Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
BLÚSHLJÓMSVEITIN Kentár verður með tón-
leika á Hressó í Austurstræti í kvöld.
Kentár spilar blús eins og hann gerist bestur,
enda eru Kentárar
orðin blúshúngr-
aðir með af-
brigðum því langt
er síðan þeir hafa
getað fullnægt
óseðjandi blúslyst
sinni. Sveitin kennir sig við skepnuna úr grískru
goðafræðinni er var hálfur maður og hálfur hest-
ur. Hljómsveitin hefur verið starfrækt með hléum
í ríflega tuttugu ár.
Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og standa til
klukkan eitt eftir miðnætti.
Tónleikar
Kentár spilar blátt
á Hressó í kvöld
Kentár
SÝNINGIN
Mega vott í
Hafnarborg tefl-
ir fram fimm
listakonum, fjór-
um íslenskum og
einni banda-
rískri, sem allar hafa í verkum sínum tekið þátt
þeirri umbreytingu sem orðið hefur á högg-
myndlistinni undanfarið, ekki síst í meðförum
listakvenna. Þetta eru þær Anna Eyjólfsdóttir,
Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sig-
urðarsdóttir og Jessica Stockholder.
Í kvöld kl. 19 býður Hafnarborg til Listamanna-
spjalls, þar sem gestum gefst tækifæri til að
kynnast listakonunum fimm og verkum þeirra.
Listamannaspjall
Höggmyndir nú-
tímalistakvenna
Frá sýningunni í Hafnarborg
LJÓÐELSKUM og söng-
elskum stendur góður kostur
til boða í kvöld kl. 20, er þeir
Gunnar Guðbjörnsson tenor
og Jónas Ingimundarson stíga
á svið Salarins í Kópavogi og
flytja ljóðasöngva eftir Franz
Schubert og Richard Strauss,
suma þekkta, aðra minna
þekkta. Meðal ljóðalaganna
má nefna Im Frühling, Nacht
und Träume, Ständchen og Du bist die Ruh eft-
ir Schubert, og Morgen, Heimliche Aufforder-
ung, Befreid og Allerseelen eftir Strauss. Þeir
Gunnar og Jónas hafa starfað saman um langt
árabil.
Ljóðatónleikar
Ljóð eftir Strauss
og Schubert
Jónas og Gunnar
FYRSTA verkefni Nemendaleik-
hússins þennan veturinn nefnist
Hvít kanína og verður frumsýnt
annað kvöld. Leikstjóri verksins er
Jón Páll Eyjólfsson og hann sagði
blaðamanni Morgunblaðsins frá
heldur óhefðbundnu æfingaferli.
„Sýningin varð til í leik okkar með
rýmið því fystu vikurnar vorum við
alveg í lausu lofti. Við lögðum ekki
út frá neinni hugmynd en við Ilmur
búningahönnuður völdum hluti inn í
rýmið og leyfðum leikurunum að
leika sér,“ segir Jón Páll. „Frásagn-
irnar voru unnar út frá leikjunum.
Ef ég til dæmis léti þig og sam-
starfsfélaga þinn fá skammbyssu,
klósettrúllu og rúmdýnu og léti ykk-
ur búa til leik úr því á fimm mín-
útum. Við það verða til kringums-
stæður og oftar en ekki myndast
einhver texti út frá því. Þetta var
nefnilega ekki spuni því þar er mað-
ur með fyrirfram gefnar aðstæður.
Við byrjuðum alveg á grunni,“ segir
Jón Páll og bætir við að í leikhúsi
verði menn að finna upp hjólið í
hvert sinn.
„Þó svo að þetta verk hefði verið
sett saman áður þá erum við að fást
við það í fyrsta sinn og útkoman
verður aldrei sú sama og síðast.“
En um hvað er svo verkið?
„Heimurinn sem varð til hjá okk-
ur er heimur þar sem neyslan
ákvarðar tilvist mannsins,“ segir
Jón Páll og segir það ekki ólíkt því
sem gengur og gerist í heiminum í
dag.
„Það er ekki til neitt sem er æðra
manninum, hans vilja og hans hvöt-
um. Tökum 11. september, við skilj-
um ekki að mennirnir sem það
gerðu hafi gert það fyrir einhverja
ákveðna hugmynd, við myndum
frekar skilja það ef ávinningurinn
væri peningar.“
Er þetta ádeila á nútímamanninn?
„Já það er það en leikararnir
stíga ekki út og benda á aðra, þetta
á jafnt við um þau og okkur öll. Það
er herjað stanslaust á okkur. Aug-
lýsingar segja okkur að reka heim-
ilin eins og fyrirtæki, en til hvers
eru fyrirtæki rekin? Til að græða
ekki satt?“ spyr leikstjórinn að lok-
um.
Leiklist | Nemendaleikhúsið frumsýnir fyrsta verk vetrarins
Neysla ákvarðar tilvist mannsins
NEMENDALEIKHÚSIÐ deilir á aukna neysluhyggju í samfélaginu í dag í
fyrsta verki vetrarins, Hvítri kanínu. Sýninguna unnu nemendurnir undir
stjórn leikstjórans, Jóns Páls Eyjólfssonar. Frumsýning verksins er á litla
sviði Borgarleikhússins á morgun klukkan 20.
Morgunblaðið/Árni Sæbeg
Ádeila á neysluhyggju
ÁRIÐ 2005 heimsóttu 1,7 milljónir
gesta Tate Britain-listasafnið í
Lundúnaborg, og var þar með slegið
met í aðsókn að safninu. Aðsókn
minnkaði hins vegar að Tate Mod-
ern-safninu, úr 4,4 milljónum gesta í
3,9 milljónir, en engu að síður trónir
það á toppnum sem mest sótta nú-
tímalistasafn heims. Þrjár af fimm
vinsælustu sýningum í sögu safnsins
hafa ennfremur verið haldnar á síð-
ustu tveimur árum.
Hagnaður af söfnunum
um 420 milljónir króna
Þessar niðurstöður komu fram í
skýrslu, sem fyrirtækið að baki
Tate-söfnunum, Tate Enterprises,
sendi nýverið frá sér. Þar kom enn-
fremur fram að á árunum 2005–6
hefði hagnaður af safninu verið 3,2
milljónir punda; rúmlega 420 millj-
ónir króna. Þá hefur safnið eytt 12,2
milljónum punda, 1,6 milljörðum
króna, í listaverkakaup undanfarin
tvö ár.
Vinsælar sýningar að undanförnu
hafa innihaldið verk Fridu Kahlo og
Edwards Hoppers. Í vor er vænt-
anleg sýning með verkum Lund-
únalistamannsins Williams Hogarths
í Tate Britain, og sýning byggð á
Salvador Dalí og áhrifavöldum hans
úr kvikmyndaheiminum verður sett
upp í Tate Modern sumarið 2007.
Tate kaupir
verk fyrir
1,6 milljarða
Tate Britain
slær aðsóknarmet
TÓNLISTARMAÐURINN Justin
Timberlake verður kynnir á MTV-
tónlistarhátíðinni sem fram fer í
Kaupmannahöfn 2. nóvember næst-
komandi. Hátíðin fer fram í Bella
Center-ráðstefnumiðstöðinni að
viðstöddum 3.000 gestum, en enn-
fremur er búist við því að um
10.000 manns muni safnast saman á
Ráðhústorginu af þessu tilefni.
Hljómsveitin Red Hot Chili Pep-
pers er tilnefnd til fernra verðlauna
að þessu sinni, en aðrir líklegir til
verðlauna eru Christina Aguilera,
Madonna, Shakira, Nelly Furtado
og Kanye West, sem öll eru tilnefnd
til þrennra verðlauna.
Ísland er meðal þeirra landa sem
keppa um að hýsa hátíðina árið
2007, en í vor lagði ríkisstjórn
landsins þrjár milljónir króna til
undirbúnings framboðinu.
Timberlake á
MTV-hátíðinni
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
NÝ sjónvarpsrás sem hóf göngu
sína í Danmörku 1. september síð-
astliðinn er að hálfu í eigu kvik-
myndagerðarmanna og kvikmynda-
framleiðenda og að hálfu í eigu
fjárfesta á Norðurlöndum. Stór
hópur íslenskra kvikmyndagerða-
manna, eða um 20 manns, á hlut-
deild í fyrirtækinu sem kallast
Skandinavia. Einn þeirra er Jón
Þór Hannesson, sem er fulltrúi ís-
lensku framleiðendanna í stjórn fyr-
irtækisins.
Starfsemi fyrirtækisins er bundin
við útsendingu á norrænu efni en
ekki framleiðslu. Hagnaður af sýn-
ingum mynda á rásinni skiptist nið-
ur á eigendur kvikmyndanna sam-
kvæmt ákveðnu punktakerfi.
„Það eru 200.000 heimili komin
með aðgang að rásinni nú þegar í
Danmörku, sem hlýtur að teljast
allgott á aðeins einum
og hálfum mánuði. Fé-
lagið kaupir réttinn að
hluta til að kvikmynd-
um framleiðendanna
og innir síðan
greiðslur af hendi til
þeirra þegar þær eru
sýndar á rásinni,“ seg-
ir Jón Þór.
Nú þegar hafa verið
sýndar eða eru í sýn-
ingu íslenskar myndir
eins og Tyrkjaránið,
Ham og fleiri.
Hann segir að mörg
kvikmyndafyrirtæki á
Norðurlöndunum eigi
efni sem stóru ríkisstöðvarnar hafi
sýnt lítinn áhuga. „Þarna opnast ný
gátt fyrir kvikmyndaframleiðendur
til þess að koma sínu efni á fram-
færi og mögulega mun fyrirtækið í
framtíðinni einnig koma að fram-
leiðslu kvikmynda. Þá yrði það gert
á þann hátt að félagið
yrði fjármögnunaraðili
að kvikmyndum. Þessi
hugmynd er svo góð að
um 95% allra kvik-
myndaframleiðenda á
Norðurlöndunum eiga
núna aðild að félaginu.
Þeir eru um leið hlut-
hafar í félaginu og hafa
áhrif á það hvernig það
er rekið og því er
stjórnað.“
Búið að semja við
framleiðendur um
2.500 efnisþætti
Samtals eru fram-
leiðendur innan félagsins á 125 tals-
ins, þar á meðal margir af þekkt-
ustu leikstjórum Norðurlanda eins
og Bille August, Lars von Trier,
Friðrik Þór Friðriksson og fleiri.
Búið er að gera samninga um 2.500
efnisþætti, þ.e. kvikmyndir, barna-
efni, heimildamyndir og svo fram-
vegis.
Núna standa yfir samninga-
viðræður Skandinavia og Skjás eins
um að síðarnefnda sjónvarpsstöðin
sendi út hina norrænu sjónvarpsrás.
„Ennþá eru útsendingar einungis
hafnar í Danmörku og þetta hefur
gengið vonum framar þar í landi.
Reiknað er með að innan eins árs
verði um ein milljón heimila í Dan-
mörku komin með rásina. Á þessum
tíma verður norrænu sjónvarpsrás-
inni líka hleypt af stokkunum á hin-
um Norðurlöndunum.“
Tekjur félagsins koma einungis
inn af áskriftinni en Jón Þór segir
að ekki sé ráðgert að inni í dag-
skránni verði auglýsingar. Innan
Skandinavia verður nokkurs konar
ritstjórn sem velur það efni sem
sent verður út. Þar er um að ræða
starfsmenn sem áður hafa unnið hjá
Danmarks Radio og öðrum sjón-
varpsstöðvum á Norðurlöndunum.
„Þetta er í fyrsta sinn í heiminum
sem framleiðendur sjálfir eiga sjón-
varpsrás sem sýnir efni sem þeir
eiga. Stór fyrirtæki í Bandaríkj-
unum hafa áhuga á því að koma inn
í félagið. Það sem allt snýst um hjá
fyrirtækjum sem vinna á því sviði er
að koma efni inn á heimili, hvort
sem það er í sjónvarp, síma, i-pod
eða hvað sem er, er sjálft efnið.
Stóru fyrirtækin, eins og t.d. Cisco
og Microsoft, eru stöðugt að reyna
að komast yfir efni. Þeim hefur ekki
ennþá dottið í hug þessi leið, að láta
framleiðendur efnisins og eigendur
réttar eiga hlutdeild í þessu,“ segir
Jón Þór.
Hann segir um möguleika á því
að útvíkka starfssvæði stöðvarinnar
að nú þegar hafi nokkur bandarísk
fyrirtæki sýnt áhuga á því að kaupa
félagið með öllum réttindum. Þessi
fyrirtæki vilja gera þessa tilraun á
norrænum markaði og telja hann
fýsilegan markað.
Sjónvarp | Norræn sjónvarpsrás með aðild Íslendinga að hefja göngu sína
Jón Þór Hannesson
Fyrsta rásin í heimi í eigu framleiðenda
»Leikritið Hvít kanína erfrumsýnt í Borgarleikhús-
inu annað kvöld klukkan 20.
»Leikstjóri er Jón Páll Eyj-ólfsson.
» Ilmur Stefánsdóttir sér umbúninga og leikmynd og
Hanna Kayhkö annast lýsingu.
»Nemendaleikhúsið er skip-að útskriftarárgangi leikn-
ema Listaháskóla Íslands.
Í HNOTSKURN
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is