Morgunblaðið - 07.09.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 07.09.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 41 RÚSSNESKI kvikmynda- leikstjórinn Aleksandr So- ukurov verður heið- ursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík (RIFF) sem fram fer dagana 28. september til 8. október næstkomandi. Verða honum á hátíðinni veitt sérstök heiðurs- verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Soukurov er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri sam- tímans og hefur sópað að sér verðlaunum á helstu kvik- myndahátíðum heims, meðal annars í Cannes, Berlín, Toronto auk evrópsku kvikmynda- verðlaunanna. Soukurov nam kvikmyndalist við VGIK kvikmyndaskólann í Moskvu frá árinu 1945. Fyrsta mynd hans, The Lonely Human Voice (Odinokiy golos cheloveka) frá árinu 1987 var ekki sýnd op- inberlega í heimalandi hans fyrr en árið 1990 þar sem hún þótti of andsovésk. Eftir Soukurovs liggja yfir 30 bíómyndir og verða tvær þeirra sýndar meðan á hátíð- inni stendur, Russian Ark (Russikiy kovcheg) frá árinu 2002 og The Sun (Solntse) frá 2005. Auk þess stendur Souk- urov að mastersklassa í há- tíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 7. nóvember næstkomandi. Hann hefur verið í fararbroddi á sviði stafrænnar kvikmyndagerðar og mun meðal annars fjalla um kvik- myndir frá stafrænu sjónarhorni. Kvikmyndir | Hinn rússneski Aleksandr Soukurov heiðurs- gestur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík Mikilhæfur Sokurov hefur leikstýrt yfir þrjátíu kvik- myndum og verða tvær þeirra sýndar á hátíðinni. Einn virtasti leikstjóri samtímans Heimili, hönnun og lífsstíll Glæsilegt sérblað um heimili, hönnun og lífsstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. september. Meðal efnis eru ráðleggingar innanhússarkitekts um litaval á veggjum, ýmsar nýjungar fyrir baðherbergi, nýjungar í rúmum, heimsóknir á hugguleg heimili, hönnun á útipöllum, umfjöllun um lausar eldhúsinnréttingar, LCD sjónvörp og hljómtæki og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 12. september. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Háalind Parhús í sérflokki Til sölu stórglæsilegt 210 fm parhús á tveimur hæðum (suðurendi) á frá- bærum stað í barnvænu hverfi. Úr húsinu er glæsilegt útsýni í suður, vestur á jökul og norður á Esjuna. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Massíft parket. Glæsilegt eldhús og baðherbergi, fjögur góð svefnherbergi. Fallegur garður, timburverandir. Sérstaklega vel skipulagt hús. Innangengt í bílskúr. Verð 49,9 m.kr. FRAMSETNING breska leikstjór- ans Pauls Greengrass á aðdraganda þess að flug United flugfélagsins númer 93, brotlent á akri í Pensilv- aníu þann 11. september 2001, eftir að hafa verið rænt og stefnt til Wash- ington, er einkar vel gerð og sláandi kvikmynd um sannsögulega atburði. Leikstjórinn gerir hvort tveggja í senn, býr til magnþrungna drama- tíska kvikmynd um leið og hann tekst á við þann örlagaríka dag sem mynd- in fjallar um, þ.e. 11. september á nærgætinn hátt. Í kvikmyndinni United 93 verður umfjöllun um líkleg örlög þeirra tilteknu einstaklinga sem voru um borð í United 93 vélinni að miðpunkti víðtækari hugleiðingar um þá vantrúuðu skelfingu sem greip um sig nær og fjær þegar atburðarás hryðjuverkanna 11. september varð smám saman ljós. Í myndinni má sjá áþekk efnistök og einkenna aðra sannsögulega kvik- mynd sem Greengrass er þekktur fyrir, Bloody Sunday en sú kvikmynd fjallar um morð breskra hersveita á friðsamlegum mótmælendum á Norður-Írlandi árið 1972. Greeng- rass hefur þróað með sér áhrifamik- inn raunsæisstíl, þar sem hreyf- anlegri tökuvélinni er beitt á kvikan hátt í anda fréttamynda. Þá er öll umgjörð eins jarðbundinn og frekast getur verið, óþekktir eða lítt þekktir leikarar fara með öll hlutverkin í myndinni og engin fínpússuð stjarna er í miðju atburðarásarinnar til þess að taka stjórnina á atburðarásinni, heldur leikarar sem túlka venjulegt fólk sem þarf að bregðast við mar- traðarkenndum aðstæðum. Greeng- rass byggir upp ákaflega áhrifaríka stígandi, sem hefst að morgni dags er hryðjuverkamennirnir fjórir sem rændu United 93 flugvélinni vakna á hótelherbergi og búa sig undir grimmdarverkið, á meðan flug- farþegar og áhöfn fara að tygja sig um borð. Við fylgjumst einnig með starfsmönnum flugumferðarstjórn- stöðva og herstöðva mæta til vinnu, með öllu grandalaus um þann ör- lagaríka dag sem þau eiga í vændum. Kvikmyndin fjallar um örvænt- ingu og hugdirfsku fórnarlamba hryðjuverkanna á áhrifamikinn hátt um leið og hún forðast að falla í gryfju þeirrar hugmyndafræðilegu einföldunar og þjóðernisrembu sem einkennt hefur pólitíska orðræðu um öryggismál í Bandaríkjunum eftir 11. september. Hryðjuverkamennirnir birtast okkur sem einstaklingar en ekki vélar eða ófreskjur, en að sama skapi menn sem litaðir eru af innræt- ingu og blindri hlýðni við málstað sem réttlættur er í nafni trúarinnar. Þannig beinist gagnrýni mynd- arinnar fremur að sljóum og kaót- ískum viðbrögðum yfirvalda við at- burðunum en tilteknum gerendum í árásunum, en þar er m.a. dregið fram á skýran hátt hversu granda- lausir Bandaríkjamenn voru á um að svona lagað gæti gerst. Því má e.t.v. segja að United 93 fjalli um viðbrögð fólks sem fylgdist allt að því vantrúað með því er áhyggjulaus vestræn heimsmynd þeirra fór skyndilega á hvolf. Áhrifamikið „Kvikmyndin fjallar um örvæntingu og hugdirfsku fórn- arlamba hryðjuverkanna á áhrifamikinn hátt um leið og hún forðast að falla í gryfju þeirrar hugmyndafræðilegu einföldunar og þjóðernisrembu sem einkennt hefur pólitíska orðræðu um öryggismál í Bandaríkjunum.“ Jarðbundin frásögn KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Paul Greengrass. Aðal- hlutverk: David Alan Basche, Richard Bekins, Susan Blommaert, Christian Clemenson, Khalid Abdalla, Lewis Al- samari, Ben Sliney. Bandaríkin, 111 mín. United 93  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.