Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 20
HEILSUSAMLEGT fæði gæti þýtt diskur af sérræktuðum silkiormum ef marka má orð líffræðinga sem halda því fram að litlu ormarnir innihaldi hátt hlutfall af ómett- uðum fitusýrum, CLA, sem eru nauðsynlegar okkur mannfólkinu. Fitusýrurnar veita vörn gegn krabbameini, hjálpa okkur að bægja frá vírusum og bakteríum og hjálpa okkur jafnvel við að losna við aukakílóin. Herlegheitin eru ekki bara í silkiormum því matvörur eins og nautakjöt, mjólk- urvörur og kornolía innihalda þessar ómettuðu fitusýrur en aðeins í mjög litlum mæli. Líffræðingar við ríkisháskólann í Ohio í Bandaríkj- unum og við Gyeongsang-háskólann í Suður-Kóreu hafa komist að því að ef silkiormar eru fóðraðir á laufblöðum mór- berjatrésins sem er þakið umræddum fitusýrum þá verði mikið eftir af efninu í ormunum. Þá er bara að sjá hversu langt er þangað til hægt verð- ur að fá sér matarmikið salat með silkiormum í hádeginu. Það má geta þess í lokin svona til gamans að það sem hvatti líf- fræðingana til að hefja rannsókn á silkiormunum og upptöku þeirra á CLA-fitusýrum var að venjulegar húsflugur eiga víst afar auðvelt með að taka í sig CLA-fitusýrurnar. Tja, salat með húsflugum? Það skyldi þó ekki verða einn af valmöguleikunum í framtíðinni. heilsa Salat með silkiormum |þriðjudagur|12. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Verð á matvöru hefur gífurleg áhrif á efnahag heimilanna og því þarf að hafa fingurinn á púlsinum í þeim efnum. » 24 neytendur Með því að gefa hugarfluginu lausan tauminn má auðveldlega skapa austræna stemningu á íslensku hausti. » 22 hönnun M ér bara leiddist og fór að æfa mig í að jójóa í fyrrasumar. Mér fannst þetta strax mjög skemmtilegt og hef bara náð ágæt- is færni á stuttum tíma, en það eru auðvitað margir miklu betri en ég. Þá er bara um að gera að æfa sig meira,“ segir Reykvíkingurinn Stefán Grímur Björnsson, sem lenti í þriðja sæti í sínum aldurs- flokki í árlegri jójó-heimsmeist- arakeppni, sem fram fór í Banda- ríkjunum dagana 10.–12. ágúst sl. Keppnin fór fram á Rosen Plaza- hótelinu við International Drive í Orlando í Flórída-fylki. „Þetta hófst allt með því að ég fór á netið og fann þar ýmis jójó- trix. Þar eru bæði spjallrásir og kennslumyndbönd þar sem útlend- ingar eru að kenna hver öðrum og í gegnum þær er hægt að versla jójó.“ Þetta eru t.d. heimasíðurnar www.mastermagic.net, www.ext- remespin.com og www.yoyo- nation.com, en heimasíða heims- meistaramótsins er hinsvegar www.worldyoyocontest.com. Ís- lensku jójó-nördarnir, eins og Stef- án orðar það, halda svo úti heima- síðunni www.spuni.tk. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskir jójó-keppendur taka þátt í keppninni og voru nýjar þjóðir sérstaklega boðnar velkomn- ar, en auk Íslendinga voru Kínverj- ar, Tékkar og Ungverjar að taka þátt í fyrsta skipti. Auk Stefáns tók Páll Valdimar Guðmundsson Kolka, 15 ára Hafn- firðingur, þátt í keppninni, sem var nú haldin í 76. sinn með fimm hundruð keppendum alls staðar að úr heiminum. Páll deildi sjöunda sætinu með 14 ára Ameríkana í aldursflokknum 13–16 ára. Stefán deildi hinsvegar þriðja sætinu með bandarískum jafnaldra sínum í aldursflokknum 17–29 ára. „Í keppninni þarf hver keppandi að gera röð af „trixum“ og gengur keppnin út á það að gera eins mörg trix og maður getur af listanum á ákveðnum tíma án þess að mistak- ast,“ segir Stefán Grímur og bætir við að velgengnin hafi komið sér talsvert á óvart. „Ég bjóst ekki við að lenda svona ofarlega því ég var með smá klaufaskap í keppninni.“ Stefán Grímur er á öðru ári á málabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Á milli þess sem hann jójóar kýs hann að eyða frítím- anum sínum í vinina, tónlist og net- ið. „Ég er alltaf með jójóið í vas- anum og fer að leika mér þegar ég hef ekkert betra að gera.“ Stefán gerir ráð fyrir að taka þátt í keppninni á ný á næsta ári, en vinátta og bræðralag einkenndu samkunduna þar sem allir vildu miðla af þekkingu sinni og sýna færni sína með eitt eða tvö jójó, skopparakringlu og ýmsa griphluti á borð við bolta, hringi og keilur þannig að úr varð stórkostleg skemmtun, að sögn jójó-meist- arans. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Golli Meistarinn Hefur náð góðri færni á stuttum tíma. Safnið Stefán Grímur kaupir jójóin sín gjarnan á Netinu. Æfingar Stef- án Grímur Björnsson kann nú orð- ið mörg jójó- trix, ýmist með einu eða tveimur jójó- um. Leiddist og fór að jójóa Jójóið Alltaf í vasanum svo hægt sé að bregða á leik hvenær sem er. tómstundir Körfuboltinn er aðaláhugamálið hjá Ingu Sif Sig- fús- dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.