Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 49

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 49 Stórkostleg mynd frá leikstjóranum Paul Grengrass sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI UNITED 93 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 14 YOU, ME AND DUPREE kl. 5:45 - 8 - 10:20 leyfð YOU, ME AND DUPREE LUXUS VIP kl. 8 - 10:20 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6:15 - 8 - 10 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 LUXUS VIP kl. 5 LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 B.i. 12.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð 5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal. kl. 4 Leyfð ANT BULLY M/- ensku tal. kl. 6 - 8 - 10 Leyfð MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:10 -10:30 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN. MIAMI VICE kl. 10:40 B.i. 16.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 B.i. 12.ára. DIGITAL SÝN. SAMBÍÓIN KRINGLUNNISAMBÍÓIN ÁLFABAKKA með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum, ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas. Ein fyndnasta grínmynd ársins GEGGJUÐ GRÍNMYND eeeee blaðið eee S.V. - MBL eee V.J.V - TOPP5.IS Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village. PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK JAMIE FOXX COLIN FARRELL SVALASTA SPENNUM YND SUMA RSINS FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” eee LIB - TOPP5.IS eee HJ - MBLFrábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. PP5.IS ee eeeee LIB - topp5.is eeee Tommi - Kvikmyndir.is "ÁKAFLEGA STERK MYND OG SÖMULEIÐIS EIN SÚ MIKILVÆGASTA SEM KOMIÐ HEFUR ÚT UM GOTT SKEIÐ. BESTA MYND ÁRSINS HINGAÐ TIL!" Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Maður getur ekki munað allt (ef maður gerði það myndi minningin sjálf vara jafnlengi og atburðurinn). Himintunglin varpa ljósi á sterka tilfinningu hrútsins fyrir því sem á eftir að verða mikilvægt síðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið leikur sér með áhrif sín og lætur reyna á það hversu varanleg þau eru á aðra. Með því að segja öðrum akkúrat það sem þeir vilja vita, ekkert umfram það, viðheldur þú dulúðinni í kringum þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn hefur einstakt lag á því að skapa hámarksstíl með lágmarks- útgjöldum. Það skrýtna er, að hafa enn meira fé milli handanna tryggir alls ekki að stíllinn batni. Sparsemin vinnur með þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vandamál sem hefur íþyngt þér um skeið virðist allt í einu smávægilegt og auðleyst. Svo auðleyst reyndar að krabbinn lætur freistast til þess að fresta því enn einu sinni. Nýttu þér þroska þinn til þess að gera það núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Horfurnar í fjármálum batna þegar þú leysir verkefni sem enginn annar getur. Hóflegum kröfum þínum er mætt, en hugsanlega ekki jafnskjótt og þessum ósanngjörnu. Láttu yfirgengilega hegð- un eftir þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Enginn getur vitað allt, en reynsla þín er að minnsta kosti víðtæk. Skilgreindu þekkingarsvið þitt og gerðu svo að minnsta kosti eitthvað eitt, sem fellur utan þess. Gerðu það illa, ef þú getur. Þetta á eftir að gera þig frjálsa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin gerir það besta úr öllum að- stæðum. Vegna hæfileikans til þess að nýta sér það sem hún hefur, ber hún meira úr býtum. Og meira. Og meira. Þangað til hún veit ekki hvað hún á að gera við það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn hefur einstakar venjur. Þinn háttur á að borða morgunverð, skipuleggja vinnudaginn og bursta tenn- urnar er lýsandi fyrir þig. Í dag færðu tækifæri til þess að byrja á nýrri venju – sem á eftir að gleðja þig einstaklega mikið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Að elska vinnuna, er eitt það heilbrigð- asta sem maður getur gert. En stundum er það líka eitt hið ómögulegasta sem maður getur gert. Spáðu í það hvernig þú getur auðveldað þér hlutina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er meistari í því að stýra til- finningum. Eitt reiðiaugnablik, sem vel er haldið á, getur komið í veg fyrir ára- langa eftirsjá í framtíðinni. Það getur líka knúið verkefni eða verið hvatinn að mikilli velgengni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er vel fær um að berast með straumnum, tileinka sér tísku og taka þátt í félagslegri þróun án þess að glata lífsskoðunum sínum. Hið aðdáun- arverða og erfiða er að fá það besta úr báðum heimum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er oft beðinn um að horfast í augu við raunveruleikann en afþakkar. Það er frábær leið til þess að viðhalda hamingju sinni og yfirburðum. Of mikill raunveruleiki er til vandræða. stjörnuspá Holiday Mathis Fullt tungl sviptir hulunni ávallt af einhverju nýju og svarar spurningum sem við vissum jafnvel ekki að við værum að leita að svarinu við. Fullt tungl í fiskum á kannski eftir að svara einni spurningu en skilur reyndar eftir sig enn stærra spurningamerki í framhaldinu. Eterísk og yfirnáttúruleg viðfangsefni vekja áhuga. Reyndu að tjá þig við ást- vini með hugsanaflutningi, það virkar. ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) sem fram fer dagana 28. september til 8. október óskar eftir sjálfboðaliðum til að að- stoða við hátíðina í haust. Á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim er það vel þekkt að fólk á öllum aldri bjóði fram aðstoð sína við umönnun gesta, við bíósýningar, við sendiferðir, við veisluhöld og allan þann fjölda af verkefnum sem geta fallið til við skipulagningu og fram- kvæmd kvikmyndahátíðar. Framlag sjálfboðaliða skiptir sköpum ef gera skal kvikmyndahá- tíðina að þeim glæsilega menningar- viðburði sem stefnt er að. Auk þess eiga sjálfboðaliðar ríkan þátt í að skapa þá lifandi stemmningu sem myndast á meðan á hátíðinni stend- ur. Í fyrra tóku um 90 sjálfboðaliðar þátt í starfi hátíðarinnar og í ár von- umst við til þess að fá enn fleiri til liðs við okkur. Störfin eru tilvalin fyrir áhugafólk um kvikmyndir þar sem leitast er við að veita fólki innsýn inn í undir- búningsferlið að kvikmyndahátíð um leið og boðið er upp á skemmtilegt starf í líflegu andrúmslofti. Sjálf- boðaliðar hátíðarinnar fá aðgöngu- passa sem gildir á allar myndir há- tíðarinnar meðan húsrúm leyfir. Flestir sjálfboðaliðarnir munu starfa á meðan á hátíðinni stendur, en næg verkefni eru þó einnig í að- draganda hátíðarinnar. Áhugasamir geta farið á heima- síðu hátíðarinnar – www.filmfest.is – og fyllt út umsóknareyðublað, eða hringt á skrifstofu hátíðarinnar: 55 22 555. Nánari upplýsingar má fá hjá Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, í síma 861 7374. Alþjóðleg kvikmyndahátíð – sjálfboðaliðar óskast Í SUMAR var gestum á mbl.is boðið að taka þátt í netleiknum Yeti á veg- um www.mega.is. Þátttaka í leiknum var geysigóð enda til mikils að vinna, þar sem þrír stigahæstu þátttakendurnir hlutu gjafabréf frá Iceland Express að verðmæti 25.000 krónur hver. Hinir heppnu eru Jóhann Már Sigurbjörnsson, Rauðagerði 48 í Reykjavík, Reynir Freyr Jakobsson, Gauksrima 11 á Selfossi, og Þórdís Adda Haraldsdóttir, Vestursíðu 24 á Akureyri. Morgunblaðið óskar þeim hjartanlega til hamingju með vinn- inginn, um leið og hinum fjölmörgu sem spiluðu er þökkuð þátttakan. Vinningshafi í netleiknum Yeti Vinningur Vinningshafinn Jóhann Már Sigurbjörnsson tekur við gjafabréfi sínu úr hendi Jóns Agnars Ólasonar á markaðsdeild Morgunblaðsins. KYNNINGARMIÐSTÖÐ íslenskr- ar myndlistar / Center for Icelandic art auglýsir eftir umsóknum um verkefna-, ferða- og útgáfustyrki vegna verkefna erlendis. Umsóknarfrestur vegna síðari lotu ársins er til 8. september 2006. Opið er fyrir umsóknir um styrki vegna smærri verkefna allan ársins hring. Nánari upplýsingar um styrkja- kerfi Kynningarmiðstöðvarinnar fást á heimasíðu miðstöðvarinnar, www.cia.is Styrkir til verkefna íslenskra lista- manna erlendis Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.