Morgunblaðið - 21.09.2006, Side 40

Morgunblaðið - 21.09.2006, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karla Krist-insdóttir fæddist á Ísafirði 25. febrúar 1939. Hún lést á LSH í Fossvogi 13. sept- ember síðastliðinn. Móðir hennar var Kristín Karlsdóttir, f. 18. júlí 1919, d. 21. apríl 1994. Systkini Körlu eru Sigríður Erna Jóhann- esdóttir, f. 10. janúar 1942, Egill Örn Jó- hannesson, f. 24. júlí 1944, Kristinn Ágúst Jóhannesson, f. 8. október 1949, og Sæmundur Karl Jó- hannesson, f. 8. nóv- ember 1952. Karla bjó síðustu ár sín á sambýli fatl- aðra á Sigurhæð 12 í Garðabæ. Karla verður jarð- sungin frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Kallý frænka mín var einstök kona, hún var mjög krefjandi á fjölskylduna og passaði vel upp á að hún gleymdist ekki, nokkuð sem við hin ættum að taka upp frá henni. Hún hringdi reglulega, annaðhvort á miðvikudög- um eða sunnudögum, til að minna á sig, spurði frétta hvort einhver væri búinn að gifta sig nýlega, ef svo var, af hverju hafði henni ekki verið boðið, og þá varð maður að finna gott svar því ef henni líkaði ekki svarið hélt hún bara áfram að spyrja „af hverju var mér ekki boðið“. Nú fyrst henni hafði ekki verið boðið þá varð hún að fá mynd af brúðhjónunum og það fljótt. Sagt er að hamingjusamasta fólkið sé það sem hugsar skemmtilegustu hugsanirnar, hún gerði það svo sann- arlega. Henni var sérstaklega um- hugað um að vita allt um fjölskyld- una, hvort það væri komið nýtt barn eða barnabarn, hvenær næsta ferm- ing væri, hún spurði meira að segja um heimilishundinn, hún gleymdi engum. Verst þótti henni ef einhver skilnaður átti sér stað. Það þurfti sér- staklega að ræða það og finna út af hverju fólk væri að þessari vitleysu, hún hafði nú sjálf búið með svo mörgu misskemmtilegu fólki, sagðist þekkja þetta, það verður bara hver að fá að vera eins og hann er fiðraður. Móðir mín kenndi mér að ég yrði að virða hvern og einn eins og hann væri, öll erum við einstök eins og Kallý frænka var svo sannarlega. Hún varð til dæmis að fá símanúmer hjá öllum sem hún hitti og í þau fáu skipti sem ég heimsótti hana kom hún svífandi með símaskrána: „Geturðu fundið númerið hjá henni Stínu, hún er gift honum Bóa, þau búa í Hafn- arfirði þú hlýtur að þekkja þau (tutt- ugu og tvö þúsund manns sem búa þar).“ Hum, man ekki eftir þeim. Og þarna varð maður að vera fljótur að hugsa, nei ég finn þau ekki í skránni, kannski eru þau bara með leyninúm- er. Þetta svar kostaði stundum heil- miklar pælingar, leyninúmer til hvers, ja, það er nú það, nú veit ég ekki. Rosalega þótti mér vænt um þessa frænku mína sem passaði stöðugt upp á það að hún gleymdist ekki. Sagt er að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en heila ævi að gleyma henni. Öll höfum við hlutverk á þessari jörð, hlutverk hennar var að kenna okkur að gleyma ekki fólkinu okkar. Ég held ég geti mælt fyrir munn allra sem hittu þessa merkiskonu, manni fannst eins og maður ætti hana alveg skuldlausa. Ég votta systkinum hennar og öðr- um ættingjum mína dýpstu samúð og þakkir til þeirra sem önnuðust hana í gegnum tíðina. Allt í einu er tíminn útrunninn og ég get ekki gert allt sem ég ætlaði að gera með frænku minni, þá rifjast upp ljóð eftir Val son minn sem ég læt vera lokaorðin til hennar: Þó augu þín glitri eins og perlur á hafsbotni og hár þitt ilmi handan við horn þessa heims hefði ég betur látið það vera! Ég hefði fengið mér annan sjúss og hlustað á lengri útgáfuna af ævisögu rónans farið á gamanmynd og grátið eða rifið upp gangstéttarhellur svona til gamans. Allt annað en koss! Því hefði ég vitað að þetta væru endalokin hefði ég sleppt honum Og skipt yfir á aðra bylgju. (Valur Grettisson.) Þín frænka Guðrún Margrét. Komin er nú kveðjustund og Kallý okkar horfin af lífsins braut. Minn- ingarnar um hana eru margar hverj- ar léttar og ljúfar og ekki annað hægt en að brosa þegar maður hugsar til hennar. Kallý var minnugri en marg- ur og var vel inni í því sem gerðist í fjölskyldunni og því sem var í gangi hverju sinni. Oft var ein fjölskylda í sérstöku uppáhaldi á ákveðnu tíma- bili og fjölgaði þá hringingum þang- að. Umræðan snérist oftar en ekki um myndir sem hana langaði til að eignast af fjölskyldumeðlimum og ef minni okkar hinna brást og það dróst eitthvað á langinn að koma myndum til hennar hikaði hún ekki við að hringja á nýjan leik. Kallý var mjög frændrækin og glöddu myndir af frændsystkinum hennar og þeim sem henni voru kærir hana mikið. Hún spurði iðulega margra spurninga og þá gjarnan hvað væri að frétta af hin- um og þessum. Símanúmerum safn- aði hún af mikilli kappsemi í litlu símabókina sína og má segja að sú bók hafi verið minningarbókin henn- ar. Peningavit hennar var nú kannski ekki hennar sterkasta svið en hún skýrði manni frá því hvað hún hefði í laun eða hvað hlutirnir kostuðu með því að segja okkur litinn á seðlunum og rétta og kreppa fingurna til skipt- is. Jólin voru án efa uppáhalds tíminn hennar Kallý, en hún var sannkallað jólabarn. Með góðum fyrirvara hóf- ust vangaveltur um jólagjafirnar. „Hvað ætlar þú að gefa mér?“ spurði hún gjarnan. Að sjálfsögðu fékk hún ekki það svar sem hún óskaði eftir enda vissi hún það og hafði gaman af þessum orðaleik. En það brást sjald- an að hún gæti þagað um hvað hún ætlaði að gefa okkur, hvar það hefði verið keypt og hversu margra rauða það hefði kostað, því kom jólapakkinn frá Kallý frænku sjaldnast á óvart. Á aðfangadag var hún oftast komin snemma til Siggu systur sinnar og upphófst þá biðin langa eftir hinni stóru stund. Kallý var ætíð barn í hjarta og naut jólanna og samverunn- ar með fjölskyldunni af sannri ein- lægni. Elsku Kallý, jólin verða tómlegri án þín en við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Við vitum að amma tekur vel á móti þér hinum megin hæða. Hvíldu í friði, kæra frænka. En komið er að leiðarlokum og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mjög ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Erna Rós, Hanna Björk og fjölskyldur. Okkur langar að minnast í fáum orðum samstarfskonu okkar Körlu Kristindóttur sem vann með okkur hér á dauðhreinsunardeildinni í 15 ár. Það má með sanni segja að Kalla, eins og hún var alltaf kölluð, hafi lífgað upp á starfsandann því þótt hún væri oft þreytt og lasin seinni árin var húmorinn í lagi. Hún tók eftir öllu sem fram fór, var minnug á menn og málefni og hafði sitt að segja um það sem hæst bar hverju sinni. Henni var mikið í mun að skila sínum verkum vel og að við værum ánægðar með vinnu hennar. Spurði hún gjarnan „Er ég ekki dugleg?“ og svöruðum við því sannleikanum samkvæmt að svo sannarlega væri hún það. Hún var stolt af sínum vinnustað og sagði það oft við okkur að það væri gott að vinna hér. Við viljum þakka Köllu fyrir ánægjulegt samstarf til margra ára og vottum aðstandendum hennar samúð okkar. Samstarfsfólk á dauðhreins- unardeild, Tunguhálsi 27. Elsku Kallý mín, ég var lánsöm að fá að starfa á Sigurhæð og þar með að kynnast þér.Við urðum fljótt mjög góðar vinkonur, enda báðar ættaðar frá Ísafirði. Margar og dýrmætar minningar á ég um þig. Eftirminn- anlegar eru einnig ferðir okkar sam- an bæði innan lands og þegar við fór- um til Benidorm. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Sigga, Egill, Sæmundur og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur dýpstu samúð. Ég kveð þig, Kallý mín, með þakk- læti í huga. Þín vinkona, Kristín Heiðrún Bernharðsdóttir. Elsku Kallý. Þín á eftir að verða saknað hér í Sigurhæð. Núna er enginn sem spyr mig hvenær ég er næst að vinna, hvar maðurinn minn sé, hvar strákurinn sé, né hvað ég ætli að gera þegar ég kem heim úr vinnunni. Ég á eftir að sakna þín og þú skilur mikið skarð eftir þig í Sigurhæð. Ég veit að fleiri en ég eiga eftir að sakna þín hér. Það sem einkenndi þig var hversu hjálpsöm og blíð þú varst við alla hér. Ef maður bað þig um að gera sér greiða varst þú alltaf tilbúin til þess. Ég veit að þú ert núna komin á betri stað og líður betur. Guð geymi þig. Elín Hulda Karla Kristinsdóttir Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR, áður til heimilis á Unnarstíg 8, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 14. september síðastliðinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Þakkir til starfsfólks deildar A3 á Grund fyrir góða umönnun undanfarin ár. Þórunn Halldórsdóttir, Ólafur Z. Ólafsson, Matthías Halldórsson, Theodóra Gísladóttir, Haraldur Halldórsson, María Kristjánsdóttir, Ari Halldórsson, Kristveig Halldórsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma, systir og mágkona, RAKEL BJÖRG RAGNARSDÓTTIR, Depluhólum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. september kl. 15.00. Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Birgir Þór Svavarsson, Ásdís Birta Birgisdóttir, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERLA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Hrísey, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudag- inn 18. september. Jarðsungið verður frá Hríseyjarkirkju föstudaginn 29. september kl. 14.00. Jóhann Sigurbjörnsson, Sigurður Jóhannsson, Kirsten Ruhl, Steinunn Jóhannsdóttir, Barði Sæmundsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Lovísa Jóhannsdóttir, Guðlaugur Georgsson, Jóhann Pétur Jóhannsson, Margrét Sigmundsson, Þröstur Jóhannsson, Kristín Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og systir, JÓNA SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR frá Stóra-Holti, Fljótum, Grettisgötu 31, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 16. september. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. september kl. 15.00. Rakel Rut Karlsdóttir, Ingi Freyr Sveinbjörnsson, Erna, Stefán Arnar, Sigurður Þorsteinn, Auðunn Geir, María Soffía, Ragnar Þór, Guðbjörg Kristín og Gunnar. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÍVAR BJÖRNSSON frá Steðja, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 22. september kl. 13.00. Gunnar Páll Ívarsson, Jónína Ragnarsdóttir, Símon H. Ívarsson, María J. Ívarsdóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, Gunnþór Jónsson, Katrín Sylvía Símonardóttir, Ívar Símonarson, Ástrún Friðbjörnsdóttir, Svandís Ósk Símonardóttir, Axel Örn Sigurðsson, Gunnar Páll, Heimir Páll og Hinrik Snær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.