Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞORSTEINN Eyjólfsson, eða Steini í Hákoti eins og hann er jafnan nefndur, varð 100 ára í gær og þakkar hann helst hóflegu líferni því að hann hefur náð þessum háa aldri. Það er þó augljóslega líka eitthvað í genunum sem veldur langlífinu því Þorsteinn á eldri systur, Þorbjörgu, sem varð 100 ára fyrir tæplega tveimur árum. Hún mætti að sjálfsögðu í afmæl- isveisluna hjá litla bróður um helgina. Þessi langlífu systkini dvelja bæði í góðu yfirlæti á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar var haldið upp á afmæli Þorsteins á sunnudaginn. Var eftir því tekið hversu hress og ern systkinin voru. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn að samkomulag þeirra systkina hefði alltaf verið gott. Þau hefðu haldið góðu sambandi í gegn- um árin og hann hefði heimsótt hana reglulega. Heimsóknunum hefði hann haldið áfram eftir að þau urðu nágrannar á Hrafnistu fyrir rúmlega áratug. Eftir því sem aldurinn hefur færst yfir Þorstein hefur heimsóknunum þó fækkað og það gerir samskiptin erfið að Þor- björg hefur tapað miklu af heyrn. „Ég heyri illa sjálfur og hún ennþá minna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að í slíkum aðstæðum gætu samskiptin verið heldur stirð. Íslenskt met og heimsmet Þorsteinn var til sjós mest alla sína starfsævi, lengst af sem stýri- maður og skipstjóri og í Skipstjóra- og stýrimannatalinu er hann sagð- ur, „einn af mestu aflamönnum tog- araflotans“. Frægustu veiðiferðina fór hann árið 1948 á togaranum Mars frá Hafnarfirði og í Skipstjór- atalinu segir að hann hafi í þeim túr sett „Íslenskt met og heims- met“ þegar hann landaði 380 tonn- um af hausuðum og slægðum fiski í Bremerhaven sem veiddist á 5½ sólarhring. Það mun jafngilda um 500 tonnum af fiski úr sjó. Þegar Þorsteinn var inntur eftir því hvort það væri rétt að hann væri frægur aflaskipstjóri vildi Þor- steinn ekki beinlínis segja það, veiðin hefði reyndar yfirleitt gengið ágætlega. Ekkert alvarleg slys hefði orðið um borð í skipum sem hann stjórn- aði og einhverjum mönnum hefði hann bjargað úr sjávarháska, en ekki vildi hann þó heldur gera mik- ið úr þeim afrekum sínum. Af 100 ára gömlum manni telst Þorsteinn við afar góða heilsu og þó að eitthvað hafi dregið úr fótaferð er ekki langt síðan hann fór á hverjum degi í göngutúra í ná- grenni Hrafnistu. En hverju þakk- ar hann að hafa náð svona háum aldri? „Það er nú vandi að ætla að svara því. Ég vil segja það að ég hef lifað sæmilega hóflegu lífi, bæði í mat og drykk. Áfengi hef ég smakkað svolítið, líklegast svona í meðallagi en síðustu 10 ár lítið sem ekki neitt. Mér er sagt að ef maður eigi ekki mikið að smakka áfengi á efri árum, þó maður hætti því ekki alveg, og ég hef farið eftir því,“ sagði hann. Þegar þau Þorbjörg og Þorsteinn hittust til að ljósmyndari gæti smellt af þeim mynd, var greinilegt að afar vel fer á með þeim. Þor- björg var líka fljót að samsinna því að samkomulagið hafi alltaf verið gott. „Okkur kom afskaplega vel saman. Við erum voðalega góð ein- ing,“ sagði hún. Þegar henni var sagt að myndin ætti að birtast í Morgunblaðinu varð henni í fyrstu ekki um sel því hún taldi sig hugs- anlega ekki nægilega vel búna. „Al- máttugur, á að koma mynd og ég sem er nýhætt með Moggann. Heldur þú að myndin verði góð?“ spurði hún. Einn af gestunum í 100 ára afmæli Þorsteins Eyjólfssonar var Þorbjörg, eldri systir hans, 101 árs gömul „Við erum voðalega góð eining“ Eftir því sem þjóðin eldist verður sífellt algeng- ara að fólk nái 100 ára aldri. Það hlýtur þó að telj- ast fremur óvenjulegt að 100 ára afmælisbörn geti boðið eldri systur sinni í afmælisveisluna. Morgunblaðið/Ásdís Aldavinir Í rúmlega 100 ár hefur farið vel á með Þorbjörgu og Þorsteini. ÁSGEIR Jónsson, 37 ára nýliði í heimi fjallamennskunnar, hyggst nú verða annar Íslendingurinn til að klífa Hátindana sjö og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að klífa Carstensz Pyramid (4.884 m) í Eyjaálfu sem einn tindanna. Há- tindarnir sjö eru hæsta fjall hverr- ar heimsálfu og eftirsótt takmark margra fjallamanna um víða ver- öld. Vert er að geta þess að fjalla- menn geta ýmist gengið á hæsta tind Ástralíu, Kosciuszko (2.228 m), eða hæsta tindinn í Eyjaálfu og fengið hvorn þeirra viðurkenndan sem sjöunda tindinn. Fyrsti Íslend- ingurinn til að klífa Hátindana sjö var Haraldur Örn Ólafsson og stefndi hann lengi vel á klífa Carst- ensz þótt ekki hefðu þær fyrirætl- anir gengið eftir vegna ótryggs stjórnmálaástands í Nýju-Gíneu og varð hann því að velja Kosciuszko. En nú boðar Ásgeir Jónsson tíma- mót í fjallgöngusögunni og stefnir á Hátindana sjö að Carstensz með- töldum. Hefur enginn Íslendingur klifið þann tind. Einn tindanna í röðinni hjá Ásgeiri er raunar þegar fallinn, Elbrus, (5.642 m), hæsta fjall Evrópu, sem Ásgeir kleif 5. september í 30 stiga frosti. Ásgeir segir það ógleymanlega tilfinningu að hafa náð tindi Elbrus. „Það var alveg einstakt,“ segir hann og bætir við að hann hafi sloppið við kal og hæðarveiki sem hrjáði suma í hópnum sem var á vegum ferðaskrifstofunnar Pila- grims Tours. Á tindinum Ásgeir rauðklæddur í aftari röð á tindi Elbrus ásamt sam- ferðamönnunum, Pétri Péturssyni, Hauki Grönli og Atla Þór Þorgeirssyni. Boðar tímamót í fjallgöngusögu Ásgeir Jónsson stefnir á Hátindana sjö að Carsztens Pyramid meðtöldum FULLTRÚAR Sjálfstæðisfélagsins, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn Álftaness, hafa óskað eftir því að fé- lagsmálaráðuneytið úrskurði um lögmæti ákvarðana nýs meirihluta í bæjarfélaginu hvað varðar riftun á samningi bæjarfélagsins og hjúkr- unarheimilisins Eirar um uppbygg- ingu fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins og fjármögnun afleiðinga þeirrar riftunar og fjármögnun breyttrar stefnu nýs meirihluta. Kæran lýtur að ákvörðunum í þessum efnum sem teknar voru á fundi bæjarstjórnar 28. ágúst sl. og á fundi bæjarráðs 31. ágúst sl. og fela meðal annars í sér 450 milljóna króna lántöku án þess að fyrir liggi umsögn sérfróðs aðila, eins og skylt sé samkvæmt 65. gr. sveitarstjórn- arlaga ráðist sveitarstjórn í fjárfest- ingar sem nemi meiri en fjórðungi skatttekna. Fram kemur að minnihlutinn telur að allur málatilbúnaður meirihlutans í þessum efnum sé lögleysa og beri ráðuneytinu að ógilda hann. „Það er ljóst að ákvarðanir núver- andi meirihluta bæjarstjórnar hafa valdið því með beinum eða óbeinum hætti að löglegum samningum við Hjúkrunarheimilið Eir er slitið. Það hefur í för með sér bótaskyldu sveit- arfélagsins til Eirar, kaupskyldu á landi og tekjumissi vegna gatna- gerðargjalda og annars, sem skv. hinum löglega samningi hefði átt að koma inn sem tekjur sveitarsjóðs á þessu ári eða næsta. Til þess að mæta þessum útgjöldum og tekju- missi hefur bæjarstjórn ákveðið að taka lán allt að kr. 450 milljónum.“ Riftun samnings til ráðuneytis Minnihlutinn á Álfta- nesi kærir lántöku Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞÓTT hjartaskurðdeild LSH fái gervilunga þá breytir það því ekki að eftir sem áður þurfa árlega um 20 börn að leggja leið sína til Boston í Bandaríkjunum í flóknari hjarta- skurðaðgerðir. Þetta segir Gylfi Óskarsson, barnahjartalæknir á Barnaspítala Hringsins, og bendir á að ekki sé rétt sem fram kom í til- kynningu sem birt var í Morgun- blaðinu um nýliðna helgi að með til- komu gervilungans þyrftu börn sem fæðast með hjartagalla ekki að fara utan í aðgerðir, en í sömu frétt kom fram að verið væri að safna fyrir gervilunga til handa börnum. Gylfi er einn þriggja barnahjarta- lækna á Barnaspítalanum sem ann- ast börn með hjartagalla, annast um greiningu þeirra og metur hvort hægt sé að framkvæma nauðsyn- lega aðgerðir hér heima eða hvort senda þurfi barnið utan í aðgerð. „Ég virði það mjög að verið sé að safna fyrir tækjabúnað fyrir hjarta- skurðdeildina, sérstaklega ef það er tækjabúnaður sem sérlega er ætl- aður börnum,“ segir Gylfi, en tók fram að hins vegar væri mikilvægt að réttar upplýsingar kæmu fram. Hafa aðgang að fremstu barnahjartaskurðlæknum Að sögn Gylfa eru 1,7% allra barna sem fæðast á Íslandi árlega með hjartagalla. „Af þeim eru kannski 30 sem eru með galla sem þarf að laga í aðgerð,“ segir Gylfi og tekur fram að einfaldari aðgerðir, svo sem lokun á opi milli gátta og ósæðarþrengsl, hafi verið fram- kvæmdar hérlendis síðan 1997 með góðum árangri. „Hins vegar þarf ár- lega að senda um 20 börn til Boston í flóknari skurðaðgerðir og leiðrétt- ingar á alvarlegri göllum,“ segir Gylfi og tekur fram að það samstarf hafi gengið gríðarlega vel. „Við bú- um svo vel að hafa þar aðgang að fremstu barnahjartaskurðlæknum í heimi, sem er mikið lán fyrir Ís- land,“ segir Gylfi. Tilfellin of fá til þess að hægt sé að færa þjónustuna heim Bendir hann á að ástæða þess að þessar flóknu hjartaaðgerðir á börnum séu ekki framkvæmdar hérlendis hafi ekkert með tækja- búnað eða skort á henni að gera, heldur megi rekja ástæðuna til þess hversu fámenn þjóð við erum og það hversu fá tilvik hjartagalla á börn- um komi upp árlega. „Þannig að jafnvel þótt við hefðum allan þann tækjabúnað sem til er á bestu stöð- um þá væri ekki hægt að koma því þannig fyrir að þessar hjartaað- gerðir á börnum væru gerðar hér. Það helgast af því að tilfellin hér- lendis eru svo fá að það er ekki hægt að halda uppi þjálfun okkar lækna í að gera slíkar aðgerðir,“ segir Gylfi og bendir á að almennt sé talið að það þurfi 150 barna- hjartaaðgerðir á ári til þess að hægt sé að bjóða upp á fullkomna þjón- ustu. „Miðað við þetta þyrftu Ís- lendingar að vera um tvær milljónir til þess að það væri hægt að flytja þessa þjónustu heim.“ Þjónustan verður ekki flutt heim Árlega þurfa 20 börn að fara utan til Boston í flóknar hjartaskurðaðgerðir Í HNOTSKURN »Þorbjörg er fædd 18. nóv-ember 1904 og Þorsteinn 11. september 1906. Alls voru systkinin sex. »Þorbjörg giftist BjörgviniM. Helgasyni og eignuðust þau einn son og tvær dætur. »Þorsteinn giftist LaufeyjuGuðnadóttur og eignaðist með henni þrjá syni. Þau bjuggu fyrst í Hákoti á Álfta- nesi. » Sama ár og Þorsteinnfæddist kom fyrsti tog- arinn til Íslands og er hann því jafngamall togaraöldinni. »Þorsteinn var skipstjóri áfjölda togara hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar, lengst af á Mars, og það var á honum sem hann setti heims- metið og Íslandsmetið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.