Morgunblaðið - 21.09.2006, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR ÚR VERINU
LANDANIR færeyskra fiskiskipa í
erlendum höfnum hafa dregizt mjög
saman síðustu árin. Á fyrri helm-
ingi þessa árs hefur aðeins um 3%
af þorsk-, ýsu- og ufsaafla verið
landað erlendis, en næstu fjögur ár-
in á undan hefur hlutfallið verið á
bilinu 13 til 18%. Það eru tvö pró-
sent þorskaflans, fjögur af ýsunni
og þrjú af ufsanum.
Skýringin á minni siglingum
skipa með aflann er hátt olíuverð.
Það er of dýrt að sigla með fiskinn.
Um 17% af afla þessara tegunda,
sem landað er í Færeyjum eru síð-
an flutt utan óunnin. Það er svipað
hlutfall og á síðasta ári.
20% fara óunnin utan
nú en voru 30% í fyrra
Þegar þetta tvennt er lagt saman
kemur í ljós að 20% af umræddum
fisktegundum eru flutt óunnin utan,
en 80% koma til vinnslu innan lands
á árunum 2002 til 2005 hefur hlut-
fallið verið þannig að 30% hafa farið
óunnin utan, en 70% komið til
vinnslu heima fyrir.
Á síðustu árum hefur mest verið
flutt utan af óunninni ýsu hvort sem
miðað er við magn eða verðmæti.
Fyrri helming þessa árs var landað
um 9.500 tonnum af ýsu og af því
fóru 5.700 tonn óunnin utan eða
60%. Á fyrri helmingi síðasta árs
kom það fyrir í fyrsta sinn að meira
væri flutt utan af óunnum ufsa en
ýsu. Bæði á þessu ári og í fyrra fór
óverulegur hluti þorsksins óunninn
utan. Beint samband er á milli
magns og verðs í útflutningi. Þegar
mikið fer utan lækkar verðið en
hækkar á ný með minnkandi út-
flutningi. Þannig hefur verð á ýsu
rokkað frá 180 krónum þegar það
var hæst niður í ríflega 70 krónur
þegar það var lægst. Um þessar
mundir fá Færeyingar um 130
krónur að meðaltali fyrir ýsuna.
Verð á þorskinum hefur verið mun
hærra og er nú ríflega 200 krónur
íslenzkar.
Í frétt á heimasíðu færeysku
Hagstofunnar eru vangaveltur um
það hvers vegna verðið breytist
með þessum hætti. Skýringin er tal-
in liggja í mismunandi fiskverði
heima fyrir sem aftur skýrist af
sveiflum í afla. Skýringin á minnk-
andi útflutningi á óunnum þorski er
að miklu leyti mikill samdráttur í
afla. Aukning á útflutningi á ufsa og
ýsu skýrist aftur á móti af mikilli
aflaaukningu.
Færeyingar flytja mun
minna út af óunnum fiski
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
,--.,--/,--0,--1,--,
*
.
/
0
%
% 2
,--,
,--.
'
'
1
1
2
Í HNOTSKURN
»Minnkandi útflutningur áóunnum þorski skýrist af
miklum aflasamdrætti.
»Mest fer utan af óunninniýsu eða um 60% heildarafl-
ans fyrri helming ársins.
»Aðeins um 3% af þorsk-,ýsu- og ufsaafla hefur nú
verið landað erlendis.
ÁRNI Páll Árna-
son, lögmaður og
sérfræðingur í
Evrópurétti, hef-
ur ákveðið að
gefa kost á sér í
forystusveit
Samfylkingarinn-
ar í Suðvestur-
kjördæmi, en
prófkjör flokks-
ins þar fer fram 4. nóvember næst-
komandi.
Árni Páll er fertugur að aldri og
uppalinn í Kópavogi. Hann lauk
lagaprófi frá HÍ 1991 og stundaði
framhaldsnám í Evrópurétti 1991–
1992. Hann var ráðgjafi Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra í Evrópumálum frá 1992–
1994 og embættismaður í utanrík-
isþjónustunni frá 1994–1998. Hann
hefur starfrækt eigin lögmanns-
stofu frá þeim tíma og sinnt ráð-
gjöf við ráðuneyti, opinberar stofn-
anir og stærri fyrirtæki.
Árni Páll stefnir á for-
ystusæti Samfylkingar
Árni Páll Árnason
TÆP 70% landsmanna telja Ríkisút-
varpið og Ríkissjónvarpið vera mik-
ilvægasta fjölmiðilinn fyrir þjóðina,
sem er nokkru minna en fyrir fjórum
árum þegar tæp 74% voru þessarar
skoðunar. Morgunblaðið kemur í
næsta sæti þar á eftir en 9% töldu það
mikilvægasta fjölmiðilinn fyrir þjóð-
ina samanborið við 11,5% árið 2002.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í könnun sem Gallup hefur gert
fyrir RÚV. Náði könnunin til um 1300
manns á aldrinum 16 ára til 75 ára og
var um símakönnun að ræða sem
framkvæmd var 23. ágúst til 5. sept-
ember. Svarhlutfall var 63,5%.
Þegar spurt var til hvaða fjölmiðils
fólks leitaði helst eftir fréttum og
fréttatengdu efni er Ríkisútvarpið
efst á blaði með 20,5%, síðan kemur
Ríkissjónvarpið með 17,7% og þá
mbl.is með 12,5% og Morgunblaðið
með 11,6%, Fréttablaðið með 8,7% og
Stöð 2 með 5,7%.
70% telja RÚV
mikilvægasta miðilinn
KOLBRÚN Bald-
ursdóttir sálfræð-
ingur gefur kost á
sér í sjötta sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
sem haldið verður
sameiginlega fyrir
Reykjavíkurkjör-
dæmin tvö í lok
október nk.
Kolbrún skipaði
9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu
alþingiskosningum. Hún hefur verið
virk í Sjálfstæðisflokknum undanfar-
in ár. Hún hefur m.a. átt setu í stjórn
Hvatar og situr nú í stjórn Sjálfstæð-
isfélags Skóga- og Seljahverfis í
Breiðholti.
Kolbrún er fædd 1959. Hún lauk
stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1980, BA-prófi frá Háskóla Ís-
lands 1986 og tveimur MA-prófum frá
Rhode Island College í Rhode Island,
Bandaríkjunum, það fyrra í námssál-
arfræði og ráðgjöf 1989 og það síðara
í félags- og persónuleikasálfræði
1991. Árið 1994 lauk Kolbrún námi í
uppeldis- og kennslufræðum til
kennsluréttinda frá Háskóla Íslands.
Kolbrún hefur verið löggildur sál-
fræðingur frá 1992 og rekið eigin sál-
fræðistofu í Reykjavík frá sama ári.
Kolbrún
Baldursdóttir
Kolbrún stefnir á 9. sætið
TÓMAS Þorvaldsson GK 10 sem
Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út á
línu landaði 46 tonnum á Djúpa-
vogi í vikunni og var aflanum ekið
til Grindavíkur í vinnslu. Báturinn
var á veiðum á Tangagrunni aust-
an við land og því er löng sigling
til Grindavíkur.
Nafn bátsins er nýtt í flota fyr-
irtækisins en Tómas Þorvaldsson
útgerðarmaður stofnaði Þorbjörn
hf. ásamt þremur öðrum félögum
sínum fyrir rúmum fimmtíu árum.
Fyrirtækið hefur síðan verið í
eigu fjölskyldu hans lengst af.
Báturinn var nótabátur, keyptur
af Samherja hf., og hét Háberg
GK. Honum var síðan breytt í
línuskip fyrir fimm árum í Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á
Akranesi og hét eftir það Geirfugl
GK. Upphaflega hét báturinn
Héðinn ÞH, en Þorbjörninn eign-
aðist skipið upp úr miðri síðustu
öld og var hann skírður Hrafn
GK. Var hann gerður út á net og
nót í fyrstu en var síðan breytt í
nótaskip og fékk nafnið Háberg
GK þegar hann rann inn í Fiski-
mjöl og lýsi hf. í Grindavík í
eignaumsýslu á níunda áratugn-
um. Báturinn hefur því verið
tvisvar í eigu fyrirtækisins á
löngum tíma.
Báturinn hefur reynst afbragðs
vel eftir að honum var breytt í
línuskip en skipstjóri hans er Sæ-
mundur Halldórsson.
Tómas Þor-
valdsson GK
nýtt nafn
í flotanum
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Útgerðarfélagið Aviana í Maniitsoq
á vesturströnd Grænlands fékk nú í
september afhentan nýjan Cleo-
patra bát frá Bátasmiðjunni Trefj-
um í Hafnarfirði.
Að útgerðinni stendur Môrt-
ánguaq Heilmann sem jafnframt er
skipstjóri á bátnum.
Nýi báturinn hefur hlotið nafnið
Aviana. Báturinn er 11 brúttótonn.
Aviana er af nýrri gerð Cleopatra
33 báta sem Trefjar hafa hannað.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo
Penta 74A 350 hestöfl tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn sigl-
ingatækjum af gerðinni Simrad frá
Friðrik A. Jónssyni.
Báturinn er útbúinn til línu,
handfæra og netaveiða. Veiðibún-
aður kemur allur frá Færeyjum.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá
Viking.
Rými er fyrir 14 380 lítra kör í
lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla
fyrir skipstjóra og háseta. Í vist-
arverum er salernisrými, svefn-
pláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu
með eldavél, örbylgjuofni og ís-
skáp.
Að sögn Môrtánguaq skipstjóra
mun báturinn verða gerður út frá
Maniitsoq og stefnir hann á að vera
með bátinn á línu- og netaveiðum
yfir vetrartímann en á línu og
handfærum yfir sumarið.
Ný Cleopatra seld til Grænlands
TVEIR umsækjendur eru um emb-
ætti prests í Vestmannaeyjapresta-
kalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Um-
sóknarfrestur rann út 15. september
síðastliðinn og embættið veitist frá 1.
október. Umsækjendurnir eru: Arn-
dís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur
og Guðmundur Örn Jónsson guð-
fræðingur.
Biskup Íslands skipar í emættið til
fimm ára að fenginni niðurstöðu val-
nefndar. Valnefnd skipa fimm
fulltrúar úr prestakallinu, auk
vígslubiskups í Skálholti.
Tveir sækja um í Eyjum
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
ÍSLANDS MÁLNING
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.