Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is TUTTUGU starfsmönnum Nýju fréttastofunnar, NFS, var í gær sagt upp störfum og útsendingu stöðvarinnar í núverandi mynd hætt kl. 20 í gær- kvöldi. Breyttar áherslur verða í starfsemi NFS og verður m.a. aukinn þungi lagður í netmiðilinn visir.is. Fréttatímar NFS verða áfram í morgun- sjónvarpi Stöðvar 2 og í hádeginu auk kvöldfrétta- tíma kl. 18:30. Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, var fyrstum manna tilkynnt uppsögn á fundi með Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, í gærmorgun. Róbert segist ganga sáttur frá borði en er sannfærður um að grundvöllur sé fyrir fréttastöð á borð við NFS á íslenskum markaði. „Auðvitað er ég ekki sáttur við niðurstöðuna, en þegar maður hefur gert það sem ætlast var til af manni, stofnað fréttastöð, rekið hana á áætlun, barist fyrir henni innan fyr- irtækis sem og utan og gert sitt besta, þá gengur maður sáttur frá borði þó svo að niðurstaðan sé ekki sú sem ég vonaðist eftir,“ segir Róbert. Hann bætir við að það verði að athugast að hætt var með NFS áður en hún fór í fulla dreifingu. Því hafi hún ekki náð viðunandi áhorfi og því ekki við- unandi auglýsingasölu. „Það er alveg á hreinu að þeir sem hafa lagt upp með svona verkefni, hvort sem það er CNN, Sky eða fyrirhugaðar sambæri- legar stöðvar á Norðurlöndum, þá er miðað við að það taki þrjú ár áður en það fer að skila hagnaði. Ég er sannfærður um það, miðað við þróun síðustu mánaða, að okkur hefði tekist að skila þessu jöfnu eftir tvö ár.“ Annarri fréttamiðlun sinnt betur „Mælingar hafa sýnt að fleiri nýta sér frétta- miðlun á annan hátt en af sjónvarpsskjánum yfir daginn, s.s. í gegnum tölvur og annað,“ segir Ari Edwald sem hyggst breyta áherslum NFS mikið á næstunni. „Nú þegar við drögum úr útsendingum á sjónvarpsskjánum hyggjumst við styrkja mjög mikið það afl sem við nýtum til að skrifa fréttir fyrir vefinn og sinna þar einnig annarri frétta- miðlun, t.d. með bæði innlendum og erlendum fréttamyndskeiðum án þess að verið sé að klippa þær úr sjónvarpi.“ Vinsælustu þættir NFS verða svo fluttir yfir á Stöð 2. Ari vill ekki greina frá því hversu miklu vantaði á til að NFS stæði undir kostnaði. „Þetta fór í sjálfu sér ekki fram úr kostnaðaráætlun en tekj- urnar voru lægri en þær hefðu átt að vera. Það var ekki okkar markmið að þessi rekstur myndi standa undir sér heldur að hann myndi ekki kosta mikið meira en starfsemi fréttastofu og tengdra þátta áður.“ Útsendingum sjónvarps- stöðvar NFS hætt í gær Í HNOTSKURN »Tuttugu starfsmönnum NFS var sagtupp í gærdag, sjö frétta- og dag- skrárgerðamönnum og þrettán tækni- mönnum. »Eftir breytingarnar verða stöðugildi ístarfsmannahaldi NFS u.þ.b. 55 auk lausráðinna starfsmanna og verktaka. »Áherslubreytingar verða gerðar oglagður grunnur að kröftugri sókn inn á fréttaflutning á netinu. Einnig verður hugað að fréttamiðlun í síma. »Vinsælustu þættir NFS verða fluttiryfir á Stöð 2, s.s. Silfur Egils, Kompás og Örlagadagurinn. Tuttugu starfsmönnum sagt upp og nýjar áherslur kynntar – stórefla á visir.is ÚTSENDINGUM sjónvarpsstöðvar Nýju fréttastof- unnar, NFS, lauk í síðasta skipti kl. 20 í gærkvöldi. Fréttastofan mun halda starfsemi sinni áfram en miklar breytingar verða gerðar á umhverfi hennar og verða út- sendingar NFS í sjónvarpi eingöngu á Stöð 2 og Sirkus. Sigurður Þ. Ragnarsson, Þór Jónsson, Elín Sveinsdóttir, Haukur Hólm og Sigmundur Ernir Rúnarsson höfðu því um margt að ræða að lokinni útsendingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að lokinni síðustu útsendingu „ÍSLENSK löggjöf um meðferð sakamála verður að taka mið af hinni alþjóðlegu þróun, svo að hún komi að því gagni sem að er stefnt. Hafi íslensk lög að geyma sérhannaðar, heimatilbúnar réttar- farsreglur, sem ganga á svig við almenna þróun erlendis, þurfa að vera fyrir þeim sterk og skýr rök.“ Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í ræðu á fundi Lögfræðingafélags Íslands um meðferð sakamála sem haldinn var í gær. Boðað var til fundarins til að kynna efni frumvarpa til laga um sakamál og laga um nálgunarbann. Í ræðu sinni ræddi Björn um að í Evrópu væri þung þróun til þeirrar áttar að settar yrðu sam- eiginlegar reglur um flest svið refsiréttarins til að auðvelda við- brögð við vaxandi alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þrýst væri á ríki um að láta af öllum fyrirvörum sem taldir væru tefja úrlausn mála. Þá væri lögð áhersla á samræmi í rannsóknarheimildum lögreglu, ekki síst á sviði fjarskipta, en það mætti ekki síst rekja til vaxandi raf- rænnar glæpastarf- semi. „Ég nefni þetta atriði sérstaklega vegna þess að hér geta mínútur skipt sköpum, eigi lögregla að ná þeim árangri, sem af henni er kraf- ist. Samkvæmt norskri og danskri réttar- farslöggjöf getur lögregla, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, hafið hlerun án undangengins dómsúrskurðar, enda fáist slíkur úrskurður innan 24 tíma frá því að aðgerð hófst. Hér er ekki að finna nein sambærileg ákvæði. Sumir þeirra, sem hafa lagst gegn því að íslenska lögreglan hafi að þessu leyti sömu heimildir og lögregla í Noregi og Danmörku, hafa gert það á þeirri forsendu að í heimild- inni felist skerðing á mannréttindum, þar sem ekki sé leitað til dómara fyrirfram. Þessir sömu menn gagnrýna síðan ákvæði í tillögunum að frumvarpi til laga um nálgunarbann vegna þess, að þar sé lögreglu ekki veitt heimild án dómsúrskurðar til að ganga á mannréttindi með því að fjarlægja mann af heimili hans og banna honum aðgang að því, ef rétt er skilið,“ sagði Björn í ræð- unni. Mörg álitaefni Björn sagði að mikilvægt væri að umræða um frumvarp til laga um meðferð sakamála væri víðtæk og vönduð. Í lögunum væru mörg álitaefni og ekki væru allir á einu máli um þá skipan ákæruvalds sem kæmi fram í tillögunum. Einnig væri umdeilt hvort dómari gæti tekið sjálfstæða ákvörðun en væri ekki bundinn með lögum um að yfirheyrslur á börnum skuli fara fram í Barnahúsi. Þá væri ljóst að lögregla hér á landi teldi að íslenskar reglur um aðgang að rannsóknargögnum á meðan mál væru á vinnslustigi veittu henni minna svigrúm til úrvinnslu en tíðkast annars staðar. Björn Bjarnason segir sterk rök þurfa fyrir heimatilbúnum réttarfarsreglum Miðist við alþjóðlega þróun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. SÓLVEIG Kr. Bergmann, trúnaðar- maður starfsfólks á 365 miðlum, seg- ir óvíst hvernig starfslokum þeirra tuttugu sem sagt var upp störfum í gær verður háttað. „Sumir kjósa ef- laust að fá að vinna uppsagnarfrest- inn en hjá öðrum er líklegt að þeir fái greitt og fái að hætta störfum strax, segir Sólveig en tekur skýrt fram að ekkert sé ákveðið í þessum efnum og á mánudag verði farið yfir málin með einstökum starfsmönnum og starfs- mannastjóra – í fullu samstarfi við Rafiðnaðarsamband Íslands og Blaðamannafélag Íslands. Sólveig segir engar skýringar hafa verið gefnar á einstökum upp- sögnum en svo virðist sem þeir sem hafi unnið styst hjá fyrirtækinu hafi verið látnir fara. „Flestir eru reynsluminni en þó eru þarna reynsluboltar inn á milli. Ef maður lítur yfir þennan hóp þá eru flestir, alla vega í þessum sjö manna hópi – þó það eigi ekki við um tæknimenn- ina – þá eru það þeir sem hafa verið hjá okkur skemmst.“ Starfslok tekin fyrir eftir helgi LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í bifreið sem stóð við verslunarmiðstöð í borg- inni um hádegisbilið í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði rúða verið brotin og farsíma sem í bílnum var verið stolið. Þar að auki var búið að aka utan í bílinn þannig að greinilega á honum sá. Ekið á bíl og stolið úr honum SAMKOMULAG í varnarviðræðum milli Íslands og Bandaríkjanna er nánast í höfn og að óbreyttu verður það kynnt á þriðjudag, samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkissjón- varpsins. Greint var frá þessu í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöldi. Fram kom að samkomulagið fæl- ist í því að íslenska ríkið taki við öll- um eignum Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli en í staðinn muni ríkið standa straum af öllum kostnaði við hreinsun á varnarsvæðinu. Að sögn fréttastofu Sjónvarpsins stóð jafnvel til að kynna samkomu- lagið í þessari viku en af því hafi ekki orðið þar sem hnýta hafi þurft nokkra lausa enda. Svo virtist sem fundur íslenskra og bandarískra embættismanna í síðustu viku hefði verið sá síðasti í samningalotunni því ekki væri ráðgert að halda fleiri fundi. Til stendur að kynna sam- komulagið fyrir ríkisstjórninni eftir helgi, forystumönnum stjórnarand- stöðuflokkanna á mánudag og utan- ríkismálanefnd á þriðjudag, að sögn Sjónvarpsins. Taka við eignum og sjá um hreinsun ♦♦♦ STEFNT er að því að á næsta ári verði Arnar Jens- son, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, tengi- fulltrúi hjá Euro- pol, fyrstur íslenskra lög- reglumanna. Þetta kom fram í ræðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær. Europol er löggæslustofnun Evr- ópusambandsins og er ætlað að styðja við störf lögreglu í aðildarríkj- um sambandsins. Einnig hefur Europol gert samninga við fjölmörg ríki og stofnanir utan sambandsins um samvinnu í löggæslumálum. Arnar Jensson til Europol Arnar Jensson ♦♦♦ ÞAÐ sem af er september hefur lögreglunni í Reykjavík verið til- kynnt um 418 árekstra og slys eða 19 á dag. Eru þá ótaldir þeir minni- háttar árekstrar sem aldrei koma inn á borð lögreglu heldur eru að- eins tilkynntir tryggingafélögum. Frá klukkan sjö í gærmorgun til klukkan 21 í gærkvöldi var tilkynnt um 22 árekstra, heldur meira en venja er til. Á þessu tímabili voru tíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var piltur sem hafði aðeins haft ökuréttindin í einn sólarhring þegar hann var tek- inn á Sæbrautinni á 115 km hraða en þar er 60 km hámarkshraði. Þessi piltur hafði látið áróður um gætilegan akstur sem vind um eyru þjóta, því að sögn lögreglu sagði hann lögreglumönnum að þeir ættu frekar að sinna öðrum málum en að vera eltast við hann. Þá voru þrjú innbrot tilkynnt í vinnuskúra en verkfæraþjófnaðir virðast í tísku þessa dagana, að sögn lögreglu. 19 árekstrar á dag í september
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.