Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 11
STAÐA þorskstofnsins á landgrunni
Færeyja fer versnandi. Það eru
bráðabirgða niðurstöður úr tog-
araralli færeysku Fiskirann-
sóknastovunnar, sem nú er nýlega
lokið. Eru þær byggðar á því magni,
sem veiddist nú borið saman við árin
frá 1999.
Í skýrslunni kemur fram að lítið
hafi fengizt af þorski síðan árið 2003.
Nú fengust aðeins tæplega 3,6 tonn af
þorski eða 33 kíló á togstöð. Þessi afli
er aðeins um helmingur þess sem
fékkst að meðaltali árin 2003 til 2005.
Togararallið staðfestir þar með að
þorskstofninn á landgrunninu stend-
ur ekki vel og er enn minni en þegar
stofnstærðarmat og veiðiráðgjöf var
lögð fram fyrr á árinu.
Ýsustofninn er talinn standa
þokkalega þótt hann hafi minnkað á
síðustu fjórum árum. Það er í sam-
ræmi við stofnstærðarmatið í ár, þar
sem kom fram að vegna lélegrar ný-
liðunar muni stofninn líklega minnka
hratt. Mjög lítið fékkst nú af smárri
ýsu, tveggja ára og yngri. Alls veidd-
ust 13,4 tonn af ýsu eða 124,5 tonn á
togstöð að meðaltali.
Mun meira fékkst af ufsa en í
fyrra. Þrátt fyrir að nokkrir fyr-
irvarar séu á matinu á ufsanum úr
rallinu, en bráðabirgðaniðurstaða sú
að stofninn standi nokkuð vel. Nú
fékkst tæpt 31 tonn af ufsa, eða 285
tonn að meðaltali á togstöð.
Lúða og rauðspretta standa í stað
miðað við síðustu ár, en minna er um
sólkola. Þrátt fyrir að minna hafi fen-
gizt af gullkarfa en á síðasta áratug,
telst stofninn standa nokkuð vel.
Djúpkarfinn stendur hins vegar verr
eftir stöðugan samdrátt síðustu árin.
Hlutfallslega mikið fékkst af löngu
og keilu, þótt nokkur samdráttur sé
síðustu árin. Þokkalega aflaðist af
spærlingi, en minna af kolmunna.
Kannanir á magainnihaldi sýndu
að fiskurinn hafði nóg að éta og yf-
irleitt var fiskurinn í góðum holdum.
Þó voru flatfiskar eins og sólkoli,
rauðspretta og lúða rýr í roðinu.
Fiskurinn hefur
nóg að éta og er
yfirleitt í góðum
holdum
Staða þorskstofnsins við
Færeyjar fer versnandi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 11
FRÉTTIR
„ÞEIR SEM voru að ljúka veiði um hádegi voru komnir
með að minnsta kosti níu laxa í morgun,“ sagði Stefán
Jónsson, bóndi á Hrepphólum, um veiðina á svæðum I og
II í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. „Mest veiddist í Bergs-
nös og þá neðarlega í hylnum og einnig í Stuðlastrengjum,
ofan brúar á þjóðveginum.“
Gríðargóð veiði hefur verið í Stóru-Laxá síðustu daga,
eftir langþráðar rigningar og vatnavexti. Veiðimenn sem
luku veiðum á svæðum I og II í fyrradag lönduðu 39 löxum
á stangirnar fjórar á tveimur vöktum. Þeir sem veiddu
vaktirnar þar á undan fengu um 30. Tveggja daga veiði á
stangirnar tvær á svæði III skilaði 35 löxum.
„Það óx loksins í ánni, hún var orðin mjög lítil, ég hef í
raun aldrei séð hana svona vatnslitla,“ sagði Stefán í
Hrepphólum. Hann sagði laxinn sem veiddist vera mest á
bilinu fjögur til sex pund.
Samkvæmt frásögn veiðimanns á vef SVFR urðu þeir
varir við laxa frá Stekkjarnefi og upp í Illaker, en „Bergs-
nösin var hreint ævintýraleg.“ Þar komu 14 laxar upp á
einni vaktinni. Tvær hrygnur fóru í klakkistur og mörgum
var sleppt.
Holl sem var á sama tíma á svæði IV fékk 11 laxa og
fjóra sjóbirtinga.
35 laxar á tvær stangir
Veiðimenn sem voru á svæði III frá laugardegi fram á
hádegi í gær veiddu 35 laxa. Sex veiddust á laugardag en
síðan 20 á sunnudaginn, þar af tveir tveggja ára. Fjórir
veiddust á flugu en í veðurhamnum sem var á svæðinu
gekk betur að koma maðki og devon út í ána. Langmest af
veiðinni fékkst í Sveinsskeri.
Það var ekki bara í Stóru-Laxá sem lax tók að veiðast af
krafti á Suðurlandi um helgina. Veiðimenn sem fóru á hið
nýopnaða veiðisvæði Lax-ár í Tungufljóti í Biskupstung-
um, veiddu ellefu laxa á morgunvaktinni. Margir þeirra
voru silfraðir göngulaxar og tóku flestir litlar Frances með
keiluhaus.
Birtingur gengur í Vatnamótin
Nú þegar líður að lokum laxveiðitímabilsins eru veiði-
menn teknir að kasta fyrir sjóbirtinginn á kjörlendum
hans í Skaftafellssýslum. Að sögn Ragnars Johnsen í
Hörgslandi, leigutaka Vatnamótanna, hafa menn orðnir
vel varir við birtinginn síðustu vikurnar.
„Menn hafa verið að fá lúsunga fiska hér síðustu þrjár
vikur. Ég kastaði sjálfur eitt kvöld í vikunni og fékk þá átta
og síðan fimm kvöldið eftir. Hollið þar á undan fékk 17, alla
á flugu. Það voru allt að tólf punda fiskar. Talsvert hefur
veiðst af vænum fiski, átta til tólf pund.“
Ragnar segist vera á þeirri skoðun að sjóbirtingsgöng-
urnar séu annars um hálfum mánuði síðar á ferðinni en
undanfarin ár. Stóru fiskarnir, sem venjulega komi í ágúst,
séu enn að ganga, og geldfiskur hefur árum saman sést
fyrir mánaðamótin ágúst september; nú fyrst séu geldfisk-
arnir að byrja að veiðast. „Það er eins og árstíðirnar hafi
færst eitthvað til. Ég hef heyrt þetta víðar á svæðinu – en
þetta eru afar óvísindalegar vangaveltur,“ segir Ragnar.
Gríðargóð veiði
í Stóru-Laxá
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Lukkulegir Félagarnir veiddu 18 laxa á einum degi í Stóru-Laxá um helgina. Frá vinstri: Jóhann Lövdal, Heiðar
Friðjónsson, Viðar Jónsson, Gunnar S. Jónasson, Jón Ingvar Jónasson og Þórður Hjörleifsson.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
KRISTJÁN Þór
Jónsson hefur
verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri/útvarps-
stjóri Íslenska út-
varpsfélagsins
ehf., sem á og
rekur útvarps-
stöðvarnar
KISSFM 89,5 og
XFM 91,9. Fyrir-
tækið er í eigu Sigurðar G. Guðjóns-
sonar lögfræðings. Frá þessu er
greint í tilkynningu frá félaginu.
Kristján hóf útvarpsferil sinn á
næturvöktum á Bylgjunni árið 1987
og hefur á undangengnum 19 árum
starfað við dagskrárgerð, dagskrár-
stjórnun og markaðsmál á ljósvaka-
markaði. Kristján var kynningar-
stjóri hjá Fínum miðli, sem rak 5
útvarpsstöðvar, og gerðist síðar
markaðsstjóri sama fyrirtækis. Fínn
miðill var sameinaður Íslenska út-
varpsfélaginu hinu fyrra, sem síðar
varð útvarpssvið Norðurljósa. Þar
var Kristján forstöðumaður útvarps-
sviðs í tvö ár. Síðustu misseri hefur
Kristján verið framkvæmdastjóri
Stúdíó Paradís, sem sérhæfir sig í
ljósvakalausnum og atburðastjórn-
un. Kristján hefur einnig starfað
sem plötusnúður í 26 ár, eða þar um
bil, undir nafninu „Kiddi Bigfoot“.
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri
Með langa reynslu
af útvarpsmálum
Kristján
Þór Jónsson
♦♦♦
ÚR VERINU
!
" ! #
!!
"#$"
"
!"
#
$%!
!"
#
$%!
"
!"
#
$%!
$
% &' ( )*
&'
!' ((
)(* +
)
,!
# & &
)+
),'
)
& &
-.
, &
%(%- .% *
&' !' )( )
,!
/ (&' !' ( ! )
'
!' (! )
0 (
1(
/'
2
!
!
" %
!
"
!
INNFLUTNINGUR fólks frá út-
löndum hefur verið meiri en nokkru
sinni fyrr undanfarin misseri. Sam-
kvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru
landsmenn 304.334 hinn 1. júlí síð-
astliðinn. Um síðustu áramót voru
íbúar 299.891 og hefur íbúum því
fjölgað um 1,5% sem af er þessu ári.
Ef fram fer sem horfir verður fólks-
fjölgun á árinu 2006 nálægt 3%. Á
árinu 2005 fjölgaði landsmönnum um
2,2% og var það meiri fólksfjölgun en
verið hafði um áratuga skeið. Árleg
fólksfjölgun hafði þá aldrei verið
hærri en 2% frá því um 1960.
Mikil fólksfjölgun hérlendis frá
lokum seinni heimsstyrjaldar fram á
sjöunda áratuginn stafaði fyrst og
fremst af miklum fjölda fæðinga og
bættum lífslíkum. Þótt fæðingartíðni
hér á landi sé hærri en víðast hvar
annars staðar í Evrópu munar nú
meiru um umfangsmikla flutninga
fólks frá útlöndum, að því er segir í
frétt Hagstofu Íslands.
Mest fjölgun á höfuðborg-
arsvæðinu og Austurlandi
Í öllum landshlutum voru aðfluttir
frá útlöndum fleiri en brottfluttir
fyrri helming ársins 2006. Áberandi
er hversu miklu fleiri fluttust frá út-
löndum til höfuðborgarsvæðisins og
til Austurlands en til annarra land-
svæða. Á höfuðborgarsvæðinu voru
aðfluttir frá útlöndum 1.488 fleiri en
brottfluttir og á Austurlandi 1.245.
Flutningsjöfnuður í innanlands-
flutningum leiðir í ljós talsvert ólíka
mynd. Til flestra landsvæða í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins voru
aðfluttir fleiri en brottfluttir í innan-
landsflutningum en í öðrum land-
svæðum voru brottfluttir fleiri en að-
fluttir. Þrátt fyrir mikinn straum
fólks frá útlöndum til Austurlands í
kjölfar virkjana- og stóriðjufram-
kvæmda eru brottfluttir þaðan fleiri
en aðfluttir ef einungis er tekið mið
af innanlandsflutningum.
Mun fleiri erlendir karlar en kon-
ur flytjast nú til landsins. Mestur
munur er á Austurlandi en þangað
fluttust 1.274 erlendir karlar saman-
borið við 103 erlendar konur.
Útlending-
ar streyma
til landsins
Útlit fyrir 3% fjölgun
landsmanna í ár
LÖGREGLAN hefur í sumar sektað
nokkra ökumenn fyrir að henda síg-
arettustubbum út um bílgluggann og
tekur fast á öðrum sóðaskap en
nokkuð hefur borið á því að fólk
hendi rusli á götur borgarinnar eða
annars staðar á almannafæri. Slíkt
er brot á lögreglusamþykkt og er
sekt aldrei lægri en 10 þúsund krón-
ur. Lögreglan hvetur fólk sem sér
sóðaskap á almannafæri að tilkynna
slíkt til lögreglu.
Sektaðir fyrir
sóðaskap
STANGVEIÐI