Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á hverju ári koma upp nokkur tilfelli þar sem erlendar konur fæða börn á eigin kostnað, jafnvel þó að íslenskir makar þeirra séu sjúkratryggðir. Ástæðan er einfaldlega sú að móðirin þarf að hafa verið búsett á Íslandi í samtals sex mánuði til að teljast sjúkratryggð hérlendis nema annað leiði af milliríkjasamningum. Væri móðirin hins vegar íslensk með ís- lenska sjúkratryggingu og faðirinn erlendur myndi fæðingin greiðast af íslenska heilbrigðiskerfinu. Þetta skýrist af því að hérlendis eru það einstaklingar sem eru tryggðir, með- an það þekkist t.d. í Þýskalandi að þar er fyrirvinna fjölskyldunnar tryggð og þar með allir fjölskyldumeðlimir, þ.e. börn og maki sem ekki er á vinnu- markaði, en sjúkratryggingar þar í landi eru vinnutengdar. Fimmtíu reikningar hafa verið gefnir út það sem af er árinu Fæðing hérlendis getur eins og sést í meðfylgjandi töflu kostað allt frá tæpum 254 þúsundum króna, ef um eðlilega fæðingu án aukakvilla er að ræða, upp í tæp 680 þúsund krón- ur, ef um er að ræða keisaraskurð með aukakvillum. Erfitt reyndist að fá uppgefinn nákvæman fjölda þeirra kvenna sem hér um ræðir árlega, en hjá LSH fengust þær upplýsingar að á tímabilinu janúar til ágúst á þessu ári hefðu verið gefnir út fimmtíu reikningar vegna fæðingar ósjúkra- tryggðra kvenna. Ekki reyndist unnt að fá sundur- greindar upplýsingar með svo skömmum fyrirvara og er því hér um ræða bæði ósjúkratryggðar erlendar konur giftar íslenskum mökum, ein- stæðar ósjúkratryggðar erlendar konur, íslenskar ósjúkratryggðar konur sem ekki hafa verið með lög- heimili á Íslandi síðustu sex mánuði fyrir fæðingu og kvenkyns ferða- langa. Eitt mál verið kært Að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahússins, koma reglulega inn á borð til hennar tilvik þar sem erlend eiginkona íslensks manns eignast barn áður en hún er komin með íslenska sjúkratryggingu og fellur þá allur sjúkrahúskostnaður vegna fæðingar á hina nýbökuðu for- eldra, jafnvel þótt hinn íslenski maki sé sjúkratryggður. Segir hún eitt slíkt mál hafa verið kært til úrskurðarnefndar almanna- trygginga fyrir nokkrum árum, þá með vísan til 32. greinar laga um al- mannatryggingar þar sem kveðið er á um að heimilt sé „að greiða nauðsyn- lega þjónustu í skyndilegum sjúk- dómstilfellum þótt biðtíminn [þ.e. hin- ir sex mánuðir] sé ekki liðinn.“ Bendir hún á að úrskurðarnefndin hafi ekki fallist á þau rök sem fram voru lögð í málinu. Fæðing þjónusta við barnið Margrét bendir á að barn öðlast ís- lenskt ríkisfang við fæðingu ef móðir þess er íslenskur ríkisborgari eða ef faðir þess er íslenskur ríkisborgari og kvæntur móðurinni. Börn teljast því tryggð frá þeirri stundu er þau fæð- ast. Segir Margrét í ljósi þessa eðli- legt að líta á fæðinguna sem þjónustu við barnið, en ekki hefur verið fallist á þau rök á þeirri forsendu að ófætt Hversu dýrt er að fæða? Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Pétur H. Blöndal hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri fyrir sameigin- legan framboðs- lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sem haldið verður í lok október nk. 2006. Pétur hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í ellefu ár og er formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis og formaður Íslandsdeildar ÖSE. Í fréttatilkynningu segir Pétur að sem formaður Efnahags- og við- skiptanefndar hafi hann stuðlað að framgangi fjölda mála frá ríkis- stjórninni, sérstaklega á sviði við- skipta- og skattamála. Má þar nefna breytingar og einföldun á erfðafjár- skatti. Auk þess hafi hann að eigin frumkvæði og í samræmi við hug- sjónir sínar, flutt fjölda þingmála til einföldunar skattkerfisins og skil- greiningar á eignarrétti. Í því sam- hengi nefnir hann m.a. flatan tekju- skatt, afnám sjómannaafsláttar, að RÚV verði breytt í hlutafélag og að kvótanum verði dreift á alla lands- menn Býður sig fram í 2.–3. sæti „MÉR finnst þetta fáránlegt kerfi. Ég hef alltaf átt lögheimili á Íslandi og borgað hér skatta síðan ég byrj- aði að vinna. Stór partur af þeim fer í heilbrigðisþjónustuna. En loksins þegar ég þarf á þessari þjónustu að halda vegna barnsins míns þá eru mér öll sund lokuð af því að ég er giftur útlenskri konu,“ segir Hafliði Sigfússon, sem á von á barni með bandarískri eiginkonu sinni, Kat- herine Davidson, í næsta mánuði. Þarf að greiða á bilinu 250 þúsund til einnar milljónar Hafliði sér fram á að þurfa að reiða fram á bilinu 250 þúsund krónur til einnar milljónar vegna fæðingar barnsins síns sökum þess að Katherine hefur ekki átt lög- heimili nægjanlega lengi hérlendis til þess að öðlast íslenska sjúkra- tryggingu. Segist Hafliði þeirrar skoðunar að hér sé um mismunun á grundvelli kynferðis að ræða þar sem málið væri ekki vandamál ef því væri öfugt farið, þ.e. íslensk kona væri ólétt eftir erlendan mann. Kostnaðurinn fellur á hann sem fyrirvinnu fjölskyldunnar Hafliði og Katherine giftu sig í apríl á þessu ári eftir nokkurra ára samband, en þau kynntust þegar Hafliði var í námi í Bandaríkjunum á árunum 2000-2004. Skömmu fyrir giftinguna flutti Katherine búferl- um til Íslands og sótti í framhaldinu um dvalarleyfi til Útlendingastofn- unar. Að sögn Hafliða höfðu þau hjónin ekki áttað sig á því að hinn sex mánaða biðtími, sem kveðið er á í lögum um almannatryggingar, byrjaði ekki við búferlaflutning Katherine til landsins, heldur við útgáfu dvalarleyfis frá Útlend- ingastofnun. „Við héldum að við myndum samt ná þessu, en vegna tafa á umsókn hennar hjá Útlend- ingastofnun þá fékk Katherine fyrst útgefið dvalarleyfi í síðustu viku,“ segir Hafliði. Bendir hann á að kostnaðurinn vegna fæðingar barnsins muni falla á hann þar sem hann sé fyrirvinna fjölskyldunnar, enda hafi eiginkonan hans ekki get- að sótt um atvinnuleyfi meðan hún var enn að bíða eftir dvalarleyfi. Felur í sér mismunun Morgunblaðið/ÞÖK Barn á leiðinni Hafliði Sigfússon og Katherine Davidson eru ósátt við kerfið.  !    "" # ! $  # ! $  %    $  %    $                     ! "   &'  ' &  '  ' & &  &  #  $   %  &''(   "     '  ' ()& *+ ,   # + &#-,.# / 0 **+ 1$  -,**&,% ''  #, & &23-*+ 1 4 55 0* 50 ,) )  , -)#+ 4 6 4#7 8-+   ,-)#* %  - % * #&#+*** 6  **9#  924 : $*& )1*+* -&*&% Pétur Blöndal Fréttaskýring | Erlendar konur geta þurft að fæða börn á eigin kostnað, jafnvel þó að íslenskir makar þeirra séu sjúkratryggðir. Þetta á ekki við ef það er karlinn sem er erlendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.