Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 16

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LJÓÐAVERÐLAUNUM Guðmundar Böðvarssonar og borgfirskum menning- arverðlaunum sem Minning- arsjóður Guðmundar Böðv- arssonar veitir var úthlutað á sunnudag. Ljóðaverðlaunin hlaut Þórarinn Eldjárn fyrir verðmætt framlag sitt til ljóða fyrir unga og gamla. Myndlist- armaðurinn Páll Guðmunds- son á Húsafelli hlaut Borg- firsku menningarverðlaunin og samtímis var opnuð sýning á verkum hans í Safnahúsinu. Fjöldi manns sótti samkomuna þar sem Þórarinn las úr verkum sínum og leikið var á steinhörpu Páls. Verðlaun Guðmundar Böðv- arssonar minnst Þórarinn Eldjárn HÖRÐUR Áskelsson, org- anisti Hallgrímskirkju og söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, leikur á september- tónleikum Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Jean-Francois Dand- rieu (1681–1738), J.S. Bach (1685–1750), C. Saint-Saens (1835–1921), Jón Hlöðver Ás- kelsson (1945) og Kjell Mörk Karlsen (1947). Tvö síðustu verkin eru tileinkuð Herði sjálfum. Aðgangur að tónleikunum er að vanda ókeypis og er boðið upp á kaffi að tónleikunum loknum. Tónleikar Septembertón- leikar Selfosskirkju Hörður Áskelsson LJÓSMYNDARINN Mary Ellen Mark og kvikmynda- gerðarmaðurinn Martin Bell halda fyrirlestur í Opna listaháskólanum í LHÍ Skip- holti 1, stofu 113, kl. 17 í dag. Munu þau fjalla um og kynna nýleg verk sín, þar á meðal ljósmyndabókina og kvikmyndina Twins, þar sem margslungið samband tvíbura er skoðað, jafnt í daglegu lífi sem og við dramatískar aðstæður eins og þær að missa hluta af sjálfum sér í bókstaflegri merk- ingu, það er tvíbura sinn. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fyrirlestur Margslungið samband tvíbura Mary Ellen Mark Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is EITT AF merkilegri listaverkasöfn- um landsins er að finna í fjölmörgum sölum, göngum og herbergjum Hót- els Holts á Bergstaðastræti. Safnið er afrakstur myndlistarástríðu stofnanda hótelsins, Þorvaldar Guð- mundssonar og eiginkonu hans Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. Þau eru bæði látin. Ekki bara hótel heldur líka listasafn Geirlaug er dóttir Þorvaldar og Ingibjargar og er hún nú eigandi hótelsins. Hún hefur tekið upp á þeirri nýbreytni, ásamt hót- elstjórum hótelsins, að opna hótelið gestum og gangandi og breyta því þar með í listaverkasafn á vissum tíma. Fyrsti sýningardagurinn verð- ur næstkomandi miðvikudag og verður boðið upp á leiðsögn um safn- ið. „Hótel Holt er ekki bara hótel. Það er líka listasafn,“ segir Geirlaug í samtali við blaðamann. „Það eru listaverk í öllum sölum á fyrstu hæðinni, öllum göngum og öll- um herbergjum. Mér finnst það skipta miklu máli að fólk fái að sjá verkin. Undanfarin tvö ár á Menn- ingarnótt hef ég haft hótelið opið á ákveðnum tíma. Þá hefur mönnum gefist kostur á því að skoða lista- verkasafnið undir leiðsögn Að- alsteins Ingólfssonar listfræðings. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Síðan hafa skipuleggjendur ein- stakra ráðstefna og stórra veislna farið þess á leit við Aðalstein að hann hefði leiðsögn um hina ýmsu sali hótelsins og kynnti gestum lista- verkin,“segir Geirlaug. Opið einu sinni í mánuði „Núna langar mig að ganga skref- inu lengra og hafa opið einu sinni í mánuði. Ég ætla að hafa hótelið opið næstkomandi miðvikudag, milli kl. 17 og 18, og Aðalsteinn tekur á móti gestunum. Það er af mörgu að taka. Á barnum á fyrstu hæðinni eru til dæmis eingöngu teikningar eftir Kjarval, sem sjást nú ekki oft. Inni í matsalnum er mikil klassík, en safn- ið samanstendur að stærstum hluta af hinum klassísku málurum síðustu aldar, eins og Kjarval, Jóni Stef- ánssyni og Ásgrími. Í anddyrinu eru líka stór verk. Nýjungin er sú að í Þingholti hef ég nýlega látið útbúa Kjarvalsstofu. Þar getur fólk tyllt sér niður og er eins og inni í vinnu- stofu Kjarvals. Veggirnir eru vegg- fóðraðir með mynd af vinnustofu Kjarvals í Austurstræti,“ segir Geir- laug. Listaverkin eru fjölmörg. Geir- laug segir það taka um klukkustund að skoða listaverkin á neðstu hæð- inni með leiðsögn en segir jafnframt að einnig sé hugsanlegt að það bjóð- ist tækifæri til að skoða verk á göng- um hótelsins. »Listaverkasafnið var fyrstopnað almenningi á menn- ingarnótt fyrir tveimur árum. »Hótel Holt er í eigu Geir-laugar, dóttur Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem komu upp stærsta einkasafni á landinu. »Aðalsteinn Ingólfsson list-fræðingur mun veita leið- sögn um safnið sem geymir mörg hundruð listaverk. »Komið hefur verið uppKjarvalsstofu en veggina prýðir veggfóður með mynd úr vinnustofu Kjarvals í Austur- stræti. »Öll verk ListaverkasafnsÞorvaldar Guðmundssonar, að undanskildum þeim sem eru á Hótel Holti, eru í vörslu Gerð- arsafns í Kópavogi. Í HNOTSKURN Myndlist | Hótel Holt opnar listaverkasafn sitt almenningi einu sinni í mánuði Klassísk myndlist Geirlaug Þorvaldsdóttir opnar sali hótelsins fyrir listaverkaunnendum. Mörg hundruð listaverk eru staðsett á hótelinu, mörg eftir klassíska mál- ara síðustu aldar. Í bakgrunni eru teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval. Morgunblaðið/Ásdís Listahótel í Þingholtum VEFSAMFÉLAGIÐ MySpace.com er ein vinsælasta vefsíða heims í dag með 106 milljón skráða notendur. Síðan sló fyrst í gegn sem kunn- ingja- og stefnumótavefur en hefur á síðustu misserum orðið afþreying- armiðstöð þar sem kvikmyndir og hljómsveitir geta komið sér á fram- færi. Eru nú nærri þrjár millj- ónir hljómsveita af ýmsum stærð- um og gerðum með MySpace- síðu. Böndum hefur staðið til boða að eignast sitt eigið svæði á MySpace og dreifa gegnum hana allt að fjórum lögum til al- mennings, en hingað til hefur ekki verið hægt að selja tónlist gegnum MySpace-kerfið. Nú hafa eigendur síðunnar opnað fyrir þann möguleika að hægt sé að selja tónlist gegnum vefinn, milli- liðalaust frá hljómsveitunum sem framleiða tónlistina. Böndin fá sjálf að ráða verði laganna. Chris DeWolfe, einn af stofn- endum síðunnar segist vona að MyS- pace verði ein stærsta verslun heims fyrir stafræna tónlist og keppi m.a. við iTunes-netverslun Apple fyr- irtækisins. Myspace býður upp á tónlistarsölu Hljómsveitir ráða sjálf- ar verði fyrir hvert lag Chris DeWolfe ENSKA tónskáldið Andrew Lloyd Webber mun hljóta viðurkenningu Kennedy-miðstöðvarinnar, eina virtustu menningarviðurkenningu Bandaríkjanna, fyrir framlag sitt til bandarískrar menningar. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Condoleezza Rice, mun af- henda Webber viðurkenninguna við hátíðlega athöfn sem fram fer 1. desember næstkomandi. Við sama tilefni munu leikstjórinn Steven Spielberg, hljómsveitarstjórnand- inn Zubin Mehta og tónlistarmenn- irnir Dolly Parton og Smokey Rob- inson einnig hljóta viðurkenningar. Meðal þeirra sem áður hafa hlot- ið þessa viðurkenningu Kennedy- miðstöðvarinnar eru tónlistarmað- urinn Tina Turner og leikararnir Jack Nicholson og Paul Newman. Lloyd Webb- er heiðraður Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is SENN líður að hinni árvissu bóka- stefnu í Gautaborg. Dagana 21.–24. september munu fulltrúar forlaga hvaðanæva úr Evrópu hópast til borgarinnar í þeim tilgangi að kynna bækur á sínum vegum og grennslast samtímis fyrir um það sem ber hæst í evrópskri og þá fyrst og fremst skandinavískri bókaútgáfu um þess- ar mundir. Hið endanlega takmark er svo að sjálfsögðu að selja bækur og eins að handsala að stefnunni lok- inni útgáfusamninga við erlend for- lög. Anna Einarsdóttir hefur haft umsjón með kynningarbás íslensku forlaganna ásamt Þórdísi Þorvalds- dóttur allar götur síðan 1989. Stefnan í ár, sem er sú 22. frá upphafi, er þar engin undantekning og halda þær stöllur senn utan á vegum bók- menntakynningarsjóðs og Félags bókaútgefenda. Anna segir að sem endranær taki öll íslensku forlögin þátt. Hún upplýsir jafnframt að hún verði með nýjustu íslensku bækurnar í farteskinu til Svíþjóðar og að verð- launabókum síðasta árs verði sér- staklega flaggað. Þá verður Drauma- landinu eftir Andra Snæ Magnasonar stillt í forgrunn. „Við erum alltaf svolítið eftir á þar sem bækur koma svo seint út á árinu hérlendis,“ útskýrir Anna. „Þegar ég fer út í september er ekki komið svo mikið af nýjum bókum. Jólaútgáfan hefst síðar á Íslandi.“ Að venju verða ljósmyndabækur einnig fyrirferðarmiklar. Spurð um ávinning þess að taka þátt í bókastefnu sem þessari svarar Anna því til að aukinn áhugi erlendra forlaga í kjölfarið á útgáfu íslenskra bóka sé ótvíræður. Fyrir tveimur, þremur árum tók- um við saman lista yfir hvað hafði verið þýtt af íslenskum bókum síðan við fórum að taka þátt í þessari bóka- sýningu. Þá voru það yfir fimmtíu titlar. Þetta er auðvitað ekki bara Gautaborg að þakka heldur að sjálf- sögðu einnig alþjóðlegu bókasýning- unni í Frankfurt. En aukinn áhugi Svía á Íslandi hefur oft verið rakinn til stefnunnar í Gautaborg,“ segir hún og bætir því við að Svíar séu ekki einir um að nýta sér stefnunna held- ur séu áberandi bókaverðir og bóka- útgefendur á Norðurlöndum. Að auki hafi þátttaka annarra Evrópulanda aukist mjög. Málfrelsi þema stefnunnar Að venju er sérstakt þema í for- grunni stefnunnar og er þemað í ár tjáningarfrelsi og ógnir sem að því steðja. Tjáningarfrelsinu verða gerð fjölbreytileg skil í formi fyrirlestra og pallborðsumræðna sem hugsuðir af ýmsu þjóðerni t.d. úr röðum rithöf- unda, útgefenda, blaða- og frétta- manna, háskólafólks og þýðenda taka þátt í. Hafa sumir þeirra reynslu frá fyrstu hendi af skertu tjáningarfrelsi. Bókmenntir | Íslendingar taka þátt í Bókastefnunni í Gautaborg í sautjánda sinn Draumalandið eftir Andra Snæ í forgrunni Morgunblaðið/Ásdís Reynd Anna Einarsdóttir hefur selt íslenskar bækur á bókastefnunni í Gautaborg frá árinu 1989 ásamt Þórdísi Þorvaldsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.