Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 12. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Titilvörnin hefst hjá Barcelona á Nou Camp í kvöld » 4 VALUR Á ENN MÖGULEIKA HÚSVÍKINGURINN PÁLMI RAFN PÁLMASON VAR Á SKOTSKÓNUM Á LAUGARDALSVELLINUM „Við hættum við að fara á mótið í Pól- landi sem stóð til að fara á en það gerðum við í fyrra. Í stað þess leikum við gegn Ungverjum í tvígang í lok október,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, við Morgun- blaðið í gær. „Ástæðan fyrir að við hættum við að fara til Póllands var einfaldlega sú að það gekk illa að fá svar frá Pólverjum hvort að mótið færi fram eða ekki. Við gátum ekki beðið lengur með að skipuleggja okk- ur fyrir HM og gáfum því Pólverjana upp á bátinn. Þess í stað náðum við samningum við Ungverja. Leikum tvo leiki við þá ytra síðustu helgina í október og fáum þá síðan í heimsókn til okkar á næsta ári,“ sagði Einar. Ís- lenska landsliðið komi saman í æf- ingabúðir í Ungverjalandi þriðjudag- inn 23. október og verði þar fram á sunnudaginn 28. Á síðasta ári var gert hlé á keppni í þýsku 1. deildinni, þar sem flestir ís- lensku landsliðsmannanna leika, vegna móts Handknattleikssam- bands Evrópu (EHF) þar sem sigur- lið Evrópumóta félagsliða frá síðasta vori, svokallað Super cup-mót fé- lagsliða. Þrátt fyrir að Þjóðverjar eigi tvö af fjórum keppnisliðum á mótinu nú, Gummersbach og Lemgo, verður ekki gert hlé á þýsku deildinni. „Þar með opnast ekki sú smuga fyrir okkur til æfingaleikja eins og í fyrra þegar við fengum nærri vikutíma sem meðal annars var notaður til þriggja leikja við Norðmenn hér heima “ segir Ein ar. „Auðvitað eru þetta vonbrigði en þar sem ekki er um formlega lands- liðsviku hjá EHF að ræða fáum við okkar leikmenn ekki lausa frá sínum félagsliðum. Önnur landslið sitja við sama borð.“ Ráðgert er að íslenska landsliðið komi saman og hefji formlegan und- irbúning fyrir heimsmeistaramótið strax í upphafi nýs árs. Dagana 5.– 7. janúar tekur það þátt í fjögurra landa móti í Danmörku ásamt heimamönn- um, Norðmönnum og Dönum. „Tékk- ar koma hingað til lands og leika við okkur 13. og 14. janúar. Það verða síð- ustu leikir okkar fyrir HM en ég reikna með að landsliðið haldi síðan út til Þýskalands 18. janúar. Fyrsti leik- ur okkar á HM verður tveimur dög- um síðar við Ástrala,“ segir Einar og bætir við að það sé orðið mjög erfitt að fá landslið hingað heim til leikja. „Við reyndum að fá heimsmeistara Spánverja og eins Evrópumeistara Frakka hingað í heimsókn í janúar en hvorugt landsliðið sá sér fært að verða við óskum okkar. Eins reynd- um við að fá aðrar þjóðir en illa gekk. Tékka rak á fjörur okkar og þá slóg- um við til. Tékkar hafa svipað lið og Úkraínumenn sem við mætum á HM, Tékkar eru ágætur kostur “ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ungverjar sóttir heim í haust í stað Pólverja SKÝR mynd er komin á undirbún- ing íslenska landsliðsins í hand- knattleik karla fyrir heimsmeist- aramótið sem fram fer í Þýskalandi í síðari hluta janúar á næsta ári. Það leikur tvo vináttuleiki við Ung- verja í Ungverjalandi í lok október og síðan eru fimm leikir á dagskrá í janúar. Ekkert verður af því að landsliðið komi saman í lok nóv- ember eins og í fyrra þar sem nú verður ekkert hlé gert á keppni í þýsku 1. deildinni þar sem flestir landsliðsmennirnir eru. » Íslenska landsliðið leikursjö landsleiki frá október og fram að HM í Þýskalandi 20. janúar. »Frá október á síðasta ári ogfram að EM í Sviss í janúar á þessu ári lék íslenska lands- liðið í handknattleik ellefu op- inbera vináttulandsleiki. » Í janúar á þessu ári léklandsliðið fimm leiki, tvo við Norðmenn, tvo við Frakka og einn gegn Katar. » Janúar 2007 leikur lands-liðið einnig fimm leiki, tveir þeirra verða við Tékka, einn gegn Dönum, einn við Norð- menn og einn á móti Póllandi. Í HNOTSKURN ALÞJÓÐA knatt- spyrnu- sambandið, FIFA, hefur hafnað beiðni KSÍ um und- anþágu fyrir fé- lagaskipti Garð- ars Jóhannssonar úr Val yfir í Fre- drikstad í Nor- egi. Valsmenn voru búnir að ganga frá sölu á Garðari, auk þess sem hann hafði samið við norska félagið til næstu þriggja ára og var kominn utan til að búa sig undir fyrsta deildaleikinn þegar norska knatt- spyrnusambandið neitaði að stað- festa félagaskipti hans á þeim for- sendum að hann hefði þegar leikið með tveimur félögum, KR og Val, eftir 1. júlí. Samkvæmt reglum FIFA mega knattspyrnumenn ekki leika með fleiri en tveimur félögum á sama keppnistímabilinu. „Já, þetta er niðurstaðan í málinu í bili en við eigum eftir að ræða um það við FIFA í heild sinni og það tekur sinn tíma. Garðar fær því miður ekki félagaskiptin í bili,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, við Morg- unblaðið í gær. Svo kann að fara að Garðar fái ekki að skipta um félag fyrr en 1. júlí 2007 en formlegt keppn- istímabil UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, miðast við þá dagsetningu. „Ég vil ekki mála þetta alveg svo svart en það er þó ljóst að þetta er það tímabil sem UEFA miðar við, enda þótt tímabil- ið á Norðurlöndum sé öðruvísi. Þetta er eitt af mörgu sem við þurf- um að ræða við FIFA og það þarf að fá ýmsa hluti á hreint varðandi reglur um félagaskipti,“ sagði Geir Þorsteinsson. Garðar fast- ur til 1. júlí? Garðar Jóhannsson Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Barátta Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, í hörðum slag við ungverska varnarmenn í viðureign Íslands og Ungverja- lands í á EM í Sviss í byrjun ársins. Róbert verður væntanlega í hópi íslensku landsliðsmannanna sem sækja Ungverja heim í næsta mánuði. BORGARYFIRVÖLD í ensku borg- inni Liverpool hafa gefið knatt- spyrnufélaginu Liverpool grænt ljós á byggingu á Stanley Park, nýjum leikvangi sem taka mun 60.000 áhorfendur. Völlurinn verður stað- settur um 300 metra frá Anfield en á þeim fræga velli hefur Liverpool leikið í 114 ár. Áætlað er að hefja byggingu vallarins í byrjun næsta árs og stefnt er að því að fram- kvæmdum verði lokið í ágúst 2009. Horfið hefur verið frá að byggja einn völl fyrir heimaleiki Liverpool og Everton Nýr völlur í Liverpool Y f i r l i t                                   ! " # $ %           &         '() * +,,,                Í dag Sigmund 8 Menning 16, 40/44 Veður 8 Umræðan 28/31 Úr verinu 11 Forystugrein 26 Staksteinar 51 Viðhorf 28 Viðskipti 12/13 Bréf 30 Erlent 14/15 Minningar 32/37 Akureyri 18 Víkverji 46 Austurland 18 Staðurstund 46 Suðurnes 19 Velvakandi 46 Landið 19 Stjörnuspá 47 Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi býður þeim starfs- mönnum sem geta útvegað annan starfsmann bónusgreiðslu. Ákveðið var að fara þessa leið til að bregðast við erfiðri stöðu, en alls eru um 40 stöðugildi ómönnuð hjá svæð- isskrifstofunni. » 1  Tveir menn sem grunaðir eru um hnífaárás á bensínstöð Select í Breiðholti um helgina gáfu sig fram í gær, skömmu eftir að lögreglan í Reykjavík hafði sent fjölmiðlum myndir sem teknar voru með örygg- ismyndavélakerfi bensínstöðv- arinnar. » 4  Aðstandendur blindra nemenda eru ósáttir við hvernig yfirvöld standa að þjónustu við þennan hóp. Segja þeir að nánast engin þjónusta sé við blind börn á Íslandi. Mála- flokkurinn hafi lent í gryfju milli þriggja ráðuneyta. » 26  Gríðarlega góð veiði hefur verið í Stóur-Laxá í Hreppum síðustu daga. Var 39 löxum landað á svæðum I og II á laugardag. Tveggja daga veiði á svæði III skilaði 35 löxum. »11 Erlent  Fjöldi fólks um allan heim tók í gær þátt í minningarathöfnum vegna þess að fimm ár voru liðin frá árásunum á Bandaríkin. Á Manhatt- an, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, voru nöfn fórnarlambanna lesin upp- hátt. Fjölmiðlar í Evrópu gagn- rýndu harkalega stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn hryðjuverkum. »1  Leiðtogar Hamas og Fatah, tveggja helstu stjórnmálafylkinga Palestínumanna, náðu í gær sam- komulagi um að Fatah fengi aðild að nýrri samsteypustjórn um þjóð- areiningu. Vonast Palestínumenn til þess að Vesturveldin hefji í kjölfarið aftur fjárhagslegan stuðning við stjórnina. »1 Viðskipti  Lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfja- fyrirtækið Pliva um rúm 10%. Tilboð Barr er því nú liðlega 3% hærra en tilboð íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis sem einnig sækist eftir að kaupa Pliva. »12 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is NÝ TÆKNI kann að leysa ratsjár af hólmi við eftirlit með flugumferð á næstu árum. Nýja tæknin byggist á GPS-staðsetningartækjum um borð í flugvélunum, og staðsetur vélarnar mun nákvæmar en ratsjá, segir Leifur Há- konarson, flugmálastjóri hjá Flugmálastjórn. Í dag notast flugumferðarstjórn hér á landi og annars staðar við svokallaða svarratsjá til að staðsetja flugvélar. Er þá sent út merki frá rat- sjárstöð sem svokallaður ratsjársvari um borð í flugvélum nemur. Svarið er svo notað til að meta staðsetningu flugvélarinnar. Nýja tæknin er kölluð Automatic Dependent Surveillance Broadcast Programs, eða ADS-B. Hún byggist á sams konar hugmynd og svar- ratsjáin, nema hvað ekki þarf að senda merki frá ratsjá á jörðu niðri. Þá er sendir um borð í hverri flugvél tengdur við GPS-staðsetning- artæki, sem sendir nákvæma staðsetningu á einnar sekúndu fresti til flugumferðarstjórnar. Helsti kosturinn við kerfið fyrir flugumferð- arstjóra er mun nákvæmari staðsetning flug- vélar heldur en fékkst í mörgum tilfellum með ratsjá, enda eru þær ónákvæmari en GPS tæki, sér í lagi þegar flugvélin er langt frá ratsjár- stöðinni. Flugmenn eru líka hrifnir af nýja kerf- inu því með henni geta þeir séð nákvæmlega hvar aðrar vélar í nágrenninu eru og þurfa því ekki að treysta jafn mikið á flugumferðarstjóra. Leifur segir að í dag séu um 10% þeirra flug- véla sem fljúga um íslenska lofthelgi þegar með búnað af þessu tagi og er Flugmálastjórn nú með tækjabúnað til að taka á móti sendingunum frá tveimur mismunandi fyrirtækjum, til að prófa hvor þeirra henti betur. Ástralar fyrstir til að skipta Spurður hvenær þessi tæki verði orðin al- menn segir Leifur það velta mikið á því hversu hratt þjóðir taka við sér. Sem dæmi hafi Ástr- alar tekið þá ákvörðun að hætta að nota hefð- bundna ratsjártækni á næstu árum og skylda flugvélar sem fljúga til landsins til að vera með nýju GPS-tæknina. Bendir Leifur á að ef evr- ópsk flugmálayfirvöld leggi áherslu á nýja kerf- ið gæti það orðið allsráðandi eftir 5-6 ár. Einn af þeim kostum við nýju tæknina sem rekur Ástrala áfram við þróun þessa kerfis er að stöðvar á jörðu niðri eru mun ódýrari en rad- arstöðvar, en hver stöð kostar um tíunda hluta þess sem hefði kostað að koma upp ratsjám sem þekja sama svæði. Á næstu 12–18 mánuðum verður komið upp 28 stöðvum á jörðu niðri í Ástralíu til að taka við boðum frá flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá áströlskum flug- málayfirvöldum. Nýja kerfið hefur nokkra af sömu göllunum og hefðbundið ratsjárkerfi. Þar sem flugvél- arnar senda boð til stöðva á jörðu niðri þarf eftir sem áður að hafa stöðvar dreifðar um landið til að taka á móti boðunum og fjöll og dalir geta hindrað sendingarnar. Leifur segir að það hefði mátt koma í veg fyr- ir þetta með því að senda gögn frá flugvélum í gervihnetti og þaðan í einstakar stjórnstöðvar, en það hafi ekki verið mögulegt sökum þess mikla gagnamagns sem þá þyrfti að fara í gegn- um gervihnettina. Sem dæmi séu á góðum degi 150 þotur á íslenska flugstjórnarsvæðinu á sama tíma, og ef hver þeirra sendi staðsetningu sína einu sinni á sekúndu sé ljóst að gagna- magnið sé gríðarlegt. Á þriðja tug GPS gervihnatta sveima í dag í kringum jörðina og nokkrir þeirra mega detta út án þess að mikið dragi úr nákvæmni í stað- setningum, segir Leifur. Það sé þó ljóst að GPS- tæknin verði að vera afar stöðug til að hægt verði að treysta á hana eingöngu. Þessi nýja GPS-tækni hefur einnig þann galla að eftir sem áður verður hægt að slökkva á tæk- inu um borð í flugvélinni sem á að hafa samband við flugumferðarstjóra. Í dag er hægt að slökkva á ratsjársvaranum, og á nákvæmlega sama hátt er hægt að slökkva á GPS-sendinum. Eftir sem áður verður því að reka ratsjár- stöðvar ef yfirvöld hafa áhuga á því að fylgjast með óþekktum flugvélum í lofthelgi landa sinna, t.d. til að reyna að koma í veg fyrir smygl. Flugvélarnar senda sjálfar GPS-upplýsingar Morgunblaðið/Jim Smart Nákvæmni Hægt verður að staðsetja flug- vélar nákvæmar með nýja kerfinu heldur en með ratsjárkerfinu sem notað er í dag. Ný tækni gæti leyst ratsjárstöðvar af hólmi við eftirlit með flugumferð á næstu árum Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi í iðnaðar- nefnd Alþingis, gekk í gær út af fundi nefndarinnar er fulltrúar Landsvirkjunar kynntu nýtt arð- semismat fyrirtækisins á Kára- hnjúkavirkjun. Að sögn Ögmundar gerði hann athugasemd við að fyr- irtækið gerði kröfu um að upplýs- ingar um arðsemismatið skyldu skoðaðar sem trúnaðarmál og er kröfu hans um afnám trúnaðarskyld- unnar var hafnað gekk hann af fundi. „Mér finnst aðstæður vera slíkar að ekkert réttlæti að það hvíli yfir þessu leynd,“ segir Ögmundur og bætir við að hann telji mikilvægt að opin og lýðræðisleg umræða fari fram um málið. „Ég vil að sett verði á laggirnar óháð nefnd sem kanni allar forsendur þessa máls,“ segir hann og bendir á nýjar upplýsingar jarð- fræðilegs eðlis sem hafi áhrif á arð- semismatið. Að mati Ögmundar er tilgangur trúnaðarskyldunnar að leyna upp- lýsingunum fyrir þjóðinni og vill hann ekki taka þátt í því. „Að mínu mati er leynimakkið í tengslum við þessar framkvæmdir beinlínis orðið þjóðhættulegt. Það er gjörsamlega fráleitt og fullkomlega óásættanlegt að ekki geti farið fram opin lýðræð- isleg umræða um alla þætti þessa máls,“ segir hann að lokum „Við vorum ekki bundin trúnaði gagnvart arðsemismatinu sem slíku heldur einungis orkusöluverðinu,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður iðnaðarnefndar. Hann telur jafn- framt ekki eðlilegt að þingnefnd krefji fyrirtæki á samkeppnismark- aði um upplýsingar sem fyrirtækið skuldbindur sig gagnvart sínum við- skiptavini að gefa ekki upp. „Þetta er einungis enn ein flug- eldasýning af hálfu Vinstri grænna sem snýr að málefnum Kárahnjúka- virkjunar þar sem þau eru að reyna að kasta rýrð á þá vönduðu vinnu sem hefur farið fram í sambandi við öryggisþætti virkjunarinnar og arð- semismat,“ segir hann og bætir við að þingmönnum beri skylda til að kynna sér til hlítar þau málefni sem Alþingi Íslendinga beri ábyrgð á. Ögmundur gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson Birkir Jón Jónsson Í LAUGARDALSHÖLLINNI hefst í dag Vestnorden- ferðakaupstefnan sem haldin er af ferðamála- yfirvöldum Íslands, Grænlands og Færeyja. Í gær var kaupstefnan hins vegar sett með hátíðlegri athöfn í Listasafni Reykjavíkur þar sem söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir „Diddú“ var meðal þeirra listamanna sem komu fram. Kaupstefnan, sem er nú haldin í 21. sinn, stendur yfir þar til á morgun. Munu um 400 ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Græn- landi og Færeyjum, auk ferðamálayfirvalda á Hjalt- landseyjum kynna vöru sína og þjónustu fyrir hátt í 200 kaupendum sem koma frá 30 löndum víðs vegar um heiminn. Meðal nýrra þátttakenda nú eru kaupendur frá Kína, Indlandi og Suður-Kóreu. Morgunblaðið/Kristinn Kaupstefna sett með pomp og prakt Í HNOTSKURN »Tekið er að hilla undir lokframkvæmda við Kára- hnjúka en sl. laugardag boraði TBM1 risabor Impregilo sig í gegnum síðasta berghaftið á leið sinni í aðrennslisgöngum virkjunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.