Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er löngu komið nóg af hryðjuverkum, ofbeldi og drápum í umferðinni. Átak samgöngu- ráðherra er gott framlag til þess að ná tökum á ofbeldi og hryðju- verkamönnum í um- ferðinni, en hvort tveggja orðið hefur undirritaður notað opinberlega um nokk- urt skeið í viðleitni til að vekja athygli á þeim ótrúlega ófyr- irleitnu ökumönnum sem virðast trúa því að þeir séu einir í umferðinni og ráði öllu sjálfir þar á með- al hraða, aðstæðum og viðbrögðum ann- arra ökumanna. Bezt dugar stöðug hræðsla við þessa miskunnarlausu hryðju- verkamenn og vona svo að það dugi til að bjarga eigin skinni. Á mörgum ökuferðum um Suð- urlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss blasa við merki þess að of margir, reyndar allt of margir ökumenn, bera enga virðingu fyrir sjálfum sér, bílunum sem þeir aka, vegunum sem ekið er á og alls ekki fyrir samferðamönnum sínum í umferðinni. Annaðhvort hafa þeir lítið lært í skólum og þegar kenna átti þeim að aka bíl eða hreinlega þeir breytast í villimenn við það eitt að setjast undir stýri. Sameiginlegt einkenni þeirra margra er að telja lögregluna vera vandamál, en ekki vegi, aðstæður til aksturs eða þá einföldu og flestum augljósu staðreynd að ís- lenzkir vegir eru ekki kappakst- ursbrautir og hvergi að finna staf- krók í lögum þessa lands að slíkt sé ætlunin. Hvað gengur þeim þá til? Því getur undirritaður ekki svarað. En ljóst er að þeir bera enga virðingu fyrir lögum og öðru fólki ef marka má atferli þeirra. Ekki er á neinn ráðist þótt full- yrt sé með hliðsjón af þeirri hegð- un sem hér er lýst að alltof margir öku- menn fara út í um- ferðina án þess að hafa skilið það sem þeim var ætlað að læra. Tvö sorgleg ný- leg dæmi eru um það. Ungur ökumaður liggur alvarlega slas- aður á sjúkrahúsi eft- ir slys sem varð áður en hálfur mánuður var liðinn frá því að hann fékk öku- skírteini sitt í hendur. Annar varð að skila sínu áður en vikan var liðinn eftir að hafa ekið á nærri 160 kílómetra á Hellisheiðinni. Þessi tvö dæmi æpa á það að tekin verði hið fyrsta ákvörðun um að ökumenn fái alls ekki réttindi til aksturs fyrr en í fyrsta lagi við 18 ára ald- ur. Fleira þarf til svo sem að tak- marka vélarstærð í ökutækjum ungra ökumanna, að hækka sektir fyrir umferðarlagabrot verulega, jafnvel að fimmfalda þær frá því sem nú er, að fá í umferðarlög heimild til þess að gera bíla sem notaðir eru í alvarlegum brotum á umferðarlögum upptæka, séu þeir á annað borð ekki ónýtir, svipta menn ökuleyfi fyrir að aka til dæmis yfir 120 kílómetra hraða og skilyrðislaust valdi þeir heilsu- eða líftjóni með lagabrotum. Hvers vegna þarf maður leyfi til að eiga og nota byssu en ekki til að eiga og nota bíl þegar ljóst er að mann- og heilsutjón er marg- falt meira af bílunum en byss- unum? Er ekki komið mál til þess að beita því úrræði að senda bíla- brotamennina í ökupróf eftir að hafa valdið slysi? Margir ungir ökumenn ýmist hlæja að sektunum sem þeir fá og sækja verður þá til saka fyrir dómstólum eða þeir einfaldlega treysta á að foreldrarnir borgi sektirnar. Manni verður oft hugsað til þess agaleysis sem virðist ríkja í ís- lenzku samfélagi og brýst út með þeim skelfilega hætti að hefur kostað 20 menn lífið á þessu ári. Ef einn tíundi hluti þeirra hefði fallið fyrir byssuskoti stæði þjóðin á öndinni. Að lokum, einfalt er að auka löggæzlu á vegum með því að veita meira fé til lögreglunnar og sýna henni traust til að sinna starfi sínu. Svarið við spurningunni í fyr- irsögninni er einfalt. Nei, enginn er einn í umferðinni. Algengasti samgöngumátinn á ekki að vera stríð upp á líf og dauða heldur að ganga fyrir sig af kurteisi. En því miður virðist þurfa að berja allt of marga til hlýðni. Þar kemur að kjörnum fulltrúum þjóðarinnar að setja í lög ofangreindar hugmyndir eða aðrar betri. Ertu einn í umferð- inni og ræður öllu? Ólafur Helgi Kjartansson fjallar um umferðarmál »Manni verður ofthugsað til þess aga- leysis sem virðist ríkja í íslenzku samfélagi og brýst út með þeim skelfilega hætti að hefur kostað 20 menn lífið á þessu ári. Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er lögreglustjóri í Árnessýslu og áhugamaður um bætta umferð. SAMFYLKINGIN kynnti í lið- inni viku ítarlegar tillögur í nátt- úru- og umhverfisvernd. Um þær hefur töluvert verið fjallað í fjöl- miðlum en enn sem komið er hefur um- ræðan að mestu ein- skorðast við Kára- hnjúkavirkjun, fimm ára frestun stór- iðjuframkvæmda og þrjú hugsanleg álver. Lítið hefur enn verið fjallað um það sem markverðast er í til- lögunum og skiptir framtíð íslenskrar náttúru mestu máli, Rammaáætlun um náttúruvernd. Rammaáætlun um náttúruvernd gengur út á að nú verði á næstu misserum lokið við allar nauðsynlegar grunnrann- sóknir á verðmætum nátt- úrusvæðum Íslands, verndargildi þeirra metið og verndun þeirra tryggð. Þetta er ný nálgun og á forsendum náttúruverndar en ekki stóriðju eins og t.d. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Skoðun er góð – en ekki nóg Það er gott að hafa skoðun og sem betur fer fyrir náttúru Íslands hefur fólk úr öllum flokkum verið að færast yfir á þá skoðun að nátt- úruna eigi að vernda en ekki fórna henni á altari stundarhagsmuna. Náttúru landsins verður hins vegar ekki bjargað með skoðun ef enginn bendir á raunhæfa leið til að ná settu marki. Með þetta í huga hef- ur Samfylkingin mótað það verk- færi sem þarf til að hægt sé að standa vörð um íslenskar nátt- úruperlur, Rammaáætlun um nátt- úruvernd. Af skiljanlegum ástæðum þegja aðrir flokkar þunnu hljóði um þessa staðreynd. Sum- ir sjá að þarna er kom- ið öflugt tæki byggt á sterkum siðferðislegum grunni sem getur gert að engu stóriðju- og einkavæðingaráform þeirra á íslenskum orkuauðlindum. Ein- hverjir velta fyrir sér hvernig stendur á að þessi hugmynd hafi ekki komið upp í þeirra eigin röðum þar sem allir hafa verið á sömu réttu skoðuninni í mörg ár. Á því gæti verið skýring. Þar sem skiptar skoðanir eru þarf fólk að vinna sig í átt að niðurstöðu. Það hefur Sam- fylkingin gert og vegna þeirrar samræðu og miklu vinnu sem unn- in hefur verið innan flokksins und- anfarin misseri stendur þing- flokkur Samfylkingarinnar nú einhuga að baki tillögum sínum. Glæpur og refsing Það vita flestir að ekki ríkti á sínum tíma full sátt um stuðning við Kárahnjúkavirkjun innan Sam- fylkingarinnar enda hefði slíkt ver- ið undarlegt af flokki sem ein- arðlega barðist gegn virkjun við Eyjabakka. Flestir vita líka að stjórnvöld keyrðu allar ákvarðanir um virkjunina áfram af óbilgirni og stungu mikilvægum upplýsingum undir stól sem ljóst er að hefðu kallað á frekari rannsóknir, tafir og grafið undan stuðningi við fram- kvæmdina. Ég get þó skilið þá sem finnst erfitt að slá striki yfir stuðning Samfylkingarinnar við Kára- hnjúkavirkjun. Ég hef sjálfur verið í þeirra hópi. Ég held hins vegar að náttúra Íslands geti ekki beðið lengi eftir því að menn hætti að horfa reiðir um öxl. Nú bíða 13 svæði þess að iðnaðarráðherra veiti á þeim leyfi til orkurannsókna. Mörg þeirra eru ósnortin há- hitasvæði þar sem rannsóknir munu valda óafturkræfum skaða. Fjöldi fólks innan Samfylking- arinnar hefur undanfarin misseri unnið ötullega að því að finna raun- hæfa leið til lausnar vandans. Að baki tillögunum stendur einhuga allur þingflokkur Samfylking- arinnar. Það er brýnt að náttúruvernd- arfólk horfi fram á veginn og fylki sér að baki Rammaáætlun um náttúruvernd. Gremja vegna Kárahnjúka eða flokkshagsmunir mega ekki verða til að svíkja íslenska náttúru um þann stuðning. Framtíð náttúru Íslands Dofri Hermannsson skrifar um tillögur Samfylkingarinnar í náttúru- og umhverfisvernd »Náttúru landsinsverður hins vegar ekki bjargað með skoð- un ef enginn bendir á raunhæfa leið til að ná settu marki. Dofri Hermannsson Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ár frá því að við, nokkrir áhugamenn um velferð íslenskrar æsku, tókum okkur saman um að stofna landssamtök til að verjast fíkniefnaflóðinu sem þegar var farið að eyðileggja marga æsku- menn. Við vorum bjartsýn á árangur, enda tókst okkur að koma af stað þjóðarvakningu og landssöfnun sem dugði okkur til framkvæmda fyrstu árin. Þó voru þeir æði margir sem hétu okkur stuðningi í beinni útsend- ingu í útvarpi en „gleymdu“ svo fögr- um loforðum þegar kom að því að af- henda stuðninginn. Við vorum svo bjartsýn að halda að ráðamenn, sem keppast um það á tyllidögum að berja sér á brjóst, eins og presturinn í sögu Laxness um Laugu í Gvöndarkoti, og tromma með feitum fingrum á brjóst sér og segja: „Óttalegt, óttalegt!“ vilji hjálpa okk- ur. Nú síðast fimmtudaginn 14. sept- ember 2006, keppast fyrirmennin við að sýnast hvert öðru alvörugefnara þegar þau koma fram í fjölmiðlum og segja í raun það sama. Ég er ekki að segja að þetta sé vont fólk. En besta fólkið lætur kærleikann til barnanna ráða og stendur við stóru orðin um „aðstoð við þá sem minna mega sí- n“.En því miður er ekki hægt að álykta annað en að ráðandi afl í þessu annars ágæta samfélagi okkar, sem er vafalaust betra en flest önnur, sé ekki náungakærleikur og síst til þeirra sem ráða ekki atkvæðum í al- mennum kosningum. Við verðum því miður að viðurkenna að það sem hef- ur úrslitaáhrif í nánast öllum málum er það sama og annars staðar í heim- inum: Peningar og völd – völd og pen- ingar. Ef svo væri ekki hefðum við fengið miklu meiri aðstoð við fórnfúst sjálf- boðastarf þeirra sem hafa haldið uppi merki Vímulausrar æsku í Foreldra- húsinu. Mér sýnist að það sé slíkt fólk sem helst stendur undir því nafni að vera: „Sómi Íslands, sverð og skjöld- ur“ við það að reyna að vernda ung- menni okkar fyrir fjárplógsmönnum sem sitja glottandi í sínum fínu koní- aksstofum og súpa dýrar veigar á kostnað ótal mannslífa sem þeir hafa stuðlað að því að eyðileggja með inn- flutningi og dreifingu „dýrra veiga dauðans“. Hér duga skammt tugmilljóna króna átök sem standa einn dag. Hér dugir að standa vaktina allan ársins hring eins og gert er í For- eldrahúsinu. Megi þessi þjóð sjá sóma sínum best borgið með því að styðja starf þeirra sem vilja hefta þessa sölumenn dauðans. Hvert ungmenni sem bjarg- ast eykur þjóðarauð Íslands. BOGI ARNAR FINNBOGASON, fyrsti formaður FVÆ, 1986–1994. Sláum ekki á útréttar hjálparhendur Frá Boga Arnari Finnbogasyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG VAR að lesa góð grein, „Lífeyr- issjóðirnir og siðfræði fjárfestinga“ eftir Pétur Jónsson, í Morg- unblaðinu sunnudaginn 3. sept- ember. Vonandi bera lífeyrissjóðirnir gæfu til að taka ábendingar Péturs alvarlega. Ekki er að búast við neinu svari frá þeim frekar en öðru sem hefur verið beint til þeirra. Einu viðbrögðin við skoðanakönnun, sem Helgi í Góu stóð fyrir að eigin frumkvæði, voru að hún væri leið- andi og þar með ekki marktæk. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, skrifar t.d. í Morgunblaðið: „Í landslögum er lagt blátt bann við því að lífeyrissjóðir eigi fasteignir utan hæfilegs skrifstofuhúsnæðis. Það er því illskiljanlegt hvers vegna fréttastofur birtu athugasemdalaust niðurstöður ákaflega leiðandi skoð- anakönnunar um að taka hluta sparifjár sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum til að standa undir rekstri hjúkr- unarheimila.“ Í sömu grein skrifar Guðmundur, að félagsmenn hafi kost á að fjalla um málefni lífeyrissjóðsins, fara yfir reglugerðir, gera tillögur til breyt- inga og tilnefna menn í stjórn. Þetta er rétt, en það vita allir sem vilja vita, að ekki mæta margir á fundi og í flestum tilfellum ræður fámenn klíka því sem hún vill ráða. Væri 50% skekkja í könnun Helga, þá svaraði helmingur fé- lagsmanna samt játandi. Er það ekki nóg tilefni fyrir sjóðina til að staldra við og spyrja sjóðsfélagana, „eigendur sjóðanna“, hvað þeir vilja? Það þarf ekki að kosta eins miklu til og þegar einstaklingur stendur fyrir slíkri könnun. Hæg eru heima- tökin að senda sjóðsfélögum spurn- ingalista í pósti og komast að því svo ekki fari á milli mála, hvað þeir vilja. Það mætti t.d. spyrja: 1) Vilt þú að sjóðurinn þinn byggi húsnæði fyrir hjúkrunarheimili og leigi ríkinu eða einkaaðilum til rekstrar? Sé svarið já, þá er hugsanlegt að þú fáir minni lífeyri sé stutt í að þú komist á aldur. Á móti kemur að þú verðtryggir inngreiðslur þínar í steinsteypu, sjóðurinn fær arð í formi húsaleigu og þú átt síðar auð- veldara með að fá pláss á hjúkr- unarheimili. 2) Vilt þú, þegar þú kveður þenn- an heim, að inneign þín í sjóðnum fari í að byggja hjúkrunarheimili, eins og lýst er í 1)? Sé svarið já þá er hugsanlegt að þessi 50%, sem maki þinn fengi, skerðist. 3) Vilt þú breyta því að maki þinn fái óskertan hlut úr sjóðnum fallir þú frá? Í dag er það þannig að hafir þú unnið úti á meðan makinn hugsaði um heimilið, þá fær hann skertan hlut miðað við það sem þú fékkst eða 50% í tvö ár, nema þið eigið börn yngri en 17 ára. 4) Vilt þú að lífeyrissjóðurinn þinn upplýsi í hvaða fyrirtækjum hann eigi hlutabréf og hverjir sitji í stjórnum þessara fyrirtækja fyrir sjóðinn? 5) Vilt þú að sjóðurinn þinn upp- lýsi hverjir hafi þegið laun frá sjóðn- um skv. starfslokasamningi og hverjir séu með starfslokasamninga hjá honum? Ég á ekki von á að lífeyrissjóð- irnir geri svona könnun. Ég hvet því alla þá, sem greiða í lífeyrissjóð, til að mæta á næsta aðalfund sjóðsins. Gera tillögur um það sem þeim fyndist betur mega fara og spyrja um það sem þeir telja sig eiga rétt á að vita. SIGURÐUR ODDSSON markaðsstjóri. Hvað vilja eigendur lífeyrissjóðanna? Frá Sigurði Oddssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.