Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 23
Ferðamannastraumurinn er að
minnka með haustinu að venju.
Heldur virðist ferðamönnum þó
fjölga hér ár frá ári og láta helstu
ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nokk-
uð vel af aðsókninni. Erlendir túr-
istar ferðast orðið mikið á eigin veg-
um, einkum á bílaleigubílum, oftast
á litlum fólksbílum og lenda síðan í
vanda þegar þeir ætla að skoða
helstu staðina á hálendinu hér fyrir
ofan, Landmannalaugar, Þórsmörk,
Heklu, Hrafntinnusker og Fjalla-
baksleiðir, syðri og nyrðri. Útlend-
ingarnir nota mest gistingu á hót-
elum eða svefnpokapláss auk
tjaldstæða. Íslendingar eru aftur
mest í tjaldvögnum, fellihýsum eða
hjólhýsum. En ekki eru íslenskir
ferðamenn komnir í vetrarhíðið því
að um síðustu helgi voru hátt í 100
hjól- og bílhýsi á tjaldstæðinu hjá
Árhúsum á Hellu.
Félag eldri borgara í Rangárvalla-
sýslu heldur uppi öflugu starfi, jafnt
vetur sem sumar. Að vetrinum eru
námskeið, spilakvöld og ýmiss konar
afþreying í gangi hjá félaginu, en að
sumrinu er frekar farið í ferðalög
o.fl. Núna í sumar var farið í 3ja
daga ferð í Húnavatnssýslurnar,
eins dags ferð í Borgarfjörðinn og
einnig var boðið upp á golfkennslu
hjá Golfklúbbi Hellu að Strönd á
Rangárvöllum.
Réttir fara í hönd hér í sveit eins og
um allt land. Reyðarvatnsréttir á
Rangárvöllum verða laugardaginn
16. september og Landréttir í
Áfangagili fimmtudaginn 21. sept-
ember. Eins og víðast hvar, þá fækk-
ar heldur fé sem rekið er á fjall ár
frá ári, en mannfjöldi í réttum stend-
ur nokkurn veginn í stað eða eykst,
enda um kærkominn mannfagnað að
ræða sem bæði börn og fullorðnir
njóta til fulls.
Leikskólinn Heklukot á Hellu
stækkar og eflist á næstunni, en ver-
ið er að taka viðbótarhúsnæði í notk-
un handan við götuna þar sem nú-
verandi starfsemi fer fram. Mikil
umframeftirspurn hefur verið eftir
leikskólavist og mun verða hægt að
bæta við u.þ.b. 23 börnum þegar
stækkunin kemur til framkvæmda.
Jafnframt er hugsanlegt að hægt
verði að lækka lágmarksaldur, en
hann miðast nú við 18 mánaða aldur.
Húsnæðið sem verið er að taka í
notkun hýsti áður Tónlistarskóla
Rangæinga, en sú starfsemi flytur í
húsnæði sem hýsti hreppsskrif-
stofur Rangárvallahrepps og Rang-
árþings ytra síðustu 32 árin. Skrif-
stofur sveitarfélagsins eru nú
komnar að Suðurlandsvegi 1, þar
sem nýlega var keypt skrifstofu- og
verslunarhús af KB banka, en Kaup-
félagið Þór byggði það á sínum tíma
undir stjórn Ingólfs Jónssonar.
Morgunblaðið/Óli Már
HELLA
EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON
FRÉTTARITARA
Davíð Hjálmar Haraldsson ortieftir að hafa lesið í Morgun-
blaðinu um smið sem sagðist fædd-
ur með hamarinn í hendinni:
Ég fæddist með hamar í hendinni.
Húsin ég laga víða,
múra þau, mála, smíða,
en mamma er enn slæm í lendinni.
Rúnar Kristjánsson var að leita
að Vísnahorninu í Morgunblaðinu
og orti á meðan:
Andann gleður íþrótt forn
er menn færin nýta,
hér á valið vísnahorn
verð ég því að líta.
Pétur sinnir verkum vel,
vinur Bragaslóðar.
Lætur margan syndasel
senda stökur góðar!
Fyrir nokkru kom vísa í þætt-
inum eftir Guttorm vesturheimska,
um að kvæðin stæðu stundum í
mönnum. Rúnar yrkir:
Spillir vandi og spæling slík
spuna grandar sönnum.
Kyrkir andann kvölin rík
ef kvæðin standa í mönnum.
Fæddur
með hamar
pebl@mbl.is
VÍSNAHORN
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
Spurðu um VISA Lán
– HAGSTÆÐAR AFBORGANIR
Dreifðu staðgreiðslunni
VISA Lán er hagstæð leið til greiðsludreifingar
við kaup á vörum eða þjónustu.
Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan
eða í síma 525 2000
Waring blandarinn er hin
upprunalega mulningsvél frá
Ameríku. Tveggja hraða
mótorinn er kannski öflugri
en eldhúsið þarf, en fer líka
létt með erfiðustu verk.
Bara massíft stál og gler!
Verð frá kr. 16.900,-
Auk þessa seljum við hágæða
capuccinovélar.
Útsölustaðir:
Artform Skólavörðustíg 20
Búsáhöld Kringlunni