Morgunblaðið - 21.09.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Afgreiðslustarf
í Laugarnesapóteki
Í boði eru góð kjör og vinalegt starfsumhverfi.
Þjónustulund, lipurð í samskiptum og bílpróf
skilyrði. Nánari upplýsingar gefur Hanna María
í síma 893 3141/hanna@apotek.is
Laugarnesapótek ehf.,
Kirkjuteigi 21,
105 Reykjavík.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Tangarhöfði
– hagstæð leiga
Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
til leigu. Skiptist í rúmgott anddyri, 7 herbergi
með parketgólfi, fundar- og eldhúsaðstöðu,
geymslu og snyrtingu. Uppl. í síma 693 4161.
Félagsstarf
Aðalfundir
sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði boða
til aðalfunda félaganna í Sjálfstæðishúsinu,
Strandgötu 29, fimmtudaginn 28. september
nk. og hefjast þeir allir kl. 20.00.
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði eru:
Fram, landsmálafélag
Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna
Vorboði, félag sjálfstæðiskvenna
Þór, félag sjálfstæðismanna í launþegastétt
Á dagskrá fundanna eru hefðbundin aðalfund-
arstörf.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu sjálfstæðis-
félaganna, www.xdhafnarfjordur.is .
Að loknum aðalfundum verða boðnar veitingar
í sal Sjálfstæðishússins.
Félagar sjálfstæðisfélaganna eru hvattir til að
mæta vel og nýir félagar eru sérstaklega boðnir
velkomnir.
Stjórnir sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði.
Tilkynningar
Próf í verðbréfaviðskiptum
veturinn 2006-2007
Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir
prófum í verðbréfaviðskiptum veturinn 2006-
2007 sem hér segir: Próf vegna I hluta verða
haldin 8., 9. og 13. nóvember 2006, próf í II
hluta verða dagana 22., 26. og 29. janúar 2007,
próf í III hluta verða haldin 17., 20., 23. og 26.
apríl 2007.
Lengd hvers prófs er allt að 4 klukkustundir.
Í prófsefnislýsingu prófnefndar kemur fram
hvaða hjálpargögn eru leyfileg. Hana er hægt
að nálgast á heimasíðu viðskiptaráðuneytisins
www.vidskiptaraduneyti.is.
Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/
2003 um próf í verðbréfaviðskiptum.
Prófin verða haldin í húsakynnum Háskólans
í Reykjavík, sem sjá mun um framkvæmd próf-
anna.
Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heil-
um og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að
standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki
að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim
prófum sem hann hefur þreytt. Próftaki telst
ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri
einkunn en 5,0.
Skráning í prófin fer fram hjá Háskólanum í
Reykjavík í síðasta lagi viku fyrir hvern próf-
hluta í síma 599 6258 eða netfang lilja@ru.is.
Prófgjald er kr. 9.500 fyrir hvert einstakt próf.
Vakin er athygli á að haustpróf (upptökupróf)
verða ekki haldin nema að uppfylltum lág-
marks þátttökufjölda (10 manns).
Reykjavík, 18. september 2006,
Prófnefnd verðbréfaviðskipta.
Uppboð
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógarhlíð
6, Reykjavík - 5, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Álfheimar 31, 202-1860, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Örn Hjartarson
og Helga Soffía Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf.
og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Álftamýri 36, 201-4280, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Þorgeirsson,
gerðarbeiðandi Álftamýri 36, húsfélag, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Bakkastígur 5, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Árni Jóhannesson, gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Búðagerði 10, 222-7461, Reykjavík, þingl. eig. Grjótherji ehf., gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Faxafen 11, 202-3436, Reykjavík, þingl. eig. GS fasteignir ehf., gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Hlíð 8, 208-6331, Kjósarhreppi, þingl. eig. Bergur Geirsson, gerðar-
beiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Hraunteigur 28, 201-8977, Reykjavík, þingl. eig. Katrín S. Sigurðsson,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins B-deild, mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Kárastígur 13, 200-6467, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Björk Hauksdótt-
ir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Langagerði 68, 203-5987, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Kristjánsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Lækjarbraut 2, 226-8851, Kjósarhreppi, þingl. eig. Guðríður Helen
Helgadóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 25. sept-
ember 2006 kl. 10:00.
Miklabraut 88, 203-0614, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Þorlákur
Hermannsson, gerðarbeiðendur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Neshamrar 7, 203-8520, Reykjavík, þingl. eig. Gréta Ingþórsdóttir,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Reyrengi 4, 221-3740, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hafdís Benedikts-
dóttir og Halldór Jónsson, gerðarbeiðandi Reyrengi 4, húsfélag,
mánudaginn 25. september 2006 kl. 10:00.
Síðumúli 31, 225-3673, Reykjavík, þingl. eig. Kvaranshús ehf., gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september 2006
kl. 10:00.
Stórhöfði 17, 204-3271, 21,95% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Skvassfélag
Reykjavíkur, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn
25. september 2006 kl. 10:00.
Suðurlandsbraut 4A, 221-8032, Reykjavík, þingl. eig. Óm snyrtivörur
ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Vesturgata 2, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Bryn ehf., gerðarbeiðend-
ur Lúmex ehf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið,
mánudaginn 25. september 2006 kl. 10:00.
Völvufell 13, 205-2212, Reykjavík, þingl. eig. Breiðholtsbakarí ehf.,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 25. september
2006 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. september 2006.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Smiðshöfði 8, 204-3069, Reykjavík, þingl. eig. TF Hús ehf., gerðar-
beiðendur Karl K. Karlsson ehf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn
25. september 2006 kl. 11:00.
Vallarás 4, 205-3405, Reykjavík, þingl. eig. Hallur G. Hilmarsson
og Hildur Rún Björnsdóttir, gerðarbeiðendur Fasteignasalan Miðborg
ehf., Íslandsbanki hf., útibú 527, Sparisjóður Reykjavíkur og nágr.,
Tollstjóraembættið og Viðskiptaháskólinn á Bifröst se, mánudaginn
25. september 2006 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. september 2006.
Ýmislegt
Stofnfjárbréf
í Sparisjóði Keflavíkur,
SPK ef., óskast til kaups
Upplýsingar í síma 445 0130 eða
844 8262.
Félagslíf
I.O.O.F. 11 1872198½
Landsst. 6006092119 VIII GÞ.
I.O.O.F. 5 1869218
Fimmtudagur 21. sept. 2006
Samkoma kl. 20.00 í félagsmið-
stöð Samhjálpar í Stangarhyl 3.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Theodór Birgisson.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Ef ég lít 40 ár aftur í
tímann þá birtist mér
sú mynd að við Ingunn
vorum að draga okkur saman, kaupa
íbúð og huga að framtíðinni. Ég var
líka að átta mig á frændgarði hennar
og stórfjölskyldu. Egill í Skaftahlíð-
inni fannst mér vera eins og klettur í
hafinu, traustur og sterkur, mjög
Egill Hjartarson
✝ Egill Hjartarsonfæddist á Víg-
hólsstöðum, Lax-
árdal í Dalasýslu 18.
mars 1918. Hann
andaðist á Drop-
laugarstöðum 9.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Fossvogs-
kirkju 18.
september.
ákveðinn og með sér-
lega ríka réttlætis-
kennd. Egill var alltaf
mjög fljótur til taks þar
sem hjálpar var þörf og
fengu þar margir að
njóta. Að vera hrein-
skiptinn og vinnusam-
ur, það voru þeir eðlis-
kostir sem hann mat
mest. Glettni og glað-
værð var honum líka
eðlislæg, svo var einnig
um hans ágætu konu,
Guðrúnu Ólafsdóttur,
sem féll frá langtum
aldur fram. Hún hafði einstaklega
þægilegt viðmót, var alltaf glöð og
ekkert með mæðu og áhyggjur.
Hennar ljúfa rödd verður mér alltaf í
minni þegar hugurinn leitar til baka.
Börnin mín urðu þess vör á unga
aldri að leigubílstjórinn, Egill afa-
bróðir þeirra, var talsvert þekktur
maður í bænum.
Og víst er um það að hann skar sig
nokkuð úr hópi hvar sem hann kom.
Glæsileiki og virðulegt fas fór ekki
fram hjá neinum, alltaf vel klæddur,
með hatt á höfði og kóngur í sínu ríki
undir stýri á svörtum Benz R-1831
og mikill töffari að auki. Var þá furða
þó ungmennin yrðu stolt af frænd-
seminni við Egil? Ég held að öll börn-
in mín hafi leitað ráða hjá Agli þegar
þau keyptu sér bíla í fyrsta sinn og
reyndist það þeim ágætur skóli á
þeim frumskógarstígum sem heimur
bílaviðskipta hefur oft verið.
Ég læt hér fljóta með reynslusögu
Egils sonar míns þegar hann fór með
nafna sínum og afabróður að kaupa
sinn fyrsta bíl.
Bílasalinn fann að strákurinn hafði
þó nokkurt gull í vösunum en þekkti
lítið til bíla og bílakaupa.
Hann fór því að halda ýmsu fram
sem ekki fékkst staðist í viðskiptum.
Þá greip frændi gamli inn í og það
ekki á lágu nótunum og gaf sölu-
manni slík orð í eyru að ekki gleymist
þeim er fyrir verða.
Að sjálfsögðu varð ekkert úr bíla-
kaupum á þessum stað, en ekki er
óvarlegt að ætla að bílasalinn hafi á
næstunni hugsað sig tvisvar um áður
en hann færi að ljúga að reynslulitlu
fólki.
Elliárin urðu Agli erfið. Það að
geta lítið sem ekkert tjáð sig, en
skynja að fullu sitt umhverfi er mikil
þraut fyrir svo félagslyndan mann
sem Egill Hjartarson var. Hann
fæddist frostaveturinn mikla 1918 en
lést 9. september s.l., glaður en
þreyttur.
Bestu kveðjur til fjölskyldu Egils.
Erlingur Kristjánsson.
MINNINGAR
!
"# $