Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Rigning um
landið vestanvert.
Skýjað með köfl-
um austantil. Fer
að rigna um sunnanvert
landið síðdegis. » 8
Heitast Kaldast
15°C 9°C
Fagleg oglögleg
þjónusta í boði
Löggilt menntun snyrtifræðinga, í Félagi íslenskra snyrti-
fræðinga, tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og sérhæfða
meðhöndlun andlits og líkama með heilbrigði og vellíðan að
leiðarljósi - og þá er að finna á Meistarinn.is
og dekur
Hollusta
í dagsins önn
VERÐUR nýtt Skuggahverfi til að auka lífsgæði og
útivist í miðborginni? Hvernig mun næsta stórviðri
hegða sér í samspili við háhýsin og kassalaga fjöl-
býlishúsin sem rísa hratt um
alla höfuðborg?
Magnús Jónsson, veðurstofu-
stjóri, segir brýnt að menn velti
fyrir sér spurningum á borð við
þessar. Bendir hann á að skipu-
lag hverfa, stærð, lega og lögun
húsa geti ásamt gróðursæld
haft mikil áhrif á staðbundið
veðurfar. Magnús segir raunar
furðu vekja hve litla athygli skipulagsyfirvöld og
arkitektar hafi almennt sýnt vindfari og veðri.
Margar þeirra blokka og háhýsa sem risið hafa á sl.
árum muni hafa mikil áhrif á vindstrengi.
Vindhraði vex með hæð
„Vindhraðinn vex með hæð og það að fara með
húsin sífellt hærra upp í loft er ávísun á að leiða
þann vindhraða sem þar er uppi niður meðfram
byggingunum eða í alls kyns hvirflum í kringum
þær,“ segir Magnús. Hann hefur ákveðnar áhyggj-
ur af því að næst þegar verulega vond veður geri á
höfuðborgarsvæðinu, sem sé á 5–15 ára fresti, geti
hið svokallaða „Engihjallaveður“ frá 9. áratug síð-
ustu aldar endurtekið sig víðar um borgina. Þá fuku
bílar upp með veggjum blokka í Kópavogi.
Ekki hugað að
áhrifum háhýsa
á vindstrengi
Hönnun | 10
Veðurstofustjóri óttast
nýtt „Engihjallaveður“
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
EKKI var hugað nægilega að að-
stöðu fyrir hreyfihamlaða í nýupp-
gerðri Sundlaug Seltjarnarness, seg-
ir móðir 14 ára hreyfihamlaðrar
stúlku. Hún segir að ekki þyrfti að
leggja í mikinn kostnað til að bæta
ástandið í sundlauginni.
„Það hefur verið erfitt að senda
dóttur mína í sund, en hún hefur ver-
ið mjög dugleg, og starfsfólkið hefur
verið indælt og aðstoðað hana. Bara
það að hafa ekki sturtustól fyrir
hana, eins hreyfihömluð og hún er, og
handrið, er óskiljanlegt. Ég er gáttuð
á því. Það er örugglega líka margt
gamalt fólk sem þarf á þessu að
halda,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir.
Hún segir slíkan stól kosta um 8 þús-
und krónur, og handriðin ættu ekki
að kosta mikið til viðbótar við það.
Kristín segir óskiljanlegt að ekki
sé hægt að hafa aðstöðu til fyrir-
myndar á Seltjarnarnesi. Hún hafi
komið með dóttur sína í laugina í Vík í
Mýrdal, sem sé e.t.v. ekki best stæða
sveitarfélagið, og þar hafi verið afar
fullkomin aðstaða, og henni strax
boðið að nýta sér sérstakan búnings-
klefa fyrir fatlaða, sem hafi verið eins
og best verði á kosið.
„Þegar ég sá aðstöðuna þar spurði
ég starfsmann hvort það væru marg-
ir fatlaðir í bænum. Hann svaraði:
„Nei, en við vildum hafa þetta allt
pottþétt af því að það geta komið fatl-
aðir á tjaldstæðið“,“ segir Kristín.
Hún segir að þetta viðhorf sé til fyr-
irmyndar og ætti að ríkja víðar.
Kostar
ekki mikið
að bæta
ástandið
Aðstaða | 12
Móðir gáttuð á að-
stöðunni í Neslaug
RÚSSNESKI kvikmyndaleikstjór-
inn Aleksandr Soukurov verður heið-
ursgestur Al-
þjóðlegrar
kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík
(RIFF) sem
fram fer dagana
28. september til
8. október næst-
komandi.
Tvær mynda
Soukurovs verða
sýndar hér á
landi á hátíðinni auk þess sem leik-
stjórinn stendur að „masterclass“ í
hátíðarsal Háskóla Íslands. |41
Soukurov
heiðursgestur
Alexander Soukurov
EFTIR góðan sigur á Norður-Írum í Belfast á
laugardaginn varð íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu karla að bíta í það súra epli að tapa fyrir
Dönum, 0:2, á Laugardalsvelli í gær að viðstödd-
um rúmlega 10.000 áhorfendum. Leikurinn var
liður í riðlakeppni Evrópumótsins 2008. Danir
gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í fyrri
hálfleik en þetta var fimmtándi sigur þeirra á Ís-
lendingum í nítján leikjum. | Íþróttir
Morgunblaðið/Kristinn
Enn og aftur hafa Danir betur
♦♦♦
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA,
hefur sent íslenskum stjórnvöld-
um rökstudda álitsgerð þar sem
fram kemur að nýjar reglur Evr-
ópuráðsins, er varða fram-
kvæmd meginreglunnar um
jafna stöðu karla og kvenna með
tilliti til atvinnumöguleika,
starfsnáms, stöðuhækkana og
starfsskilyrða, hafa ekki verið
lögleiddar á Íslandi. Í álitsgerð-
inni felst lokaáskorun til ís-
lenskra stjórnvalda um að inn-
leiða umrædda tilskipun í
landslög, en tilskipunina hefði
átt að innleiða fyrir tæpu ári, 5.
október 2005. Fari íslensk
stjórnvöld ekki að tilmælum
ESA innan tveggja mánaða
hyggst stofnunin íhuga máls-
sókn á hendur íslenska ríkinu
fyrir EFTA-dómstólnum.
Íslensk stjórnvöld hafa áður
lögleitt tilskipun Evrópuráðsins
um jafnrétti kynjanna hvað varð-
ar atvinnumöguleika, starfsþjálf-
un, stöðuhækkanir og starfsskil-
yrði, en tilskipunin sem ekki
því bönnuð skv. tilskipuninni.
Þar kemur einnig fram að aðild-
arríki Evrópska efnahagssvæð-
isins skuli gera viðeigandi ráð-
stafanir til þess að innleiða
tilskipunina í landslög og annast
greiningu og eftirlit með henni
og þannig stuðla að því að ekki
fari fram mismunun á grundvelli
kyns á vinnustöðum landsins.
„Eftir því sem ég kemst næst
er um að ræða reglugerð sem
þarf að setja og væntanlega
verður gengið frá henni mjög
fljótlega, þar sem vinna við hana
er komin langt á veg,“ segir
Magnús Stefánsson, félagsmála-
ráðherra en ráðuneyti hans fer
með jafnréttis- og atvinnumál.
Magnús segir að búið sé að inn-
leiða hluta af tilskipuninni í
landslög og þegar reglugerðin
verði tilbúin verði allri vinnu
varðandi innleiðingu tilskipunar-
innar lokið af hálfu ráðuneytis-
ins. Magnús býst við því að þeirri
vinnu verði lokið áður en frest-
urinn sem íslenskum stjórnvöld-
um var gefinn rennur út og því
ekki líklegt að málið komi til
kasta EFTA-dómstólsins.
hefur verið innleidd felur í sér
viðbætur við þá gömlu og hefur
m.a. að geyma skilgreiningar á
því hvað felist í beinni og óbeinni
mismunun, kynferðislegri
áreitni á vinnustað og annarri
áreitni. Auk þess kemur fram í
tilskipuninni að hvers kyns
áreitni á vinnustað feli í sér kyn-
ferðislega mismunun og er hún
ESA sendir stjórn-
völdum lokaáskorun
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is »Í kjölfar gildistökuEES-samningsins hér
á landi, árið 1994, bera ís-
lensk stjórnvöld þjóðrétt-
arlega ábyrgð á því að til-
skipanir Evrópuráðsins
sem varða fjórfrelsið svo-
kallaða og ýmis önnur
málefni séu lögleiddar
hér á landi.
»ESA hefur eftirlit meðaðildarríkjum samn-
ingsins og fylgist m.a.
með því að þau hafi inn-
leitt umræddar tilskip-
anir Evrópuráðsins í
landsrétt.
Í HNOTSKURN
Dregist hefur að lögfesta tilskipun um jafna stöðu
kynjanna sem taka átti gildi fyrir tæpu ári