Morgunblaðið - 21.09.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
vaxtaauki!
10%
Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
Í GREIN, sem birtist hér í
Morgunblaðinu 1. september sl.,
eftir Eydísi Kr. Sveinbjarn-
ardóttur, er fjallað um sýnd-
arveruleika í geðheilbrigðismálum
og er þá verið að tala um sof-
andahátt ríkistjórn-
arinnar um málefni
geðsjúkra á sl árum.
En þarna er líka
komið inn á starf full-
trúa notenda, opnar
umræður, fé-
lagasamtök og sam-
félagslega útrás.
Þar sem mér er
bæði mjög annt um
málefni geðsjúkra og
starfa sem fulltrúi
notenda geðsviðs, þá
má ég til með að
segja ykkur frá því
hvernig veruleikinn í
geðheilbrigðismálum lítur út fyrir
mér.
Starf fulltrúa notenda
Má í fyrsta lagi þakka opinni
umræðu um málefni geðsjúkra
sem hófst fyrir alvöru þegar Héð-
inn Unnsteinsson, þá notandi
þjónustunnar og nú sérfræðingur
hjá geðheilbrigðissviði Evr-
ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, hratt af stað
geðræktarverkefninu svokallaða
árið 2000.
Með opinni umræðu sl. ár hafa
vissulega orðið breytingar til
batnaðar fyrir geðsjúka, vísir að
valmöguleikum hefur vaxið með
fleiri úrræðum utan stofnana eins
og þjónustan fyrir geðsjúka á veg-
um heilsugæslunnar.
Félagasamtök hafa „sprottið
upp eins og gorkúlur“ eins og Sig-
ursteinn Másson formaður ÖBI
sagði í blaðinu „Okkar mál“ fyrir
2 árum.
En samt sem áður
eigum við langt í land
að gefa geðsjúkum
raunverulegt val.
Notendur þjónust-
unnar eru nú farnir
að láta æ meira í sér
heyra því þeir vilja
hafa áhrif og vilja
leggja sitt af mörkum
til að bæta þjón-
ustuna í geðheilbrigð-
iskerfinu og það var
einmitt þannig sem
starf fulltrúa notenda
varð til því eftir
gæðaeftirlitsverkefnið
NsN, sem notendur Hugarafls
framkvæmdu í samvinnu við iðju-
þjálfa og iðjuþjálfanema, var mér
ásamt Jóni Ara Arasyni meðlimi
Hugarafls boðið að sitja nokkra
fundi með gæðaráði geðsviðs og
taka þátt í að móta þjónustuna á
geðsviði LSH.
Eftir að hafa setið 3 fundi á
rúmlega 1 árs tímabili varð mér
ljóst að notendur geðsviðs LSH
yrðu að eiga sér málsvara innan
stofnunarinnar svo að þeirra hug-
myndir næðu fram að ganga og
væru notaðar til að móta þjón-
ustuna.
Þannig að ég ákvað að senda
inn fyrirspurn til sviðsstjóra
hjúkrunar geðsviðs sem leist vel á
þetta og eftir það var ég boðaður
á fund og beðinn um að útfæra
þetta nánar, sem ég og gerði í
samvinnu við bæði notendur, fag-
aðila á hinum ýmsu sviðum þjón-
ustunnar.
Auðvitað var ég, á þessum tíma-
punkti, bara réttur maður með
góða hugmynd á réttum tíma, því
eins og fyrr segir þá var umræðan
um málefni geðsjúkra búin að vera
mikil, og er enn, og notendur
þjónustunnar voru farnir að láta
að sér kveða í þessum málum.
Á þessum rúmlega 6 mánuðum
sem ég hef verið í starfi fulltrúa
notenda geðsviðs hef ég fengið að
kynnast ýmsu um geðheilbrigð-
iskerfið og eins og þetta lítur út
fyrir mér þá er veruleikinn í geð-
heilbrigðiskerfinu að mestu leyti
barátta um völd og hræðsla,
hræðsla við breytingar eða bara
hræðsla við að missa það vald og
forræði sem allir þurfa að hafa til
að ráða yfir einhverju.
Opnar umræður
Um málefni geðsjúkra hafa líka
gert það að verkum að fólk er far-
ið að leita annarra leiða eða úr-
ræða og er þá gjarnan litið út fyr-
ir landsteinana þar sem
meðferðarúrræði og málefni geð-
sjúkra eru nokkrum áratugum á
undan því sem er að gerast hér á
Íslandi.
Að undanförnu hefur mikið ver-
ið rætt um valdeflingu og sam-
félagslega útrás þar sem fyr-
irmyndirnar eru sóttar frá
útlöndum og þar hafa rannsóknir
sýnt að það skili góðum árangri
og jafnvel betri árangri en hefð-
bundnar nálganir.
En ekki eru allir á eitt sáttir
um þá umræðu hér á landi og þar
finnst mér einmitt bera mikið á
þessari hræðslu sem ég talaði um
áðan.
Það er talað um og varað við
því viðhorfi að það séu tveir and-
stæðir pólar að berjast sín á milli
en auðvitað eru þessir pólar ekki
andstæður og í raun og veru eru
þetta ekki pólar þó það líti út fyr-
ir að svo sé, fyrir mér eru þetta
tvær hliðar á sama máli.
En ef samfélagsleg þjónusta
verður að veruleika þá býðst not-
endum þjónustunnar einfaldlega
sá kostur að fá að velja.
Gæti verið fullkomið, eða bara
eins og segir í lögum um réttindi
sjúklinga, en þar segir m.a. :
„Sjúklingur á rétt á fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu sem á
hverjum tíma er völ á að veita.
Hann á rétt á samfelldri þjónustu
og að samstarf ríki milli allra heil-
brigðisstarfsmanna og stofnana
sem hana veita.
Virða skal rétt sjúklings til að
ákveða sjálfur hvort hann þiggur
meðferð.
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið skal sjá til þess
að til séu upplýsingar um réttindi
sjúklinga, sjúklingafélög og al-
mannatryggingar.
Heilbrigðisstofnanir og sjálf-
stætt starfandi heilbrigðisstarfs-
menn skulu hafa þessar upplýs-
ingar aðgengilegar sjúklingum í
húsakynnum sínum og á starfs-
stofum.“
Eftir því sem ég best veit þá
eru þessar upplýsingar ekki mjög
sýnilegar á geðheilbrigðisstofn-
unum en eins og einn geðlæknir
sagði við mig um daginn „þær er
jú að finna á internetinu.“
En það vita flestir ef ekki allir
sem starfa á geðsviði LSH að þeir
sem liggja inni á geðdeild hafa
ekki aðgang að nettengdri tölvu
og komast þ.a.l. ekki á internetið
til þess að skoða allt um réttindi
sjúklinga.
Að lokum
Ég sem fulltrúi notenda hef
engin völd inni á geðsviði LSH en
ég veit að ég hef einhver áhrif
þegar kemur að því að aðstoða
notendur þjónustunnar.
Vonandi hef ég líka einhver
áhrif á bæði núverandi og fyrr-
verandi notendur þjónustunnar
sem og þá sem ég umgengst í
mínu starfi.
En þrátt fyrir háværar umræð-
ur, sem oftast eru jú nauðsyn-
legar til að fá einhverju áunnið og
ég tek sjálfur þátt í, þá ætla ég
að halda áfram að vinna mitt
starf, að vinna ásamt notendum
þjónustunnar, aðstandendum, fag-
aðilum og ráðamönnum, að því
m.a. að reyna að brúa bilið, þá
gjá sem hefur myndast í gegnum
árin og bæta þannig þjónustuna í
okkar sýnilega geðheilbrigð-
iskerfi.
Raunverulegt val
í geðheilbrigðismálum
Bergþór Grétar Böðvarsson
fjallar um geðheilbrigðismál »Ég sem fulltrúi notenda hef
engin völd inni
á geðsviði LSH
en ég veit að
ég hef einhver
áhrif þegar kemur
að því að aðstoða
notendur
þjónustunnar.
Bergþór Grétar
Böðvarsson
Höfundur starfar sem fulltrúi not-
enda geðsviðs LSH og er fyrrverandi
notandi geðheilbrigðisþjónustunnar.
FORMAÐUR fjölskyldunefndar
ríkisstjórnarinnar tjáði sig um fjöl-
skyldugreiðslur til foreldra ungra
barna, í Morgunblaðinu 12. sept-
ember. Við erum svo lánsamar að
eiga samtals þrjú börn, fædd 2003–
2005 og rennur því blóðið til skyld-
unnar að leggja Birni Inga Hrafns-
syni, sem jafnframt er formaður
borgarráðs, lið í baráttunni fyrir
bættum hag barnafjölskyldna í
Reykjavík. Björn Ingi er vopnaður
góðum ásetningi í baráttunni og veit
að sumir foreldrar eiga erfitt með að
brúa bilið á milli fæðingarorlofs og
leikskólagöngu barna sinna. En að
öðru leyti er hann á villigötum og til-
laga hans að lausn á vandamálinu er
hjákátleg.
Reykjavík gaf tóninn
Fyrir 12 árum hófst uppbygging
leikskóla í Reykjavík sem leidd var af
R-listanum. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði stjórnað borginni í fleiri tugi
ára, leikskólar voru fáir og hálfpart-
inn flokkaðir sem félagslegt úrræði
fyrir einstæða foreldra og náms-
menn. R-listinn linnti ekki látum fyrr
en öll börn frá tveggja ára aldri ættu
leikskólapláss, faglegt starf leikskól-
anna var eflt til muna og ekki má
gleyma þeirri viðurkenningu sem
hefðbundnar kvennastéttir fengu
með síðustu kjarasamningum, þó enn
megi gera betur. Þetta var bylting og
það er vandfundið stærra skref í átt
til jafnréttis kynjanna. Atvinnuþátt-
taka íslenskra kvenna hefur alltaf
verið mikil og skipt sköpum í upp-
byggingu velferðarríkisins Íslands.
En mikil atvinnuþátttaka kvenna í
öðrum ríkjum helst gjarnan í hendur
við lága fæðingartíðni. Því er þver-
öfugt farið á Íslandi, nýverið var stað-
fest að íslenskar konur séu Evr-
ópumethafar í barneignum, bravó!
Lítt fýsileg mánaðarlaun
Björn Ingi horfir til Kópavogs í
grein sinni, þar sem nýverið var sam-
þykkt að greiða foreldrum barna
30.000 krónur á mán-
uði, frá lokum fæðing-
arorlofs og þar til leik-
skólaganga hefst.
Síðan reifar hann rétti-
lega vanda foreldra; at-
vinnulífið kallar en
skortur á dagfor-
eldrum og smábarna-
leikskólum setur strik í
reikninginn með til-
heyrandi tekjutapi.
Síðan segir hann orð-
rétt: „Með greiðslum
til foreldra barna á
þessum aldri má leysa
þennan vanda.“ Sem mæður ungra
barna hnutum við um þessa staðhæf-
ingu og hváðum: Er maðurinn að
gera grín að okkur? Hvaða vanda
leysa nokkrir tugir þúsunda?
Á öðrum stað í greininni segist
hann vilja „gefa foreldrum talsvert
val í þessum efnum“. Hvaða val er
hann að tala um?
Tökum sem dæmi móður sem hafði
tekjur upp á 250.000 kr. en kemst
ekki út á vinnumarkaðinn af því dag-
foreldra skortir. Er það stórkostlegt
val að vera heima lengur hjá barninu
fyrir 30–50.000 krónur? Hafa margir
foreldrar efni á að taka slíku „kosta-
boði“?
Ekkert val, engin lausn
Það er ekki sigurstranglegt að
setja kíkinn fyrir blinda augað og
borga fólki nokkra tugi þúsunda í
stað þess að horfa til framtíðar. Upp-
hæðir af þessu tagi geta hvorki talist
hin langþráða brú milli fæðing-
arorlofs og leikskólavistar né eru þær
spennandi valkostur eða lausn vand-
ans. En gefum okkur að Björn Ingi
Hrafnsson ætli að efna kosningalof-
orð X-bé frá því í vor og greiða for-
eldrum ungra barna 50.000 krónur á
mánuði (fyrir skatt). Kostnaður
myndi nálgast 900 milljónir á ári og
þá upphæð ætti auðvitað að nýta til
byggingu smábarnadeilda við leik-
skólana og/eða hækka laun leikskóla-
starfsfólks. Á stefnuskrá Samfylking-
arinnar fyrir
borgarstjórnarkosningarnar var að
fjölga smábarnadeildum og styðja
betur við dagforeldra; raunverulegar
lausnir, ekki smánarlegar greiðslur.
Björn Ingi segir í grein sinni að hug-
myndir hans um fjölskyldugreiðslur
hafi fengið svo góðar viðtökur al-
mennings „að við framsóknarmenn
gerðum fjölskyldugreiðslurnar að
einu af okkar kosningamálum fyrir
borgarstjórnarkosningarnar síðast-
liðið vor, einir flokka og hétum for-
eldrum barna 9–18 mánaða 50 þús-
und krónum í valkvæðum greiðslum.“
Fylgi X-bé segir allt um glimrandi
góðar viðtökur borgarbúa við fjöl-
skyldugreiðslum. Kjósendur vilja að
peningum sé forgangsraðað í framtíð-
aruppbyggingu, ekki fortíðarlausnir.
Hvað með lengingu
fæðingarorlofs?
Merkilegast við grein formanns
fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar
er að hvergi tæpti hann á brýnasta
málinu hvað viðkemur barna-
fjölskyldum: Lengingu fæðing-
arorlofsins og hækkun barnabóta.
Skólabúningar voru Birni Inga hug-
leiknir í starfi nefndarinnar en þeir
geta varla talist jafn aðkallandi og að
lengja samverutíma foreldra og
ungra barna þeirra, tíma sem verður
seint metinn til fjár.
Ef nýr meirihluti í Reykjavík hefur
kjark til að halda áfram uppbyggingu
síðustu ára þá verður bilið á milli fæð-
ingarorlofs og leikskólagöngu brúað
innan tíðar. Við vorum á réttri leið og
skorum á meirihlutann að hverfa ekki
aftur til fortíðar. Og hvað ætli Björn
Ingi haldi að gerist ef foreldrar
standa frammi fyrir því að annað
þeirra verði að vera lengur heima hjá
barni fyrir þriðjung af lágmarks-
launum? Hvort kynið ætli veljist til
þess arna?
Kæri Björn Ingi, sem formaður
borgarráðs í jafnréttissinnaðri borg
biðjum við þig að eyðileggja ekki ára-
langa uppbyggingu á einni nóttu.
Beittu þér fyrir raunverulegum fram-
tíðarlausnum í stað smánarlegra
heimgreiðslna.
Draumur Björns Inga
Oddný Sturludóttir og Bryndís
Ísfold Hlöðversdóttir fjalla um
fjölskyldugreiðslur til foreldra
og gera athugasemdir við grein
Björns Inga Hrafnssonar
» Fylgi X-bé segir alltsem segja þarf um
glimrandi góðar við-
tökur borgarbúa við
fjölskyldugreiðslum.
Oddný
Sturludóttir
Höfundar sitja í Leikskólaráði
fyrir Samfylkinguna og eru í liði
Evrópumethafa í barneignum.
Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir