Morgunblaðið - 21.09.2006, Page 27

Morgunblaðið - 21.09.2006, Page 27
götunni þar, kölluðu á mig og buðu mér að setjast til að spjalla. Alla vikuna sat ég svo með þeim í morgunmat, fór yfirleitt út að hjóla um miðjan daginn og um kvöldmat- arleytið þegar ég kom til baka sátu þau þarna ennþá og þá settist ég niður aftur og spjallaði fram eftir kvöldi. Svona taka Grikkir vel á móti manni og mér finnst það æð- islegt,“ segir Ólöf sem starfar sem jarðfræðikennari og kennslustjóri í Menntaskólanum í Reykjavík. Lifði beint af náttúrunni Aðspurð hvað sé minnisstæðast úr ferðunum fimmtán verður Ólöf hugsi og þögul í langan tíma og segir það svo líklega vera tilfinn- inguna sem hún fékk í fyrsta skipti sem hún kom til Grikklands, þá var eins og friður kæmi yfir hana og sú tilfinning gerir vart við sig í hvert sinn sem hún stígur á gríska grund. „Mér er líka minnisstætt þegar ég lifði beint af náttúrunni. Ég hitti ferðalang sem lifði á nátt- úrunni og var búinn að gera það í einhverjar vikur. Hann kenndi mér að borða kaktusa, rætur og alls konar ávexti sem ég vissi ekki einu sinni að væru ætir. Ég lifði af nátt- úrunni í þrjá daga og þótti það mjög spennandi en hefði ekki viljað gera það lengur enda orðin svolítið svöng þarna á þriðja degi.“ Ólöf segist yfirleitt ekki skoða neitt sér- stakt í ferðum sínum til Grikklands en hún hafi samt komið á flesta vinsælustu ferðamannastaðina. „Á Krít skoða ég alltaf Samaria- gljúfrið sem er lengsta gljúfur í Evrópu, þar nýt ég þess út í ystu æsar að skoða gróðurinn og dýra- lífið. Annars er ég bara í slökun og ekkert að stressa mig á að skoða neitt.“ Sextánda ferðin í sjónmáli Þótt Ólöf sé búin að fara svona oft til Grikklands hefur hún ferðast til margra annarra landa en ekki fallið fyrir neinu þeirra eins og Grikklandi. „Ég hef reynt að breyta til, sleppa Grikklandsferð- inni og fara annað en áður en ég veit af er ég búin að bóka flug til Aþenu. Allir vinir mínir eru hættir að reyna að fá mig eitthvert annað. Þetta er orðið þannig að einn dag- inn tilkynni ég að ég ætli til Grikk- lands og kannski kemur einhver með mér og kannski ekki. Mér finnst mjög gott að ferðast ein, þá kynnist ég fleirum og stjórna mín- um ferðum sjálf.“ Ást Ólafar á landinu er komin svo langt að hún er að skoða hús á Grikklandi með hugsanleg kaup í huga. „Það á örugglega eftir að enda með því að ég kaupi mér lítið eyðibýli þarna einn daginn.“ Ólöf er þegar búin að skipuleggja sex- tándu Grikklandsferðina að ári. „Vinkona mín og sonur hennar ætla með mér og Elínu og við ætl- um að ferðast öll saman um landið í nokkrar vikur.“ Mannlíf Á kaffihúsum hittast íbúar og spjalla. ingveldur@mbl.is Hvolfþak Kirkjuþak á eyjunni Santorini. Gljúfrið Samaria-gljúfrið er vinsælt hjá Ólöfu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 27 ,,Undirbúningur fyrir veturinn, þannig er starfssvið mitt á Hebron Hostel skilgreint. Til þess að gera allt klappað og klárt fyrir vætusam- an veturinn þarf að endurraða öllu á þakveröndinni, mála, henda rusli og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrstu vinnudagarnir hafa því ein- kennst af botnlausu striti í 30–40 gráðu hita. Mjög gefandi og fræð- andi starf. Í dag lærði ég til dæmis að þrífa upp dauðan villikött. Eins og ég sagði þá hef ég hent miklu rusli frá því ég byrjaði, vinnuveitanda mínum – sem heitir Asah – til miklar mæðu. Hann hefur nefnilega þann ágæta sið að safna rusli. Annar siður sem hann hefur tamið sér eru daglegar hassreyk- ingar. Þegar þessi fimmtugi hass- haus verður rammskakkur á kvöld- in er hann ekki viðræðuhæfur um annað en hass, sama hvert umræðu- efnið er. Hans innlegg í pólitíska umræðu í setustofunni nýverið var: ,,Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbol- lah, framleiðir besta hass sem ég hef smakkað.“ Sem getur sjálfsagt verið alveg rétt. Nasrallah hefur byggt veldi sitt á maríjúanarækt og hluti þess svæðis sem Hizbollah- liðar og Ísraelar kljást um á landa- mærunum eru einmitt kannabis- akrar í hans eigu. Í nótt vaknaði ég við tvo ísraelska lögreglumenn sem stóðu vopnaðir inni í svefnálmunni og skipuðu ein- um gestinum að hunskast á lappir. Hann var síðan handtekinn og færður í yfirherslu út á löggustöð. Á meðan ég reyndi að festa svefn á ný velti ég fyrir mér hvað þessi þorpari hefði gert af sér. Það hlyti að vera eitthvað allsvakalegt sem kallaði á svona handtöku; þjófn- aður, fíkniefnamisferli eða eitthvað þaðan af verra? Ó, nei. Hinn meinti glæpon ljósmyndaði eina af ótelj- andi öryggismyndavélum borg- arinnar. Aldeilis bíræfinn glæpur! Fyrst minnst er á ljósmyndun, þá voru Palestínumenn í Jeríkó stund- um smeykir við myndavélina mína, vegna þess að ég gæti hugsanlega verið útsendari Ísraela. En ætli njósnari myndi ekki fá sér ögn laumulegri myndavél … Vaknaði við vopnaða lögreglumenn Víðförull Ljósmyndarinn Egill hefur ferðast víða. Hér er hann á tjald- ferðalagi norður undir Turkanavatni í Kenýa. ferðablogg Egill Bjarnason, átján ára Selfyss- ingur, er á ferðalagi um Palestínu og nágrannaríki hennar. Ferðalag- ið hófst 1. september 2006 og lýk- ur á Þorláksmessu. TENGLAR ..................................................... Slóðin á bloggið er: www.austurlandaegill.blog.is Vika á Florida kr. - ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is 17.800* Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Orlando Vacation Homes If you are planning a trip to Orlando, Florida and you are interested in learning more about vacation home ownership, please contact us or visit our website. www.LIVINFL.com Contact: Meredith Mahn 001-321-438-5566 Domus Pro Realty - Vacation Home Sales Division            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.