notkun
miklum endurnýjanlegum orkuauð-
lindum landsins og eru nú þrjú slík
verkefni á undirbúningsstigi og það
áður en yfirstandandi framkvæmdum
er lokið. Til samans eru þessi þrjú
nýju verkefni allt að einum og hálfum
sinnum stærri en þau sem nú standa
yfir sem aftur voru mun tröllvaxnari
en verkefni á 10. áratugnum. Frá
sjónarhóli stöðugleikamarkmiða er
tímasetning hvers og eins af slíkum
verkefnum, afgerandi. Ný stór fjár-
festingaverkefni ættu ekki að hefjast
fyrr en tekist hefur að komast fyrir
ójafnvægi í hagkerfinu og dregið hef-
ur úr verðbólguþrýstingi. Það sem
meira er ef öll þessi nýju verkefni
fara af stað mun hlutur álframleiðslu
í heildarvöruútflutningi landsins lík-
lega fara yfir 50% sem þýðir aft-
urhvarf til þess ástands þegar sjáv-
arvörur voru yfirgnæfandi hluti
útflutnings á Íslandi. Þó hlutdeild ál-
framleiðslunnar í heildarverðmæta-
sköpun nú verði að vísu mun minni.
Þetta þýðir að taka þarf til skoðunar
áhrifin af frekari stækkun áliðnaðar-
ins á viðkvæmni (hviklyndi; óstöð-
ugleika) hagkerfisins (volatility). Að
síðustu vaknar spurningin um heild-
ar-hagkvæmni slíkra verkefna. (Fi-
nally there is a question as to the
overall net benefits of such projects.)
Eins og stungið var upp á í síðustu
úttekt ætti að meta frekari aukningu
orkufreks iðnaðar á breiðum grunni
með gagnsærri hagkvæmnisgrein-
ingu (cost benefit framework) þar
sem teknir eru til greina þættir eins
og hæfilegt endurgjald fyrir nýtingu
náttúruauðlinda, umhverfisáhrifin og
áhættan og áhrifin á hagkerfið og
framvindu þess. Hingað til hefur slík
víðtæk úttekt, sem mundi gera
mögulegt að meta hvort verkefnin
eru hagkvæm fyrir landið og í þau
eigi að ráðast, ekki verið gerð …“
Svo mörg voru þau orð. Sérfræð-
ingar OECD eru sem sagt á engan
hátt sannfærðir um arðsemi stóriðju-
verkefnanna og benda réttilega á að
engin tilraun hafi verið gerð til að
meta heildarhagkvæmni slíkra verk-
efna fyrir þjóðarbúið (overall net
benefits). Þaðan af síður eru þeir
OECD-menn vissir um að gáfulegt sé
að Ísland geri hlut álframleiðslunnar
einnar enn stærri í efnahagslífinu en
þegar er. Þá hafa þeir bara alls ekki
heyrt af því að ríkisstjórnin sé horfin
frá stóriðjustefnunni. Jóni Sigurðs-
syni hefur e.t.v. ekki unnist tími til að
kynna hina afturvirku stefnubreyt-
ingu Framsóknar utan landstein-
anna.
Undirritaður er iðulega gagnrýn-
inn á margt það sem frá Efnahags-
og framfarastofnuninni, OECD, kem-
ur. Manni fyrirgefst þó vonandi að
benda á að í þessu tilviki eru sérfræð-
ingar OECD að viðra efasemdir,
nefna mögulega veikleika og áhættu
sem kunni að vera samfara stór-
iðjustefnu stjórnvalda sem við gagn-
rýnendur hér heima höfum þráfald-
lega fjallað um. Nú er spurningin
hvort sannleikurinn komi frekar að
utan.
Kemur sannleikurinn að utan?
Steingrímur J. Sigfússon
skrifar um stóriðjustefnuna »Manni fyrirgefst þóvonandi að benda á
að í þessu tilviki eru sér-
fræðingar OECD að
viðra efasemdir, nefna
mögulega veikleika og
áhættu sem kunni að
vera samfara stór-
iðjustefnu stjórn-
valda …
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Á DÖGUNUM las ég þau merki-
legu tíðindi að Viðskiptaháskólinn í
Bifröst hefði verið settur í 89. sinn.
Mér fannst það vel að verki staðið
fyrir háskóla sem tók
ekki til starfa fyrr en
árið 1988.
Hér eru menn ugg-
laust að rugla því sam-
an að fyrirrennari há-
skólastarfsemi í
Bifröst, Samvinnuskól-
inn, var fyrst settur
árið 1918. Fram að há-
skólastarfi í Bifröst
var Samvinnuskólinn
rekinn sem versl-
unarskóli, í Reykjavík
til ársins 1955 en þá
var hann fluttur upp í
Norðurárdal. Þar var
hann áfram rekinn sem slíkur til
ársins 1988 að honum var breytt í
háskóla. Gamall staður að vísu, en
nýr skóli.
Ef hægt er að segja um einhvern
háskóla að hann sé á þessu ári sett-
ur í 89. sinn hlýtur lokapróf allra
sem það hafa staðist frá téðum skóla
að vera háskólapróf! Ekki stendur
neitt um það í mínu skírteini. Um
skeið kenndi ég í Samvinnuskól-
anum að Bifröst en því fór fjarri að
ég væri háskólakennari …
Í Morgunblaðinu 6. september
stendur, væntanlega samkvæmt til-
kynningu frá núverandi skólastofnun
að Bifröst, að skólinn hafi gengið
undir fjórum nöfnum á ýmsum
skólastigum. Fyrsta nafnið hafi verið
Samvinnuskólinn í Reykjavík, þá
Samvinnuskólinn á Bifröst, loks
Samvinnuháskólinn á Bifröst og loks
Viðskiptaháskólinn á
Bifröst.
Þetta þykir mér líka
skringilegt. Ég sé þess
hvergi stað að Sam-
vinnuskólinn hafi
nokkurn tíma heitið
Samvinnuskólinn í
Reykjavík. Þess þurfti
einfaldlega ekki, að
kenna hann við stað
meðan hann var í höf-
uðborginni. Í bókinni
„Samvinnuskólinn, 30
ára minning, 1918-
1948“ þar sem Jónas
Jónsson, stofnandi
skólans og lengi skólastjóri skrifar
ítarlega lýsingu á upphafi og fyrstu
árum Samvinnuskólans, hnýtir hann
hvergi „í Reykjavík“ við heitið.
Það var fyrst þegar Sam-
vinnuskólinn var fluttur í Bifröst að
farið var að kenna hann við staðinn,
rétt eins og fólk var kennt við bæi
sína (sbr. Guðmundur í Hvammi,
Þórður á Hreðavatni). Yfir- og und-
irskrift á skólaskírteini mínu segir
„Samvinnuskólinn, Bifröst“.
Miklu fremur var líka á þessum
tíma talað um skólann „í“ Bifröst
eða „að“, heldur en „á“. T.a.m. var á
mínum tíma þar ævinlega talað um
skólastjórahjónin í Bifröst, ekki á.
Hafi skólinn einhvern tíma verið
fasttengdur við staðinn og fengið
heitið „Samvinnuskólinn á Bifröst“
hefur það í fyrsta lagi verið eftir
1974.
Mér er hlýtt til Samvinnuskólans
sáluga og þó staðurinn að Bifröst
minni mig nú í fáu á þá Bifröst sem
ég þekkti og var heimili mitt samtals
í sjö ár er mér hlýtt til Bifrastar.
Það er kannski þess vegna sem ég
fæ dálítinn sting þegar staðreyndum
er ruglað með þessum hætti.
Að mínu viti var nú í 19. sinn sett-
ur háskóli að Bifröst og ég óska
honum til hamingju með það. Hann
er alls góðs maklegur og allar fréttir
herma að hann sé rekinn með
myndarbrag og standi vel fyrir sínu.
Því óþarfara er fyrir hann að hengja
sig í þá stofnun sem rekin var þar
áður og margir eiga góðar minn-
ingar frá, en leið endanlega undir
lok fyrir 19 árum.
89. sinn – eða 19. sinn?
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
skrifar um skólahald á Bifröst » Að mínu viti var nú í19. sinn settur há-
skóli að Bifröst og ég
óska honum til ham-
ingju með það.
Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson
Höfundur er fyrrverandi
nemandi og kennari við Samvinnu-
skólann, Bifröst.
MORGUNBLAÐIÐ leggur út af
viðtali við mig, í Staksteinum sínum
þriðjudaginn 5. september, á þá leið
að Frjálslyndi flokk-
urinn hafi færst mjög
langt til vinstri í ís-
lenskri pólitík vegna
ummæla minna í við-
tali í Spegli RÚV á
mánudag. Mistúlkun
blaðsins er sú að trúa
því að Sjálfstæð-
isflokkurinn sé enn á
sama stað og hann var
fyrir mörgum árum.
En þá stóð Sjálfstæð-
isflokkurinn einnig
fyrir stefnunni „stétt
með stétt“ og hugði að
velferð þeirra sem lak-
ast stóðu í afkomu, ör-
yrkja, aldraðra og lág-
launafólks. Er það svo
að barátta öryrkja og
aldraðra með mál-
sóknum á hendur rík-
isstjórninni, málflutn-
ingur þeirra og
baráttufundir sé ekki
lengur í minni ritstjór-
anna á Mogga? Er
þúsund manna fundur
í Háskólabíói á sl. vori
um málefni aldraðra
ekki í minni ritstjóra?
Eða varð þeim svona
hverft við vegna við-
talsþáttanna við Jóhannes í Bónus
og Davíð Oddsson, sem lýsti 300
milljóna krónu smjörklípuaðferðinni
fyrir alþjóð. Ríkisstjórnin hefur
hampað þeim ríku á kostnað lág-
launafólksins með skattastefnu
sinni. Það vita þeir sem til finna. Eða
varla var það af tilefnislausu sem
ASÍ knúði fram hækkun persónu-
afsláttar sl. vor, sem er reyndar
sama áhersla og Frjálslyndi flokk-
urinn setti fram í kosningum 2003 til
þess að auka kaupmátt láglauna-
fólksins og auka jöfnuð og réttlæti í
álagningu skatta á launatekjur.
Sjálfstæðisflokkurinn með Fram-
sókn í eftirdragi setti hins vegar í
forgangsröð að lækka og afnema há-
tekjuskatt á hærri tekjur.
Frjálslyndi flokkurinn er til
vinstri miðað við stefnu sjálfstæð-
isframsóknar í skatta- og velferð-
armálum eins og hún hefur verið
framkvæmd á sl. árum. Kjósendur
sem hafna þessari vegferð til hægri
frjálshyggju ríkisstjórnar og vilja
virka skattastefnu til
velferðar og jafnaðar
geta ekki sætt sig við
frjálshyggjuforræðið
sem eykur misskipt-
ingu í okkar þjóðfélagi.
Einkaeignarréttarfyr-
irgreiðsluna til lands og
sjávar sem stjórn-
arflokkarnir hafa í sinni
stefnu þarf að stöðva og
tryggja þjóðareign auð-
linda.
Að lokum minni ég
ritstjóra Moggans á
þeirra eigin leiðara um
velferðarmál sem bar
yfirskriftina „Rétt-
hugsun – röng fram-
kvæmd“ frá 3. júlí sl. og
minni á um leið að í 6 ár
hefur Frjálslyndi flokk-
urinn flutt þingmál um
verulega bót á skerð-
ingarreglum greiðslna
frá Tryggingastofnun
með því að leggja til að
50 þús. kr. tekjur aldr-
aðra á mánuði skerði
engar bætur frá al-
mannatryggingum. Það
mál hafa ríkisstjórn-
arflokkarnir stoppað á
sex þingum í röð. Rit-
stjórar Morgunblaðsins taka sér oft-
ast stöðu þétt við hlið Sjálfstæð-
isflokksins og reyndar einnig
Framsóknar nú um mörg ár. Sú
vörn fær engu breytt um vegferð og
vilja núverandi ríkisstjórnar til
hægri frjálshyggju.
Frjálshyggjupostular og sérvaldir
gæðingar íhalds og framsóknar sem
mokað hafa saman miklum auði á
ranglátu fiskveiðistjórnarkerfi, sölu
ríkiseigna, sem þeir hafa haft að-
stöðu til að hagnast ótæpilega á í
skjóli ríkisstjórnarflokkanna, kjósa
hvorki nú né síðar flokk sem hefur
það markmið að bæta stöðu þeirra
sem minnst hafa úr að spila.
Mönnum er
órótt á Mogga
Guðjón A. Kristjánsson skrifar
um stefnu Frjálslynda flokksins
Guðjón A. Kristjánsson
»Einkaeign-arréttarfyr-
irgreiðsluna til
lands og sjávar
sem stjórn-
arflokkarnir
hafa í sinni
stefnu þarf að
stöðva og
tryggja þjóð-
areign auð-
linda.
Höfundur er alþingismaður
og formaður Frjálslynda flokksins.
ÞEGAR ég var í læknadeild fyrir
meira en þrjátíu árum lærði ég vísu
og skráði á titilblað kennslubókar
þeirrar, sem ég studdist við í hand-
læknisfræði. Bókina fann eiginkona
mín, þegar hún var að taka til í bíl-
skúrnum. Mér kom þessi vísa í hug,
þegar ég las grein Sindra Freys-
sonar í Morgunblaðinu 24. ágúst sl.
Þar staðfestist ónotalegt hugboð
mitt, það að Sigurður A. Magn-
ússon, einn frjóasti og örlátasti rit-
höfundur landsins, nyti ekki heið-
ursritlauna. Hvernig má það vera?
Maður veigrar sér við að nota orðið
gamall um Sigurð. Jónas orti um
langlífi og lífsnautnina frjóvgu. Það
fer ekki alltaf saman. Margir
brenna fljótt út og hjara líflitlir.
Lítum okkur nú nær. Hvar ertu 68-
kynslóð mín? Ertu dauð? Hvar
finnum við meðal okkar þann sem
svipar til Sigurðar? Ekki kem ég
auga á hann.
Gáfnamerki er gott að þegja,
glotta þegar aðrir segja
og hafa spekings svip á sér.
Aldrei viðtals virða neina,
virðast hugsa margt og leyna
því sem raunar ekkert er.
„Það er með listina eins og sið-
ferðið. Flestir depla auga og hraða
sér fram hjá. Þannig hefur margt
listaverkið og mannslífið farið for-
görðum.“ Hæfileikar án borg-
aralegs hugrekkis (civil courage)
eru lítils virði. Þjóðin stendur í
þakkarskuld við menn eins og Sig-
urð A. Magnússon. Slíkir menn
styrkja lýðræðið. Það stendur upp
á Alþingi að heiðra það.
Jóhann Tómasson
Gáfnamerki
er gott að þegja
Höfundur er læknir.
Sagt var: Hann fór niður til Afríku.
RÉTT VÆRI: Hann fór suður til Afríku.
Gætum tungunnar