Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 41

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 41 menning ÞAÐ ER fátt skemmtilegra en að setjast niður í rólegheitum og hlusta á góðar sögur, ekki síst ef sögu- stundin endar á því að maður veltist um af hlátri. Þannig var það á haust- tónleikum Harðar Torfasonar í Borgarleikhúsinu á föstudags- kvöldið, enda sögumaðurinn í essinu sínu og sló hvergi af. Styrkur Harð- ar Torfasonar liggur nefnilega fyrst og fremst í því hversu öruggur flytj- andi hann er, eða það sem kallað er á fagmálinu „performer“, en þar fyrir utan hefur hann ýmislegt til málanna að leggja, sem vekur mann til umhugsunar. Í upphafi tónleikanna kvaðst Hörður ætla að taka áheyrendur með sér í fjöruferð og tína upp sprek á víð og dreif frá ferli sínum, ekki síst af fyrstu plötunum, enda hefur hann hvílt þær á tónleikum sínum síðustu árin. Þetta féll greini- lega í góðan jarðveg hjá áheyr- endum, sem voru vel með á nót- unum, einkum í lögunum af fyrstu plötu Harðar, sem út kom árið 1972. Sú plata vakti mikla athygli á sínum tíma, en á henni söng Hörður eigin tónsmíðar við ljóð ýmissa val- inkunnra höfunda. Lög Harðar þóttu lipurlega samin, í anda trúba- dora hippatímans, og með þessari plötu átti Hörður eflaust stóran þátt í því að gera sum af þessum ljóðum ódauðleg. Má þar nefna ljóð Hall- dórs Laxness, Kveðið eftir vin minn og ljóð Steins Steinars Lát huggast barn og Gamalt sæti, að ógleymdu Þú ert sjálfur Guðjón, eftir Þórarin Eldjárn. Líklega er þó lag Harðar við ljóð Tómasar Guðmundssonar, Ég leitaði blárra blóma, sú tónsmíð sem mun halda nafni hans lengst á lofti, enda endar Hörður jafnan tón- leika sína á þessu lagi. Hörður flutti öll þessi lög á hausttónleikunum að þessu sinni og auk þeirra var eft- irminnilegur flutningur hans á lag- inu Dagurinn kemur, við ljóð Rún- ars Hafdal Halldórssonar, sem var eitt efnilegasta ungskáld þjóð- arinnar á þessum tíma, en lést langt um aldur fram í umferðarslysi. Reyndar átti Hörður sjálfur nokkur ljóð á þessari fyrstu plötu, en það var þó ekki fyrr en síðar að hann fór að láta verulega að sér kveða í ljóða- og textagerð. Og áheyrendur fengu einnig sinn skammt af frumsömdum hugleið- ingum Harðar um lífið og tilveruna og tíndi hann þar upp sprek frá ýmsum tímum. Má þar nefna lög og ljóð af plötunni Gull, sem mér hefur alltaf þótt vera í hópi hinna bestu sem Hörður hefur sent frá sér. Eitt þeirra laga er Karl R. Emba (Gefðu þeim blóm), sem er í algjörum sér- flokki að mínu mati. Við flutninginn á því lagi nýtur Hörður leiklist- arhæfileika sinna í ríkum mæli, sem og reyndar í allri framgöngu sinni á sviðinu. Og talandi um leikarann Hörð Torfason er skylt að geta upp- klappslaganna tveggja þar sem söngvaskáldið fór á slíkum kostum að salurinn lá í hlátri. Þetta voru 30. hausttónleikar Harðar Torfasonar, en á hverju hausti, frá árinu 1976, hefur hann stigið á svið og leikið söngva sína, og með hverju ári fjölgar í áheyr- endahópnum. Í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir tónleikana, segir Hörður að honum finnist hann bráðum vera búinn að segja allt sem honum býr í brjósti. Vonandi hefur hann þó ekki sagt sitt síðasta orð og jafnvel þótt hann hætti að semja er í góðu lagi að rifja upp hugleiðingar hans og ábendingar af og til, að minnsta kosti einu sinni á ári. Á hausttónleikunum á föstudags- kvöldið sannaði Hörður Torfason að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hörður kemur til dyranna eins og hann er klæddur og í smekklegu umhverfi á sviðinu í Borgarleikhús- inu, og með dyggri aðstoð Vilhjálms Guðjónssonar gítarleikara, tókst honum í þægilegu andrúmslofti að koma því vel til skila sem honum liggur á hjarta. Sveinn Guðjónsson Söngvaskáld í fjöruferð Hörður Torfason Kemur jafnan til dyranna eins og hann er klæddur. TÓNLIST Borgarleikhúsið Hörður Torfason með 30. hausttónleika sína, þar sem hann flytur frumsamin lög við eigin ljóð og annarra og leikur undir á gítar. Meðspilari: Vilhjálmur Guðjónsson á gítar. Hausttónleikar Harðar Torfasonar                                                   !   "#$ %&' (  ) *&'+ , -.'-! / & / 0'1 %" ' .! ,2, 2 3 3      !   "#$ %&' (  ) *&'+ , -.'-! / & / 0'1 %" ' .! ,4566 7  89       !  "#$ %&' (  ) *&'+ , -.'-! / & / 0'1 %" ' .! :         !  "#$ %&' (  ) *&'+ , -.'-! / & / 0'1 %" ' .! 4)9 0 8; 8  </&'   8 %&' (  !  "#$ 2!-=.->$! $ 2? ' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' @A  > $A  @A  . '1 2'..+'! . +A.! ,4566 7 8  8  </&'   8 %&' (  !  "#$ 2!-=.->$! $ 2? ' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' @A  > $A  : 87 8  </&'   8 %&' (  !  "#$ 2!-=.->$! $ ; @? ' .! 2? ? B; 7C 0*' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' 4 4 .! '  )/=D $A .D-! 4)9 0  ;   </&'   8 %&' ( !  "#$ 2!-=.->$! $ 2? ' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' @A  > $A  2'..+'! . +A.! 4)9 0  ;  ;/&' $       %&' ( ! (  ; @? ' .! 7 ! . .  " ' .! % 2!' ! . . : 8 8  </&'   8 %&' (  !  "#$ 2!-=.->$! $ ; @? ' .! B; 7C 2? ? B; 7C 0*' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' 4 4 .! '  )/=D $A .D-! : 7    </&' $     %&' ( !  "#$ ; @? ' .! B; 7C 2? ? B; 7C 0*' .!  " ' .! % 2!' ' .! 9!"$ '' 4 4 .! '  )/=D $A .D-! ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.