Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 21 AUSTURLAND Kaffistjóri Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velkomnir! Dr. Ólafur Ingólfsson, prófessor við jarð- og landafræðiskor Háskóla Íslands og dr. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, eru mennirnir sem kunna skil á hnattrænum breytingum og hvaða áhrif þær munu hafa á Ísland í framtíðinni. Fjórða Vísindakaffið í KVÖLD 21.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 Pálmatré við Jökulsárlón? Skagafjörður | Fundist hafa birkitré í gili á bænum Ásgeirsbrekku í Skagafirði og telur Steinn Kárason garðyrkjufræðingur að þetta sé birki frá landnámstíð. Hann hefur áhuga á að gera samanburðartilraun á þessu birki og öðrum fornum birkitegund- um í Skagafirði. Steinn hefur unnið að endurheimt hinna fornu Brimnessskóga sem voru við ósa Kolkuár og er mikill áhuga- maður um fornt skagfirsk birki. Við skógræktina hefur hann notað plöntur sem ræktaðar eru af fræi úr gömlum birkiskógum í Hrollleifsdal í Sléttuhlíð og Fögruhlíð í Austurár- dal. Bjarni Maronsson, bóndi á Ás- geirsbrekku í Viðvíkursveit, sagði Steini frá birkihríslum í Glúfurárgili skammt frá bænum og fór Steinn með honum í könnunarleiðangur um helgina. Hann segir að þar séu fimm birkiþyrpingar með örfáum birki- tjám, á stöðum sem sauðfé kemst ekki að. Steinn seig meðal annars nið- ur á klettasnös, til að komast að trján- um og safna fræi. Hann er ekki í nein- um vafa um að þetta séu birkitré af landnámsstofni. Birkitrén eru grönn og fremur ljós á börkinn og blaðsmá. Trén voru á fjórða metra á hæð en allt niður í rúman metra á öðrum stöðum. Steinn tók með sér lófafylli af fræi og hyggst reyna að rækta plöntur upp frá þeim. Hann segir að áhuga- vert væri að gera samanburð á birki frá þeim fjórum stöðum í Skagafirði þar sem fundist hefur birki frá gam- alli tíð. Telur sig hafa fundið fornt skagfirskt birki Mikið á sig lagt Steinn Kárason seig niður á klettasnös í Gljúfurárgili til að skoða fornt íslenskt birkiafbrigði og ná sér í lúku af dýrmætu fræi. Hvatt til saman- burðartilraunar LANDIÐ Grímsey | „Nú fer fram lokahnykk- ur framkvæmda RARIK í Grímsey. Það er búið að endurnýja allar vélar, háspenna komin í jörð og allt verið gert til að gera þetta eins vel úr garði og hægt er,“ sagði Sigurður Bjarna- son, rafveitustjóri í Grímsey. Komið var að því að klæða raf- veituhúsið að utan, til þess var feng- inn Hólmsteinn Snædal smiður og hans menn. Hólmsteinn hefur komið víða við í smíðaverkefnum fyrir Grímseyinga. Það eru liðin 26 ár síð- an hann kom hingað í sína fyrstu vinnuferð, þá til að innrétta rafveitu- húsið sem hann nú klæðir gifsi til hljóðeinangrunar og þar utan yfir kemur álklæðning. Hólmsteinn taldi að það myndi taka þá félaga 10–12 daga að ljúka verkinu. Sigurður Bjarnason, sem hefur stýrt rafveitunni í sex ár, kveðst ánægður með framkvæmd- irnar, bæði innan húss sem utan. Morgunblaðið/Helga Mattína Smiðir klæða rafveituhús Lokahnykkur Frá vinstri: Sigurður Bjarnason, Hólmsteinn Snædal, Vésteinn Finnsson og Ólafur Snædal fyrir framan rafveituhúsið. Egilsstaðir | Rúmlega 20 manna hópur af Austurlandi flaug í gær til Vesturålen í Norður-Noregi. Þarna er á ferðinni fólk sem starfar að menningarmálum eða við ferðaþjón- ustu og einnig eru nokkrir sveita- stjórnarmenn með í för. Hópurinn mun næstu daga ferðast um svæðið í boði heimamanna og kynna sér það helsta sem er á döfinni í þessum málaflokkum og er ferðin skipulögð með kynningu og fræðslu í huga. Noregur, Ísland og Guatemala Samstarf í menningarmálum hef- ur um nokkurt skeið verið á milli Austurlands og Vesterålen og var hópur frá Vesturálen hér á ferð á síð- astliðnu vori að kynna sér menning- ar- og ferðamál. Vesturålen samanstendur af 5 sveitarfélögum, sem öll eru á eyjum um 200 km fyrir norðan heimskauts- baug. Miðað við hnattstöðu má veðr- áttan á þessu svæði teljast mild, sem þakka má Golfstraumnum. Því þótti vel við hæfi, þegar íbú- arnir ákváðu í tilefni af þúsund ára afmæli kristni að standa að átaki í menningarmálum og menningar- tengdri ferðaþjónustu og kenna það við Golfstrauminn. Fljótlega ákváðu Vesturálsbúar að leita eftir samvinnu við önnur Golfstraumslönd. Fyrir valinu urðu Ísland og Guatemala og nú er unnið að því að koma á samstarfi við Ír- land. Samstarfið á milli Austurlands og Vesterålen hefur staðið frá árinu 2004 og verið gjöfult. Töluvert hefur verið um gagnkvæmar heimsóknir listamanna með sýningum og nám- skeiðum og fyrir ári síðan var sam- eiginleg ráðstefna, Gróði fortíðar – Gróði framtíðar, haldin á Egilstöð- um. Í samstarfinu hefur verið lögð á áhersla á að styðja við bakið á ungu listafólki í fjölbreyttum listgreinum með það að leiðarljósi að gefa því tækifæri til að vinna að list sinni á heimaslóðum að loknu námi. Margt áhugavert í deiglunni Mörg skemmtileg og áhugaverð verkefni eru í deiglunni, s.s. sam- starf minjasafna, kvikmyndagerð og gagnkvæm samskipti ævintýraset- ursins Ringelihorn í Bø og væntan- legs álfaseturs á Borgarfirði eystra. Starfið leiða Erik M. Bugge for- stöðumaður Menningarráðs Vestur- ålen og Signý Ormarsdóttir for- stöðumaður Menningarráðs Austurlands. Liður í samstarfinu eru m.a. skipti á blaðamönnum og kom blaðamað- urinn Alf Oxem til Austurlands á síð- astliðnu vori og skrifaði greinar um austfirsk málefni í staðarblað Vest- urálsbúa. Blaðamaður í ferð Austfirðinga verður Arndís Þorvaldsdóttir. Á menningarreki með Golfstraumi Ljósmynd/Erik M. Bugge Sendinefnd Vesturálsbúar á Egilsstöðum í fyrra. Nú taka þeir á móti Austfirðingum. Bakkafjörður | Þessa glæsilegu höfrunga kom Kristinn Pétursson með að landi í Bakkafirði fyrir skemmstu, eftir stutta veiðiferð á gúmmíbátnum sínum. Dýrin, sem eru sennilega bæði kvenkyns, eru bæði um 220 cm löng og u.þ.b. 250–350 kg hvort. Þar sem höfrungakjöt er sagt frábært hrá- efni á grillið lét Kristinn skila til Bakkfirðinga að hann myndi gefa þeim höfrungakjöt til þeirra nota. Ljósmynd/Víðir Már Hermannsson Höfrungar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.