Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 255. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÚPA VIÐ KVEFINU HÚN ÓLÖF ÓSK KAUPIR GRÆNMETI, GRÓFT BRAUÐ OG FISK EN EKKI KJÖT EÐA SYKUR >> 25 VISTASKIPTI ÚR SJÁVARSTÚSSI Í FJÁRMÁLIN ARNE VAGN >> VIÐSKIPTI Opið til 21 Haust- og vetrartískan Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Vinstrimaðurinn Hugo Cha-vez, forseti Venesúela, úthúðaði George W. Bush Bandaríkjaforseta í ræðu sinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gær og kallaði hann „lygara“, „djöf- ul“, og „harðstjóra“. „Djöfullinn kom hér í gær og þessi staður angar enn af brennisteini,“ sagði Chavez og vísaði þar með til ræðu Bandaríkjaforseta á þinginu í fyrradag. „Hann kom hingað og talaði líkt og hann ætti heiminn,“ sagði forsetinn, sem hvatti til að dregið yrði úr áhrifum Bandaríkjastjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Rökstuddi hann þetta með því, að „heimsvalda- stefna“ Bandaríkjamanna væri „ógn“ við framtíð mannkynsins og að forseti landsins boðaði „sýndarlýð- ræði elítunnar“. Sagði hann hug- myndir Bush um lýðræði slíkar, að þær væru verðugt viðfangsefni kvik- myndar eftir leikstjórann víðfræga Alfred Hitchcock, sem bæri heitið „Uppskrift djöfulsins“. Chavez lagði jafnframt til, að höf- uðstöðvar SÞ yrðu fluttar frá New York, Venesúeala væri hentugri staður fyrir þær. Frederick Jones, talsmaður Bandaríkjastjórnar í öryggismálum, neitaði að bregðast við ummælunum, „þau væru ekki svaraverð“. Chavez úthúðaði Bush Uppnefndi forseta Bandaríkjanna „djöful“ og „harðstjóra“ Chavez ávarpar allsherjarþingið. UMFERÐARÖRYGGI er stórlega ábótavant við Háaleitisbraut að mati foreldra barna í hverfinu en þar var ekið á unga stúlku á gang- braut í gærmorgun. Foreldraráð Álftamýrarskóla og leikskólanna Álfta- og Múlaborgar telja nauð- syn á grundvallarbreytingu á um- ferðarhraða og frágangi göt- unnar. Foreldraráðin hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir borg- aryfirvöld en ekki hefur enn orðið af framkvæmdum. Við götuna búa mörg börn sem eiga leið yfir hana, í skóla, í tóm- stundir og fleira. 13 þúsund bílar fara um þennan vegarkafla á sól- arhring samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg. Gangbraut- arljós voru sett upp á staðnum fyrir áratug. | 4Morgunblaðið/ÞÖK Íbúar krefjast úr- bóta strax SONTHI Boonyaratglin, herforingi og tals- maður valdaránsmanna á Taílandi, sagðist í gær mundu gegna embætti forsætisráð- herra í tvær vikur, eða þangað til nýr maður yrði fundinn í embættið. Jafnframt sagði Sonthi valdaránsmenn njóta stuðnings Bhumibol Adulyadej, konungs Taílands, en ný skoðanakönnun bendir til, að mikill meirihluti almennings styðji valdaránið. „Næstu almennu kosningar munu von- andi fara fram í október á næsta ári,“ sagði Sonthi, sem bætti því við að um sama leyti væri reiknað með að ný stjórnarskrá yrði tilbúin. Á næstu tveimur vikum verður hins vegar unnið að ritun bráðabirgðastjórnar- skrár, sem mun gilda þar til að ári. Á sama tíma flaug Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, frá New York til London. Thaksin hafði áður frestað fyr- irhugaðri ræðu sinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna vegna ólgunnar heima fyr- ir en óvissa hafði ríkt um hvort hann myndi snúa aftur til Taílands. Þeirri óvissu var ekki eytt í gær eftir að Surapong Suebwonglee, talsmaður stjórn- arinnar, sem var í för með Thaksin, sagði þá „verða að sætta sig við það sem hefði gerst“. „Við erum ekki á leiðinni heim á næstunni,“ sagði Surapong alvarlegur í bragði. Hervörður Hermenn fylgjast með umferð fyrir utan þinghúsið í Bangkok í gær. Kosningar í Taílandi að ári liðnu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is  Heita kosningum | Miðopna AP Eftir Hjört Gíslason og Hjálmar Jónsson SAMKOMULAG um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna milli Íslands, Færeyja, meginlands Noregs og Jan Mayen í suðurhluta Síldarsmugunnar var undirritað í New York í gær. Samkomulagið var undirritað af þeim Valgerði Sverrisdóttur, utan- ríkisráðherra Íslands, Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dan- merkur, Jóannes Eidesgaard, lög- manni Færeyja, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið frá New York í gær að öll mál sem vörðuðu viðurkenn- vitað til þess að einhverjar stór- kostlegar náttúruauðlindir væru í Síldarsmugunni, svo sem olía, væri niðurstaðan engu að síður mikil- væg og ekki væri ólíklegt að þarna gætu verið um ýmsar aðrar auð- lindir að ræða. Samningsvilji Hún bætti því við að komið hefði fram glögglega í þessum viðræðum gagnkvæmur samningsvilji Ís- lands og Noregs og hún teldi að það gæti þýtt auknar líkur á að þjóðunum tækist að leysa önnur deilumál sem þær hefðu átt í, til að mynda varðandi fiskistofna eins og norsk-íslensku síldina. mjög mikilvægt við þetta sam- komulag að það væri fordæmisgef- andi fyrir Hatton-Rockall svæðið, sem væri mjög mikilvægt svæði fyrir Ísland. Valgerður sagði að þó ekki væri ingu á landgrunnsréttindum Ís- lands skiptu máli. Þarna væri um að ræða svæði sem væri yfir 29 þúsund ferkílómetrar að stærð. „Við höfum tekið virkan þátt og höfðum í raun frumkvæði að því að út í þessa vinnu var farið vegna þess að við teljum að það skipti máli að þjóðirnar séu búnar að ná niðurstöðu sín á milli áður en mál sem þessi eru send fyrir land- grunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Hún fjallar um þetta mál og þar þurfa þjóðirnar að sýna fram á til- kall til viðkomandi svæðis. Við telj- um að við Íslendingar munum ekki eiga í neinum erfiðleikum með að sanna okkar rétt á þessu svæði,“ sagði Valgerður ennfremur. Hún sagði að það væri einnig Samið um skiptingu land- grunns í Síldarsmugunni Í HNOTSKURN »„Samkomulagið markartímamót í landgrunns- málum á Norðaustur- Atlantshafi enda er það hið fyrsta sinnar tegundar þar.“ » Íslensk stjórnvöld hafaeinnig sett fram kröfur um landgrunnsréttindi á Hatton Rockall-svæðinu.  Mikilvægt | 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.