Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 6
Skerðing frá fyrstu krónu
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
MESTAR líkur eru á að ríkið tapi ekki neinum
tekjum ef ríkið tekur upp frítekjumark á at-
vinnutekjur eldri borgara og öryrkja. Þetta full-
yrðir Einar Árnason, hagfræðingur Félags
eldri borgara, en í dag skerða tekjur þessa fólks
bætur sem það fær frá Tryggingastofnun rík-
isins.
Núverandi kerfi almannatrygginga byggist á
því að allar viðbótartekjur sem öryrkjar og elli-
lífeyrisþegar fá skerða bætur. Skerðingarnar
eru mjög víðtækar því sá sem vinnu sér inn
1.000 krónur situr eftir með um 350 krónur þeg-
ar búið er að taka tillit til skerðingar bóta og
skattgreiðslna. Skerðingin er frá fyrstu krónu
sem lífeyrisþegar vinna sér inn.
Fátæktargildra?
Sumir hafa gengið svo langt að segja að þetta
kerfi hneppi fólk í fátæktargildru. Bætur al-
mannatrygginga eru ekki háar og þorri eldri
borgara sem nú er að fara á lífeyri fær háar
greiðslur úr lífeyrissjóðum. Vilji fólk reyna að
bæta stöðu sína með því að fá sér vinnu eru bæt-
urnar skertar. Fólki er því nær allar bjargir
bannaðar.
Þetta mál var ítarlega rætt í nefnd um bætt
kjör eldri borgara sem Ásmundur Stefánsson
ríkissáttasemjari veitti forstöðu. Nefndin skil-
aði tillögum í sumar og einn hluti þeirra er að
frá og með 1. janúar árið 2009 verður frítekju-
mark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 200
þúsund krónur á ári og frá 1. janúar 2010 verði
frítekjumarkið hækkað í 300 þúsund á ári.
200 þúsund króna árstekjur þýða að fólk má
vinna sér inn rúmlega 16 þúsund krónur á mán-
uði án þess að bætur skerðist.
Einar Árnason segist ekki skilja tregðu
stjórnvalda til að stíga stærri skref í þessa átt.
Það hafi valdið vonbrigðum að stjórnvöld skyldu
ekki vera tilbúin að stíga þetta litla skref strax.
Samkvæmt útreikningum Tryggingastofnun-
ar kostar það stofnunina 142 milljónir á ári að
veita 31 þúsund ellilífeyrisþegum 200 þúsund
króna frítekjumark á ári. Þarna er byggt á því
að enginn ellilífeyrisþegi breyti hegðan sinni
með breyttu kerfi.
„Það er ljóst að þegar þú ert kominn með
svona kerfi þá ferðu frekar út á vinnumark-
aðinn. Þegar þú veist að þú mátt afla þér tekna
upp á 300 þúsund ferðu í starf sem kannski skil-
ar þér 600 þúsundum í tekjur. Þar með ertu far-
inn að greiða skatta og bætur skerðast líka. Rík-
issjóður hagnast því á þessari breytingu. Þar að
auki er þetta heilbrigðismál; að gefa fullfrísku
fólki tækifæri til að vinna þó að það sé komið á
lífeyri,“ segir Einar sem bendir á að fulltrúi
Tryggingastofnunar hafi viðurkennt á fundi
með Öryrkjabandalaginu nýverið að líklega
myndi ríkissjóður ekki tapa neinu á þessari
breytingu.
Sigurbjörg Sigþórsdóttir, starfsmannastjóri
Bakarameistarans, segir að í þeirri þenslu sem
sé í þjóðfélaginu í dag geti það hjálpað mikið ef
hægt sé að gefa öryrkjum og ellilífeyrisþegum
færi á að afla sér tekna án þess að bætur skerð-
ist. Fyrirtæki og stofnanir hafi undanfarin miss-
eri átt í miklum erfiðleikum með að fá fólk.
„Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar eru fólk
með starfsorku og vilja gjarnan afla sér tekna,
en kerfið leyfir því ekki að taka þátt í vinnu-
markaðinum. Ef þessu væri breytt gæti það
slegið á þenslu í þjóðfélaginu.“
Fréttaskýring | Rúmlega tvö ár
eru í að öryrkjum og öldruðum
verði gefið tækifæri til að vinna
sér inn tekjur án þess að þær
skerði bætur. Frítekjumarkið mið-
ast við 200 þúsund kr. árstekjur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aldraðir Margir þeirra búa við góða heilsu og hafa áhuga á að vinna eftir að þeir fara á ellilífeyri.
Í HNOTSKURN
»Frá og með 1. janúar árið 2009 verðurfrítekjumark vegna atvinnutekna elli-
lífeyrisþega 200 þúsund krónur á ári og
frá 1. janúar 2010 verður frítekjumarkið
300 þúsund á ári.
»Ellílífeyrisþegi sem vinnur sér inn1.000 krónur situr eftir með um 350
krónur þegar búið er að greiða skatta og
taka tillit til skerðingar bóta.
»Það myndi draga úr vinnuaflsskorti effleiri öryrkjar og eldri borgarar fengj-
ust út á vinnumarkaðinn.
6 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í TENGSLUM við Vísindavöku efndi Rann-
sóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) meðal annars
til teiknisamkeppni 9 til 11 ára barna og voru
veitt 10 verðlaun fyrir skemmtilegar myndir auk
þess sem meira en 200 myndir voru sýndar.
Vísindavaka – stefnumót við vísindamenn var
haldin í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi en
dagurinn var tileinkaður vísindamönnum og hald-
inn hátíðlegur í mörgum helstu borgum Evrópu.
Vísindavaka í annað sinn
Þetta er í annað sinn sem RANNÍS stendur
fyrir Vísindavöku en markmiðið er að vekja
áhuga almennings á vísindum og auka vitund um
starf vísindamanna og mikilvægi þeirra.
Börnum og unglingum var boðið að koma með
innlegg í Vísindavökuna. Annars vegar var efnt til
ljósmyndasamkeppni framhaldsskólanema á aldr-
inum 16 til 23 ára og hins vegar teiknisam-
keppnin.
Teiknisamkeppni RANNÍS var í samstarfi við
Barnablað Morgunblaðsins og Eddu útgáfu og
var verkefnið „Vísindamaðurinn minn“ í þeim til-
gangi að sjá hvernig börn sjá hinn íslenska vís-
indamann fyrir sér.
Fjölmargar teikningar bárust í samkeppnina
og var vandi dómnefndar mikill en hana skipuðu
Georg Guðni myndlistarmaður, Steinunn Anna
Gunnlaugsdóttir blaðamaður og Hjördís Hend-
riksdóttir.
Efnilegasti vísindamaðurinn Eftir Ásdísi Margréti Ólafsdóttur. Niðursokknasti vísindamaðurinn Eftir Snædísi Ingu Rúnarsdóttur.
Morgunblaðið/Ásdís
Frægasti vísindamaðurinn Eftir Bergljótu
Sunnu Elíasdóttur í Reykjavík.
Vísindamaðurinn
í augum barnanna
SILFURBERG er hvorki vernduð
né friðlýst steintegund og sömu
reglur gilda um silfurbergstöku og
aðra efnistöku. Vegna fréttar um
samning Þjóðleikhússins um kaup á
5 tonnum af silfurbergi hefur vakn-
að sú spurning hvaða reglur gildi
um silfurbergsnám.
Að sögn Helga Jenssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Umhverfis-
stofnun, þarf viðkomandi sveitarfé-
lag að gefa framkvæmdaleyfi ef
efnistaka er ekki til eigin nota.
Rekstraraðili viðkomandi efn-
istökustaðar sækir þá um efnistök-
una til sveitarfélagsins og það leit-
ar eftir umsögn til Umhverfis-
stofnunar.
„Lagalega umhverfið gerir ekki
greinarmun á hvort efni heitir
sandur eða silfurberg heldur ein-
göngu hvort efnistakan er inni á
svæði sem er á svokallaðri nátt-
úruminjaskrá. Þá er Umhverf-
isstofnun umsagnaraðili. Ef þetta
er innan friðlýsts svæðis er stofn-
unin líka leyfisgjafi.“
Silfurberg hvorki
verndað né friðlýst
RAGNAR Halldórsson er einn þeirra sem segist ekki hafa treyst sér til að fara út á vinnumark-
að eftir að hann fór á lífeyri. Kerfið sé þannig að það sé sáralítið sem sitji eftir í vasanum þegar
upp er staðið. Þeir sem þurfi að treysta á bætur Tryggingastofnunar búi við það að allar við-
bótartekjur skerði lífeyrisbæturnar. Hann hafi t.d. tekið út hluta af séreignarsjóði sínum, sam-
tals 250 þúsund krónur, en tæplega 100 þúsund hafi strax farið í skatt og síðan hefði hann
fengið bakreikning upp á 126 þúsund frá Tryggingastofnun í formi skertra bóta. Eftir standi
því innan við 30 þúsund krónur.
Af 250.000 stóð aðeins 30.000 eftir
LÖGREGLAN í Reykjavík tók
fimm ökumenn grunaða um að
aka bifreið undir áhrifum áfengis
aðfaranótt föstudags. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu þykir
það ekki óeðlilega há tala, þrátt
fyrir að um virkan dag sé að
ræða, en það kom hins vegar á
óvart að fjórir ökumannanna voru
konur.
Samkvæmt tölfræði lögregl-
unnar er það nýlunda að svo
margar konur séu teknar á einni
nóttu miðað við karlmenn sem eru
langoftast í miklum meirihluta
þeirra sem setjast undir stýri eftir
neyslu áfengis.
Konur undir
áhrifum við akstur