Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 29
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
EINBÝLI Í SELÁSI ÓSKAST
Til mín hefur leitað fjölskylda sem óskar eftir
að kaupa einbýlishús í Seláshverfi í Árbæ.
Skilyrði er að húsið sé með útleigumögu-
leika. Um er að ræða ákveðinn kaupanda.
Verðhugmynd er allt að 65 millj. Áhugasamir
vinsamlega hafið samband og ég mun
fúslega veita nánari upplýsingar.
Grétar Kjartansson
sölum. fasteigna, s. 696 1126
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 29
FREGNIR af áformum meiri-
hlutans í bæjarstjórn Kópavogs um
að taka upp greiðslur til foreldra
barna 9 til 24 mánaða að upphæð 30
þús. kr. á mánuði hafa fengið mikil
og jákvæð viðbrögð. Með áformum
sínum segjast forystumenn í Kópa-
vogi vilja brúa bilið frá því fæðing-
arorlofi lýkur þar til börn komast á
leikskóla.
Ég hlýt að fagna ákvörðun Kópa-
vogsbúa sem formaður fjölskyldu-
nefndar ríkisstjórnarinnar, enda
kynnti ég hugmyndir um svo-
nefndar fjölskyldugreiðslur á vett-
vangi nefndarinnar og á opinberum
vettvangi fyrir um ári. Var þá tals-
vert um þær fjallað og voru við-
brögðin svo hvetjandi, að við fram-
sóknarmenn gerðum
fjölskyldugreiðslurnar að einu af
okkar kosningamálum fyrir borg-
arstjórnarkosningar sl. vor einir
flokka og hétum foreldrum barna 9
til 18 mánaða 50 þúsund krónum í
valkvæðum greiðslum.
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar, að staða foreldra barna 9 til 18
mánaða felur í sér bil milli fæðing-
arorlofs og leikskóla sem verður að
brúa. Við núverandi aðstæður reyna
foreldrar að lengja orlof sitt með til-
heyrandi tekjutapi, koma börnum
sínum í tímabundna vistun jafnvel
frá degi til dags til að geta sinnt
vinnu eða nýta sér þjónustu dagfor-
eldra þar sem þau úrræði eru í boði.
Þetta þýðir í raun að barn er
heima með foreldrum sínum fram að
níu mánaða aldri, en þá lýkur fæð-
ingarorlofi samkvæmt lögum. Þá
tekur við tími óvissu og erfiðleika
fram að því að börn komast í leik-
skóla um 18 til 24 mánaða, m.a.
vegna skorts á dagforeldrum og
neyðast foreldrar oft til að leita á
náðir ættingja og vina til að aðstoða
með börnin og reyna að bjarga mál-
um frá degi til dags, eða bregða á
það ráð að lengja fæðingarorlofið
með því að taka það í hálfu starfi eða
að hluta til og verða þar með fyrir
umtalsverðum tekjumissi, sem fæst-
ir foreldrar sem reka heimili mega
við.
Með greiðslum til foreldra barna
á þessum aldri má leysa þennan
vanda. Um leið yrði tryggt að börn
komist inn á leikskóla við átján mán-
aða aldur (kjósi foreldrar það) og
fari þannig inn á það sem skilgreint
hefur verið sem fyrsta skólastigið.
Að því loknu tekur við grunnskóli og
má því segja að með því næðist sú
samfella sem lengi hefur verið stefnt
að.
Á sínum tíma spannst nokkur um-
ræða um útfærslu slíkra fjölskyldu-
greiðsla, ekki síst með tilliti til þess
að koma í veg fyrir að þær yrðu
skref aftur á bak í jafnréttisbarátt-
unni. Af þeim sökum hef ég verið
þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé
að gefa foreldrum talsvert val í þess-
um efnum. Greiðslan fylgdi þannig
hverju barni og foreldrar gætu valið
um leiðir, t.d. hvort þeir gætu verið
heima lengur með barni sínu, fengið
ættingja eða einhvern nákominn til
að gæta barna sinna og
greitt þeim fyrir eða
nýtt féð til að greiða
dagforeldrum.
Í skoðanakönnun
fyrir Vísi sl. haust kom
fram yfirgnæfandi
stuðningur við áformin
um fjölskyldugreiðslur.
74% voru þeim með-
mælt en 26% voru á
móti.
Í málefnaáherslum
nýs meirihluta í borg-
inni er sérstaklega kveðið á um
nauðsyn þess að brúa bilið frá því
fæðingarorlofi lýkur og þar til leik-
skólinn hefst. Við mun-
um gera það m.a. með
fjölskyldugreiðslum og
byggingu smábarna-
leikskóla fyrir börn frá
9 til 12 mánaða aldri til
þess að tryggja for-
eldrum val um mis-
munandi þjónustuform
og tryggja um leið
börnunum okkar ör-
yggi á fyrstu æviár-
unum sem allar rann-
sóknir sýna að geta
skipt sköpum um framtíð þeirra.
Fjölskyldugreiðslur
Björn Ingi Hrafnsson
skrifar um greiðslur
Kópavogsbæjar til foreldra
barna 9 til 24 mánaða
Björn Ingi Hrafnsson
Höfundur er formaður borgarráðs.
»… hef ég verið þeirr-ar skoðunar að
nauðsynlegt sé að gefa
foreldrum talsvert val í
þessum efnum.
TÍMAMÓTAVERK
edda.is
Íslensk bókmenntasaga
I–V
Ítarlegasta yfirlitsrit um íslenska
bókmenntasögu sem út hefur komið.
Hér er rakin saga íslenskra
bókmennta frá öndverðu til
samtímans á afar greinargóðan og
upplýsandi hátt.
Tímamótaverk um
mikilvægasta menn-
ingararf þjóðarinnar
Áður hafa komið út þrjú bindi
bókmenntasögunnar en nú eru
komin út lokabindin, hið fjórða
og fimmta. Þar er fjallað um
flesta þætti íslenskra bókmennta
frá því að Ísland varð fullvalda
ríki 1918 og allt til aldarloka. Hér
er farið í saumana á verkum
þeirra rithöfunda sem mest áhrif
hafa haft á íslenskar bókmenntir,
strauma og stefnur, leikrit, ljóð,
ævisögur, barnabækur,
blómaskeið skáldsögunnar –
og önnur verk sem sum hver
hafa óverðskuldað fallið í
skuggann.
KOMIN Í
VERSLANIR
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni