Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 32

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni StefánÁrnason fæddist á Höfn í Hornafirði 22. mars 1958 og ólst þar upp. Hann lést á líknardeild Landspítalans að- faranótt miðviku- dags 30. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Svava Sverrisdóttir frá Höfn í Horna- firði , f. 30.1. 1933, og Árni Stefánsson frá Felli í Breiðdal, fyrrverandi hótelstjóri, f. 10.7. 1927, þau eru búsett á Höfn í Hornafirði. Systkini Árna Stefáns eru: Hjördís, f. 28.12. 1952, hún á þrjú börn; Sigurbjörg, f. 14.12. 1955, hún á eina dóttur; Gísli Sverrir, f. 2.10. 1959, maki Guð- rún Baldursdóttir, þau eiga fjögur börn; Guðlaug, f. 20.10. 1965, maki Hólmgrímur Elís Bragason, þau eiga tvo syni en fyrir átti Guð- laug einn son; og Gauti, f. 6.8. 1973, maki Ragnheiður Rafns- dóttir, þau eiga fjögur börn. Eiginkona Árna Stefáns er Kristín Þóra Kristjánsdóttir, f. í Reykjavík 10.2. 1959, hún ólst upp í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þau eiga þrjú börn, þau eru: Arna Þór- dís, f. 26.6. 1982, gift Sigurþóri Hjalta Gústafssyni, f. 5.5. 1979, Svava Dagný, f. 7.4. 1984, og Óðinn Birgir, f. 12.4. 1992. For- eldrar Kristínar Þóru eru hjónin Þórdís A. Sigurjóns- dóttir, f. 9.1. 1939 og Kristján B. Ein- arsson, f. 16.10. 1936, þau eru búsett í Hafnarfirði. Systk- ini Kristínar Þóru eru: Hrefna, f. 24.4. 1957, maki Magnús Hafsteinsson, þau eiga tvö börn; Einar B., f. 12.5. 1965, maki Árný Eiríksdóttir, hún á einn son; og Óðinn, f. 13.4. 1968, d. 29.12. 1984. Árni Stefán lauk skyldunámi á Höfn og lærði síðan matreiðslu á Hótel Sögu. Hann starfaði sem matreiðslumeistari á Hótel Höfn sem var í eigu fjölskyldunnar, einnig í Noregi og víðar. Hann rak verslunina Hornabæ á Höfn ásamt Kristínu Þóru eiginkonu sinni en síðan veitingastarfsemi í Reykjavík. Síðastliðin tvö ár hefur hann unnið sem verkstjóri í eld- húsum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Útför Árna Stefáns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Allt frá örófi alda hefur það verið draumur mannkyns, að ná meiri stjórnun á umhverfi sínu og náttúru. Aukin þekking hefur nokkuð fleytt okkur fram í þessum efnum. En mik- ið vantar á að fullnaðarsigur náist. Eftir að krabbamein verður þekkt fyrirbæri í líkömum manna, hafa vís- indi og þekking nokkuð áunnið í bar- áttunni en langt er eftir. Það er þekkt staðreynd að þegar líf kvikn- ar, fylgir því dauði fyrr eða síðar. Okkur hjónum fæddist lítill falleg- ur drengur fyrir 48 árum. Þennan vin okkar hefur nú dauðinn hrifsað frá okkur öllum, löngu fyrr en ætla mátti. Þessi innantómu orð eru fest á blað til þess að kveðja elskulegan og góðan dreng. Árni Stefán varð svo lánsamur að eignast góða, yndislega konu sem reyndist honum einstaklega vel í hjónabandi og þó sérstaklega í langri óvæginni kvalagöngu. Þau hjón höfðu búið sér fallegt heimili í Hafn- arfirði. Og börnin þeirra þrjú standa nú þétt saman við hlið Þóru móður sinnar. Við biðjum þeim blessunar Guðs. Við aldraðir foreldrar sjáum nú á eftir elskulegum dreng sem hvergi mátti aumt sjá og var traustur tals- maður þeirra sem minna máttu sín. Minningin lifir í huga okkar. Mamma og pabbi, Hornafirði. Elsku pabbi, ég veit ekki hvort ég get sett í orð hugsanir mínar í dag. Ég trúi ekki að þetta sé endanlegt, að þú sért farinn og ég muni aldrei sjá þig aftur. Það eru liðnir nokkrir dagar og húsið fyllist af gestum en það er svo tómlegt heima hjá ykkur mömmu. Ég sé þig í öllum hornum íbúðarinnar. Finn fyrir nærveru þinni. Bíð eftir að þú takir hringana þína úr skálinni. Hringana sem þú skildir eftir vegna þess að þú ætlaðir að koma aftur. Við erum búin að vera að berjast, þú ert búinn að vera að berjast í sex ár og baráttan átti ekki að enda svona snöggt. En ó, pabbi minn … Ég er svo óendanlega þakk- lát fyrir að vera af þér komin. Að hafa mann eins og þig í mínu lífi sem er hægt að líta svona óendanlega upp til hefur alltaf verið ómetanlegt. Þú lifðir þínu lífi af festu og varst ávallt sjálfum þér samkvæmur. Þú varst traustur og vinur vina þinna. Hvernig á maður að geta kvatt einhvern sem hefur verið svona mik- ill kraftur í lífi manns? Máttarstólpi. Það varst þú. Að þurfa að tala um þig í þátíð særir mig meira en ég get sagt. Pabbi var … Pabba fannst … Þetta er allt of óraunverulegt. Auðvitað var maður farinn að gera sér grein fyrir að það færi að sjá fyr- ir endann á þessu öllu saman. Ég bjóst samt við lengri tíma. Við gerð- um það öll. Þú líka. En ég er þakklát fyrir að við fengum að eiga þetta sumar. Ég er þakklát fyrir að ég og Sigurþór tókum þá ákvörðun að gifta okkur nú í sumar. Ég gæti ekki ímyndað mér brúðkaupið mitt án þín! Og þú stóðst það af þér með prýði og miklu meira en það. Þú gerðir daginn fullkominn. Ég fann það um daginn, áður en þú kvaddir, að ég var farin að sakna þín. Þegar þú tókst þér hlé frá vinnu hættirðu að koma inn á MSN og spjalla við mig. Við vorum farin að gera það á hverjum degi og áttum okkar leynisamband þar. Spjölluðum um daginn og veginn. Litlir hlutir sem skipta öllu máli. Tárin leka bara, ég er frosin en tárin leka. Hvernig á maður að segja bless við einhvern sem skiptir svona miklu máli? Hvernig get ég kvatt þann sem ég taldi að myndi alltaf vera til staðar? Ég vona að þér líði vel. Ég veit að Guð hefur tekið þig upp á sína arma, því betri maður er ekki til. Ég mun sakna þín og ég trúi að við hittumst á ný þegar minn tími kemur til að kveðja. Ég elska þig pabbi minn og sakna þín svo mikið. Þín dóttir Arna Þórdís. Elsku pabbi, við söknum þín óend- anlega mikið og það er erfitt að kveðja þig. En eins og þú sagðir svo oft: „Það er ekkert annað í boði.“ Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Börnin þín, Svava og Óðinn. Elskulegur bróðir minn, hetjan Árni Stefán, er látinn eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Já, við vitum öll sem þekktum Árna Stefán að baráttan var hörð en þó lét hann ekki deigan síga og það kom aldrei til greina að gefast upp. Allan tímann stóðu Þóra og börnin við hlið hans og héldu ótrauð áfram. Þau Árni og Þóra sögðu jafnan að þau væru sér- fræðingar í „Pollýönnu-leiknum“ og það var hverju orði sannara. Að auki var Árni Stefán sannur „Fellsari“, en Fellsættin hefur þann eiginleika að eflast við mótlæti. Já, Árni Stefán var hetja sem barðist drengilega fyr- ir lífi sínu, en gaf að lokum eftir í æðruleysi. Nú er ég lít til baka og minnist þess þegar ég hitti hornfirsku fjöl- skylduna mína í fyrsta sinn sé ég mynd af þrem systkinum fullum af tilhlökkun að hitta stórusystur úr Keflavíkinni. Þá voru fædd þrjú af börnum pabba og Svövu, þau Sigur- björg, Árni Stefán og Gísli Sverrir. Síðar bættust Guðlaug og Gauti í hópinn. Um árabil dvaldi ég sumarlangt hjá föðurfjölskyldu minni á Horna- firði og á þaðan góðar minningar. Strax frá upphafi var mér tekið sem einni af fjölskyldunni og hef verið það síðan. Við höfum átt gott sam- band og fjölskyldutengslin eru sterk. Sú hefð hefur t.d. myndast að skapa aðstæður við sem flest tækifæri þar sem stórfjölskyldan geti komið sam- an. Stórt skarð hefur myndast í hóp- inn við fráfall Árna Stefáns og verð- ur hans sárt saknað. Þó samband okkar Árna Stefáns hafi ekki verið mikið, þá var það náið og kærleiksríkt og þegar við hitt- umst eða heyrðumst áttum við ávallt góðar og gefandi stundir. Árið 2006 hefur verið viðburðaríkt hjá Árna Stefáni og fjölskyldu hans og tilefni gefist til veisluhalda. Árni Stefán stóð sjálfur fremstur í öllum undirbúningi þeirra veisluhalda og erfitt var að sjá að þar færi helsjúkur maður. Í baráttunni um lífið, var Árna mikilvægt að halda reisn sinni og þar skipaði atvinnuöryggið stóran sess. Árni Stefán var ánægður í starfi sínu hjá LSH og bar yfirmönnum sínum þar góða söguna. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Árna Stefán fyrir bróður og vin, ég er ríkari manneskja fyrir bragðið. Elsku Þóra, Arna Þórdís, Svava Dagný, Óðinn Birgir, Sigurþór, pabbi, Svava, Kristján, Þórdís, systkini, tengdafólk og aðrir að- standendur, Guð blessi okkur öll og leiði í gegnum erfiða tíma. Í minn- ingu um góðan dreng höldum við áfram að styrkja böndin og láta okk- ur hvert annað varða. Hjördís. Með söknuði kveðjum við elsku- legan bróður og frænda. Árni Stefán var einstakur drengur sem lét sér annt um sína nánustu. Hann skilur eftir dýrmætar minningar. Megi góður Guð varðveita hann. Hann lifir í huga okkar. Guð styrki þig, elsku Þóra, og ykk- ur Arna Þórdís, Svava Dagný og Óð- inn Birgir. Með kærri þökk, Sigurbjörg og Sigríður. Það fer ekki hjá því að jafnstór- brotið og fallegt umhverfi og Horna- fjörður móti einstaklinga sem alast þar upp. Uppvaxtarár okkar Árna Stefáns á Höfn einkenndust af frjáls- ræði en einnig miklu ástríki foreldra okkar. Við ólumst upp í stórum systkinahópi og Stefán afi okkar átti sinn stað á heimilinu og í hjarta okk- ar. Hann var stoltur af nafna sínum og átti sinn þátt í uppvexti hans. Enginn einn einstaklingur hefur haft jafnmikil áhrif á mig og Árni Stefán, þetta rúma ár sem er á milli okkar var nóg til þess að hann var alltaf í hlutverki stóra bróður og það hlut- verk rækti hann af alúð til hinstu stundar. Að því bý ég allt mitt líf. Árni lærði matreiðslu á Hótel Sögu og vann lengi á Hótel Höfn, fyrirtæki fjölskyldunnar. Þar voru margar veislurnar framreiddar en minnisstæðust eru þó nýárskvöldin þegar ekkert var til sparað í glæsi- legum matseðli. Við höfðum ekki alltaf sofið lengi þegar vinnan á ný- ársdag hófst en þó var hvergi slakað á í fagmennsku og nákvæmni. Hann uppskar líka oft þakklæti þeirra sem veitinganna nutu og gerði aldrei mannamun. Hvort sem hann eldaði fyrir þjóðhöfðingja eða skólabörn þurfti alltaf allt að vera sem best framreitt. Það þótti líka öllum gott að vinna með Árna og hann var ótrú- lega bóngóður og hjálpsamur. Bróðir minn var mikill fjölskyldu- maður. Þóra, ástin í lífi hans, og börnin þrjú voru honum allt. Hann sagði við mig snemma á þessu ári að það væru ýmsir mikilvægir áfangar framundan. Núna sé ég, að þrátt fyr- ir að allt lífið hafi átt að vera fyrir stafni, fann hann sjálfur að hverju stefndi og fagnaði hverjum áfanga eins og sigri. Tuttugu ára brúð- kaupsafmæli þeirra Þóru í febrúar sem við Guðrún áttum sameiginlega með þeim, ferming Óðins Birgis í apríl, sveinspróf Svövu Dagnýjar í maí og gifting Örnu Þórdísar og Sig- urþórs Hjalta í júlí. Árni Stefán nýtti hvert tækifæri til þess að bjóða gestum til veislu og síðustu veislur þeirra Þóru eru ógleymanlegar og voru ómetanlegar samverustundir hjá allri stórfjöl- skyldunni. Hann leiddi dóttur sína stoltur inn kirkjugólfið í litlu kirkj- unni í Stafafelli í Lóni 15. júlí og reisn sinni hélt hann að fullu til dán- ardags. Þrátt fyrir veikindin féll nánast aldrei dagur úr vinnu hjá honum og það var honum mikilvægt. Enginn stuðningur var þó á við þá stoð sem Árni Stefán átti í Þóru sinni og þau voru eins og eitt í baráttunni allan þann tíma sem hún tók. Missir henn- ar og barnanna, foreldra og tengda- foreldra er mikill því allt þetta fólk var honum svo mikils virði. Besti vinur er kært kvaddur af okkur Guðrúnu og börnum okkar Þóreyju, Árna, Helgu og Sævari. Við eigum ómetanlegar minningar um samverustundir með Árna Stefáni og fjölskyldu hans, síðast í útilegu nú fyrir fáum vikum. Farðu á Guðs vegum, kæri bróðir, Gísli Sverrir Árnason. Elsku Árni Stefán. Það er með harla fátæklegum orðum sem ég minnist þín nú minn kæri bróðir, enda er það mér ennþá erfitt að skilja að þú sért farinn frá okkur. Mér finnst að þú hljótir bara að birt- ast á hverri stundu með þitt fallega, kankvísa bros á vör og slá upp veislu eins og okkar er vani. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa átt þig fyrir bróður, þú varst svo góður drengur, svo boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd þegar til þín var leitað. Þú hafðir einstaklega gott lundarfar, fátt virtist raska ró þinni og alltaf stutt í grínið og gamanið. Minning- arnar streyma fram í hugann, til ár- anna okkar saman á hótelinu, það var svo einstaklega gaman og gott að vinna með þér, streðið varð svo létt og skemmtilegt, þín óendanlega ró- semd og yfirvegun hafði hvetjandi áhrif á alla sem unnu með þér. Þessir eiginleikar þínir komu svo sterkt í ljós í veikindum þínum. Alltaf von, aldrei nein uppgjöf. Aldrei kvartað en rætt af yfirvegun og skynsemi það sem yfir gekk. Það var ekki ann- að hægt en að vera endalaust bjart- sýnn, þú gafst aldrei færi á öðru. Það var ekki fyrr en þú varst látinn og ég sá sársaukann hverfa úr andlitinu á þér að ég áttaði mig raunverulega á því hvað þú hafðir lengi fundið til. Ég vil trúa því að góður Guð hafi gengið með þér þennan erfiða veg og borið þig versta spölinn og ég held að þú hafir trúað því líka. Ég trúi því líka að þú sért nú horfinn inn í hið eilífa ljós og vona að þar megi leiðir okkar aftur liggja saman. Elsku Þóra, harmur þinn og barnanna ykkar Árna er mikill. Fjöl- skylda ykkar var honum allt. Guð styrki ykkur í sárri sorg ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa að ei- lífu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín systir Guðlaug. Kæri bróðir, þegar ég sest hér nið- ur á sunnudagskvöldi í byrjun sept- ember og horfi út um stofugluggann hjá mér í Bjarmalandi og sé Hvann- eyjarvitann senda okkur sín takt- föstu ljós og lagið sem dóttir þín söng í brúðkaupinu sínu í sumar hljómar, get ég ekki annað en farið að rifja upp allan þann tíma sem við áttum saman. Það var nefnilega svo skemmtilegt við þig að þó nokkuð mörg ár séu á milli okkar bræðra fékk ég alltaf að vera þátttakandi með þér. Ég held að það hafi snemma komið upp í þér þessi sterki föðurlegi hæfileiki sem þú hafðir. Ég man eftir að hafa verið að hjálpa þér á Austurbrautinni, í fyrra húsinu sem þú byggðir þér hér á Höfn. Passað svo stelpurnar þínar þar og átt margar góðar stundir í mat hjá ykkur Þóru og þar varstu kannski að leggja grunninn að því sem seinna kom hjá okkur bræðrum. Svo fluttir þú fram og til baka eins og gerist og gengur og alltaf fékk ég hlutverk, fékk að vera með. Man vel eftir þegar þú varst að byggja þér húsið hér á Sandbakkanum, hús með glæsilegasta útsýni í heimi, lifandi málverki sem breyttist dag frá degi. Jöklarnir okkar brostu við manni Árni Stefán Árnason Elsku maðurinn minn og faðir okkar, KRISTJÁN ÖRN VALDIMARSSON bifreiðastjóri, Hábergi 14, Reykjavík, áður Miðsitju, Skagafirði, varð bráðkvaddur mánudaginn 28. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 8. september kl. 15.00. Kristín Rannveig Óskarsdóttir, Andri Kristjánsson, Brynjar Kristjánsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN KARL ÓLAFSSON, Háteigsvegi 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 4. september. Hanna Bachmann, Halla Jónsdóttir, Gunnar E. Finnbogason, Inga Jónsdóttir, Ottó Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.