Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Jóhanna Einarsdóttir tal-meinafræðingur vinnur núað rannsókn um greininguog mat á stami ungra barna og leitar að börnum á aldrinum 2 til 5 ára til að taka þátt í rannsókninni. „Stam byrjar yfirleitt á þessum aldri og er ætlað að 4% barna gangi í gegnum einhvers konar stamtíma- bil. Langflest þeirra, eða um 80%, stama aðeins í stuttan tíma og hætt- ir stamið svo af sjálfu sér, oftast á innan við hálfum mánuði,“ útskýrir Jóhanna. „Ef stamið heldur áfram eða kemur upp aftur og aftur er hætt við að vandinn verði þrálátur og eigi eftir að fylgja viðkomandi alla ævi.“ Ekki er til nein meðferð eða lækn- ing sem losar einstaklinga að fullu við þrálátt stam: „Ef stamið er mikið getur það haft víðtæk og jafnvel al- varleg áhrif á allt líf fólks. Þannig getur mikið stam t.d. stýrt starfsvali fólks og jafnvel makavali.“ Meðferðir við stami krefjast mik- illar vinnu og staðfestu þegar komið er á fullorðinsár: „Auðveldara er að hjálpa stömurum þegar einkennin koma fyrst fram á æskuárum, þegar börnin eru enn að læra tungumálið og heilinn, að kalla má, sveigjanlegri en hann verður seinna á lífsleiðinni.“ Jóhanna segir öllum eðlilegt að stama stöku sinnum: „Það er venju- legt að hökta á orðum þegar við töl- um og nota hikorð, hækjur, eða end- urtaka smáorð á meðan við hugsum um hvað við ætlum að segja næst. Hins vegar er þrálátt stam annar hlutur og er tilgangur rannsókn- arinnar m.a. að hanna staðlað mats- kerfi til að greina og mæla stam. Með því gefst hugsanlega tækifæri til að rannsaka stam nákvæmar og vonandi finna betri skýringar á því af hverju fólk fer að stama,“ segir Jóhanna, en áætlað er að um 1% full- orðinna séu haldnir þrálátu stami að einhverju marki. Enn hefur ekki tekist að greina með viðunandi hætti orsakir stams: „Stam hefur mikið verið rannsakað en hvorki hafa fundist afgerandi áhrifavaldar í málþroska eða um- hverfi. Þó virðist stam vera algeng- ara í sumum ættum en fáar vand- aðar erfðafræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á stami til þessa.“ Foreldrar sem hafa áhuga á að láta börn sín taka þátt í rannsókn Jóhönnu eru beðnir að snúa sér til Talþjálfunar Reykjavíkur í síma 553 5030. Sem fyrr segir þurfa börn- in að vera á aldrinum 2 til 5 ára og þarf stam þeirra að vera greinilegt. Til að vera fullgildir þátttakendur í rannsókninni mega önnur frávik í málþroska ekki vera áberandi. Foreldrar sem taka þátt fá ókeyp- is athugun á tali barnsins og ráðgjöf varðandi stam ef börnin reynast stama. Háskólasjóður Eimskipafélags Ís- lands, Rannsóknamiðstöð Íslands og Reykjavíkurborg veittu rannsókn Jóhönnu veglega styrki. Einnig hef- ur Jóhanna notið aðstoðar Mál- bjargar, félags stamara á Íslandi. Má lesa nánar um starfsemi Mál- bjargar og stam á www.stam.is. Heilsa | Þátttakendur óskast í rannsókn Rannsakar stam barna  Jóhanna Ein- arsdóttir fæddist á Seltjarnarnesi 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1978, B.Ed. gráðu frá KHÍ 1981 og meist- araprófi í tal- meinafræði frá Kennaraháskólanum í Kiel 1986. Jóhanna stundar nú doktorsnám við læknadeild HÍ. Jóhanna starfaði hjá Leikskólum Reykjavíkur í 10 ár að námi loknu en frá árinu 1994 hefur hún rekið eigin stofu, Tal- þjálfun Reykjavíkur, ásamt öðrum talmeinafræðingum. Jóhanna er gift Gunnari Þóri Bjarnasyni kenn- ara og eiga þau þrjá syni. 50% afsláttur af gallafatnaði Gallabuxur háar í mittið st. 38-48 Gallabuxur lágar upp st. 25-30 Gallakvartbuxur Gallapils st. 36-48 Laugavegi 54 sími 552 5201 Helgarbrjálæði Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVERN LANGAR AÐ HALDA VEISLU? NEI, EKKI MIG HELDUR OG FIMM ER 22... NÍTJÁNHUNDRUÐ FIMMTÍU OG NÍU PLÚS TUTTUGU OG TVEIR ER 1981 ÞEGAR ÉG VERÐ ORÐINN 22 OG SYSTIR ÞÍN 17, HELDURÐU AÐ HÚN VILJI FARA MEÐ MÉR Á STEFNUMÓT? MAMMA ÉG ER UGLA ÞÚ VIRÐIST EKKI MJÖG HAMINGJUSÖM UGLA ÉG ER ÞAÐ EKKI KANNSKI KÆTIR HÁDEGIS- MATUR ÞIG? MÉR FINNST MÝS EKKI GÓÐAR HÉRNA ER SÚPA ER ÞETTA MÚSASÚPA NEI, HÚN ER ÚR TÓMÖTUM HVERNIG GEKK? VIÐ TÖPUÐUM ORUSTUNNI, MISS- TUM ALLAN RÁNSFENGINN OKKAR OG SÆRÐUMST ILLA ÞAÐ VAR EKKI GOTT EN ÞÚ GETUR TEKIÐ GLEÐI ÞÍNA Á NÝ ÞÚ KEMUR RÉTT TÍMANLEGA TIL AÐ MÆTA Á DANSLEIK HJÁ SAUMAKLÚBBNUM OKKAR KOSSABÁS ÞEFBÁS ÉG ER KOMINN LANGT MEÐ AÐ SKIPULEGGJA BÆNAHALDIÐ ÁSAMT ÞVÍ AÐ LESA UPP ÚR RITNINGUNNI ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ LESA UPP ÚR VERKUM SAMTÍMAHUGSUÐA HVER- RA? BOB DYLAN, NEIL YOUNG OG FLEIRI EKKI ALLIR HUGSUÐIR SPILA Á GÍTAR VIÐ ÞURFUM AÐ RÆÐA UM MYNDINA MÍNA ÞVÍ ER ÉG HÉR NÚNA MJ ÉG ER BÚIN AÐ SAKNA ÞÍN SVO MIKIÐ ELSKAN MÍN ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.