Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 40
|þriðjudagur|12. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Hugmyndin að Looking for Comedy in the Muslim World hefði getað orðið magnaður grunnur að kvikmynd. » 43 dómur The Covenant er vinsælust vestanhafs en Step Up hefur sigrað hug og hjarta íslenskra bíógesta. » 42 bíó Af listum í dag fjallar um gena- verkefni tónlistarinnar – hvers tilgangur er að hjálpa fólki að velja sér tónlist. » 43 tónlist Rökkvi Vésteinsson bar sigur úr býtum í fyrstu umferð uppi- standskeppninnar The Great Canadian Laugh Off. » 42 fólk Þrjár myndlistarkonur sýna í Galleríi + á Akureyri. Ragna Sigurðardóttir veltir vöngum yfir sýningunni. » 43 myndlist ÞAÐ SÆTIR alltaf tíðindum þegar Nemendaleikhús Listaháskóla Ís- lands kunngjörir vetrardagskrá sína, en Nemendaleikhúsið er vett- vangur fyrir útskriftarárgang leik- listardeildar skólans. Að venju und- anfarinna ára verða sett upp þrjú verk, í þetta sinn eitt klassískt leik- rit og tvær frumsmíðar. Fyrsta verk vetrarins nefnist Hvít kanína og er samið af leik- hópnum sjálfum og öðrum aðstand- endum sýningarinnar. Um er að ræða svokallað „samsett“ leik- húsverk sem er unnið upp úr text- um og í kringum hluti sem orðið hafa á vegi leikhópsins á æfinga- tímabilinu. Það er því réttara að tala um leiksýningu fremur en leik- rit. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson og er frumsýning 22. september nk. á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikhópurinn heldur svo á nokk- uð ólík mið í öðru verkefni leikárs- ins sem einnig verður sett upp í Borgarleikhúsinu. Þá er röðin kom- in að hinu ljóðræna og harm- þrungna Blóðbrullaupi eftir spænska rithöfundinn Federico García Lorca í leikstjórn Kamillu Mortensen. Blóðbrullaup er sann- kölluð klassík í heimi leik- húsbókmenntanna og hefur nokkr- um sinnum ratað á íslenskar leikhúsfjalir áður. Uppsetning Nemendaleikhússins verður frum- sýnd 24. nóvember. Lokaverkefnið er svo nýtt verk eftir Þorvald Þorsteinsson sem nefnist Lífið – notkunarreglur. Hér er um að ræða samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar og verður frumsýnt norðan heiða 16. mars á næsta ári. Í fréttatilkynningu frá LHÍ kemur fram að verkið fjalli um „ævintýrið um okkur öll“ og sé „fullt af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor“. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Leiklist | Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands með þrjár sýningar í vetur Tvö ný íslensk verk og eitt klassískt Morgunblaðið/Golli Frumsmíði Undanfarin ár hefur Nemendaleikhúsið sýnt ný íslensk verk. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MAGNI er kominn á lokasprettinn í Rock Star: Supernova og þarf á stuðningi landsmanna að halda nú sem aldrei fyrr. Að sögn talsmanns Skjás eins hef- ur nokkuð borið á misskilningi meðal áhorfenda um að kosningu sé lokið. Svo er ekki og ríður á að styðja Magna dyggilega í keppninni í kvöld svo hann komist í úrslit. Skjár einn sýnir í kvöld kl. 23.35 Rock Star raunveruleikaþáttinn og strax á eftir, á miðnætti, hefst Magnavaka þar sem Felix Bergsson og Guðrún Gunnarsdóttir stýra kosn- ingavöku Skjás eins. Tónleikar kvöldsins hefjast kl. 1.00 og hefst kosning í kjölfarið, og reynir þá á stuðning Íslendinga við Magna, því sá sem hlýtur fæst atkvæði í kosn- ingunni fellur úr leik í lokaþætti Rock Star: Supernova sem sýndur verður á miðvikudagskvöld. Úrslitaþátturinn á miðvikudag verður tvöfaldur að lengd og munu forsprakkar Supernova þá velja sig- urvegara keppninnar úr hópi þeirra þriggja sem komast áfram og von- andi að Magni verði þeirra á meðal. Þess má geta að byrjað er að leggja drög að þriðja Rock Star-þættinum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða hljómsveit mun verða fengin til sam- starfs við framleiðendur þáttanna en hitt hefur verið gefið upp að keppnin verður eingöngu opin konum. Baunir og lamb í LA Ferðamálaráð Íslands í Bandaríkj- unum sendi íslenska stjörnukokkinn Völund Snæ Völundarson til Los Angeles til að elda góðan íslenskan mat ofan í Magna og félaga hans í þættinum. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins náði tali af Völundi sagði hann matinn hafa slegið rækilega í gegn, en máltíðin var sú síðasta sem kepp- endur fengu að snæða saman í næði, í friði fyrir myndavélum. Völundur eldaði m.a. dýrindislax með jógúrtsósu og íslenskt lamba- kjöt, en í eftirrétt var boðið upp á skyr og ávexti. Girnilegt Völli Snær töfraði fram ýmsa góða rétti handa rokkurunum. Íslenskur veislumatur fyrir Magna og félaga Kosning í kvöld og tvöfaldur úrslitaþáttur á morgun Ljósmynd/Matthias Ingimarsson Fræga fólkið Hjónakornin Völli og Þóra stilla sér upp ásamt úrslitageng- inu í Rock Star: Supernova: Magna, Dilönu, Lukas og Toby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.