Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 32

Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Sigurjóns-dóttir fæddist á Húsavík 2. apríl 1925. Hún lést á heimili sínu, Hvammi á Húsavík, 5. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórhalla Bjarnadótt- ir, f. 6. júní 1905, d. 30. september 1969, og Sigurjón Ár- mannsson, f. 20. ágúst 1896, d. 30. mars 1958. Systkini Helgu eru Eysteinn, f. 19. febrúar 1923, d. 4 apríl 1995, Arnljótur, f. 17. október 1926, Bjarni, f. 19. október 1928, Höskuldur, f. 27. október 1930, Þorgrímur, f. 9. des- ember 1933, Dóra, f. 26. október 1935, d. 21. maí 1995, og Ármann, f. 5. október 1938. Sonur Helgu og Páls Þórs Krist- inssonar, f. 11. júlí 1927, d. 27. febrúar 1973, er Sigurjón, f. 24. apríl 1950, kvæntur Kötlu Leós- dóttur, f. 18. desem- ber 1948. Sonur þeirra er Páll Þór, f. 15. september 1986. Helga ólst upp á Húsavík og bjó þar alla ævi að und- anskildum einum vetri er hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Laugum í Reykjadal og þremur árum er hún bjó á heimili sonar síns í Reykjavík. Útför Helgu verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún hringdi eins og venjulega eftir próflok Palla í vor og spurðist fyrir um útkomu prófanna. Hún var hæst- ánægð með sonarsoninn að vanda en í þetta sinn var hann að ljúka stúdent- inum. Hún hafði stolt tekið þátt í að styðja hann í að ljúka þessum náms- áfanga með því að greiða skólagjöldin í VÍ öll fjögur árin af því litla sem hún hafði milli handa sem öryrki. Það hafði ekki verið ósk um að fá að gera það heldur fyrirmæli um að frá þessu yrði gengið af bankanum hennar fyrir norðan, haust hvert. Og hún gat verið ákveðin. Heilsunni hafði hrakað tvívegis frá því í vor og það svo að hún var flutt út á sjúkrahús. Læknum þar tókst að meðhöndla hana þannig að hún gat verið í herberginu sínu þess á milli. Hún átti þó orðið bágt með að fara um hjálparlaust. Hún var vorbarn og sumarið var hennar tími. Hún notaði hvern sólar- dag til að sitja úti í skjólgóðum garð- inum í Hvammi, í blessuðum ylnum frá sólinni sem gerði henni svo gott. Sumarið var líka tími heimsóknanna og hún hafði yndi af félagsskap við aðra. Ættingjarnir að sunnan komu árvisst eins og farfuglarnir og þá var glaðst saman, við sögurnar hennar, sherryið og húmorinn. En þrátt fyrir meðferðirnar höfðu veikindin tekið sinn toll og hún vissi af reynslunni að bata var ekki að vænta í sínum sjúkdómi. Hún tók því yfirvegaða ákvörðun með sjálfri sér um það hvernig hún hefði þetta og henni létti við það. Sumarheimsókn okkar Kötlu og Palla dróst að þessu sinni fram að verslunarmannahelgi vegna sum- arbústaðasmíðinnar. Það gætti óvenju mikillar eftirvæntingar hjá henni í símanum dagana fyrir og okk- ur var vel fagnað að vanda er við kom- um loks. Hún var venju fremur áhugasöm um framtíðarfyrirætlanir Palla. „Ætlar hann Palli minn bara að yfirgefa landið í haust?“ Einnig spurði hún um ganginn hjá fyrirtæk- inu og heilsu og líðan Kötlu, og lék svo á als oddi er við kvöddumst. Norðlenska sumarið gladdi hana svo með nokkrum sólríkum hlýinda- dögum, rétt í blálokin, sem nýttir voru til að fá yl og vellíðan í kroppinn. „Ætlarðu ekki í hárgreiðslu í dag, Helga mín?“ „Nei ég vil miklu heldur sitja hérna úti í blessaðri sólinni.“ Þetta yrði hennar síðasta sumar og hún ætlaði að njóta þess til hins ýtr- asta. Síðan gekk hann í norðanátt með kólnandi veðri og rigningu. Sumarið sýndi á sér fararsnið. Heilsunni tók nú aftur að hraka og hún var hætt að komast um og varð að reiða sig alfarið á hjálp stúlknanna sinna, blessaðra, í Hvammi. Á sunnudaginn hringdi hún svo suður, var ræðin og hress og spurði fregna af sumarhúsinu og gekk aftur úr skugga um að allt gengi vel hjá okkur og hvort fyrirætlanir Palla um Danmerkurferðina væru að skýrast, hvort honum lægi nokkuð á. Kryddaði svo samtalið með nokkrum sögum af uppáhaldsvinnustaðnum sínum, saumastofunni. Jú, reyndar væri hún svolítið slöpp núna en hún yrði betri á morgun. Umfram allt var hún sátt og lék á als oddi og sagðist svo ætla að hætta þessu endemis bulli sínu að lok- um. Á mánudagskvöld fann hún svo að hverju dró. Hún fékk þá forstöðu- konuna og lækni inn á herbergi til sín og fyrirmælin voru skýr. Hún hafði ákveðið að fara ekki út á sjúkrahús í þetta sinn. Ekki fleiri meðferðir. Nú væri nóg komið. Hún hafði ekki í hyggju að draga það sem hvort eð er yrði ekki umflúið, fram á vetur þegar búast mætti við hálku og ófærð ef fólk færi nú að flækjast á milli landshluta út af henni. Hún sótti það fast að hún fengi að vera um kyrrt í herberginu sínu þar til yfir lyki. Morguninn eftir var ljóst hvert stefndi og um hádegi fékk hún að vita að við værum lögð af stað norður, öll þrjú. Um kvöldið þegar við komum var mikið af henni dregið. Það leyndi sér þó ekki að hún skynjaði komu okkar, einkum þegar Palli hennar birtist. Henni hafði tekist það sem hún ætlaði sér, að þrauka þar til við kæmum. Nú var allt eins og það átti að vera. Hún var umvafin umhyggju okkar síðustu stundirnar í lífi sínu og því lauk í mikilli friðsemd. Og með reisn. Þrátt fyrir það að vera orðin nær ósjálfbjarga undir lok ævinnar var hugsunin skýr og þegar henni fannst rétti tíminn kominn, tók hún sjálf í taumana og stýrði lífi sínu og lífslok- um af festu og fyrirhyggju, æðruleysi og þrautseigju og með skýrri dóm- greind, síðasta spottann. Hetja fram til hinstu stundar. Hvíl þú nú í friði, elsku mamma, tengdamamma og amma. Þú varst orðin þreytt. Það var nóg komið. Við viljum að lokum færa öllu starfsfólki Hvamms okkar hjartans þakkir fyrir einstaka umönnun þessi 15 ár og ekki síst það að virða hennar hinstu ósk um lífslok, sem henni fund- ust samboðin sér. Sigurjón, Katla, og Páll Þór. Hún Helga frænka okkar er dáin. Helga sem hefur verið hluti af lífi okk- ar systranna frá því að við fæddumst. Helga sem bjó með okkur allan okkar uppvöxt ásamt syni sínum, honum Sigurjóni. Hann nánast sem bróðir okkar og hún sem svo margt. Hún gat gegnt hlutverki frænku, ömmu, móð- ur og vinkonu. Allt í senn. Minning- arnar streyma fram byggðar á mynd- um sem Helga sýndi okkur og úr okkar eigin sjóði. Um Helgu sem spengilega fimleikastúlku í hópi jafn- aldra á Húsavík. Um Helgu í fallegu rauðu ullarkápunni sem hún eignaðist þegar hún dvaldist í Reykjavík. Um Helgu með uppsett hárið. Um Helgu brosandi og reista. Um Helgu granna sem endranær í glæsilegum blágræn- um kjól með hvítum skinnkraga. Fal- legar myndir af Sigurjóni í matrósa- fötum með leikföng. Litla tré-jólatréð svo undurfallegt, lítið með ofurstór- um fallegum kúlum. Hreint listaverk. Fallegir munir. Munir og minningar frá ferð um Mið-Evrópu. Litli gull- stóllinn, hlutirnir frá París. Pjattið. Allt pjattið. Stólar færðir til ef stað- setning þeirra stóðst ekki fegurðar- skynið hennar Helgu (jafnvel stólarn- ir inni hjá okkur!). Hlutum endurraðað daglega. Breytt um upp- stillingu í stofuglugganum og á skenknum. Ný og falleg föt keypt eða þegin að gjöf frá Dóru systur. At- hugasemdir. Hvöss orð, jafnvel í garð sinna nánustu, þeirra sem hún elskaði mest. Stjórnsemi. Húmor. Jákvæð orð. Hól. Orð sem sýndu að í Helgu áttum við vin í raun. Fallegar gjörðir. Laufabrauðsgerð þar sem Helga stjórnaði eins og herforingi. Glugginn opnaður eða honum lokað þannig að hitastigið í „laufabrauðsherberginu“ væri rétt og kökurnar ekki of þurrar. Kökur sem höfðu verið skornar af natni færðar til, fram og til baka. Fylgst grannt með fallegustu kökun- um í steikingu og pressun. Gjafir, keyptar af natni eða handgerðar. Jól, þar sem Helga fékk óteljandi gjafir. Spennan þegar verið var að opna og gleðin þegar gjöfin kom í ljós. Upplif- unin þegar horft var með Helgu á sjónvarp; á Dallas. Hvað hann JR var nú vondur og hvernig hún reyndi að stjórna þróuninni í sjónvarpsþættin- um með ákveðnum athugasemdum. En ekkert dugði. JR var sami þrjót- urinn eftir sem áður. Mikið hlegið. Helga með okkur á stórum stundum í lífinu. Takandi þátt af heilum hug. Minningin um það þegar Óskar Álfta- gerðisbróðir söng fyrir hana hjá Auði og Hirti á Hjarðarhólnum og hún dill- aði sér eins og lítil stelpa og lyfti öxl- unum. Yndisleg minning. Líf Helgu var margslungið, að vissu leyti flókið en að vissu leyti ein- falt og að svo mörgu leyti fallegt. Ekki síst eftir því sem árin liðu. Hver trúir því að kona sem barðist við veik- indi frá því hún var ung manneskja og hafði þegið plast í hendur, fætur og ýmis liðamót í líkamanum og sótt sér læknishjálp af margvíslegum toga í áratugi gæti verið svo gefandi og skemmtileg? Hver trúir því hve það var mikið tilhlökkunarefni að fara til hennar á dvalarheimilið Hvamm? Í sherry-herbergið. Að setjast niður með Helgu, ræða bókina sem hún var að lesa, þjóðmálin, stjórnmálamenn- ina, bæjarpólitíkina eða nýjasta pjatt- hlutinn sem hún hafði eignast. Hvað hún væri mikil skvísa með skinnið eða slæðuna og hvað hún væri sólbrún. Hvernig viðraði til sólbaða, hvað allir væru góðir við hana á Hvammi og hvað sólargeislinn hennar, barna- barnið hann Palli, væri yndislegur. Hvað hann væri góður, skemmtileg- ur, greindur og mikill vinur. Hvað hann hefði fengið í sögu á stúdents- prófi og hvað hann langaði að verða þegar hann yrði stór. Hvað börnin hennar Kötlu væru öll vel gerð, myndarleg og góðar manneskjur. Næstu jól verður engin Helga. Engin Helga sem við getum hlakkað til að velja eitthvað fallegt handa sem við vonum að gleðji hana – einhverja flík – engin Helga sem við fáum eitt- hvað fallegt frá – eitthvað handgert. Engin Helga til þess að spyrja hvern- ig gangi – engin Helga til þess að hringja í – engin Helga til þess að heimsækja næsta sumar. Engin Helga til þess að færa sherry-flösku og fá sér með kalt sherry úr ísskápn- um í mjög stóru sherry-glasi. Okkur langar til þess að þakka fólkinu okkar fyrir norðan og fólkinu á Hvammi fyrir þeirra framlag til lífs- ins hennar Helgu undanfarin ár. Það er dýrmætt og eftir því hefur verið tekið. Hve margir voru henni mikið og reyndust henni vel. Á engan er hallað þótt við nefnum Dóru og Gulla sérstaklega. Þau tóku á einstakan hátt við hlutverki sem fyrri kynslóðir höfðu haft með höndum. Og starfs- fólkið í Hvammi. Hrein gersemi. Þar leið henni vel og þar naut hún tillits- semi, hjálpsemi og hlýju. Elsku Sigurjón, Katla og Palli. Þið hafið misst móður, tengdamóður og ömmu sem elskaði ykkur óendanlega mikið. Hvað er hægt að hugsa sér dýrmætara en það? Þórhalla og Ragnhildur. Í dag kveðjum við elskulega föð- ursystur mína og vinkonu Helgu Sig- urjónsdóttur en hún lést á heimili sínu Hvammi, þriðjudagskvöldið 5. sept- ember. Hvammur var hennar heimili til margra ára. Þar var hún búin að koma sér vel fyrir í litla herberginu sínu, þar leið henni vel. Hún talaði oft um það við mig hversu vel væri hugs- að um hana þar, og þar fékk hún að deyja. Hún var orðin þreytt og södd lífdaga en alltaf er erfitt að kveðja þá sem okkur þykir vænt um. Þegar ég var krakki var Helga frænka bara stórasystir pabba sem bjó hjá Ástu og Arnljóti á Hjarðar- hólnum. En þegar hún flutti aftur norður eftir að hafa búið í Reykjavík í nokkur ár fórum við að kynnast betur og hún varð frænka með stóru F-i. Minningarnar hrannast upp, minn- ingar um æðrulausa og nægjusama konu sem lét lélega heilsu og látlaus veikindi ekki buga andann. Það er gott dæmi um nægjusemi frænku að þegar henni stóð til boða af fá stærra herbergi á Hvammi þá afþakkaði hún það. Hún var búin að koma sér vel fyrir í litla herberginu sínu og þar vildi hún vera enda nóg af öðru fólki um herbergið sem losnaði. Við ætt- ingjarnir vorum búnir að ræða það við hana að kaupa handa henni stærra og betra sjónvarp því hún horfði mikið á það, en nei, ekki mátti á það minnast, það gamla var alveg nógu gott. Við Helga frænka áttum margar góðar stundir saman og ber hæst, frá síðustu árum, ,,sherry-stundirnar“ okkar í notalegu herbergi hennar. Mér fannst alltaf gaman að koma til frænku enda tók hún vel á móti mér. ,,Já, ert þetta þú, ég þekkti bankið,“ og svo var spjallað og spjallað um heima og geima. Gaman fannst mér þegar hún fór aftur í tímann og sagði mér frá lífinu í ,,gamla daga“, frá afa Sigurjóni og ömmu Þórhöllu sem ég kynntist aldrei, frá lífinu á Húsavík þegar hún var stelpa og unglingur og spilaði handbolta! En hún sagði mér líka frá utanlandsferðunum sem hún fór í sem ung kona, þá reyndar orðin mikill gigtarsjúklingur. Við frænka áttum það sameiginlegt að eiga syni utan hjónabands og oft hef ég velt því fyrir mér hversu gjör- ólíkar aðstæðurnar voru í upphafi sjötta áratugar og þess níunda. En hún átti ekkert nema góðar minning- ar sem hún deildi með mér og kvart- aði aldrei. Hún fylgdist líka vel með og spurði um menn og málefni. Hún vildi vita hvernig fjölskyldunni gengi í vinnunni, í pólitíkinni og í skólanum. Hvað væri að frétta af Leikfélaginu og kórnum mínum o.s.frv. og hún sagði mér fréttir af syni sínum og fjöl- skyldu og Palla sínum sem hún var mikið stolt af. Helga Sigurjónsdóttir Í nálina bregður hún fimlega fínum þræði og fingrar af vandlátum næmleik um hverja spjör; með alúð í handbragði saumar hún syninum klæði, því senn skal hann kvaddur að heiman í langa för. Hjarta hans er eins og frækorn sem finnur til að fá ekki launað sólinni hennar yl. (Meng Sjao. Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Þín tengdadóttir og son- arsonur Katla og Páll Þór. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hekla, Linda, Valgarð, Sunneva og fölskyldur. HINSTA KVEÐJA Sæluminningar úr sveitinni skjótast fram þegar maður hugsar til Unnar ömmu enda eyddi ég mörgum góðum stundum með henni og Erlingi afa í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn. Unnur amma er ættuð úr Þingvallasveit og naut þess að fræða mann um náttúru og dýralíf svæðisins. Á síðustu árum höfum við fjölskyldan átt góða daga með henni í sveitinni og finnst lang- ömmubörnunum fátt skemmtilegra en leika lausum hala þar. Það hefur alltaf verið einstaklega gott að koma í heimsókn til ömmu. Setjast niður, detta niður í hæga- gang, og rabba um lífið og til- veruna. Eitt aðaláhugamál Unnar var bókalestur og þá sérstaklega að lesa ævisögur. Fyrir vikið var hún sérlega fróð um íslenska sögu og fólk sem gerði það að verkum að aldrei skorti umræðuefni og urðu heimsóknirnar oft mjög eftirminni- legar. Langömmubörnin nutu þess einnig að heimsækja ömmu í Eski- ✝ Unnur Sam-úelsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. desember 1919. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 9. ágúst 2006 og var útför hennar gerð í kyrrþey. hlíðina. Í seinni tíð byrjuðu heimsóknirn- ar ávallt á því að litlu drengirnir óðu inn í skáp og drógu þaðan út plastflöskur og legókubba. Af mikilli reglusemi töldu þeir plastflöskurnar ofan í poka og tóku því næst til við að byggja kubbahallir. Unnur amma tók virkan þátt í að kubba og mátti vart sjá hver skemmti sér best. Eftir allt puðið var ávallt dregið fram eitt- hvert góðgæti og saman áttum við góðar stundir. Takk fyrir allt. Björn, Hildur Björk og börn. Þrátt fyrir veikindi sem hrjáðu Unni ömmu var hún ávallt hress og alltaf var sama gleðin og jákvæðnin til staðar. Oft komum við barna- börnin í heimsókn og spjölluðum við hana um allt milli himins og jarðar. Meiri lestrarhesti höfum við ekki kynnst og iðulega skipti það ekki máli hvað um var rætt, því að amma virtist alltaf vera með á nótunum. Hún virtist þekkja til allra í bænum, fólks sem hún þekkti persónulega eða hafði lesið um í ævisögum og blöðum landsins. Það kom okkur sí- fellt á óvart hvað hún gat lagt til mála um málefni unga fólksins, vís- indi og jafnvel fréttir af fræga fólk- inu sem maður hefði haldið að eldra fólk kærði sig kollótt um. Áhuginn á öllu því sem við vorum að fást við í námi eða utan þess var augljós og alltaf fékk maður það á tilfinninguna að hún væri stolt af manni fyrir það sem maður var að gera. Slíkt er ómetanlegt fyrir unga og óreynda einstaklinga að finna og var í rauninni mun meiri hvatning en maður gerði sér grein fyrir. Hún bjó í Eskihlíðinni ásamt Er- lingi manni sínum lengst af og það- an minnist maður helst fjörugra jólaboða þar sem fjölskyldan kom saman og borðaði amerískan kal- kún, frá því að maður man eftir sér. Boðin höfðu verið haldin á ári hverju frá því löngu áður en við fæddumst og slíkur var vaninn orð- inn að við gátum vart hugsað okkur jólin án þeirra. Hitt heimili hennar, á landareign hennar á Þingvöllum, er mesta paradís sem maður getur hugsað sér og það eru algjör for- réttindi að hafa fengið að njóta allra þeirra góðu stunda þar með fjöl- skyldunni, þar líkaði henni best og okkur líklega líka. Nýlega sögðum við henni að nýtt barnabarn væri á leiðinni í heiminn og gladdi það hana mikið. Hún hefði orðið frábær langamma, eins og hún var þegar búin að sýna. Maður á eftir að sakna samveru hennar mikið, en hún lætur mikið eftir sig og það á eftir að vera auð- velt að finna eitthvað til að minnast hennar með. Hvíldu í friði, hjá honum Erlingi afa. Árni, Erlingur og Anna Lilja. Unnur Samúelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.