Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 39 „GUÐMÓÐIR pönksins“ er frasi sem oft er notaður um Patti Smith; gagnrýnandi Morgunblaðsins nefndi hana t.a.m. því nafni í fyrirsögn eftir tónleika hennar á NASA fyrir 366 dögum síðan. Undirritaður var ekki viðstaddur þá tónleika og skemmti sér því við að tína til rök með og á móti þessum titli við endurkomu Pattiar til Íslands í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Tónleikarnir voru tvískiptir – í fyrri hlutanum lék Patti á gítar og söng í félagi við gítarleikarann Lenny Kaye, en þau hafa starfað saman frá því í upphafi áttunda ára- tugarins. Í þeim síðari lék Kaye áfram, en dóttir Pattiar, Jesse Lee, lék á hljómborð og „draugræni“ syk- urmolinn Einar Örn Benediktsson blés í lúður í nokkrum lögum. Flutningurinn var mjög afslapp- aður í fyrri hlutanum, stundum allt að því losaralegur eða kærulaus. Patti Smith er augljóslega ekki neitt sérlega góður gítarleikari þrátt fyrir 30 ára reynslu, en það samræmist fullkomlega ímynd hennar sem frumpönkara: Hún tók bara upp gít- ar, byrjaði að semja lög með þeim tveim eða þrem hljómum sem hún kunni og með hjálp vandaðra texta varð úr áhugaverð músík. Tónlist- arlega á Patti meira skylt við amer- íska þjóðlagatónlist en breska lág- stéttartóna og hún kom upp um ást sína á slíkri tónlist með því að leika lag eftir kántrí-hetjuna Hank Willi- ams. Ekki mikið pönk þar, ef þú spyrð mig. Það er vissulega áhugavert að það sem stóð upp úr fyrir hlé var magn- aður flutningur á „My Blakean Year“ af nýjustu plötu Pattiar; hinni tveggja ára gömlu Trampin. Þó að stjarna Pattiar Smith hafi kannski skinið hvað skærast undir lok átt- unda áratugarins, þá er hún aug- ljóslega listamaður sem er enn að vaxa og dafna. Og röddin er ekkert farin að láta á sjá eða heyra. Það er fremur að hún batni með aldrinum. Röddin er djúp, hrjúf, og fær um að stökkva frá ein- um enda tónsviðsins til annars ef með þarf. Patti blandar blæbrigðum raddarinnar saman og tjáir þannig textann með áhrifaríkum hætti. Ein- staklega dýnamískur gítarleikur Lenny Kaye er svo punkturinn yfir i- ið; styður við þar sem þarf, tekur völdin annars staðar, og þegar kem- ur að snarstefjun kýs hann að fara einfaldar leiðir gegnum einföld lög og snúnari stíga þegar þannig ber undir. En Patti er stjarnan, og hún sýndi það svo um munaði í „Pissing in a River“ af Radio Ethiopia (1976) og uppklappslaginu „Gloria“ af frum- rauninni Horses (1975). Í því síð- arnefnda var röddin rám og sterk í senn, og Patti sleppti sér ögn hvað varðaði sviðsframkomu. Hún tók sér hljóðnemann í hönd og gekk brjál- æðislega um sviðið og var nærri því dottin um koll í leiðinni. Annars var hún afskaplega vinaleg og kurteis og bryddaði meðal annars upp á þeirri skemmtilegu nýlundu að óska eftir og svara síðan spurningum utan úr sal. Þá gat hún varla hætt að dásama Ísland og Íslendinga, og varaði við- stadda m.a. við þeirri hættu sem steðjar að hálendinu. Lokalag tónleikanna (fyrir upp- klapp) var „Power to the People“ (Dream of Life, 1988). Hún notaði það sem eins konar áminningu til Ís- lendinga um að framgöngu Lands- virkjunar og Alcoa við Kárahnjúka væri hægt að stöðva með sameig- inlegu átaki. Hún stillti upp andstæð- unum náttúra og stórfyrirtæki, en tókst einhvern veginn ekki að sann- færa viðstadda um að drífa sig af stað, enda gestirnir flestir á miðjum aldri og líklegast búnir að koma sér vel fyrir. Þá fór boðskapur lagsins „Ghost Dance“ (Easter, 1978) líka fyrir ofan garð og neðan, en lagið er tileinkað réttindabaráttu indíána í N- Ameríku. Pólitíkin vakti meiri viðbrögð þeg- ar Patti kynnti glænýtt lag um 27 börn sem létust í sprengjuárás Ísr- aelsmanna á Qana í Líbanon. Hún gagnrýndi stríðsreksturinn og líkti honum við innrás Bandaríkjamanna í Írak og uppskar lófaklapp við- staddra. Rétt áður en lagið hófst heimtaði Bandaríkjamaður aftan úr salnum að lagið væri einnig flutt handa „gyðingabörnunum“, þ.e. ísr- aelskum fórnarlömbum Hizbollah. Þetta vakti mikla furðu í salnum, fólki fannst athugasemdin heldur betur draga úr þeirri heimilislegu stemningu sem Patti hafði tekist að koma upp í þúsund manna salnum. Patti svaraði því til að ef viðkomandi héldi að börnin í ljóðinu þyrftu að uppfylla einhver ákveðin skilyrði (um kynþátt, trú, o.s.frv.) þá væri sá hinn sami að misskilja boðskap lagsins. Þessi uppákoma situr eftir í gagn- rýnanda – þetta var svo skýr áminn- ing um átökin og ágreininginn sem einkennir nútímann, átökin sem Patti Smith gerði svo oft að umtals- efni á þriðjudagskvöld. „Well, the world’s a mess, but I’m doing fine,“ sagði hún m.a. þegar einhver áhorf- andi spurði hvernig hún hefði það. Smith sýndi þannig á sér margar hliðar á tónleikunum, og mispönk- aðar. Hún leitaði t.a.m. inn á fram- úrstefnuleg mið þar sem spuna var splæst saman við flutning prósaljóða undir miðbik síðari hlutans. „Seven Ways of Going“ (Wave, 1976) heppn- aðist best, framlag Einars Arnar var kærkomið, og flutninginn hefði ef- laust verið magnað að sjá og heyra á einhverjum gjörningaklúbbi í New York um það leyti sem lagið kom fyrst út. Söngrödd Smith stendur upp úr eftir tónleikana. Hún nýtur sín betur í naumhyggnum útsetn- ingum, það þarf aðeins að bera sam- an pródúksjónina á „Because of the Night“ og útsetninguna á tónleik- unum til að heyra að smá kassagítar og píanó gefur einfaldlega smekk- legri hljóm en ofvaxið trommusánd og sykurhúðun. Ég get ekki sagt til um hvort tónleikar Pattiar með heilli hljómsveit fyrir ári síðan hafi hljóm- að svo, og enn síður hvort þeir hafi verið betri eða síðri en þessir, en tón- leikar Pattar Smith í Háskólabíói voru í það minnsta skemmtilegir og nokkuð frábrugðnir öðrum tón- leikum sem ég hef séð þar. Við erum hins vegar enn í nokkurri óvissu um hvort Patti á í raun og veru skilinn titilinn alræmda sem pönkmamma. Pólitísk pönkmóðir TÓNLIST Háskólabíó Patti Smith í Háskólabíói 5. september kl. 20. Patti Smith  Atli Bollason Guðmóðirin „Röddin er ekkert farin að láta á sjá eða heyra. Það er frem- ur að hún batni með aldrinum.“ PS Ísland sýnir allar bestu hliðar náttúruljósmynd- arans Páls Stefáns- sonar. Bókin hefur að geyma einstaka ferðasögu sem sögð er af land- könnuði birtunnar. Hvort sem viðfangsefnið er smágerð fegurð hvera við Hrafntinnusker eða nánast yfirþyrmandi hrikaleiki Grímsvatna. Stöðugt erum við vitni að töfrastundum. Þetta eru skilaboð til okkar: P.s. Ísland. edda.is Sérlega falleg gjafabók fyrir alla þá sem unna íslenskri náttúru, Íslendinga, vini og ættingja erlendis. Einnig fáanleg á ensku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.