Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 21
heilsa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 21 BARNAMATUR búinn til úr lífrænt ræktuðum matvælum nýtur mikilla og vaxandi vinsælda, og hefur fram- leiðsla og sala á tilbúnum barnamat framleiddum úr lífrænt ræktuðum hráefnum aukist um 60% á heims- vísu á undanförnum fimm árum. Síð- ustu misseri hefur framleiðsla og sala á ýmsum öðrum barnavörum sem framleiddar eru úr lífrænum hráefnum, svo sem fötum og hreinsi- efnum, einnig aukist mikið. Til að mynda jókst framleiðsla og sala á líf- rænum bómullartrefjum sem notuð eru í föt og bleiur um 40% milli ár- anna 2004 og 2005 og var svipuð aukning í sölu á kremum og hreinsi- efnum, ætluð börnum, sem búin eru til úr náttúrulegum efnum. Úrvalið að aukast Í umfjöllun AP fréttastofunnar um síaukinn áhuga foreldra á vörum úr lífrænum hráefnum handa ungum börnum sínum eru leiddar líkur að því að eftirspurn eftir slíkum vörum haldi áfram að vaxa mikið enda verði gæðin á þeim sífellt meiri og úrvalið fjölbreyttara. Þá er einnig bent á að lífrænar vörur verði smám saman ódýrari eftir því sem fjöldafram- leiðsla á þeim verður algengari og farið verður að selja þær í stórmörk- uðum á borð við bandarísku risa- verslunarkeðjuna Walmart, sem hefur áform um að herja á lífræna markaðinn í stórum stíl. Morgunblaðið/Golli Lífrænt fyrir ungbörnin HREINAR hendur eru sterklega tengdar hreinu hjarta. Þetta sýna rannsóknir vísinda- mannanna Chen-Bo-Zhong og Katie Lilj- enquist. Zhong starfar við Háskólann í To- ronto í Kanada en Liljenquist við Northwestern University í Bandaríkjunum. Í grein á vefritinu Forskning.no er sagt frá mismunandi tilraunum sem þau Zhong og Lilj- enquist gerðu í því skyni að kortleggja sam- hengið milli handþvotta og hreinnar samvisku. Meðal annars báðu þau hóp sjálfboðaliða um að rifja upp siðlegan eða ósiðlegan gjörning. Í framhaldinu benti val þeirra, sem rifjuðu upp eitthvað ósiðlegt, til þess að þeim fyndist þeir vera líkamlega óhreinir. Þessir einstaklingar túlkuðu til dæmis enska orðabrotið „w_ _h“ oftar sem „wash“ (þvottur) en aðrir. Sömuleið- is tóku þeir hreinsiservíettu fram yfir penna þegar þeir gátu valið á milli tveggja ókeypis hluta, sem þó höfðu verið metnir sem sam- bærilegir á undan. Í annarri tilraun voru sjálfboðaliðarnir kynntir fyrir hugmyndum um að hjálpa starfs- félaga sínum eða að eyðileggja fyrir honum í vinnunni. Á eftir fengu sumir sjálfboðaliðanna að þvo sér um hendurnar. Í framhaldinu voru allir beðnir um að taka þátt í annarri rannsókn án þess að fá borgun í því skyni að aðstoða út- skriftarnema. 74% þeirra sem ekki þvoðu sér um hendur buðust til að aðstoða nemandann en aðeins 41% þeirra sem voru hreinir um hendurnar. Þörf fólks til að hjálpa náunganum dróst sumsé verulega saman við það eitt að fá vatn og sápu á hendurnar. Sálarþvottur Tengsl virðist mega finna á milli hreinn- ar samvisku og handaþvotts. Sápan virkar á sálartetrið FYRIR þá sem af einhverjum ástæðum hafa skerta heyrn koma venjulegar vekjaraklukkur sem vekja með hljóði að litlu gagni. En nú er kominn á markað vekjari með innbyggðum titrara sem gagnast þessum hópi fólks. Þegar hristivekj- arinn hefur verið stilltur á þann tíma sem honum er ætlað að vekja, er honum komið fyrir undir koddanum og festur við koddaverið eða lakið með lítilli klemmu. Á þar til gerðum tíma vekur svo þessi græja með svo öflugum titringi að uppljúkast augu. Þessi hristivekjari gæti líka gagnast vel þeim sem eiga alveg ein- staklega erfitt með að vakna á morgnana og jafnvel ótrúlegasti há- vaði nær ekki í gegnum sofandi eyru þeirra. Þetta getur verið mjög þreytandi fyrir aðra á heimilinu svo ekki sé talað um þá sem búa einir og geta ekki treyst á að einhver annar veki þá. Hristivekjari Hristivekjarinn fæst hjá Heyrn- artækni í Glæsibæ. www.heyrnartaekni.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.